Morgunblaðið - 05.11.1993, Page 33

Morgunblaðið - 05.11.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 33 Minning Lárus F. Bjarnason fv. vörubifreiðasij. Halldór var mjög vandvirkur og athugull í starfi og vel virtur af öllum sem til hans þekktu og höfðu sam- skipti við hann. Hann var vel metinn sem endurskoðandi. Var kjörinn í stjórn Félags löggiltra endurskoð- enda 1958-1968 og formaður þess félags síðustu þrjú árin þar. Hann var kjörinn forseti Sambands nor- rænna endurskoðenda 1978-1979. Eins og áður segir eru þær stund- irnar orðnar margar, sem við hjónin höfum átt með þeim Halldóri og Dúnu og fjölskyldum þeirra og minn- ingarnar margar og góðar. Söknuð- urinn hellist yfir okkur og við sitjum eftir í sorg. En söknuðurinn og sorg- in eru enn þá sárari hjá Dúnu og börnum þeirra og við sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur og biðjum almáttugan Guð að hugga þau og styrkja á þessari erfiðu stund í lífi þeirra, sem svo snögglega hefur dunið yfir. Eins er enn áð minnast. Það eru spilakvöldin. Við flytjum innilegar kveðjur frá spilafélögunum, en við fimm kollegar spiluðum saman í 35 ár eða frá 1958, er hann kom í hóp- inn með okkur. Samverustundirnar eru allar eft- irminnilegar og var hlakkað til hverr- ar stundar. Eitt af aðalsmerkjum þessara samfunda var að aldrei féll eitt styggðaryrði okkar á milli, en gleði og góður andi ríkti eins og vera bar. Eftir situr mikill söknuður og við sendum Dúnu og börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegu samúðarkveðjur og óskum þess að þau fái þann styrk, sem nauðsynleg- ur er á þessari erfíðleikastundu. Margrét og Bergur. Halldór V. Sigurðsson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, hóf störf hjá Endurskoðunarráði Atlantshafs- bandalagsins 1. ágúst 1992, eftir langan og gifturíkan starfsferil __ á Islandi. Hann var fyrstu fulltrúi Is- lands í ráðinu frá stofnun þess fyrir rúmum 40 árum. Hann fluttist til Brussel ásamt eiginkonu sinni, Kristrúnu Jóhanns- dóttur, og syni þeirra, Sigurði. Þar áttu þau auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum. Það var fljótt ljóst að einhugur og hlýleiki ein- kenndi þessa stóru ijölskyldu og kom það einkar vel fram í tíðum heim- sóknum fjölskyldumeðlima frá Is- landi. Halldór átti auðvelt með að til- einka sér hið nýja starf. Að sama skapi veittist honum létt að efna til góðra tengsla við samstarfsmenn sína, sem koma frá ýmsum banda- lagsríkjum. Við gátum þegar nýtt okkur hina miklu þekkingu hans og reynslu bæði frá Ríkisendurskoðun og af alþjóðlegum vettvangi. Fáguð kímni og yfirveguð framkoma voru aðalsmerki hans í starfi sínu hjá Endurskoðunarráði Atlantshafs- bandalagsins. Hann bar ábyrgð á endurskoðun ýmissa mikilvægra þátta í starfi Atl- antshafsbandalagsins og má þar nefna Olíuleiðslukerfi Evrópu (CEPS), Ráðgjafarstofnun um rann- sóknir og þróun á sviði flugvéla (AG- ARD), eftirlaunakerfi Atlantshafs- bandalagsins og ýmsum þáttum mannvirkjasjóðs bandalagsins. Einn- ig bar hann ábyrgð á starfsþjálfun hjá Endurskoðunarráðinu. ísland hefði ekki getið eignast verðugri fulltrúa hjá Atlantshafs- bandalaginu, enda setti hann sig sjaldan úr færi við að kynna sitt hjartkæra föðurland. Því miður féll hann fyrirvaralaust frá eftir einungis 15 mánaða veru í hinu nýja starfi. Kallið kom, er hann, ásamt sam- starfsmanni sínum, var að koma frá því að sinna skyldustörfum í París. Samstarfsmenn Halldórs V. Sig- urðssonar hjá Endurskoðunarráði Atlantshafsbandalagsins munu minnast hans með mikilli virðingu og djúpum söknuði. í dag, á þessari erfiðu stundu, er hugur okkar og samúð með Kristrúnu og fjölskyldu hennar. Per A. Engeseth Forniaður Endurskoð- unarráðs Atlantshafs- bandalagsins. Fleirí greinar uni Hnlldór V. Sigurðsson bíðn birtingnr og niunu birtast næstu dagn. Fæddur 13. september 1919 Dáinn 1. nóvember 1993 í dag verður til moldar borinn Lárus Bjarnason, en hann andaðist á Borgarspítalanum 1. nóvember sl. eftir skamma legu. Lárus fæddist í Hafnarfirði 13. september 1919, sonur hjónanna Guðríðar