Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993
Jlfofgmiiilafeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Vaxtamál og tví-
skinnungur verka-
lýðshreyfingar
Ríkisstjórn, verkalýðs-
hreyfíng og vinnuveit-
endur hafa haft það að meg-
inmarkmiði undanfarin ár, að
ná fram lækkun vaxta. Engin
ein efnahagsaðgerð er talin
létta jafnmiklum byrðum af
atvinnulífinu, Vaxtalækkun
er álitin gera fyrirtækjunum
kleift að ráðast í arðbærar
fjárfestingar á ný og auka
þar með atvinnu í landinu.
Sama gildir um skuldum vafin
heimilin. Vaxtalækkun léttir
miklum byrðum af þeim og
ekki veitir af í þeirri miklu
kjararýrnun, sem launþegar
hafa mátt þola undanfarin
samdráttarár.
Hingað til hefur gengið illa
að ná fram vaxtalækkun þrátt
fyrir þjóðarsáttarsamninga
og samkomulag aðila vinnu-
markaðarins við bankana.
Ástæðan er fyrst og fremst
gífurleg lánsfjáreftirspurn
hins opinbera. Hallarekstur
ríkissjóðs hefur farið vaxandi
ár frá ári, sem eykur að sjálf-
sögðu lánsfjárþörfina. Annað-
hvort þarf að fullnægja henni
á innlendum lánamarkaði eða
hjá erlendum lánardrottnum.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
nú til að knýja fram raun-
vaxtalækkun hafa borið ótrú-
lega mikinn árangur miðað
við stöðuna á lánamarkaði
undanfarin misseri. Davíð
Oddsson, forsætisráðherra,
hefur lýst því sem markmiði
ríkisstjórnarinnar að ná niður
raunvöxtum um 2 prósentu-
stig til að byija með. Allt
bendir til að þetta sé að tak-
ast á örfáum dögum, mun
skemmri tíma en menn þorðu
að vona. Þessum árangri
hljóta verkalýðshreyfíngin og
vinnuveitendur að fagna.
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, íjallaði um
áhrif raunvaxtalækkunar í
grein hér í blaðinu sl. mið-
vikudag. Þar kemur fram, að
miðað við 2% raunvaxtalækk-
un muni greiðslubyrði heimil-
anna lækka um 4 milljarða
króna á ári, greiðslubyrði at-
vinnulífsins um 3 milljarða og
vaxtakostnaður ríkissjóðs um
1,2 milljarða. Greiðslubyrðin
minnkar því hvorki meira né
minna en um 8,2 milljarða
króna á ári og er þá ótalinn
hagur sveitarfélaga og
ýmissa annarra af vaxtalækk-
uninni. Þáttaskil eru því að
verða í efnahagslífínu vegna
aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Þróunin á næstunni mun
hins vegar hafa úrslitaáhrif á
það, hvort raunvaxtalækkun-
in verður til frambúðar. Blik-
ur eru á lofti, því verkalýðs-
hreyfíngin hefur uppi auknar
fjárkröfur á hendur ríkis-
stjórninni. Slíkt leiðir þó
óumflýjanlega til aukins halla
ríkissjóðs, sem er gífurlegur
fyrir. Afleiðingin eru auknar
lántökur og þar með þrýsting-
ur á vaxtahækkun.
Þessi tvískinnungur í af-
stöðu verkalýðshreyfingar-
innar er svo sem ekki nýr, en
hann undirstrikar erfiðleik-
ana á því að ná raunvöxtum
niður og koma á jafnvægi í
ríkisbúskapnum. Sé raun-
vaxtalækkun meginkrafa
verkalýðshreyfingarinnar
vegna hagsmuna atvinnulífs
og launþega þá hlýtur hún
að sjá og skilja, að ekki tjóar
að vera með kröfugerð, sem
gengur í þveröfuga átt. Það
er ekki unnt að gera hvort-
tveggja, éta kökuna og geyma
hana.
