Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993
Valgerður Boga-
dóttir — Minning
Fædd 18. mars 1900
Dáin 28. október 1993
í dag fer fram frá Fossvogskirkju
útför Valgerðar Bogadóttur. Hún
fæddist að Varmadal á Rangárvöll-
um, dóttir hjónanna Vigdísar Þor-
varðardóttur og Boga Þórðarsonar
bónda þar. Hún ólst þar upp í stórum
hópi systkina, en þau eru nú öll látin
nema ein systir, Sigríður.
Faðir Valgerðar lést árið 1908,
en Vigdís móðir hennar hélt áfram
búskap í Varmadal með aðstoð bama
sinna og kom í veg fyrir að heimilið
leystist upp. Valgerður þurfti því
snemma að taka til hendinni við
búskapinn og sýndi þá fljótt þann
dugnað og útsjónarsemi sem ein-
kenndi hana alla tíð.
í Varmadal voru góð húsakynni
og þar var haldinn bamaskóli sveit-
arinnar. Einnig var þar mjög gest-
kvæmt, enda bærinn í þjóðbraut.
Valgerður fékk venjulega barna-
skólamenntun í Varmadal og var auk
þess um tíma í unglingaskóla í Odda.
18 ára gömul fór hún i Kvennaskól-
ann í Reykjavík. Hún var þar einn
vetur og lærði matreiðslu og hús-
stjórn.
13. júlí 1924 gekk hún að eiga
Eyjólf Bárðarson, fæddan 27. ágúst
1885, bónda í Eystri-Kirkjubæ á
Rangárvöllum. Þau héldu mjög veg-
lega brúðkaupsveislu og buðu fjöl-
menni til hennar. Minntist hún oft á
það hve ánægjuleg sú veisla var.
í Eystri-Kirkjubæ fæddust börn
þeirra, fímm að tölu. Þau vora: Vig-
dís Ester, gift Ingimar G. Jónssyni,
Guðbjörg, látin, var gift Pálma S.
Þórðarsyni, Hjörtur, látinn, fyrri
kona hans var Sigurbjörg Pálsdóttir.
Seinni kona Þórey Jónsdóttir. Svan-
hildur, gift Magnúsi Kristinssyni.
Bamabömin era 16 og bama-
barnabörnin 26. Af þeim hafði hún
mikla ánægju og gætti þeirra oft því
að hún var mikil bamagæla og hafði
gott lag á bömum.
Valgerður og Eyjólfur bættu mikið
jörðina í Eystri-Kirkjubæ og byggðu
þar vandað íbúðarhús, sem enn
stendur. Eyjólfur missti snemma
heilsuna og gat ekki gengið að erfið-
isvinnu. Þá varð Valgerður að sjá
um búskapinn ásamt bömunum þar
til Eyjólfur varð að leggjast á Land-
spítalann árið 1943 þar sem hann
lést 5. febrúar 1945. Þá fluttu þijár
elstu dætumar til Reykjavíkur, en
Valgerður var ráðskona við bama-
skólann á Strönd á Rangárvöllum í
tvo vetur og hafði tvö yngstu bömin
með sér.
Árið 1946 flutti hún til Reykjavík-
ur og þá sameinaðist Ijölskyldan á
ný. Þar vann hún við ýmis störf,
m.a. við hreingemingar í Austurbæj-
arskólanum þar til hún náði eft-
irlaunaaldri.
Með dugnaði og útsjónarsemi
tókst henni að eignast góða íbúð í
Lönguhiíð 17, þar sem hún bjó þar
til hún flutti í Elli- og hjúkranarheim-
ilið Grand fyrir ári síðan. Þar naut
hún mjög góðrar umönnunar starfs-
fólksins. Vilja aðstandendur færa
starfsfólkinu bestu þakkir fyrir góða
umönnun og hlýju í hennar garð.
Valgerður var bókhneigð og las
mikið alla tíð. Hún fylgdist vel með
fréttum og var vel að sér um lands-
málin. Hún var ættfróð með afbrigð-
um og minnisgóð. Hún hélt andlegri
heilsu allt til æviloka.
