Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 H- Breytingar á skólarekstri og opinberri fjármálastjórn eftir Þorvarð Elíasson Á Norðurlöndum standa nú yfir afgerandi breytingar á rekstri skóla ásamt mennta- og fjármálastefnu opinberra stjórnvalda. í Danmörku gengu breytingam- ar yfir í lok síðasta áratugs. Þá vora framhaldsskólamir gerðir að fjárhagslega sjálfstæðum stofnun- um sem fengu tekjur í hlutfalli við nemendafjölda. Fjárhagur ríkis- sjóðs Dana var þá þröngur og niður- skurður nauðsynlegur og nemend- um fækkaði í mörgum skólum. Skólarnir lentu þess vegna í miklum fjárhagserfiðleikum. Ríkisvaldið kom þessum skólum ekki til hjálpar heldur urðu þeir að leysa sín mál sjálfir og það gerðu þeir annars vegar með samdrætti í umsvifum og tilheyrandi uppsögnum kennara og með því að bjóða fram námskeið á almennum markaði og ná þannig auknum tekjum. Sérstaklega var mikið um að verslunarskólar kæmu á öflugu námskeiðahaldi og við- skiptavinir þeirra voru gjaman ná- læg fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri. Greinilegt er að megintilgangur stjómmálamanna var með þessu sá að skapa hentugt stjórntæki til þess að nota við niðurskurð á framlögum til menntamála og tilfærslu á fé milli skóla og stofnana. Þetta stjórntæki sem hlaut nafnið „Taxa- meter“ gegndi hlutverki sínu vel við gerð fjárlaga, auk þess sem það hafði margvíslegar aukaverkanir. Skólamir fengu ljárhagslegt sjálfstæði og öllum sem þar unnu varð ljóst að skólinn var háður því sama lögmáli sem önnur fyrirtæki að þurfa að hafa meiri tekjur en göld og það varð alfarið á ábyrgð „í Svíþjóð er nú verið að umturna stefnu stjórnvalda í mennta- málum. Sænska ríkis- stjórnin ákvað fyrir fáum árum að færa yf- irstjórn skóla frá ráðu- neyti til sveitarfélaga og skólanna sjálfra. Yfir 600 starfsmönnum í menntamálaráðuneyt- inu hefur verið sagt upp frá því þessi ákvörðun var tekin.“ skólastjórnar að afla teknanna með því að fá nógu marga nemendur og ákveða útgjöldin. Skólamir fóra að selja ríki og einstaklingum þjón- ustu sína í stað þess að vera stofn- anir sem kepptu um fé á fjárlögum. í Svíþjóð er nú verið að umturna stefnu stjómvalda í menntamálum. Sænska ríkisstjórnin ákvað fyrir fáum ámm að færa yfirstjóm skóla frá ráðuneyti til sveitarfélaga og skólanna sjálfra. Yfir 600 starfs- mönnum í menntamálaráðuneytinu hefur verið sagt upp frá því þessi ákvörðun var tekin. Þessir starfs- menn höfðu áður með höndum yfír- stjóm skólamála og eftirlit með skólarekstrinum. Verkefni þessara 600 starfsmanna hafa nú verið flutt að hluta til sveitarstjórna, en þó meira til skólastjómanna að því er sagt hefur verið. Fjárveitingar til skólanna koma nú frá sveitarfélög- unum með þeim hætti að pening- amir fylgja nemendum. Undirritaður átti þess kost að hlusta á sænska skólamenn lýsa þeim breytingum sem nú standa yfir á árlegum fundi Norrænna samtaka um verslunarfræðslu, sem haldinn var í Stokkhólmi í haust. Þar frjallaði Agneta Rehnvall frá Skolborgarrádet og sænskir skóla- menn um þessa nýju stefnu og í stuttu máli má segja að megin- áhersluatriði stefnunnar séu þessi: ★ Frelsi nemenda til þess að velja sér námsbraut og skóla. Nem- endur fá jafnvel rétt til þess að velja sér skóla utan heimasveit- ar, en sveitarfélögunum