Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993
r
Vextir lækkuðu um 1% á nýjum húsbréfalánum
Greiðslubyrði af meðal-
íbúð lækkar um 200 þús.
FJÖLSKYLDA með meðaltekjur, sem keypti meðalíbúð og tók til
þess meðalstórt húsbréfalán með 6% föstum vöxtum í 25 ár, þarf
að greiða um 200 þúsund krónum meira fyrir íbúðina en samskonar
fjölskylda sem tekur jafn hátt húsbréfalán með 5% vöxtum. Þessi
mismunur eykst eftir því sem lánið er hærra og íbúðin dýrari. Er
þá miðað við að vaxtabótakerfið sem nú er í gildi, breytist ekki og
ekki er tekið tillit til verðbólgu.
Samkvæmt upplýsingum Sigurðar
Geirssonar forstöðumanns húsbréfa-
deildar Húsnæðisstofnunar er meðal-
verð á íbúðum í fasteignaviðskiptum
um 7 milljónir króna, meðalhúsbréf-
alán er 3 milljónir króna og meðal-
íjölskyldutekjur eru um 2,4 milljónir
króna á ári. Eftir 25 ára lánstíma
húsbréfaláns hefur fjölskyldan sem
greiðir 6% vexti greitt samtals 10,78
milljónir fyrir íbúðina, samkvæmt
útreikningum Sigurðar, þar af 2,78
milljónir í vexti en fengið 124 þúsund
krónur í vaxtabætur þannig að end-
anlega greiðir fjölskyldan 9,66 millj-
ónir. Sú fjölskylda sem greiðir 5%
vexti greiðir alls 9,45 milljónir, þar
af 2,45 milljónir í vexti en fær ekki
vaxtabætur. Þama munar um 200
þúsund krónum, og því má segja að
verðmæti fyrri íbúðarinnar hafi rýrn-
að sem því nemur með þeirri 1%
vaxtalækkun á húsbréfalánum sem
nú er orðin.
Meiri munur
Munurinn eykst eftir því sem lán-
ið, íbúðarverð og laun hækka. Þann-
ig greiðir fjölskylda með 3 milljóna
árstekjur, sem kaupir 10 milljóna
króna íbúð og tekur 4 milljóna hús-
bréfalán með 6% vöxtum, um hálfri
milljón króna meira þegar upp er
staðið en samskonar fjölskylda sem
kaupir jafn dýra íbúð og fær til þess
jafnstórt húsbréfalán með 5% vöxt-
um. í því dæmi skipta vaxtabætur
minna máli, því þar er eignin meiri
og eignatengd skerðing á vaxtabót-
unum kemur fyrr inn.
Félagsmálaráðherra benti á það í
grein í Morgunblaðinu í vikunni, að
í þeim tilfellum þar sem Húsnæðis-
stofnun hefur samþykkt fasteigna-
veðbréf með 6% vöxtum en skipti á
húsbréfum og fasteignaveðbréfum
hafi ekki farið fram, geti kaupendur
reynt að ná samkomulagi við seljend-
ur um að breyta þessum kjörum og
gera nýtt kauptilboð til Húsnæðis-
stofnunar sem taki mið af lægri vöxt-
um. Sigurður Geirsson sagði, að
nokkrir hefðu haft samband við
stofnunina út af þessum möguleika,
og tveir hefðu óskað eftir breytingu
það sem af er vikunni.
VEÐUR
f DAG kI. 12.00
Hoimíld: Veöurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kt. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 5. AIÓVEMBER
YFIRLIT: Um 250 km vestur af landinu er 970 mb lægð og önnur lægð
um 985 mb djúp er 800 km suðsuðaustur af Vestmannaeyjum, báðar
á norðurleið.