Valgerður var félagslynd og höfð-
ingi heim að sækja. Þrátt fyrir lítil
efni tókst henni að vera alltaf veit-
andi fremur en þiggjandi.
Þegar ég kveð Valgerði er mér
efst í huga þakklæti fyrir velgerðir
hennar við mig og fjölskyldu mína.
Ingimar G. Jónsson.
Tengdamóðir mín, Valgerður
Bogadóttir frá Kirkjubæ, Rangár-
völlum, Iést hinn 28. október að
Grand, háöldrað og södd lífdaga. Ég
á margs að minnast frá kynnum
mínum við Valgerði. Hún var hafsjór
af fróðleik og stálminnug og ekki
spillti frásagnargáfan og ánægjan
að segja frá iiðnum atburðum. Ætt-
rækni Valgerðar og áhugi fyrir sam-
heldni fjölskyldunnar var einstakur.
Ég minnist lengi aðfangadagskvöld-
anna okkar í Grænuhlíð og Hvassa-
leiti. Valgerður fékk að reyna mót-
læti í lífínu, missti mann sinn, Eyj-
ólf Hjartarson, á besta aldri frá fímm
bömum, flestum á unga aldri. Eftir
lát eiginmanns síns réðst hún sem
matráðskona að heimavistarskólan-
um að Strönd á Rangárvöllum. Síðan
hélt Valgerður til Reykjavíkur og hóf
búskap á Grettisgötunni og vann við
þrif í Austurbæjarskólanum með
heimilishaldinu. Þá vora Ester og
Hjörtur farin að heiman, en Valgerð-
ur hélt heimili með yngri börnum
sínum þremur, þeim Guðbjörgu, Ingi-
gerði og Svanhildi. Á þeim tíma
kynntist ég Guðbjörgu er síðar varð
kona mín. Alltaf leið manni vel á
Grettisgötunni þó að þröng væra
húsakynnin. Allir vora ánægðir og
nægjusemin í fyrirrúmi. Vinnusemi
einkenndi bæði Valgerði og börnin.
Síðar festi Valgerður kaup á rúm-
góðri íbúð í Lönguhlíð og þar bjugg-
um vTð hjónin þar til við eignuðumst
okkar eigin íbúð í Miðtúni.
Alltaf var Valgerður glöð og
ánægð með sitt þrátt fyrir að missa
nokkur systkina sinna fyrir aldur
fram. Auk þess missti hún böm sín,
Guðbjörgu og Hjört, á besta aldri.
Minnisstæðar era heimsóknir Val-
gerðar til dóttur minnar Bjömeyjar,
en þá kom festa og skapgerð hennar
berlega í ljós er hún háöldruð gekk
upp á þriðju hæð með hvíldum.
Valgerður mín, ég vil þakka þér
fyrir allt það góða er þú hefur gert
fyrir mig og mín börn. Ég mun ætíð
minnast þín sem bestu konu er ég
hef mætt á lífsleiðinni.
Pálmi S. Þórðarson.
Elskuleg langamma okkar hefur
nú kvatt þennan heim.
Margar ljúfar minningar koma
upp í huga okkar þegar við lítum til
baka. Hún passaði okkur þegar við
vorum litlar og kenndi okkur margt
sem við njótum góðs af enn þann
dag í dag. Það mikilvægasta er að
við lærðum að bera virðingu fyrir
íslenskri tungu og þeirri menningar-
arfleifð sem við eigum í íslendinga-
sögunum. Hún var hafsjór af fróð-
leik og kunni ógrynni öll af kvæðum
og ljóðum.
Langamma kenndi okkur að spila
á spil og gaf sér alltaf góðan tíma
til að hafa ofan af fyrir okkur. Við
komum oft til hennar og Ingu dóttur
hennar í Lönguhlíðina. Þangað var
alltaf gott að koma og áttum við þar
margar notalegar stundir.
Nú hefur merk kona lokið langri
lífsgöngu og mun minning hennar
ætíð lifa í hjörtum okkar.
Hvíl í friði, elsku langamma.
Ester og Ásta.
Amma mín Valgerður Bogadóttir
fæddist í Varmadal á Rangárvöllum
18. mars árið 1900. Hún náði því
að lifa síðustu mánuði aldarinnar sem
leið og lungann úr þessari - öldinni
sem gjörbreytti íslensku samfélagi.