ber þá að gera kostnaðinn upp sín á milli eftir ákveðnum reglum. ★ Frelsi skóla til þess að ráða innri málum og ákveða námsframboð og kennsluhætti. Menntamála- ráðuneytið ákveður heildar- kennslumagn í framhaldsskól- um, 2.180-2.400 klukkustunda kennslu eftir námsbrautum fyr- ir hvem nemenda, á þremur áram samtals. ★ Ráðuneytið ákveður kjarna- greinar, einnig í klst. fyrir 3 ár samtals, en skólarnir ákveða kennslutilhögun, þar á meðal lengd kennslustunda, röð náms- efnis og framboð námsgreina, sem þó er bundið af kjarna- greinum þar sem mest áhersla er lögð á sænsku, stærðfræði og ensku. ★ Sveitarfélögin ráðstafa fé til skólanna eftir gjaldskrá sem tekur mið af fjölda nemenda og tegund námsbrautar. Staðsetn- ing skóla innan sveitarfélags eða misdýrt rekstursform hafa aftur á móti ekki áhrif á fjár- framlög. ★ Einkaskóli fær 85% fjárfram- lags opinbers skóla. Nú munu tvær verslanakeðjur vera að Þorvarður Elíasson hefja rekstur framhaldsskóla í Stokkhólmi. Slíkir skólar munu þurfa leyfi til þess að hefja rekstur, en fái þeir leyfið er þeim heimilt að hagnast á rekstrinum og greiða hagnaðinn út sem arð. Að mega greiða hagnaðinn út sem arð er fátítt í Evrópu því yfirleitt eru sjálf- stæðir skólar þar t.d. í Dan- mörku og Bretlandi það sem kallast „Non profít organisati- ons“ og mega ekki greiða út arð. ★ Nemendur eru brautskráðir frá framhaldsskólunum á þeirri önn sem þeir ná tuttugu ára aldri, en öðlast um leið rétt til þess að halda áfram námi í fullorð- insfræðslunni, sem er hluti framhaldsskólakerfisins. Það kom höfundi þessarar grein- ar á óvart að Svíar skyldu verða fyrstir þjóða til þess að gera skóla- rekstur að markaðshæfu viðskipta- fyrirtæki með þessum hætti og því spurði hann sérstaklega um það á fundinum hvort það væri rétt skilið að skólarnir mættu hagnast og greiða ágóðann út. Svarið var ótví- rætt já, þeir mættu það ef þeir á annað borð fengju leyfí til rekstrar. Tilgangur stjórnmálamanna með þessum breytingum er nokkuð ljós. Þeir ætla að ákveða umfang fræðslustarfseminnar í hinu opin- bera skólakerfi með rammalöggjöf sem nær til þess hversu stórum hluta skatttekna ríkis og sveitarfé- laga skuli varið til fræðslumála og setja reglur um þann lágmarks- stuðning sem allir eigi að hafa til náms. Rekstur skólanna innan þess ramma sem þeim er þannig settur á aftur á móti fyrst og fremst að taka mið af rekstursumhverfi hins almenna markaðar. Þar skal ríkja samkeppni framleiðenda og val- frelsi og aðhald neytenda. Áberandi var í umræðum þegar spurt var hvernig leysa ætti marg- vísleg vandamál sem upp koma í slíku rekstursumhverfi hve sænsku fyrirlesararnir gripu oft til þess svars að skólarnir yrðu að vera undir stjórn sterks skólastjóra eins og þeir orðuðu það, og áttu þá aug- ljóslega við að ef skólastjórinn væri ekki fær um að leysa vandamálin yrði að skipta um stjórnanda, fyrir- mæli og viðbótarfjármunir kæmu ekki lengur að ofan. Standi sænsk stjórnvöld fast á þessari stefnu, sem ekki nær ein- ungis til framhaldsskólanna, heldur einnig að verulegu leyti til grunn- skólanna, má búast við að margir skólar hætti rekstri á næstu árum og aðrir verði stofnaðir. Þannig er gangur mála á hinum frjálsa mark- aði sem verið er að flytja skólana yfir til og sá kaldi