Morgunblaðið lýsti þeirri
skoðun þegar kjarasamning-
arnir voru gerðir, að þeir
væru of dýru verði keyptir.
Nú hefur ríkisstjórnin gripið
til víðtækra aðgerða, sem
augljóslega eru að ijúfa þá
sjálfheldu, sem verið hefur í
vaxtamálum misserum saman
og legið eins og þungt farg á
atvinnulífinu og raunar þjóð-
inni allri. Takist að festa
þessa vaxtalækkun í sessi,
hvað þá ef tekst á næstu
mánuðum að lækka raun-
vaxtastigið enn meira eins og
forsætisráðherra hefur boðað
að stéfna skuli að, mun það
fyrr en varir leiða til nýrrar
uppsveiflu í efnahags- og at-
vinnumálum okkar. Það væri
glapræði og algerlega óafsak-
anlegt af verkalýðshreyfíng-
unni að stofna þessum
árangri í hættu með því að
krefjast enn meiri útgjalda
úr ríkissjóði. Með slíkri kröfu-
gerð er verkalýðshreyfingin
að þjóna einhveijum öðrum
hagsmunum en hagsmunum
umbjóðenda sinna.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölmenni
FJÖLMENNI var á fundinum og lögðu fundarmenn mesta áherslu á að framkvæmdum við Fylkishús
yrði flýtt. Höfðu a.m.k. tveir þeirra orð á að þeir hefðu getað sætt sig við helmingi ódýrari sundlaug,
þ.e. 250 milljóna í stað 500, ef slíkt hefði greitt fyrir framkvæmdum við íþróttahúsið. Fundarstjóri var
dr. Einar Stefánsson og ritari fundarins Guðrún Theódórsdóttir.
Borgarstjóri ræðir við íbúa Artúns, Arbæjar og Selás
Vilja flýta framkvæmd-
um við íþróttahús Fylkis
SNARPAR umræður urðu um uppbyggingu íþróttamannavirkja á fundi
Markúsar Árnar Antonssonar, borgarstjóra, með íbúum Ártúns-, Árbæj-
ar og Seláshverfa á miðvikudagskvöld. Skorað var á borgarsljóra að
sjá til þess að íþróttahús Fylkis yrði fullbúið árið 1995 svo nemendur
í Árbæjarskóla mættu fá fulla leikfimikennslu. Þótti brýn þörf á endur-
bótum við Árbæjarskóla, almenningssamgöngum til og frá hverfinu,
gatna- og umhverfismálum svo sitthvað sé nefnt. Nokkrir fundar-
manna urðu til að benda á að Árbæjarhverfi hefði lengi setið á hakan-
um í borginni. Fjölmenni, eða hátt í 300 manns, var á fundinum.
Einn fundarmanna sagðist hafa
gert könnun á því hversu marga leik-
fimitíma á viku börn í grunnskólum
borgarinnar fengju og komist á því
að þeir væru 2 í öllum skólum nema
Álftamýraskóla og Árbæjarskóla. í
fyrri skólanum væru tímarnir 3 en 1
í þeim síðari. Þótti mönnum niður-
staðan sláandi og var þeirri spurn-
ingu beint til borgarstjóra hvort eðli-
legt væri að boðið væri upp á skerta
leikfimiskennslu vegna húsnæðis-
skorts í 30 ára gömlu hverfí.
Markús Öm svaraði því til að hann
hefði með samningi um 185 milljón
króna ijárveitingu borgarinnar til
íþróttahúss Fylkis staðið í þeirri trú
að málið væri komið í hendur stjóm-
ar Fylkis og ekki þyrfti að sinna því
meir af hálfu borgarinnar. Þegar
honum, hins vegar varð ljóst hversu
mikil áhersla væri lögð á að fram-
kvæmdum yrði flýtt, sagðist hann
ætlað að koma þeim sjónarmiðum til
borgarstjómar. Hann vísaði því al-
gjörlega á bug að uppbyggingu
íþróttamannvirkja hefði ekki verið
sinnt í hverfunum og minnti í því
sambandi á að tvö íþróttahús hefðu
verið byggð og framkvæmdir við
sundlaug stæðú yfir.