Amma mín var næstelst sjö systk-
ina, móðir hennar var Vigdís Þor-
varðardóttir og faðir hennar Bogi
Þórðarson. Hann drakknaði þegar
amma var átta ára og var langamma
þá ein með bamahópinn, það yngsa
ófætt. Langamma hélt áfram búskap
með bömunum og komu heimilis-
störfín og ekki síst bamagæslan í
hlut ömmu.
Amma giftist Eyjólfi Bárðarsyni í
Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum og
hófu þau búskap þar. Þar byggðu
þau bú af myndarskap, ræktuðu
sanda og reistu ný hús. Þau eignuð-
ust fimm böm, fjórar dætur og einn
son og framtíðin virtist björt. En ský
dró fyrir sólu því afí veiktist og var
rúmliggjandi í tvö ár heima, en var
þá lagður inn á Landspitalann og
lést 5. febrúar 1945 eftir tæpra
tveggja ára legu þar.
Á þeim tíma sem afí lá á spítalan-
um þurfti amma að greiða hluta spít-
alakostnaðarins og hefur það vafa-
laust verið erfítt því hún þurfti auð-
vitað líka að halda heimili. Aldrei
heyrði ég hana þó kvarta yfir þessu,
en þegar rætt var um þjóðmálin kom
skýrt fram að hún taldi tryggingar
vegna hinna sjúku vera einn af horn-
steinum samfélagsins. Til að geta
staðið undir þessum útgjöldum réð
hún sig sem matráðskonu við bama-
skólann að Stóra Strönd samhliða
búskapnum. Þar gat hún sér mjög
gott orð og fékk oft hlýjar kveðjur
frá samferðafólki sínu þar.
Eftir að afi fór á spítalann ákvað
amma að bregða búi og flytjast til
Reykjavíkur. Það taldi hún betra með
framtíð bamanna í huga. Hún gat
keypt litla íbúð í kjallara við Grettis-
götu fyrir andvirði jarðarinnar og
fundust henni það óréttlát skipti.
Seinna seldi hún þá íbúð og keypti
aðra stærri í risi við Lönguhlíð þar
sem hún bjó alla tíð síðan. Amma
fór strax að vinna sem verkakona
og vann lengst af við skúringar í
Austurbæjarskóla en hún var þó allt-
af með búskapinn í huga, því að hún
var sveitastelpa í eðli sínu eins og
hún sagði sjálf.
En hvernig var hún amma og hvað
skilur hún eftir hjá kynslóðunum
fjóram, - systkinum, börnum, bama-
börnum og barnabamabömum - sem
hún tók þátt í að koma til manns?
Ég vil reyna að lýsa þeim minningum
sem hún skilur eftir hjá mér.
Amma var stórbrotin kona; hún
var vel lesin og menntuð þó að skóla-
gangan væri stutt; hún var framsýn
og trúði á framtíðina og komandi
kynslóðir. Hún var áræðin og hafði
kjark til að takast á við áföllin í lífi
sínu og bijótast áfram; hún var starf-
söm og nýtti það vel sem hún afl-
aði. Hún var heiðarleg í skiptum sín-
um við samferðamennina; hún var
hjálpleg - henni lét betur að gefa en
þiggja- og hún unni landi sínu og
þjóð fremur öðru. Viðhorf hennar til
lífsins vora skýr og þeim var hún
óspör á að miðla til afkomenda sinna
án þess þó að predika. í minningu
barnsins var hún ákveðin kona sem
stjómaði stóra heimili þriggja og
stundum fjögurra kynslóða, því alla
tíð bjó að minnsta kosti ein dætranna
með henni, og oft var þröng á þingi.
Þegar mamma lagðist á fæðinga-
deildina vorum við eldri systkinin í
Lönguhlíðinni - í „Löngó“ eins og
við kölluðum það. Þá urðum við í enn
ríkari mæli hluti stórfjölskyldunnar
þar og eignuðumst meira í ömmu
og systrunum Ingu, Böggu og Svönu
og bróðumum Hirti. Mér fannst ég
eignast fleiri mömmur og systkini.
