Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 Upplýsingar um síðasta söludag sælgætisins vantaði Innflytjandi Machintosh’s kærir verslunina F& A ÍSLENSK-erlenda, sem meðal annars flytur inn Machintosh’s- sælgæti hefur ákveðið að kæra verslunina F&A til Rannsókn- arlögreglu ríkisins, fyrir sölu á sælgætisdósum án upplýsinga um síðasta æskilega söludag. Fyrir liggja gögn frá Nesle, framleiðanda sælgætisins um að engar Machintohs’s-afurðir fari frá verksmiðjum fyrirtækisins án slíkra merkinga. Frið- rik G. Friðriksson, annar eiganda F&A segir að um nokkrar dósir af lager hafi verið að ræða en allar dósir í tæplega 1 Vi tonna sendingu sem kom til landsins fyrr í vikunni, séu merkt- ar síðasta söludegi. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur tóku 27 Machintosh’s- dósir úr hillum verslunarinnar að Fosshálsi 27 í gær þar sem á þær vantaði merkingar. Einnig munu þeir hafa tekið dósir úr sölu F&A í Austurstræti 8. íslensk-erlenda hefur ákveðið að kæra F&A á grundvelli heilbrigðisreglugerðar sem meðal annars kveður á um að óheimilt sé að gera breytingu á merkingu geymsluskilyrða og geymsluþols á umbúðum vöru sem pökkuð er í neytendaumbúðir. Októ Einarsson sölustjóri hjá íslensk-erlenda sagðist í gær full- viss um að F&A og þær verslanir sem keypt hefðu Machintosh’s- sælgæti þaðan, seldu gamalt sæl- gæti, þar sem honum þætti ljóst að dagsetning síðasta söludags hefði verið máð út og í sumum tilfellum jafnvel fölsuð. Þess má geta að F&A er í senn heildverslun og smásöluverslun og í Morgun- blaðinu í gær var greint frá því að þar væru til sölu 2 kílóa dósir af Machintosh’s á 1.643 krónur meðán algengt verð væri í kringum 2.600 krónur. Októ Einarsson segist áður hafa séð ómerktar Machintosh’s-vörur í versluninni og þrívegis hafa kvartað undan því við Hollustu- vernd. Friðrik G. Friðriksson segist hafa selt Miklagarði umtals- vert magn af Machintosh’s-dósum fyrir ári. Síðasta vor hafi verið ljóst að fyrirtækið myndi ekki standa í skilum og því hafi hann tekið óseld- ar dósir aftur upp í skuld. „Ég kannaði ekki dagsetningar á þeim dósum, enda er sælgæti undanþeg- ið merkingareglugerð. í nýju send- ingunni eru allar dósir merktar og því þykir mér líklegast að þessar ómerktu komi frá Miklagarði. Ég væri í það minnsta ekki reiðubúinn að fórna öllu fyrir fölsun á nokkr- um sælgætisdósum. Svo mikið er víst.“ Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna hefur séð sýníshorn af umræddum ómerkt- um dósum og jafnframt yfirlýsingu framleiðenda um að allar dósir fari merktar frá verksmiðju. „í ljósi hennar spyr ég hvar merkingin sé,“ sagði hann. „Ég velti líka vöngum yfir því hvort hún hafi verið fjarlægð eða fölsuð. Dagsetn- ingar um geymsluþol eru mikil- vægar upplýsingar og séu þær fjar- lægðar eða falsaðar hlýt ég að fordæma slíkt. “ Varnarviðræðurnar Formenn nefndanna ræddu sam- an í trúnaði ÓFORMLEGAR trúnaðar- viðræður fóru fram í Wash- ington á milli formanna ís- lensku og bandarísku við- ræðunefndanna um framtíð- arfyrirkomulag varnar- stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli í gær. Samkvæmt upplýsingum Þorsteins Ing- ólfssonar, formanns íslensku nefndarinnar varð niður- staða þessa samráðs for- mannanna, hans