SPÁ: Hvöss suðvestan átt á landinu, slydduél suðvestan og vestanlands
en að mestu úrkomulaust annarsstaðar.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustan strekkingur um allt land. Súld eða
rigning sunnan og vestan til en þurrt að mestu um landið norðaustan-
vert. Hiti verður á bilinu 5-10 stig, hlýjast norðanlands.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan átt, víða strekkingur og skúrir eða
slydduél vestanlands en hægari og léttskýjað austan til á landinu. Hiti
verður á bilinu 1-4 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Nokkuð hvöss suðlæg átt. Rigning víða sunnan-
lands og vestan en skýjað með köflum norðaustan til. Hiti verður á bilinu
4-8 stig, hlýjast norðaustanlands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnír: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* / *
* r
r * r
Siydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöðurerívindstig.^
10° Hitastig
y súid
= Þoka
j
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 igær)
Greíðfært er um alla þjóðvegi landsins, en víða er unnið að vegagerð
og getur vegur á þeim stöðum verið grófur og seinfarinn og eru öku-
menn beðnir að gæta varúðar og aka samkværnt merkingum. Um færð
á hálendinu er ekki vitað.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti 9 7 veður skýjað rigning
Bergen 2 kornsnjór
Helsinki 2 skýjað
Kaupmannahöfn 6 þokumðða
Narssarssuaq •i-ÍÖ heiðsklrt
Nuuk +6 vantar
Osló 2 alskýjað
Stokkhólmur 5 alskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Algarve 17 léttskýjað
Amsterdam 15 mistur
Barcelona 18 alskýjað
Berlín 3 súld
Chicago 8 alskýjað
Feneyjar 14 þokumóða
Frankfurt 6 þokumóða
Glasgow 11 þokumóða
Hamborg 3 þokumóða
London 15 skýjað
LosAngeles 15 reykur
Lúxemborg 12 þokumóða
Madríd 11 alskýjað
Malaga 17 hálfskýjað
Mallorca 17 rigning
Montreal 4 þokumóða
NewYork 7 léttskýjað
Orlando 18 skýjað
Paría 17 skýjað
Madeira 19 hálfskýjað
Róm 20 rign. á síð.kls,
Vín 8 þokumóða
Washington 2 þoka
Winnípeg +3 frostúði
Hvað kostar íbúðin í raun?
Tvenn hjón með sömu árstekjur kaupa eins íbúðir, jafndýrar, og
taka jafnháa upphæð í húsbréfalán. Hjón A greiða 6% fasta
ársvexti í 25 ár. Hjón B greiða 5% fasta ársvexti 125 ár. Miðað er
við að reglur um vaxtabætur breytist ekki á iánstfma.
-----------------DÆMl 1 ---------------------
HjónA hafa 2 m.kr. (árstekjur
. - . Heildarvextir
6% vexti 3,7 m.kr.
Ibúðarverð
Lán
4,0
m.kr.
1,17 m-kr.
HjónB hafa 2 m.kr. í árstekjur
í^vexti
ibúðarverð
Heildarvextir
2,95 m.kr.
O.ffi! m.kr.
Heildarverð: Heildarverð:
7.000.0)0 7.000.000
+3.700.000 Lán +2.950.000
-1.170.000 4,0 -620.000
9.530.000 kr. m.kr. 9.330.000 kr.
DÆMl 2
Hjón A hafa 2,4 m.kr. í árstekjur
oggreiða Heildarvextir
6% vexti 2,78 m.kr.
ibúðarverð
7,0 m.kr.
Lán
3,0
m.kr.
-0,12 m.kr.
Vaxtabætur
Heildarverð:
7.000,000
+2.780.000
-120,000
9.680.000 kr.
HjónB hafa 2,4 m.kr. í árstekjur
afflf Hei|darvex,ir En9ar
b/ovextl ^ 2,45m.kr. vaxtabætur
Lán
3,0
m.kr.
Heildarverð:
7.000.000
+2.450.000
9.450.000 kr.
DÆMI 3
HjónA hafa 3 m.kr. í árstekjur
oggreiða Hei|dap/extir
6% vexti
Hjón B hafa 3 m.kr. í árstekjur
og greiða
5% vexti Heiidarvextir
III. ,95 m.kr.
íbúðarverð ö-i-: 1 -1,26 m.kr. íbúðarverð gÉH
10,0 m.kr. . Vaxtabætur iu,um.kr
Lán
4,0
m.kr.