í Löngó var margt brallað og það
var stutt í Klambratúnið og Óskju-
hliðina. Margar bernskuminningar
era tengdar þessum stöðum. Amma
ýtti undir að við krakkahópurinn lék-
um okkur á þessum stöðum - einkum
Klambratúninu - sem mannshöndin
hafði þá að mestu látið ósnert.
Amma var góður uppalandi og
hvatti okkur börnin til að afla okkur
réttinda og læra. Henni var illa við
allt hangs og sama hvert starfíð var
áttum við að gefa okkur að því. Það
hefur reynst okkur gott veganesti út
í lífíð. Hún lagði ríka áhersiu á að
við læsum bækur um Iíf og störf
fyrri kynslóða, þannig myndum við
læra að meta betur þær góðu aðstæð-
ur sem við byggjum við. Það era
ófáar bækurnar sem hún gaukaði
að okkur. það vora oft bækur fullorð-
inna og að lestir loknum ræddum við
stundum hvað við höfðum skilið og
hvað hún las úr þeim. Þetta voru
þroskandi samræður. Hún las einnig
bækur um tækninýjungar. Gaman
var að heyra hana segja frá þeim
og hún kveikti hjá mér áhuga á að
kynna mér þau mál.
Amma var ættmóðir samheldinnar
fjöiskyldu þar sem samhjálpin var
og er höfð í heiðri. Helst vildi hún
vera að hjálpa eða aðstoða einhvern,
annars fannst henni hún vera til
byrði. Á hveiju vori fór hún í sveit-
ina sína, Varmadalinn og hjálpaði
bróður sínum við vorhreingeminguna
og á haustin fór hún til að gera slát-
ur og búa hann undir veturinn.
Meðal þeirra mörgu stunda sem
eru mér minnisstæðar úr Lönguhlíð-
inni er sláturgerðin. Þegar amma og
systurnar ákváðu að nú skyldi gert
slátur, var hátíð hjá okkur bama-
börnunum. Amma og systurnar
saumuðu og við krakkamir fengum
að brytja mörinn - oft var þó úthald-
ið ekki nægilegt - og þegar búið var
að sauma fyrir var farið með alla
keppina niður í þvottahús og slátrið
soðið í stóram suðupotti. Dágana sem
sláturgerðin stóð yfír angaði húsið
af slátri. Þetta voru skemmtilegir
dagar því þarna voram við flest
frændsystkinin að leik og starfí.
Gamlárskvöld og nýársnótt er einnig
ofarlega í minningunni. Þá hittust
fjölskyldurnar í Löngó, borðuðu sam-
an, spiluðu púkk og fóra á brennu.
Þetta vora ógleymanleg kvöld.
Alla tíð framí andlátið fylgdist
amma með því hvað við börnin höfð-
um fyrir stafni, hvernig okkur vegn-
aði og hvort rétta mætti hjálpar-
hönd. Þannig passaði hún nokkur
barnabarnabömin komin langt á ní-
ræðisaldur, las fyrir þau og spilaði
jafnvel fótbolta við þau.
Síðustu misserin dvaldi hún á Elli-
og hjúkranarheimilinu Grund. Þar
naut hún einstakrar velvildar og frá-
bærrar umönnunar og hlýju alls
starfsfólksins sem seint verður full-
þökkuð. Amma óttaðist ekki dauðann
- síðustu mánuðina bað hún þess að
verða sótt og komast til eiginmanns
og barna sem biðu hennar hinum-
megin.
Elsku amma mín, þakka þér fyrir
allt það sem þú varst okkur, við
munum búa að því um ókomin ár.
Hvíl þú í friði.
Jon.
Ég vil minnast elskulegrar ömmu
minnar, Valgerðar Bogadóttur, sem
lést á Élliheimilinu Grund 28. októ-
ber sl. Hún fæddist 18. mars árið
1900 og því má segja að hún hafí
munað tímana tvenna.
