Morgunblaðið - 13.10.1993, Side 15

Morgunblaðið - 13.10.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 15 Mætir kirkjan trúarþörf fólks? eftirsr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Alls staðar í kringum okkur finn- um við hve trúarþörf fólks er gífur- lega mikil, sérstaklega nú á tímum, þegar við vitum að tækni og vel- megun svarar ekki öllum lífsins gátum. Fólk er einnig nú á tímum opnara fyrir því að láta í ljós tilfinn- ingar sínar og vanmátt. Hver ástæðan er fyrir því, kann að vera of langt mál til að ræða í stuttri blaðagrein. En það sem mig langar þó að gera er að velta fyrir mér hvernig fólk uppfyllir trúarþörf sína og spyija síðan hvort íslenska þjóðkirkjan mæti þeirri trúarþörf sem samtíminn krefst. Það sem ég vil þó að lokum leggja sérstaka áherslu á eru kyrrð- arstundir og Taize-stundir, þar sem við einbeitum okkur að því að mæta hveijum og einum persónu- lega í því, sem henni eða honum liggur á hjarta. Kyrrðarstundir eru í hádeginu á miðvikudögum í Sel- tjarnameskirkju og Breiðholts- kirkju, á þriðjudögum í Grensás- kirkju og á fimmtudögum í Laugar- neskirkju. Á þessum stundum er lesið úr Biblíunni, gengið til altaris og boðið upp á fyrirbænir, sem vel er þegið af þeim sem þær sækja. Samfélagið á eftir stundinni er líka dýrmætur þáttur, en þá er spjallað saman yfir léttum hádegisverði. „Nú er svo komið að starf er fyrir nær alla aldurshópa í nánast öll- um kirkjum Reykjavík- urprófastsdæma alla daga vikunnar og vitn- ar dagbók Morgun- blaðsins best um þá starfsemi.“ Taize-stundir hafa verið um hríð í Háteigskirkju ' á fimmtudags- kvöldum og voru á föstunni í fyrra í Seltjamarneskirkju. Taize-stund- irnar eru kyrrðar- og íhugunar- stundir með svokallaðri Taize-tón- list, sem upprunnin er í Frakklandi og er sérlega vel til þess fallin að ná kyrrð hugans og upplifa nær- vera Guðs. Nú eru þær hafnar á ný í Sel- tjarnarneskirkju og verða annað hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Næsta Taize-stundin verður 19. október nk. Lesandi góður! Kynntu þér starf- ið í þinni kirkju og láttu kirkjuna mæta trúarþörf þinni. Höfundur er sóknarprestur á Seltjamarnesi. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir Mikið framboð Fólk, sem lifir ekki í samfélagi við þann Guð, sem skapaði það til samfélags við sig, er leitandi. Það leitar að uppruna sínum eins og börn, sem þekkja ekki blóðforeldra sína. Þjóðfélagið býður upp á ótal möguleika til að mæta fólki í þess- ari leit og til að uppfylla þessa innri þörf. Hér mætti nefna alls kyns námskeið og hugleiðsluæfingar. Auk þess bjóða útvarpsstöðvarnar fólki að hringja til sín hvort sem er um miðjan dag eða síðla kvölds og ljá þær fólki þannig eyra sitt til að hlusta og gefa góð ráð. í þessum þáttum birtist oft mikil þrá og l^it eftir einhverri andlegri fyll- inguj sem fólk virðist hvergi hafa fundið. Þegar við hlustum á slík viðtöl vaknar óneitanlega spurningin um hlutverk kirkjunnar og hvemig hún getur náð til þessa fólks og gefið því þá fyllingu sem hjarta þeirra þráir. Hvernig svarar kirkjan? Umsvif og stárfsemi kirkjunnar hafa aukist gífurlega á síðustu áram. Hér má nefna alls kyns sér- þjónustu, eins og þjónustu við sjúkrahúsin, fanga, fatlaða og aldr- aða. Og þar að auki hefur verið í gangi í kirkjunni sérstakt verkefni, safnaðaruppbygging, sem miðar að þvi að auka þátttöku virkra með- lima innan kirkjunnar og auka fjöl- breytni í helgihaldi og safnaðar- starfi. Nú er svo komið að starf er fyr- ir nær alla aldurshópa í nánast öll- um kirkjum Reykjavíkurprófasts- dæma alla daga vikunnar og vitnar dagbók Morgunblaðsins best um þá starfsemi. Starfsfólki safnað- anna fer líka fjölgandi, en betur má ef duga skal til að mæta allri þeirri þörf, sem þjóðfélagið okkar æpir á. Nú era yfir hundrað manns við nám í guðfræðideild Háskóla ís- lands, tuttugu era í djáknanámi og yfir fimmtíu manns stunda nám í leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Þessar tölur sýna hve mikill fjöldi fólks vill vinna fyrir kirkjuna og þráir að mæta þeirri trúarþörf sem við verðum alls staðar vör við. Þessi fjöldi er líka ákall til kirkjunnar til að taka á móti þessu fólki og ráða það til starfa. Ef svo verður mun kirkjan verða betur í stakk búin til að mæta þeirri trúarþörf sem fólk kallar á. En hvað er kirkjan að gera? Það skalt þú, lesandi góður, kynna þér í þinni sókn. Gteðd eWlús* i«nrétti«Æ HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI4 R. SlMI 671010 Nuer þrefalthir 1. vuinmgur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.