Þess má geta að með sérstökum
samningi hefur verið ákveðið að veita
milljarði til uppbyggingar íþrótta-
mannvirkja í borginni á næstu 6
árum.
Skólamál og bókasafn
Næst var komið að skólamálum
og lá mönnum þungt á hjarta að
brýn þörf væri á endurbótum við
Árbæjarskóla, bæði skólanum sjálf-
um og skólalóðinni. Markús Örn
kvaðst ætla að ræða við skólamála-
ráð vegna þessa.
Þá kom fram fyrirspurn þess efnis
hvort hægt væri að koma því í kring
að ráðið yrði í stöðu yfirkennara í
barnadeild Árbæjarskóla enda hefði
megináhersla undanfarið verið á
unglingadeildina. Við þessari fyrir-
spurn fékkst það svar að ríkið hefði
enn sem komið er forsjá með starfs-
fólki skólanna.
Mönnum þótti tími til kominn að
reist yrði bókasafn svo íbúar þyrftu
ekki að fara upp í Breiðholt, niður í
Aðalstræti, eða stunda bókabíla, til
að fá lánaðar bækur og kom fram í
því sambandi að rætt hefði verið um
að reisa menningarmiðstöð við
Bæjarbraut.
Almenningssamgöngur
Almenningssamgöngur voru mikið
til umræðu á fundinum og spurði
einn fundarmanna hvort borgar-
stjóra þætti eðlilegt að það tæki
skólafólk jafn langan tíma að fara í
Fjölbrautarskólann í Breiðholti með
strætisvagni og að aka upp í Hval-
fjörð. Öðrum fannst of stijálar ferðir
úr miðbæ Reykjavíkur i hverfm og
þeim þriðja þótti ástæða til að bjóða
upp á strætisvagnaferðir úr miðbæn-
um á nóttunni, a.m.k. um helgar.
Markús Öm svaraði þessum fyrir-
spurnum á þann veg að verið væri
að endurskipuleggja leiðakerfi SVR
og væri markmiðið með þeirri endur-
skipulagningu að bæta samgöngur
út frá Mjóddinni. Þannig yrðu tölu-
verðar breytingar á leiðakerfinu inn-
an tíðar.
Gatna- og umhverfismál
Einn fundarmanna lagði sérstaka
áherslu á gatna- og umhverfismál
og sagði m.a. að íbúamir hefðu ver-
ið duglegir að rækta upp sín svæði.
Öðm máli gegndi um svæði borgar-
innar, þau væm ömurleg. „Það
hvarflar að mér að fleiri tré hafi
farið úr hverfinu, jafnvel í Grafar-
voginn, heldur en hefur verið plantað
í staðinn,“ sagði þessi fundarmaður.
Hvað gatnamálin varðaði sagði
hann svo m.a. að á meðan íbúarnir
hefðu horft upp á uppbyggingu í
Breiðholti og Grafarvogi hefðu þeir
verið að beijast við að komast út úr
eigin hverfí. Aðeins væm fimm ár
síðan götuviti hefði greitt þeim Ieið
út en svo hefði biðskylda aftur haml-
að útgöngu.
Fleiri tóku þátt i umræðunni um
gatnagerð og var m.a. talað um
hættur við Fylkisveg og endurbætur
við Þykkvabæ. Markús Öm sagði að
endurbætur á götu og gangstétt við
Þykkvavæ væm næst á listi í for-
gangsröð gatnamálayfirvalda.
Elliðaárdalurinn
Hvað Elliðaárdalinn varðaði kom
annars vegar fram fyrirspurn um
lýsingu göngustíga um dalinn og
hins vegar um sjónræna mengun
vegna rafmagnsstrengs hinu meginn
í dalnum. Markús Öm sagðist halda
að meta yrði hvers konar Iýsing ætti
við hvern göngustíg fyrir sig. Þannig
væri t.d. á einhveijum stöðum eðli-
legt að taka tillit til nálægrar byggð-
ar. Hann sagðist reikna með að raf-
magnsstrengurinn yrði í framtíðinni
grafinn niður.