Jónsdóttur og Bjarna Gísla- sonar útgerðarmanns. Hann var elst- ur þriggja sona þeirra hjóna, bræður hans eru Gísli loftskeytamaður og Jón rafvirkjameistari, báðir búsettir í Hafnarfirði. Lárus naut ekki langrar skóla- göngu fremur en þorri þeirra ungl- inga sem ólust upp á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, en fór ungur að starfa við útgerð föður síns, fyrst sem háseti, síðar sem bifreiðastjóri. Vörubifreiðaakstur varð síðan hans aða.llífsstarf. Ég kynntist Lárusi ungur að aldri, en hann og Anna Sigríður systir mín giftu sig árið 1942. Um svipað leyti hóf Lárus störf hjá Eimskipafélagi Islands. Nokkru seinna eignaðist hann sína fjrstu vöruflutningabifreið og vann þá m.a. við að flytja vörur á vegum Eimskipafélagsins til varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. EKki var mágur minn öfundsverður af að aka gamla Keflavíkurveginn í vetrar- myrkrum og ófærð, en Lárus skilaði störfum sínum af stakri prýði. Fyrstu fímmtán búskaparárin bjuggu þau Anna og Lárus í húsi foreldra okkar systkina í Garða- stræti 21, en foreldrar mínir mátu tengdason sinn mjög mikils. Arið 1954 hófum við mágar að reisa hús við Fornhaga 24. Lárus sá um alla aðdrætti til byggingarinnar, enda átti hann þá stóra vöruflutingabif- reið. í Húsið fluttumst við árið 1956 með fjölskyldum okkar. Þar bjuggum við siðan í 36 ár. Sambýlið gekk eins og best verður á kosið, enda var Lárus mjög þægilegur maður, hjálpf- ús og greiðvikinn. Árið 1964 stofnaði Lárus verk- takafyrirtækið „Sand og möl hf.“ ásamt nokkrum félögum sínum úr hópi bifreiðastjóra. Fyrirtækið var meðal hinna fyrstu hér á landi á sinu sviði. Var Lárus framkvæmdastjóri þess í rúman áratug. Árið 1975 hóf Lárus verslunarstörf og var lengst af deildarstjóri í versluninni Útilífí. Þar undi hann sér vel, einkum innan um veiðistengir, línur og flugur, en aðaláhugamál hans langa ævi voru laxveiðar og fiskirækt. Hann var t.d. einn af stofnendum hafbeitarstöðvar- innar Láróss. Þær eru ófáar laxveið- iárnar sem mágur minn hefur rennt í, oftast með góðum árangri, enda slyngur veiðimaður. Lengst hélt hann tryggð við Norðurá og Laxá í Þing- eyjasýslu. Það var ánægjulegt að fara í veiðitúra með Lárusi og það var líka gaman að heyra hann segja veiðisögur, því hann sagði manna best frá. Lárus var vinsæll maður og vel liðinn. I einkalífi sínu var hann gæfu- maður. Hann var góður fjölskyldu- faðir, eignaðist góða eiginkonu og með henni fimm mannvænleg börn. Þau eru: Gunnar, byggingameistari, fæddur 15. október 1941, kona hans er Björk Kristjánsdóttir, Teitur, framkvæmdastjóri, fæddur 6. júní 1948, kvæntur Elínu Kristjánsdóttur, Anna, skrifstofumaður, fædd 22. apríl 1958, gift Þórði Magnússyni, framkvæmdastjóra, Bjarndís, inn- heimtustjóri, fædd 22. apríl 1958, gift Óskari Guðnasyni, sölumanni, og Jóna, flugfreyja, fædd 16. júlí 1962. Barnabörn .hans eru þrettán og barnabarnabörn fjögur. Konu sína, Önnu Sigríði, missti Lárus árið 1979, eftir 37 ára far- sælt hjónaband. Hann sagði við mig nokkrum vikum eftir lát hennar, að hann hefði ekki aðeins misst konuna, heldur og kjölfestuna í lífi sínu. En börn hans voru honum ómetanleg stoð, vildu allt fyrir hann gera og barnabörnin voru honum til ómældr- ar ánægju. Síðustu tvö æviárin bjó Lárus á Sléttuvegi 11. Hann andaðist sáttur við lífið og dauðann. Ég og fjölskylda mín þökkum hon- um samfylgdina og kveðjum góðan dreng. Far þú í friði. Gísli Teitsson. Kæri afi. Það er mjög erfitt að missa þig eftir allt það góða sem við höfum gert saman og skrítið að vita að maður sér þig ekki meir. Ég gleymdi aldrei þegar þú kenndir mér að veiða og við fengum fyrsta fisk- inn. Þú sagðir mér hvar ég ætti að kasta og fljótlega fékk ég fyrsta fisk- inn minn. Ég var svo glaður þegar pabbi tók mynd af okkur haldandi á stóra fiskinum. Þú varst svo montinn af mér á myndinni og ég montinn af fiskinunt. Á tíu árum kenndir þú mér svo margt. Þú komst mér af stað í frí- merkja- og myntsöfnun og gafst mér góð ráð. Þú sagðir mér að standa mig vel í handboltanum og sagðir