Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 35 HREYFING Hressandi göngn- ferðir í Selja- hverfi um helgar að eru sjaldan færri en 40 manns sem taka sig til á laugardagsmorgnum í Seljahverfi og fara í klukkustundar göngu- ferð undir stjórn Eyrúnar Ragn- arsdóttur íþróttakennara. Þegar best lætur mæta um 80 manns. Hópurinn hittist hjá félagsmið- stöðinni Hólmaseli kl. 11, þar sem hitað er upp. Síðan er gengið í um klukkustund og að lokum eru gerðar teygjur. Allir ijóðir í kinnum Blaðamaður Morgunblaðsins hitti gönguhópinn sl. laugardags- morgun og var ekki annað að sjá en allir væru ijóðir í kinnum og skrafhreifnir, þar sem þeir örk- uðu um hverfíð. „Við byijuðum aftur í september, en hlé var tek- ið í sumar. Þetta er reyndar fyrsti veturinn minn sem leiðbeinandi,“ sagði Eyrún Ragnarsdóttir, sem er vön að þjálfa fólk á öllum aldri, því hún kennir bömum í Selja- skóla íþróttir, auk þess sem hún er með leikfimi fyrir fullorðna í Árseli. Gott að hafa markmið Meðal nýrra göngugarpa í hópnum voru hjónin Ásgerður Tryggvadóttir hjúkrunarfræðing- ur og Óskar Þór Karlsson fr^m- kvæmdastjóri, sem sögðust fram til þessa ekki hafa stundað íþrótt- ir að staðaldri, en þó helst farið í gönguferðir. Ásgerður kvaðst að vísu vera nýbyijuð í líkams- rækt. Hér væri þó tækifæri til að hafa eitthvað fast að stefna að, auk þess sem félagsskapurinn væri skemmtilegur. „Við erum nú bara að ganga í annað sinn,“ sögðu þau eins og afsakandi. Karlmenn í minnihluta Þegar þau voru spurð hvað hefði drifið þau af stað kvaðst Ásgerður hafa heyrt starfsfélaga sína á Borgarspítalanum ræða um gönghópinn og Óskar bætti við að hann hefði fylgt frúnni. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa drifið sig ef konan hefði ekki stungið upp á því. Reyndar vakti athygli að aðeins fimm karlmenn vora í hópnum, en upp undir þijá- tíu konur. Þegar nánar var að gætt kom í ljós að ef karlmaður var í hópnum var eiginkona hans það í flestum tilfellum líka. Eyrún kvaðst ekki hafa skýringuna á því, hvers vegna karlarnir væru í minnihluta, en kannski væra þeir sérhlífnari eða hlédrægari. Eyrún sagðist leggja áherslu á að gangan væri við allra hæfi, þannig að þeir sem gengju hægar gætu stytt sér leið, en þeir sem hefðu meira úthald, gengju lengra. „Ég reyni að fylgja sem flestum eftir og spjalla við þá,“ sagði hún og Oskar bætti við að hún væri líka svo drífandi og hress að það spillti ekki fyrir. Þá vildu hjónin benda á að þetta væri gott framtak hjá forstöðu- manni félagsmiðstöðvarinnar sem var driffjörðrin í átakinu, því aðstaða til íþróttaiðkunar iyrir fullorðna væri í lágmarki í hverf- inu. Hjónin Óskar Þór Karlsson (t.h.) og Ásgerður Tryggvadóttir ásamt öðrum göngugörpum í Seljahverfi. Morgublaðið/Sverrir Byrjað var að teygja undir leiðsögn Eyrúnar Ragnarsdóttur íþróttakennara í lok gönguferðarinnar, þrátt fyrir að allir væru ekki komnir. Þorbjörn Magnússon tekur því rólega á Kríunni. Unnur Jökulsdóttir segist ekki hafa reynt að leika hetju meðan Þorbjörn fékkst við orminn. SJUKDOMSVARNIR Dauðadrukkinn ormur kemur engum vörnum við orbjörn Magnússon skipstjóri á Kríunni, sem siglt hefur víða um heim ásamt Unni Jökulsdóttur eiginkonu sinni, hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar um að beikon hefði verið notað í því skyni að lokka út orma undan húð manns nokkurs. Kvaðst Þorbjörn þess full- viss að „íslenska aðferðin" væri miklu fljótvirkari en aðferð indíán- anna, sem lýst var í blaðinu. „Við Unnur lentum í sams konar aðstæð- um og okkar aðferð tók aðeins tíu mínútur en beikonaðferðin tók þijár klukkustundir,“ sagði hann. Galdur- inn var að gera orminn dauðadrakk- inn! Drukkinn ormur og fleiri sögur í bókinni Kría siglir um Suðurhöf, sem kemur út um næstu jól, er kafli sem heitir: Aðeins fyrir þá sem hafa yndi af sjúkdómssögum. Þar er sam- antékt ýmissa hollráða sem þau hjón- in segja frá eftir að hafa þurft að kljást við sjúkdóma og alls konar óþægindi, án þess að geta leitað læknis. Segir þar meðal annars frá drakkna orminum á eftirfarandi hátt og er það Unnur sem segir frá: „Á senegalísku fljóti djúpt inni í Afríku varð ég fyrir smávægilegri en andstyggilegri líkamsárás af hálfu lirfu. Þetta mun hafa verið afkvæmi útsmoginnar flugu sem hefur fundið upp það ráð, i eilífri baráttu skorkvik- indanna við manninn, að verpa í nærföt sem hanga úti til þerris. Meðan lirfan er lítil borar hún sig gegnum húðina á rasskinn „gest- gjafa“ síns og vex þar síðan hratt á næringarríku holdi hans og líkams- vessum. Fljótlega fer hún að valda óþægindum og þá uppgötvar maður upphleypt, hart en graftarlaust kýli með litlu gati sem „andar" taktfast. Þorri gat séð í endann á hvítum maðki og reyndi að plokka hann út með nál en þá reyndi lirfan auðvitað bara að bora sig dýpra, sem olli sting- andi sársauka. Ég get ekki sagt að ég hafi nýtt þetta tækifæri til að leika hetju, emjaði eins og stunginn grís, enda ekkert deyfð og full hryll- ings gagnvart þessu viðurstyggilega t- kvikindi. Það leit út fyrir að Þorri þyrfti að „óperera“ og við tíndum til lítinn skurðhníf, kvalastillandi töflur og sótthreinsispritt. En þegar hann var tilbúinn að skera og var að sótt- hreinsa á undan datt honum í hug að reyna óvenjulega lækningaaðferð, hella kvikindið fullt. Þegar hann hafði haldið tappa af spritti yfir önd- unargatinu í drykklanga stund var maðkurinn orðinn of slappur og kærulaus til að veita mótþróa þegar hann var dreginn út með nálinni og sendur fyrir borð með selbita. Fyrir- byggjandi ráð gegn þessum ófögnuði er að strauja á röngunni nærfót sem hafa hangið úti til þerris." Að þessu viðbættu kvaðst Þorbjörn geta óhikað mælt t.d. með whiskýi eða gini ef spritt væri ekki fyrir hendi. Evos J^O œvcl 25% afmælisafsláttur í dag og á morgun 1953 Eros, Laugavegi 87, sími 13350. 1993

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.