Vannýtt svæði
Ýmsar fyrirspumir komu fram
vegna vannýttra svæða og var mönn-
um tíðrætt um svæðið miili Hraun-
bæjar og Bæjarháls. Markús sagði
að ýmsar hugmyndir hefðu komið
fram um nýtingu svæðisins í gegnum
tíðina, m.a. um léttan iðnað, en hann
vissi ekki til annars en að nú væri
gert ráð fyrir opnu svæði þama,
annars staðar en við Bæjarbrautina.
Hann kvaðst í þessu sambandi vænta
þess að nýtt hverfaskipulag fyrir
Árbæjarhverfi yrði birt innan tíðar.
í kaffinu
MARKÚS ÖRN, borgarstjóri, ræðir við Ingibjörgu Tönsberg í fundar-
hléi. Hann hafði á fundinum orð á því að honum fyndist sérstakt
að koma í Árbæinn þar sem hann og eiginkona hans hefðu hafið
búskap sinn í tveggja herbergja íbúð.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5: NÓVEMBER 1993
Sam Nujoma forseti Namibíu í tveggja daga opinberri heimsókn á íslandi
Samstarf einkafyrirtækja
mun án efa ganga ágætlega
— segir sjávarútvegsráðherra Namibíu um fyrirhugaðar fjárfestingar Islendinga
SAM Nujoma, forseti Namibíu,
kom í tveggja daga opinbera
heimsókn til Islands í gær. Einka-
þota Nujoma lenti á Reykjavíkur-
flugvelli klukkan .11 í gærmorgun
í dumbungsveðri. Forsetinn, sem
er 64 ára gamall, hefur verið á
ferð um Norðurlönd, m.a. í Finn-
landi en hann lærði að lesa í
finnskri trúboðsstöð í heimalandi
sínu barn að aldri. Sjávarútvegs-
ráðherra Namibíu vísar á bug
ásökunum færeyska þingmanns-
ins Óla Breckmanns, sem sakar
namibíska samstarfsmenn sína í
sjávarútvegsfyrirtæki um svik
með aðstoð sijórnvalda.
Nujoma forseti snæddi hádegis-
verð með forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur, á Bessastöðum og
átti síðan viðræður við Davíð Odds-
son forsætisráðherra í Reykjavík um
samskipti ríkjanna. Þess má geta að
árið 1989, áður en blökkumenn
fengu kosningarétt í Namibíu og
gerðu Nujoma að forseta landsins,
átti Ólafur Egilsson, þáverandi
sendiherra í London, leynilegar við-
ræður við Nujoma um framtíðarsam-
skipti þjóðanna, þ. á m. í sjávar-
útvegsmálum. Davíð og eiginkona
hans, Ástríður Thorarensen, buðu
síðan til kvöldverðar í Súlnasal Hót-
el Sögu til heiðurs namibíska forset-
anum.
Meðal fylgdarmanna Nujoma er
Helmut Angula, sjávarútvegsráð-
herra Namibíu. Hann var spurður
um ásakanir Óla Breckmanns, kaup-
sýslumanns og annars þingmanns
Færeyja á danska þinginu, þess efn-
is að innlendir samstarfsmenn hans
í Namibíu hafi með aðstoð þarlendra
embættismanna svikið kvóta út úr
sameiginlegu sjávarútvegsfyrirtæki
sem nú mun vera gjaldþrota.