veraleiki hlýtur að vera hluti af því umhverfi sem sænskir' stjórnmálamenn í dag eru að skapa skólum sínum. Höfundur er skólnstjóri og formaður Norrænnar nefndar um verslunarfræðslu. Hvernig er að vera aðstand- andi alnæmissjúklings? Tíðni alnæmis fer vaxandi í þjóð- félaginu. Alls hafa 80 íslendingar greinst með smit af völdum HIV- veirannar og þar af 22 með alnæmi á lokastigi. Mikið hefur verið fjallað um sjúkdóminn alnæmi og alnæm- issjúklinginn. Hins vegar hefur lítil athygli beinst að því hvemig það er að vera náinn aðstandandi alnæ- missjúklings. Hveijum einstaklingi fylgja oft 10-20 aðstandendur. Samkvæmt þessum tölum eru minnst 800 aðstandendur alnæm- issjúkra á íslandi í dag. Aðstandendur leyna sjúkdómnum Líkt og þegar um aðra alvarlega sjúkdóma er að ræða, þá hefur al- næmi ekki aðeins áhrif á sjúkling- inn, heldur einnig aðstandendur hans. Orð eins aðstandenda lýsa þessu vel. — Það fylgdi djúp sorg allan tím- ann, þreyta og ásetningur um að standa sig, maður varð að vera sterkur. Aðstandendur alnæmissjúkra þurfa að takast á við ýmsa erfið- leika, sem aðstandendur annarra alvarlega veikra sjúklinga þurfa ekki að gera. Einn af þessum erf- iðu þáttum er sú leynd sem hvílir yfir sjúkdómnum. - Það vissi enginn neitt eða ég tel að enginn hafi vitað hvað var að. Ég held að maður hafí hálfpart- inn passað upp á að enginn sæi. Maður passaði upp á að vera á ferðinni eða koma heim á þéirrt tíma „Læknar og hjúkrunar- fræðingar eru í lykilað- stöðu til þess að veita þá fræðslu sem að- standendur þarfnast.“ sem enginn var úti. Ástæðan fyrir þessari leynd gæti meðal annars verið sú að al- næmi er skilgreint sem kynsjúk- dómur og hefur verið tengt við ákveðna hópa sem sæta fordæm- ingu í þjóðfélaginu. Aðstandendur leyna sjúkdómn- um m.a. með því að segja sjúkdóm- inn annan en hann er. Þeir nefna t.d. blóðsjúkdóma, lungnabólgu eða hermannaveiki í því sambandi. Hér koma orð aðstandanda sem lýsa því hversu erfitt honum þótti að segja ósatt. - Mér fannst alveg hryllilegt að skrökva og ég vildi helst vera með grímu þegar ég var að segja frá því að hann væri með hermanna- veiki. Stundum hafa aðstandendur fengið ráðleggingar frá lækni um það hvaða sjúkdóm sé best að nefna í staðinn fyrir alnæmi, sem útskýr- ingu á veikindum sjúklingsins. Aðstandendur tala ekki um sjúk- dóminn við aðra. Ástæðan er sú að þeir eru að reyna að vernda baeði' sjálfan sig og sjúklinginn, vegna þess að þeir óttast viðbrögð annarra. - Við tókum þátt í þeim feluleik og auðvitað vorum við ekki að gera neitt annað en að forðast að taka þá áhættu að okkur' yrði hafnað. Aðstandendum finnst að aðrir vilji ekki eða þori ekki að tala við þá um sjúkdóminn. Jafnvel nánasta fjölskylda forðast að ræða við þá um hann. - Þegar ég trúði nokkrum vin- um fyrir þessu þá fannst mér þeir íjarlægast okkur, þeir urðu hrædd- ir og það forðuðust okkur. Þessi leynd sem hvílir yfír sjúk- dómnum leiðir oft til þess að að- standendur einangrast og verða einmanna. Það vantar fræðslu Aðstandendum alnæmissjúkl- inga fínnst þeir hvorki fá nógu mikla fræðslu um sjúkdóminn né um þau áhrif sem hann komi til með að hafa á sjúklinginn. Að- standendur verða jafnvel fyrir því að þau einkenni sem fylgja sjúk- dómnum komi þeim algjörlega í opna