Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 1
80SIÐURB/C mnnHaM^ STOFNAÐ 1913 252.tbl.81.árg. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sýkt blóð notað við blóðgjafir Milljónum Þjóð- verja ráðlagt að fara í eyðnipróf Bonn, Róm. Reuter, The Daily Telegraph. TUGÞÚSUNDIR óttasleginna Þjóðverja, sem gengist höfðu undir skurðaðgerð á síðustu tíu árum, höfðu í gær samband við heil- brigðisyfirvöld og spurðu hvort hætta væri á að þær væru smitað- ar af alnæmisveirunni. Horst Seehofer heilbrigðisráðherra hvatti á miðvikudag alla þá, sem hafa fengið blóðgjöf frá árínu 1985, til að kanna hvort þeir séu smitaðir. Ástæðan er ásakanir á hendur fyrirtækjum, sem framleiða blóð- efni, um að þau hafi hafi' selt óskimað blóð í sparnaðarskyni. í síð- Finnland Spáð áfram- haldandi at- vinnuleysi Helsinki. Reuter. FINNSKA atvinnumálaráðuneyt- ið sagði í gær að atvinnuleysi í landinu yrði að öllimi líkindum ekki minna en 15% fyrr en á síð- ari hluta þessa áratugar. Ráðuneytið sagði að eitf helsta pólitíska verkefni næstu ára yrði að draga úr atvinnuleysi og þá ekki síst atvinnuleysi ungs fólks og þeirra sem verið hafa án atvinnu í langan tíma. Eins og stendur er atvinnu- leysi í Finnlandi 19,2%. Glataður markaður Ein helsta ástæða þeirrar miklu efnahagskreppu, sem Finnar ganga nú í gegnum, er að útflutningur þeirra til ríkja Sovétríkjanna fyrr- verandi hefur hrunið. Hann er nú örfá prósent af heildarútflutningi Finna en var fjórðungur fyrir ein- ungis nokkrum árum. ustu viku var einu slíku fyrirtæki, UB Plasma í Koblenz, lokað en talið er að það hafi vísvitandi sett sýkt blóð á markaðinn. Eru uppi vaxandi kröfur í Þýskalandi um að einkafyr- irtækjum verði bannað að búa til blóðefni í hagnaðarskyni. Talið er að margar milljónir Þjóð- verja muni þurfa að gangast undir blóðrannsókn. Heilbrigðisyfirvöld í Neðra-Saxlandi telja að einungis í því sambandslandi verði 1,2 milljón- ir manna að ganga undir rannsókn. Blaðið Bild, mest selda blað Þýska- lands, sagði í risafyrirsögn á forsíðu í gær að 15 milljónir Þjóðverja yrðu að fara í eyðnipróf og birti einnig lista yfir þá spítala, sem hefðu not- að blóð frá UB Plasma. 250 með veiruna Engin leið er að segja til um hve margir hafi smitast en frá 1985 hafa 250 af 13 milljónum blóðþega greinst með alnæmisveiruna í Þýskalandi. ítalska heilbrigðisráðuneytið hef- ur hafið rannsókn á hvort sýkt blóð hafí verið notað við blóðgjafir eftir að fyrirtæki voru skylduð til að skima blóð í apríl 1986. Hefur fyrr- um ráðuneytisstjóri verið handtek- inn sakaður um að hafa gegn greiðslu leyft fyrirtækjum að nota óskimað blóð allt fram til febrú- armánaðar 1987. ítölsk heilbrigð- isyfirvöld segja einungis um 40 hafa fengið veiruna við blóðgjöf. Reuter. Arásir á Tyrki TALIÐ er að kúrdískir aðskiln- aðarsinnar hafí staðið á bak við árásir á tyrknesk sendiráð og tyrknesk fyrirtæki í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Sviss og Austurríki í gær. Hentu tilræðis- mennirnir í flestum tilvikum bensínsprengjum og steinum á byggingarnar. í Þýskalandi var ráðist á byggingar í níu borgum og í Kaupmannahöfn var ráðist á skrifstofur tyrkneska flugfé- lagsins, tyrkneska ferðaskrif- stofu og skrifstofu tyrkneska verslunarráðsins. Einn maður lét lífið er kveikt var í tyrknesku veitingahúsi í Wiesbaden í Þýskalandi og má sjá á mynd- inni er lík hans var borið út. Fimm særðust er bensínsprengja sprakk í útibúi Ziraat-bankans í London. Tansu Ciller, forsætis- ráðherra Tyrklands, sagði Tyrki ekki ætla að tapa í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og yrðu aðgerðir gegn kúrdískum aðskilnaðarsinnum efldar. EB-endurskoðendur um kanp á fiskikvótum Gagnrýna greiðslur EB til Grænlendinga Morðingja leitað LÖGREGLAN í Ástralíu leitar nú manns, sem talinn er hafa myrt sjö manneskjur, þar af fimm