„Mér er kunnugt um þessar ásak-
anir en ég veit ekki hvort þama er
um að ræða slæma reynslu af við-
skiptum við namibíska kaupsýslu-
A Bessastöðum
SAM Nujoma, forseti Namibíu, og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands
menn eða lélega stjórn á fyrirtæk-
inu. Það er alltaf upplagt að kenna
stjórnvöldum um þegar menn lenda
í vandræðum með samstarfsmenn
sína. En þetta kemur ekkert stjórn-
völdum við“. Angula var spurður
hvort íslendingar, sem hyggja á
verulegar fjárfestingar í Namibíu,
þyrftu að vera á varðbergi. „Alls
ekki, því fer fjarri að nokkur hætta
sé á ferðum. Þið verðið að fara að
lögum, hlíta reglum eins og allir
aðrir löghlýðnir borgarar, eins og
gert er í öllum réttarríkjum. Ef þið
teljið á ykkur hallað getið þið leitað
til dómstólanna, þeir eru sjálfstæðir
gagnvart framkvæmdavaldinu. Ég
fullvissa ykkur um að dómstólamir
okkar eru sjálfstæðari en hliðstæðar
stofnanir í mörgum traustum lýð-
ræðisríkjum".
Angula sagðist telja að íslending-
ar og Namibíumenn gætu átt mikið
og farsælt samstarf. „Við eigum
auðlindir og kaupsýslumenn sem
vilja óðfúsir deila tækifæmnum í
samstarfsfyrirtækjum með öðrum
þjóðum. Þróunarsamvinna okkar við
Islendinga hefur gengið prýðilega
hingað til og þess vegna teljum við
ástæðulaust að draga í efa að sam-
starf einkafyrirtækja þjóðanna muni
einnig ganga ágætlega. Namibíska
fyrirtækið, sem ætlunin er að starfi
með íslendingum, er gamalt og
traust, ræður sjálft yfir umtalsverð-
Morgunblaðið/Þorkell
, ræðast við á Bessastöðum í gærdag.
um kvótum, skipum og fiskvinnslu“
sagði Angula.
I dag mun Nujoma forseti skoða
Nesjavelli og Þingvelli þar sem for-
sætisráðherra og eiginkona hans
bjóða til hádegisverðar í ráðherrabú-
staðnum. Þá verður ekið til Reykja-
víkur og síðdegis mun forsetinn
kynna sér útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækið Granda undir leiðsögn
forstjórans, Brynjólfs Bjamasonar.
Þar næst munu utanríkisráðherrar
ríkjanna ræðast við, einnig sjávarút-
vegsráðherramir og ráðherrar við-
skiptamála. Klukkan 17 verður
fréttamannafundur á hótel Sögu og
í kvöld mun borgarstjórn bjóða gest-
unum til veislu í Höfða.
Samstarfi þremenninganna í Breiðholtslögreglunni lýkur í dag
Eiga að vera
komnir í önn-
V
ur störf í maí
STARFSMANNASTJÓRI lögreglustjóraembættisins hefur
ákveðið með tilkynningu frá í fyrradag hvernig staðið
verði að færslu lögreglumannanna þriggja sem nú starfa
í Breiðholtsstöð lögreglunnar til annarra verkefna. Sam-
starfi þremenninganna lýkur í dag þegar sá fyrsti flyst til
annarra starfa en allir eiga að vera farnir úr Breiðholts-
stöðinni í maí.
Frá og með næsta mánudegi
mun Pétur Sveinsson rannsóknar-
lögreglumaður fara til starfa í al-
mennri rannsóknadeild á aðalstöð-
inni eins og hann hafði óskað eftir.
Gunnar Sigurðsson varðstjóri leysir
hann af hólmi og starfar þar fyrst
um sinn ásamt Einari Ásbjömssyni
og Arnþóri H. Bjarnasyni.
Einar verður sVo fluttur til starfa
á d-vakt almennrar deildar lögregl-
unnar á aðalstöðinni við Hverfis-
götú frá 14. febrúar og Arnþór á
einnig að ganga vaktir í almennri
deild lögreglunnar á aðalstöðinni
frá og með 11. maí næstkomandi.
Með lægst launuðu
lögreglumönnunum
Lögreglumennirnir höfðu óskað
eftir flutningi, einkum vegna
óánægju með það að njóta engra
álagsgreiðslna og engra auka-
greiðslna umfram naumt skammt-
aðan aukavinnukvóta sem gerir að
verkum að þeir eru einhverjir lægst
launuðu lögreglumenn landsins.
