Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 13.10.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1993 17 Islensku hestarnir gáfu bestu gæðingum í Texas ekkert eftir Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. „MIKILL og góður áhugi er á íslenskum hestum í Texas og fólk spyr mikið um þá og kannar möguleika á að eignast slíka hesta,“ sagði Axel Ómarsson, sem skrapp til Texas ásamt Guðna Vigni Jónssyni til að kynna íslenska hesta á stærstu landbúnaðar- sýningu sem haldin er þar árlega, Texas State Fare. Til stóð að fram færi keppni milli íslenskra hesta og áttu Axel og Guðni Vignir að taka þátt í þeirri keppni á þremur hestum, sem þeir sendu til Texas í vor í kynningar- og auglýsingaskyni. Svo fór að enginn Bandaríkja- maður sem á íslenska hesta vildi taka þátt í keppninni svo henni var breytt í sýningu. Guðni Vign- ir sýndi gangtilbrigði á Ási frá Ási í Holtum og fékk 1. verðlaun í öllum sýningargreinum, tölti, ijórgangi og fimmgangi. Síðan var brugðið á „bjórkeppni“ sem er mjög vinsælt skemmtiatriði meðal hestamanna í Texas, en þá ríða menn með fulla bjórkönnu í hendi ákveðna leið, skipta um gang og snúa við. Þar var Guðna Vigni á Ási dæmdur sigur yfir Axel Ómarssyni í hnífjafnri keppni þar sem hvorugur missti dropa úr könnu. Síðan sýndi Guðni Vignir skeiðsprett og þá kom upp tillaga um að efna til keppni milli ís- lenskra hesta og bandarískra ganghesta af Saddlebred-, Ten- nesse Walker- og Racking Horse- kyni. íslenskir hestar eru eins og dvergar við hlið þeirra. Svo fór þó að þrír hestar komu samtímis í mark, Guðni Vignir á Ási, Flash of a coin og Racking Matthilda. Þessi keppni þar sem Guðni beitti bæði hraðtölti og skeiði var tekin á myndband á laugardag- inn og var það band fjölfaldað og selt á 10 dollara á sunnudag- inn. Margir keyptu og mikil eftir- spurn var eftir bæklingum um íslensku hestana sem íslending- arnir höfðu meðferðis. Mikið var um biaðaviðtöl við þá og varð þessi för íslendinganna því ákjós- anleg kynning á fjölhæfni hests- ins og jók þann mikla áhuga og þá virðingu sem hann hefur notið þar. ■ FYRSTA myndakvöld Ferða- félags íslands í vetur verður í Sókn- arsalnum, Skipholti 50a, í kvöld, miðvikudaginn 13. október, og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Fyrir hlé verða sýndar myndir úr einni vinsæl- ustu sumarleyfísferðinni: Árbókar- ferðinni Við rætur Vatnajökuls sem farin var 7.-11. júlí á slóðir Árbók- arinnar 1993. Fararstjórarnir Árni Björnsson og Hjalti Kristgeirsson kynna. Árbókin var skrifuð frá Ló- magnúpi í vestri að Lóni í austri. Eftir hlé sýnir Höskuldur Jónsson einnig myndir af svæði Árbókarinn- ar: Skaftafell-Kjós. Skemmtileg myndasýning af svæði sem á sér fáa líka hvað fegurð og fjölbreytni í náttúrufari snertir. Allir 'velkomnir, félagar sem aðrir. Kaffiveitingar í hléi. Aðgangseyrir 500 kr. (kaffi og meðlæti innifalið). ROKMr93 % u u u u u u u n n u n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n A HOTEL ISLANDI { V> ROKKSTJÖRNURNAR ÞÓR NIELSEN - HARALD G. HARALDS - STEFÁN JÓNSSON - MJÖLL HÓLM - GARÐAR GUÐMUNDS - SIGGI JOHNNY - ANNNA VILHJÁLMS - BERTl MÖLUER - ASTRID JENSDÓTTIR - EINAR JÚLÍUSS. - ÞORSTEINN EGGERTS - SIGURDÓR SIGURDÓRS. KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON. > Mattedill Sjái’arréttatríó ni/tfinnep.MMu Lanibahnetuttteik mjbakaefri kartöflu og koníak.uiveppa.iótfu Kaffiúi ni/.iherry.ió.m ogkiwi GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT STÓRHLJÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR SEM SKIPA: Gunnar Þórðarson - Rúnar Júlíusson -Engilbert Jensen - Jón Kjell- Rúnar Georgsson - Einar Scheving- Ásgeir Steingrímson - Helga Möller Næstu sýningar: 16. okt. - 23. okt. - 13. nóv. - 20. nóv. - 27. nóv PÁLL ÖSKAR OG leika fyrir dansi til kl. 03. Tllvalið fyrir t.d. vinnustaðahópa, félagasamtök ng saumaklúbba. Verð kr. 3.900 m/sýningu og mat Verð kr. 1.500 m/sýningu Verð kr. 1.000 eftirsýningu U u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u u Miða- og borðapantanir milli kl. 13 og 17 alla daga ísíma 687111. Kiwanishreyfingin á íslandi þakkar stuðning þjóðarinnar við K-dag 17. október 1992 Stuðningur ykkar gerði okkur kleift að reisa byggingu fyrir starfsemi Bergiðjunnar á lóð Kleppsspítalans. Þar munu starfa yfir 20 manns að framleiðslu á ýmsum þeim vörum sem Bergiðjan framleiðir. Einnig gátum við lokið endurbyggingu sambýlis við Álfabyggð á Akureyri. Hús Bergiðjunnar við Kleppsspítala Sambýlið við Álfabyggð á Akureyri Kiwanismenn og -konur senda öllum landsmönnum bestu kveðjur Kiwanisklúbbarnir. Höfði, Reykjavík Jöklar, Borgarfirði Jörfi, Reykjavík Katla, Reykjavík Korri, Ólafsvík Smyrill, Borgarnesi Víflll, Reykjavík Þyrill, Akranesi Borgir, Blönduósi Drangey, Sauöárkróki Skjöldur, Siglufirði Askjá, Vopnafirði Embla, Akureyri Faxi, Kópaskeri Grímur, Grímsey Heröubreið, Mývatnssveit Hrólfur, Dalvík Kaldbakur, Akureyri Skjálfandi, Húsavík Súlur, Ólafsfirði Búrfell, Selfossi Dimon, Hvolsvelli Gullfoss, Flúðum Helgafell, Vestmannaeyjum Ós, Hornafirði Brú, Keflavikurflugvelli Eldborg, Hafnarfirði Eldey, Kópavogi Góa, Kópavogi Hof, Garði Hraunborg, Hafnarfirði Keilir, Keflavík Kópa, Njarðvík Setberg, Garðabæ Básar, ísafirði Elliði, Reykjavík Esja, Reykjavík Geysir, Mosfellsbæ Harpa, Reykjavík Hekla, Reykjavík Nes, Seltjarnarnesi Viðey, Reykjavík Þorfinnur, Flateyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.