Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 Borís Jeltsín Rússlandsforseti um uppreisnartilraun þingmanna Erfitt að skipuleg’gja at- lögu hersins að þinghúsinu Moskvu. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti segir í viðtali við þýska tíma- ritið Stern, sem birtist í gær, að það hafi verið nokkrum erfið- leikum bundið að fá herinn til að bijóta á bak aftur uppreisn þingsins í október. „Það var ekkert hik á hernum sem slíkum“, sagði Jeltsín. „En það voru ákveðin vandamál í tengslum við framlag hans til að leysa deiluna. Áður en ég gaf skipunina [um árás á þinghúsið] varð ég að vera algerlega viss um að hún yrði framkvæmd, að hún yrði framkvæmd í öllum atriðum og Forsetinn kveðst saklaus af misferli Rómaborg. Reuter. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, flutti sjónvarpsávarp í fyrra- kvöld og vísaði á bug ásökunum um að hann hefði þegið ólögleg- ar greiðslur úr sjóðum leyniþjónustunnar á síðasta áratug. Verið er að rannsaka meinta mis- notkun á sjóð- um ítölsku leyniþjón- ustunnar SISDE, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru að undanfömu. ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að fyrrverandi embættismaður SISDE, Antonio Galati, sem var handtekinn á mánudag, hefði sagt við yfir- „Eldurinn stöðvaðist tíu metra frá húsinu og því var slökkvilið þar á vakt í nótt,“ sagði María Ellingsen leikkona í gær. Hún hugðist snúa heim seinnipart- inn í gær en hún flúði heimili sitt á þriðjudag eftir að skógar- eldarnir blossuðu upp að nýju. Slökkviliðsmenn töldu sig í gær hafa náð yfirhöndinni í barátt- unni við eldana en þá hafði lægt og meiri raki var í loftinu. Iris Erlingsdóttir og Gunnlaug- ur Helgason, sem einnig flúðu hús sitt, vissu ekki betur en að það stæði enn en þau höfðu ekki fengið fréttir af svæðinu frá því á miðvikudagskvöld. „Seinnihluti gærdagsins var erfiður. Ég fylgdist með því í sjón- varpi hvernig eldurinn nálgaðist húsið mitt. Ég var í stöðugu síma- sambandi við nágrannana sem höfðu einnig flúið og það voru allir grátandi. I gærkvöldi hjóluðu ein hjónin uppeftir, en dalurinn er lokaður fyrir bflaumferð. Þau fóru heim, hringdu í mig og sögðu mér að húsið stæði enn og að tveir slökkviliðsmenn svæfu á paliinum,“ segir María. Heimili hennar er við búgarð og þar hafa tré og runnar verið höggvin niður vegna eldhættu. Það hefur komið eigendunum til góða, þar sem búgarðurinn er enn uppistandandi. María átti von á því að fólki yrði leyft að fara heim síðari hluta gærdagsins þótt áfram yrði gæsla á svæðinu. „Eldurinn fór yfir dal- inn og ég kvíði því að sjá eyðilegg- inguna en það kemur auðvitað ekki í veg fyrir að eg fari.“ Gunnlaugur og Iris biðu þess einnig að komast heim í gær. Þau heyrslur að Scalfaro hefði þegið jafnvirði 4,2 milljóna króna á mán- uði úr sjóði leyniþjónustunnar þeg- ar hann var innanríkisráðherra á síðasta áratug. Fréttaskýrendur sögðu að hrökklaðist Scalfaro frá völdum vegna þessa máls myndi það valda stjórnlagakreppu í landinu. Scalf- aro sagði ekkert hæft í ásökunun- um og bað ítali að halda ró sinni. „Við verðum að vera róleg og yfir- veguð. Fyrst reyndu þeir að eyði- leggja ríkið með sprengjutilræðum og nú með þessum svívirðilegu ásökunum." höfðu heyrt í fóiki á miðvikudags- kvöld sem sagði allt í lagi með húsið sem þau leigja. „Hins vegar getur vindáttin breyst snögglega, um hádegi í gær var himinninn blár í dalsmynninu en klukkutíma síðar stóð vindurinn af eldunum og allt fylltist af reyk. Hættan er því ekki úti enn,“ sagði Gunnlaug- ur. Forsetinn sagðist hafa orðið að full- vissa sig um að ekki kæmi til mála að herinn færi út fyrir þann ramma sem honum var markaður. Á svo miklum ör- lagatímum væri hættan á klofningi á æðstu stöðum ávallt mikil. Jeltsín sagði að það hefði einnig tafið fyrir aðgerðum að tímafrekt hefði reynst að gera áætlun um verksvið herliðsins þegar það væri komið inn í Moskvu frá búðum sínum utan við borgina. „Atburð- irnir í byijun október hafa sýnt að í Rússlandi, einnig í stofnunum stjórnvalda, eru hópar manna sem eru reiðubúnir að ganga til liðs við öfgaöfl“, sagði hann og taldi þetta geta verið afar hættulegt. Viðtalið einnig var birt 5 rúss- neska blaðinu Rossískaja Gazeta. Jeltsín sagði að rangt væri að tala um sigur, fjöldi manna hefði týnt lífi og margir ættu um sárt að binda. Sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarnar vikur um að yfirmenn hersins hafi hikað við að taka afstöðu í deilum forsetans Grunur um íkveikju Grunur leikur á um að um íkveikju hafi verið að ræða í eldin- um sem kviknaði við Malibu- strönd. Hefur