Morgunblaðið/Júllus
Fluttir til
FARSÆLU samstarfi þremenninganna í Breiðholtsstöð lögreglunnar
lýkur í dag þegar Pétur Sveinsson, í miðju, flyst til starfa í rannsókna-
deild. Einar Ásbjörnsson, lengst til hægri fer á almennar vaktir á
aðalstöðinni í febrúar og Arnþór H. Bjarnason til vinstri, fylgir honum
þangað í maí, samkvæmt ákvörðun starfsmannastjóra lögreglunnar. Á
myndinni eru þeir umkringdir brotí af þeim bruggtækjum sem þeir
hafa lagt hald á undanfarin misseri.
_____________________23 ~
I fangelsi
fyrir mis-
notkun á |
bróður
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær tæplega 24 ára gaml-
an mann í 12 mánaða fangelsi fyr-
ir að hafa alloft, fyrst 1989 og síð-
an nokkrum sinnum fyrri hluta
ársins 1992, haft kynferðismök við
greindarskertan hálfbróður siifti,
sem var þriggja ára gamali þegar
maðurinn braut gegn honum í
fyrsta skipti.
Málið komst upp vorið 1992 þegar
drengurinn kvartaði við móður sína
að hann ætti erfítt með hægðir vegna
þess að bróðir hans hefði meitt hann.
Hann lék fyrir sálfræðinga hvað bróð-
ir sinn hefði gert við sig og var það
mat sálfræðinga að jafn ungur dreng-
ur, sem auk þess sé svo greindarskert-
ur að 96% jafnaldra eru greindari en
hann, hafi ekki hugmyndaflug og
þroska til skálda upp atburði á borð
við þær kynferðisathafnir sem hann
lýsti.
í dómi játaði maðurinn það sem
honum var gefið að sök og kvaðst í
allmörg skipti hafa haft mök við hálf-
bróður sinn þegar móðir þeirra var
ekki heima. í nokkur skipti vakti
maðurinn bróður sinn til að misnota
hann.
----» ♦ ♦----
12 mánaða
fangelsi ^
fyrir brot
gegn bami
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
mann í 12 mánaða fangelsi fyrir
kynferðisbrot gagnvart 5-6 ára
gamalli telpu.
Brot mannsins áttu sér stað árið
1989 og fram á árið 1990. Maðurinn
var í Hæstarétti sakfelldur fyrir að
hafa átt kynferðismök önnur en sam-
ræði við barnið, sem var fímm ára
þegar brot mannsins hófust en sex
ára þegar þeim lauk. Hæstiréttur tei-
ur ekki að maðurinn hafi með brotum
sínum rofið skilorð fangelsisdóms sem
hann hlaut vegna annarra brota í
júní 1990 þar sem líta verði svo á
að hann hafi hætt brotum gegn telp-
unni áður en sá dómur var kveðinn
upp en Héraðsdómur hafði komist að
þeirri niðurstöðu að brot mannsins
gagnvart telpunni hefðu verið framin
fram á árið 1991.
----♦ ♦ ♦----
Fulltráar
ríkisinsá
fund launa-
nefndar
LAUNANEFND aðila vinnumark-
aðarins komst ekki að niðurstöðu
í gærkvöldi um forsendur giidandi
kjarasamninga enda var mest fjall-
að um málsmeðferð, að sögn Bene-
dikts Davíðssonar, forseta ASÍ.
Ákveðið var að fulltrúar rikis-
stjórnarinnar kæmu á fund nefiid-"
arinnar klukkan níu í dag.
Búist er við að ríkisfulltrúarnir
leggi þar fram nýja útfærslu á þeim
forsendum kjarasamninga sem ríkis-
stjórnin fjallaði um í yfírlýsingu sinni
við gerð síðustu kjarasamninga.
Klukkan 14 verður síðan fundur í
miðstjórn og samninganefnd ASÍ þar
sem ákveða á hvort kjarasamningum
verði sagt upp.