bakpoka- ferðalanga. Eru frammámenn í ferðaútvegi mjög uggandi yfir hugsanlegum afleiðingum morðanna fyrir hann en bakpokaferðalangarnir einir koma með hundruð milljarða króna inn í ástralskt efnahagslíf árlega. Lögreglumenn fundu í gær sjötta og sjöunda líkið í Belanglo-skógi um 100 km suðvestur af Sydn- ey og er nú aftur farið að rannsaka hvarf margrá Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ENDURSKOÐENDUR Evrópubandalagsins hafa gert harðorðar at- hugasemdir við greiðslur bandalagsins til Grænlands fyrir f'iski- kvóta þess. Bandalagið hafi greitt fyrir 150 þúsund tonn, en aðeins veitt tuttugu prósent kvótans undanfarin ár. Ole Samsing deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu danska segir að skýrslan sé gerð af vanþekkingu á aðstæðum. Endurskoðendurnir geri sér ekki grein fyrir að EB greiði fyrir möguleikann á að veiða, ekki fyrir sjálfan fiskinn, auk þess sem EB noti Grænlandskvótana í skiptum fyrir veiðar annars staðar, til dæmis við ísland, Noreg og Færeyjar. Greiðslan er upp á tæpa þrjá milljarða íslenskra króna og nemur tíu prósentum af greiðslum dönsku sljórnarinnar til Grænlands. Verkefni endurskoðendanna var að athuga hvort hinum ýmsu greiðslum EB væri vel varið eða ekki, svo þeir hafa aðeins litið á hvað fékkst fyrir þær. Á þessum forsendum benda þeir á að á árun- um 1989 - 1991 hafi EB greitt fyrir 150 þúsund tonna kvóta, en aðeins veitt um þrjátíu þúsund tonn. Kvótinn tekur til nokkura fisktegunda, meðal annars loðnu, karfa, steinbíts og þorsks, en þorskkvótinn nemur þrjátíu þús- und tonnum af heildarkvótanum. Enginn þorskur Endurskoðendúr benda meðal annars á að hvorki veiðist tangur né tetur af þorski sem stendur, en greiðslan er tæpir þrír milljarð- ar íslenskra króna. Eftir að þorsk- veiðarnar hafa gufað upp, eru það aðeins rækjuveiðarnar, sem eru arðbærar. Framlag Dana til Græn- lands er tæpir þrjátíu milljarðar íslenskra króna, svo EB-greiðsl- urnar vega þungt í þröngum fjár- hag Grænlendinga. Greiðslurnar voru teknar upp 1985, þegar Grænlendingar sögðu sig úr EB, Reuter. manna, þar á meðal níu bakpokaferðalanga. Sá fyrsti, prítug, ítölsk stúlka að nafni Anna Liva, hvarf fyrir tveimur árum og síðan einn af öðrum þar til líkið af Anne Neumann, 22 ára gamalli, þýskri stúlku, fannst í námagöngum nú á þessu ári. Hefur náma- maður verið ákærður fyrir morðið á henni en ekki er talið, að hann hafi staðið að morðunum í Belang- lo-skógi. Vegna þessa eru ferðaskrifstofur nú farnar að vara fólk við að ferðast á puttanum. til að geta sjálfir jiaft stjórn á fisk- veiðum sínum. Áður höfðu ýmsir staðir og fyrirtæki fengið framlög frá EB, sem svara nokkurn veginn til þess, sem landstjórnin fær nú fyrir fisk. Algjört skilningsleysi Ole Samsing sagði að skýrslan sýndi algjört skilningsleysi á eðli fiskveiðisamninga. Gleymst hefði að taka með í reikninginn að kaup EB á kvótum við Grænland væri ekki kaup á ákveðnum tonnafjölda af fiski, heldur væri EB að borga fyrir að sjómenn frá EB-löndunum ættu möguleika á að veiða ákveð- inn tonnafjölda við Grænland. Það væri eðli samninga af þessu tagi að hið opinbera útvegaði fiskveiði- möguleikana, en það væri svo einkaaðila í sjávarútvegi að ákveða, hvort þeir nýttu sér þessa möguleika. Ef það sýndi sig að áhuginn væri ekki mikill á þessum veiðum, mætti heldur ekki gleyma því að kvótinn væri auk þess að- göngumiði "að veiðum EB-land- anna við Færeyjar, Noreg og svo við ísland á næstunni. Eftir áramótin eiga að hefjast viðræður milli Grænlendinga, með milligöngu danska utanríkisráðu- neytisins og EB um nýja fiskveiði- samninga, þegar núgildandi samn- ingar renna út 1. janúar 1995. Samsing sagði að skýrsla endur- skoðendanna væri sem eitruð sending inn á borð EB nú, þegar samningar stæðu fyrir dyrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.