skjöldu. - Það fer öll líkamsstarfsemi í rúst, það birtist allt þarna. Öll öldr- unareinkenni sem nöfnum tjáir að nefna, mann hefði aldrei órað fyrir þessu. Maður getur talið endalaust upp, krabbamein, innvortis hrörn- un, flogaveiki, Alzheimer og fleira. Þetta skeði allt á miklu styttri tíma heldur en í eldra fólki. Hann tók út 50 ár á hálfu ári. Áhrif sjúkdómsins á heilann og starfsemi hans geta orðið svo slæm að persónuleiki sjúklingsins gjör- breytist. Dæmi eru um, að vegna áhrifa sjúkdómsins á heilann hafi aðstandandi og sjúklingur báðir verið farnir að gráta og hvorugur skilið hvað um var að vera. Læknar og hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til þess að veita þá fræðslu sem aðstandendur þarfnast. Þegar aðstandendur dveljast hjá sjúklingnum inni á sjúkrahúsum þá gefur starfsfólk deildarinnar sig ekki að þeim af fyrrabragði. Þeir þurfa að leita eft- ir öllum stuðningi frá því sjálfír. - Það var aldrei að fyrra bragði að nein þeirra gæfi sig á tal við okkur þegar við komum að heim- sækja hann. Það var ósköp elsku- legt viðmót en maður var bara lát- inn í friði. Viðbrögðin eru neikvæð Aðstandendur segja að þegar fólk heyrir um sjúkdóminn þá séu fyrstu viðbrögð oft þau að það spyr „hvemig smitaðist hann?“ og síðan komi oft „er hann hommi?“. Þessi viðbrögð taka aðstandendur nærri sér því þá skiptir mestu máli að sjúklingurinn er haldinn þessum skelfilega sjúkdómi. - Það er alltaf verið að velta því fyrir sér hvernig hann smitað- ist, það er númer eitt, tvö og þrjú. En það vill enginn fá að vita neitt um sjúkdóminn eða hvað áhrif hann hefur á sjúklinginn. Aðstandendur óttast ekki að smitast í daglegri umgengni sinni við sjúklinginn, til dæmis þá finnst mörgum þeirra ekkert athugavert við að drekka úr sama glasi og sjúklingurinn. - Ég var ekkert hræddur við að drekka úr sama glasi og hann eða neitt svoleiðis. Það var oft sem hann ussaði á mig og sagði: „Hvað ert þú að gera?“ Hins vegar hafa aðstandendur orðið fyrir því að jafnvel vinir og kunningjar eru hræddir við að smit- ast einungis við það að koma inn á heimilið. - Hún kom mikið heim til okkar með stelpuna litlu og fólk var að spyrja hana að því hvernig hún þyrði að vera þarna með barnið. Það er mjög mikilvægt fyrir að- standendur alnæmissjúklinga að fá stuðning. Stuðningur ætti fyrst og fremst að koma frá fjölskyldu, vin- um og heilbrigðisstarfsfólki. Stuðn- ingur er nauðsynlegur fyrir að- standendur til þess að þeir geti betur stutt við bakið á sjúklingnum. Því ef aðstandandinn fær ekki þann stuðning sem hann þarfnast getur hann ekki annast sjúklinginn með öllu því álagi sem því fylgir. - Það er ótrúlegt hvað sam- úðarkveðjur og vinarhugur hefur mikið að segja og hvað það er mikil- vægt í lífinu að fá hlutdeild vina, kunningja, vinnufélaga og ætt- ingja. Greinin byggir á niðurstöðum rannsóknar um upplifun aðstand- enda alnæmissjúkra á þvíað hafa átt ástvin með alnæmi. Rannsókn- in vargerð sem lokaverkefni vor- ið 1993 til B.sc. gráðu íhjúkrunar- fræði við heilbrigðisdeild í Háskól- anum á Akureyri. Greinarhöfund- ar eru Gróa María Þórðardóttir, Hugrún Ásta Halldórsdóttir, Ilulda Gestsdóttir, Inga Ingólfs- dótiir og Sólveig Guðmundsdóttir. j 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.