og John Teffts sú, að nefndirnar hafa verið boðaðar til formlegs viðræðufundar á nýjan leik í dag. „Við Tefft hittumst tveir í morgun, og ræddum rpálin óformlega," sagði Þorstéinn í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Hann vildi ekki tjá sig efnislega um gang viðræðn- anna. Búist hafði verið við að þeim lyki í gær, en eftir að formenn nefndanna höfðu rætt málin sín á milli í gær, var ákveðið að halda áfram form- legum viðræðum í dag, en að sögn Þorsteins er óvíst hvort þeim lýkur í dag. Morgunblaðið/ítar-Tass Kozyrev heimsækir íslenska sendiráðið í Moskvu UTANRÍKISRÁÐHERRA Rússlands, Andrei Kozyrev, sótti ís- lenska sendiráðið í Moskvu heim í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan stjómmálasamband _var tekið upp milli. íslands og Rúss- lands. Á myndinni fagna Ólafur Egilsson sendiherra, og Kozyrev tímamótunum og með þeim Finnbogi Rútur Amarson 1. sendiráðs- ritari í íslenska sendiráðinu í Moskvu og Júrí E. Fokin yfirmaður Evrópuskrifstofu rússneska utanríkisráðuneytisins. Ólafur Egilsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem rússneskur utanríkisráðherra heimsækir erlent sendiráð af slíku tilefni. Skuldabréf frá byggingarsjóðum Húsnæðisstofnunar ríkisins Samningsbundnum kaup- um lífeyrissj óðanna hætt Eftir að afla 2,5 milljarða til áramóta SAMBÖND lífeyrissjóðanna og Húsnæðisstofnun ríkisins hafa gengið formlega frá því að hætt verði samningsbundnum kaup- um lífeyrissjóðanna á skuldabréfum byggingarsjóða stofnunar- innar og fer fjármögnun stofnunarinnar hér eftir alfarið fram með útboðum á húsnæðisbréfum. Næsta útboð á húsnæðisbréf- um á að fara fram á þriðjudag, en óvíst er hvort af því verður vegna þeirrar vaxtalækkunar sem stjórnvöld vilja fá fram á fjármagnsmarkaði. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sam- bands almennra lífeyrissjóða, segir að þetta séu tímamót í sam- skiptum sjóðanna við stofnunina og Sigurður E. Guðmundsson, forsljóri Húsnæðisstofnunar segir að þetta sé um tuttugu ára gamalt fyrirkomulag og tími hafi verið kominn á það. ingsbundnu kaupunum yrði hætt um áramótin, en ákveðið hefði verið að gera þetta strax vegna þeirra aðstæðna sem komið hefðu upp, auk þess sem kaupin hefðu verið orðin dræm. Tími væri kom- inn á að breyta fyrirkomulaginu og hann væri ekkert kvíðinn yfir því, vegna þess að útboðin hefðu gengið svo vel. „Þessi grónu sam- skipti milli okkar og lífeyrissjóð- anna eru svo náin og góð að ég ber engan kvíðboga fyrir því að þau muni ekki ganga vel hér eftir þó þap breyti um form,“ sagði Sig- urður ennfremur. Á þessu ári var gert ráð fyrir að Húsnæðisstofnun aflaði 9,2 milljarða á lánsfjármarkaði. Þar af áttu samningsbundin kaup líf- eyrissjóðanna að nema um 6,15 milljörðum og afgangurinn átti að koma í útboðum á húsnæðisbréf- um. 1. nóvember höfðu lífeyrissjóð- imir keypt bréf fyrir tæpa 2,4 milljarða af þessum 6,15 en í út- boðum höfðu selst bréf fyrir tæpa 4,4 milljarða á sama tíma eða fyr- ir nær helmingi hærri upphæð en ráð var fyrir gert, að sögn Sigurð- ar E. Guðmundssonar. Samtals höfðu því selst bréf fyrir rúma 6,7 milljarða og á því stofnunin eftir að afla tæplega 2,5 milljarða fram til árámóta. 