ríkisstjórinn heitið hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar er leiða til handtöku sökudólgsins, 125.000 dollara verðlaunum. Finnist hann, verður hann ákærður fyrir manndráp. við þingið jafnvel eftir að þingleið- togamir og Alexander Rútskoj, þáverandi varaforseti landsins, höfðu hvatt til vopnaðrar upp- reisnar. Talsmönnum stjórnar Jeltsíns hefur ekki borið saman, sumir þeirra hafa vísað orðrómnum á bug en aðrir viðurkennt að vöflur hafi verið á herforingjum. Einn þeirra sagði að Jeltsín hefði orðið að fara sjálfur í varnarmálaráðu- neytið nóttina fyrir árásina til að tryggja að hún yrði framkvæmd. Babel furðaði sig á því að „glaum- gosi sem er alræmdur í skuggabúlum og hóruhúsum um alla Evrópu“ Leikstjórinn og handritshöf- undurinn Duncan Gibbins lést á miðvikudagskvöld af brunasámm sem hann hlaut er hann reyndi að bjarga kettinum sínum úr brunanum. Alls hafa um 120 manns slasast í eldunum. Um 1.000 hús hafa brunnið og er tjón- ið metið á að minnsta kosti einn milljarð dollara. Króatía Vísbendingar um stríðsglæpi Zagreb. Reuter. EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna sögðust í gær hafa fund- ið vísbendingar um að stríðsglæp- ir hefðu verið framdir í króatísku strandborginni Dubrovnik. Dominic McAlea, sem stríðsglæpa- nefnd Sameinuðu þjóðanna hefur falið að stjóma rannsókninni, sagði að í ljós hefðu komið margar vísbend- ingar um að Serbar hefðu af ráðnum hug eyðilagt byggingar í Dubrovnik og nágrenni. Dubrovnik, sem er með margar merkar og ævagamlar byggingar, varð fyrir hörðum sprengjuárásum Serba frá október 1991 til desember í fyrra þegar Króatar börðust fyrir aðskilnaði frá Júgóslavíu. McAlea sagði að 82 hefðu beðið bana í bar- dögunum og hundruð særst. Hann sagði hins vegar að alvarlegustu brotin á alþjóðalögum vörðuðu menn- ingarverðmætin sem sprengd voru af ráðnum hug. skyldi allt í einu fara að gráta hlut- skipti Iraka. Prinsinn væri „að sökkva æ dýpra í fen framhjáhalds og fjölskyldudeilna og bresk blöð flytja stöðugt fréttir af hneykslan- legu gjálífi hans“. Blaðið minnir á að landið hafi verið bresk nýlenda um áratuga skeið og segir marga íraka hafa orðið að fórna lífí sínu til að það öðlaðist frelsi. írakar tækju ekki mark á orðum manna eins og breska ríkisarfans. Sögur af gríðarlegu sukki og grimmd Udays Husseins, sem er 29 ára gamall, hafa verið á kreiki árum saman í írak en talið er að hann stefni að því að verða arftaki föður- ins í forsetaembætti. Fyrir skömmu kvæntist hann dóttur Barzans al- Takritis, hálfbróður föður síns, til að treysta blóðböndin í valdaklík- unni. Uday sést oft þjóta á ofsahraða um götur Bagdað í dýrum sportbílum í fylgd leðurklæddra félaga sinna. Hann veifar gjaman gullinni skamm- byssu á næturklúbbunum og fleygir seðlabúntum yfir eftirlætis-maga- dansmeyjarnar. Sonurinn komst í heimsfréttirnar 1988 er hann reiddist yfirsmakkara og lífverði föður síns í veislu og ban- aði manninum með kylfuhöggi. Eftir fimm vikna dvöl í fangelsi var hann náðaður „vegna eindreginna óska þjóðarinnar". Hann er nú formaður Olympíunefndar íraks. ------♦ ♦ ♦----- Átökin í Kashmír Slys tefur viðræður Srinagar. Reuter. TVEIR af þremur samninga- mönnum indversku stjórnarinnar í deilum hennar við aðskilnað- arsinna í Kashmír slösuðust al- varlega í bifreiðaárekstri í gær. Wahajat Habibullah og Mo- hammed Ahmed Zaki hershöfðingi voru í Srinagar í bíl þegar hann varð fyrir herflutningabifreið. Slysið getur hugsanlega haft áhrif á við- ræðumar um umsátrið um Hazratb- al-moskuna en þar eru 150 manns inni fyrir, þar á meðal vopnaðir aðskilnaðarsinnar. Slökkviliðsmenn segjast hafa yfirhöndina í baráttu við skógareldana í S-Kaliforníu Eldurínn náði að húsdyrum - segir María Ellingsen en hús hennar slapp við að verða eidinum að bráð Barist við eldinn SLÖKKVILIÐSMENN segjast hafa náð yfirhöndinni í baráttunni við skógareldana í Suður-Kaliforníu. Jeltsfn Blað sonar Husseins Iraksforseta Segir Karl prins sið- lausan glaumgosa London. The Daily Telegraph. KARL Bretaprins er glaumgosi og gjörkunnugur öllum hóruhúsum Evrópu, að sögn íraska blaðsins Babel sem er undir stjórn Udays Husseins, sonar Saddams Husseins einræðisherra. Karl sakaði nýlega Saddam um að drýgja „ólýsanlega" glæpi gegn írösku þjóð- inni og hvatti til þess að komið yrði í veg fyrir áform stjórnvalda í Bagdað um að eyðileggja lífshætti svonefndra fenja-araba í ós- hólmum fljótanna Efrat og Tígris. Talsmaður prinsins sagði að hann myndi í engu svara ásökunum Babels. I I > I > I I > I > í > > h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.