stundum „Áfram Stjaman“ þó að þú værir Haukamaður. Elsku afi, mamma sagði mér að þegar ég var skírður og fékk nafnið þitt hefði þú sagt að þú vonaðist til þess að lifa svo lengi að ég myndi ætíð eftir þér. Að þessari ósk varð þér, afi, því að ég mun aldrei gleyma stundunum með þér. Ég þakka þér fyrir þau tíu ár sem við höfum átt saman. Nú er það mitt að vinna úr og varðveita það sem þú kenndir mér. Megi góður Guð geyma þig á himnum. Þinn nafni, Larus. Vinur okkar og félagi og afi minn er látinn. Alltaf er verið að minna okkur á það sem við vitum samt öll að bíður okkar allra, dauðann, sem er svo nálægur en samt svo órafjarri, og þá vilja minningar leita á hugann. Það var í febrúar 1978 að ég kynntist Lárusi. Hann tók mig strax í fjölskyldu sína sem einn af henni. Er ég fluttist á Fornhagann áttum við margar góðar stundir saman þeg- ar við sátum í samræðum eða horfð- um á ensku knattspyrnuna, sem var fastur liður hjá okkur. Lárus var snillingur í að segja sögur og lýsa atburðum eins og maður væri sjálfur á staðnum. Alltaf munu vera mér efstar í huga veiði- ferðirnar sem við fórum saman og ^ vildi ég óska þess að þær hefðu ver- ið fleiri. Ég vil segja takk fyrir kennsluna í laxveiði, Lalli minn. Lár- us var alltaf tilbúinn að hjálpa til og aðstoða ef hann gat. Að kynnast Lárusi var bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt í þau rúm 15 ár sem ég þekkti hann. Góður maður ber gott fram úr sjóði hjarta síns og það gerði Lárus. Þakka góðar stundir. Vottum fjöl- skyldunni og vinum Lárusar innilega samúð á erfiðri stundu. Eins og Teit- ur Páll sagði: „Bless, afi Lalli, og góða ferð til guðs, bið að heilsa ömmu. Guð geymi ykkur.“ Reynir og Teitur Páll. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, RAGNHEIÐUR ÁRNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Norðurvör 7, Grindavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 3. nóvember. Júlíus M. Sigurðsson, Gerða Kristín Sigurðardóttir, Sigurður Valdimar Birgisson, Svanhvít Helga Sigurðardóttir, Magnús Ingjaldsson, Júlíana Árnadóttir Auður Lind Sigurðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ISLEIFUR GÍSLASON, Lambeyrarbraut 3, Eskifirði, sem lést þann 31. október'sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað, verður jarösunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands. Magnea Magnúsdóttir, Guðný Þorbjörg Ísleifsdóttir, Jón Reynir Sigurvinsson, Pétur Hafsteinn ísleifsson, Sigríður Karlsdóttir, Magnea Björk ísleifsdóttir, Sigurður G. Gunnarsson, Sóley Rut Isleifsdóttir, Haukur Einarsson, Benný Sif ísleifsdóttir, Óskar Garðarson og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sera sýndu okkur samúð og hlýhug við analát og útför ástkærs eiginmanng míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MARGEIRS ÁSGEIRSSONAR frá Hnífsdal. Ásthildur Árnadóttir, Árni Margeirsson, Anna Ingólfsdóttir, Ragnhildur Margeirsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Ásgeir Margeirsson, Sveinbjörg Einarsdóttir, Veigar Margeirsson, Sigríður Ragna Jónasdóttir og barnabörn. + Elskulegur faðir minn, PÁLL KRISTJÁNSSON, Kársnesbraut 84, Kópavogi, lést í Borgarspítálanum miðvikudaginn 3. nóvember. Kristján Pálsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÁSMUNDUR HALLDÓRSSON, Mýrargötu 20, Neskaupstað, sem andaðist 29. október sl., verður jarðsunginn frá Norðfjarðar- kirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 14.00. Pálfna Pálsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Guðjón B. Magnússon, Dóra Gerður Stefánsdóttir, Bjarni Valtýsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, HJARTAR MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsliðs 5. hæðar hjúkrunar- heimilisins Skjóls. Fyrir hönd aðstandenda, Arnbjörg Sigurðardóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, ÁSLAUGAR KATRÍNAR LÍNDAL. Jósafat J. Lindal, Erla Guðríður Lindal, Gylfi Ásmundsson, Jóhanna Zoéga, TómasZoéga, Kristín Líndal, Jónatan Á. Líndal, Helga G. Þorbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.