20 ára fyrirkomulag „Þetta er orðið um það bil 20 ára gamalt fyrirkomulag samn- ingsbundin kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum af okkur og hefur í það heila tekið gefist afar vel,“ sagði Sigurður. Hann sagði að reiknað hefði verið með að samn- Ályktun sjávarútvegsnefndar á Fiskiþingi Frjáls sókn þar sem kvótinn næst ekki Nær til ýsu, ufsa, kola, úthafsrækju og loðnu MEÐAL ályktana frá sjávarútvegsnefnd Fiskiþings sem rædd- ar verða á þinginu í dag er að finna ályktun um frjálsa sókn. Alyktunin er svohljóðandi: „52. Fiskiþing leggur til að frjáls sókn verði leyfð í þær fisktegundir sem ekki er útlit fyrir að veiðist upp í leyfilegan heildarkvóta af ýsu, ufsa, skarkola, úthafsrækju og loðnu.“ Farþegar sluppu að mestu ómeidd- ir er þota rann út í höfnina í Hong Kong 21 Opinber heimsókn Forseti Namibíu i tveggja daga opinberri heimsókn á fslandi 23 Georgíumeistari_________________ Fríða Rún Þórðardóttir varð há- skólameistari Georgíuríkis í víða- vangshlaupi annað árið í röð 42 Leiöari Vaxtamál og tvískinnungur verka- lýðshreyfingar 22 Fasteignir ► Borgarafundur Húseigenda Télagsins - Vaxtastig og vaxta- bætur - Parket - Lagnafréttir - Innanstokks og utan Ylldlii lliHlll'.’ mmmr # Ihknl famn ©[Lflir ” JL asssi jsbj rJFS'-Jfx- \ "Kg / H <7 , . iLLjs&é lUrsnyrtifoik » NotðurLindamál Daglegt líf ► Námskeið fyrir átfikla - Hársnyrtifólk á Norðurlandamót - F\júgandi furðuhlutir - Land- kynning á myndbandi -13 millj- ónir á heimssýningu í S-Kóreu Meðal annarra ályktana og til- lagna frá sjávarútvegsnefnd sem ræddar verða í dag og afgreiddar á þinginu má nefna að nefndin vill að Fiskiþing leggi til að heimild til að framselja leigukvóta verði af- numin nema þegar um er að ræða jöfn skipti á kvóta milli skipa, að Fiskiþing beini því til alþingis að samþykkt verði að allur fiskur fari um fiskmarkaði og hvað krókabát- ana varðar leggur nefndin þá tillögu fyrir þingið að útfærsla á veiðiheim- ildum krókabáta verði heildardaga- fjöldi 160 dagar á ári miðað við núverandi aflamark á þorski. Föst sókn telst 92 dagar í mánuðunum maí, júní og júlí. Einnig leggur nefndin til að fyrirkomulag á línu- tvöföldun í nóvember til febrúar verði óbreytt. Mikíð rætt um Fiskistofu Miklar umræður urðu á Fiski- þingi í gærdag um Fiskistofu í framhaldi af ályktun frá laga- og félagsmálanefnd þar sem lagt var til að Fiskistofa yrði lögð niður. Breytingartillaga kom fram þess efnis að þetta yrði fellt úr ályktun- inni og það varð síðan niðurstaðan. í þess stað var sett inn ákvæði þess efnis að samningar Fiskifé- lagsins við Fiskistofu yrðu endur- skoðaðir með það að markmiði að þeir yrðu gerðir til lengri tíma en eins árs í senn. Jafnframt kveður endanleg gerð ályktunarinnar m.a. á um að veiðieftirlit verði í ríkari mæli flutt til Landhelgisgæslunnar, hreinlætiseftirlit með vinnslubún- aði, lestum skipa o.fl. flutt til Sigl- ingamálastofnunar og Fiskistofu sett ráðgefandi stjóm sem hags- munaaðilar í sjávarútvegi eigi aðild að. í umræðunum um ályktunina á þinginu kom greinilega fram hjá þeim sem til máls tóku að þeir ótt- ast að Fiskistofa tútni út í risastórt bákn og taki svo mikið af verkefn- um frá Fiskifélaginu að það deyi út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.