Heildarverð:
10.000.000
+3.700.000
-1.260.000
13.442.000 kr.
Lán
4,0
m.kr.
-0,04 m.kr.
Vaxtabaetur
Heildarverö:
10.000.000
+2.950.000
-40.000
12.910.000 kr.
Viðskiptabankar vilja bætt starfskjör
Svara Seðlabank-
ans að vænta í dag
SVARA Seðlabanka íslands við óskum viðskiptabanka um breytt og
bætt starfslqör í viðskiptum þeirra við Seðlabanka er að vænta í
dag, samkvæmt upplýsingum Sighvatar Björgvinssonar, viðskipta-
og bankaráðherra. „Ég á von á því að Seðlabankinn muni á morgun
svara á þann veg, að það greiði fyrir því að bankarnir geti tekið
ákvörðun um að fylgja okkur niður með raunvaxtastigið,“ sagði við-
skiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins reifuðu fulltrúar bankanna helstu óskir sínar
að því er varðar lækkun eða afnám bindiskyldu, lækkun lausafjár-
kvaðar og afturvirkni vaxtahækkunar á bindiskyiduna. Seðlabankinn
mun hafa lýst því sjónarmiði að óskir viðskiptabankanna yrðu tekn-
ar til skoðunar, en engin ákveðin fyrirheit munu hafa verið gefin.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var ekkert ákveðið um
næsta fund með Seðlabanka og við-
skiptabönkum, en fulltrúar bank-
anna munu hafa lagt áherslu á það
í máli sínu, að brýnt væri að hraða
ákvarðanatöku.
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá
því á föstudag fyrir réttri viku segir
m.a. um Seðlabanka íslands: „Við-
skiptaráðherra mun taka upp við-
ræður við Seðlabanka íslands um
eftirfarandi atriði ... Að rýmkuð
verði ákvæði um bindiskyldu og
lausafjárstöðu banka og sparisjóða
í því skyni að stuðla að lækkun vaxta
Fulltrúar viðskiptabanka sögðu
m.a. í samtölum við Morgunblaðið í
gær, að loknum fundinum í Seðla-
banka, að ef niðurstaða í Seðlabanka
drægist á langinn lægi beint við að
viðskiptabankarnir sneru sér til rík-
isstjómarinnar fyrir næsta vaxta-
ákvörðunardag, með tilvísan til ofan-
greindrar tilvitnunar í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Þeir vom þó ekki
endilega þeirrar skoðunar að til þess
þyrfti að koma.
Vextir standa nánast í stað á eftirmarkaði
Ríkisbréf seld fyr-
ir 830 milljónir kr.
ÁVÖXTUNARKRAFA á ríkisverðbréfum hækkaði aðeins á ríkisbréf-
um og spariskírteinum á Verðbréfaþingi Islands í gær en lækkaði
á ríkisvíxlum og húsbréfum. Húsbréf voru áfram seld á yfirverði í
gær. AIls námu viðskipti á Verðbréfaþingi 830 milljónum króna í gaer.
Mest vom viðskiptin með ríkis-
víxla í gær, eða fyrir 456 milljónir
króna en venjulega er mikið keypt
af ríkisvíxlum í upphafi hvers mán-
aðar því þá hafa bankarnir meira
lausafé en ella. Ávöxtunarkrafan
var 6,83% og lækkaði úr 6,94% frá
deginum áður.
Þá seldust húsbréf fyrir 145
milljónir á Verðbréfaþingi í gær.
Ávöxtunarkrafan lækkaði úr 5,98%
í 5,92% á Verðbréfaþingi en var
áfram 5,90% hjá Landsbréfum eins
og á miðvikudag. Þetta þýðir að
húsbréf em enn seld á yfirverði.
Þá seldust spariskírteini fyrir 138
milljónir króna á Verðbréfaþinginu
_ með 5,4% ávöxtunarkröfu en ávöxt-
unarkrafan var 5,32% á miðviku-
dag.
i
I
»
I
b
»
»
b
i
>
>
>
>
>
h