Amma var merkileg kona á marga
lund. Hún var skarpgreind, stálminn-
ug og vel að sér um allt. Hún sagði
líka skemmtilega frá og hafði gott
lag á að hrífa aðra með sér. Hún
var vel að sér í þjððmálaumræðu líð-
andi stundar allt fram á síðustu
mánuði, fylgdist vel með fréttum og
hafði sínar ákveðnu skoðanir.
Hún var afar bókhneigð og hafði
miklar mætur á helstu skáldsnilling-
um okkar. Gat hún farið með heilu
ljóðabálkana utan að. Alveg frá því
ég man fyrst eftir henni vora bækur
í kringum hana, hvað sem hún var
að gera. Gaman hefði verið að vera
meira með á nótunum þegar hún var
að fara með ljóð eða vitna í sögur.
Fyrstu minningar mínar um ömmu
era frá miðjum sjötta áratugnum,
þegar hún átti heima í Lönguhlíð 17.
Hafði hún þá verið ekkja um nokk-
urra ára skeið. Þijár af dætrum
hennar og fjölskyldur áttu heimili
hjá henni um tíma á þessum áram.
Eins og nærri má geta var þar oft
mikið líf og fjör. Það leið varla sá
dagur að ég liti ekki við þar á leið
heim úr Austurbæjarskólanum.
Á gamlárskvöld var alltaf komið
saman í Lönguhlíðinni, farið á brenn-
una á Klambratúni og svo var spilað
púkk fram eftir nóttu.
Við áttum sama afmælisdag og
héldum oft upp á hann saman. Stund-
um hjálpaði ég henni við ræstingar
í Austurbæjarskólanum, en við þær
starfaði hún í aldarfjórðung. Hún var
rösk og þoldi ekkert slugs. Síðar á
ævinni launaði hún mér hjálpsemina.
Á áttræðisaldri passaði hún dætur
okkar Andrésar þegar ég vann utan
heimilis og var áreiðanlega leitun að
jafngóðri bamapíu.
Það var alltaf gaman að bjóða
henni út að keyra. Ekki mátti segja
að maður væri að koma sérstaklega
til að sækja hana, því að hún vildi
aldrei láta hafa fyrir sér. Alltaf þurfti
að vera einhver ástæða fyrir ferða-
laginu. Þegar fjölskyldan dvaldist í
oríofshúsunum í Munaðamesi kom
hún oftast til okkar með foreldrum
mínum og gisti eina nótt.
Amma var mjög félagslynd og
þótti gaman að fara á mannamót.
Þegar hún fór að verða lélegri til
heilsunnar átti hún erfiðára um vik
að fara í heimsóknir til sinna nán-
ustu. í maí síðastliðnum var hún í
stúdentsveislu Esterar dóttur
minnar. Þó að kraftarnir væru á
þrotum naut hún þess augsýnilega
að geta glaðst með fólkinu sínu á
góðri stund.
Síðasta árið sem amma lifði dvaldi
hún á Elliheimilinu Grund, þar sem
hún naut frábærrar aðhlynningar.
Hún hrósaði starfsfólkinu mikið og
naut þess að tala við það. Það var
alltaf notalegt að sitja hjá henni þar
og hlusta á hana segja frá því sem
henni lá á hjarta. Hún var svo róleg
og maður fór alltaf ríkari andlega
frá henni.
Við Andrés þökkum góðri og
mætri konu samfylgdina og munum
t
Útför eiginmanns míns,
BENEDIKTS EINARSSONAR,
Spóarima 5,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 15.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent
á Hjartavernd.
Ingibjörg Halldórsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir og amma,
ELÍSABETH SONNENFELD (ABBET)
Ijósmyndari,
Munkaþverárstræti 11,
Akureyri,
andaðist 4. nóvember í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Kúrt Sonnenfeld, tannlæknir,
Úrsúla Sonnenfeld, Jón Kristinsson,
Álfgeir Kristjánsson.
t •
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KARL PETERSEN
slökkviliðsmaður,
Hringbraut 91,
Reykjavík,
andaðist 3. nóvember.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Þórir Karlsson, Jean Karlsson,
Guðmundur Karlsson, Svanhvít Magnúsdóttir,
Jónfna Karlsdóttir,
Guðbjörg Karlsdóttir, Haraldur Óskarsson
og barnabörn.