Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 27 Kynferðislegt of- beldi og réttarkerfíð Seinni grein eftir Guðrúnu Jónsdóttur Kröfur um sannanir og afdrif kæröra kynferðisbrotamála Sönnunarbyrðin í kynferðisbrota- málum sem og öðrum opinberum málum hvílir á ákæruvaldinu og rík- issaksóknari metur endanlega hvort gögn málsins séu þannig að líklegt sé að sakfellt verði í málinu. Þetta mat byggist m.a. á fyrri dómum í sambærilegum málum og persónu- legu mati ríkissaksóknara og rann- sóknaraðila á hvað þeir telja vera nægileg gögn um sekt. Túlkun réttarkerfisins á sönnun- arbyrði í kynferðisbrotamálum byggist á því að ákæruvaldið geti sýnt fram á að ofbeldismaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þolandi samþykkti ekki atferli hans, að of- beldið sé framið af yfirlögðu ráði. Það er hlutverk ákæruvaldsins í kynferðisbrotamálum að sýna fram á að ofbeldismanninum hafi verið það Ijóst að atlaga hans að þolanda hafi verið þolanda þvert um geð. Ákæruvaldið þarf að sanna að sam- þykki þolanda hafi ekki legið fyrir og einnig að ofbeldismanninum hafi verið það ljóst á þeirri stundu, sem hann framdi verknaðinn. Út á þetta gengur sönnunarbyrðin í þessum málum. Og allan vafa um þessi at- riði ber að meta ofbeldismanninum í hag, skv. hinni rótgrónu megin- reglu opinbers réttarfars. Til þess að sönnun takist sýnir reynslan af þessum málum að annað tveggja verði að vera til staðar: Vitni séu að atburðinum eða að fórn- arlambið beri verulega áverka, sem sýni að það hafí veitt líkamlega mótspyrnu. í kynferðisbrotamálum heyrir til undantekninga að vitni séu að ofbeldinu. Niðurstaðan verður=> því sú, að neiti ofbeldismaður og beri þolandi ekki líkamlega áverka eftir ofbeldið, hafa orð þolenda og lýsing þeirra á því sem gerðist ekk- ert að segja sem sönnunargagn gegn neitun ofbeldismanna. Jafnvel þótt játning liggi fyrir er það ekki nægilegt til sakfellingar í öllum til- vikum eins og dæmin sanna. Þessi túlkun réttarkerfísins á því hvað teljist sannanir í kynferðis- brotamálum leiðir til þess að aðeins er ákært í litlum hluta kærðra kyn- ferðisbrota. Þannig bárust á síðasta ári 83 kærur um kynferðisbrot til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Fimm- tíu þessara mála (60%) voru send ríkissaksóknara, hin 33 málin voru þess eðlis, að mati rannsóknarlög- reglu, að ekki lægju fyrir nægar sannanir í þeim svo tilefni væri til að senda þau ríkissaksóknara til „Mig langar hér á eftir að reifa lauslega afar hógværa hugmynd til breytinga á sönnunar- matinu í kynferðis- brotamálum“ athugunar. Ég hef leitað eftir því við embætti ríkissaksóknara að fá tölur um í hve mörgum kynferðis- brotamálum sem berast embættinu væri ákært árlega. Því miður var ekki hægt að fá svo sjálfsagðar upplýsingar hjá embættinu. Mér sýnist þó að draga megi þær álykt- anir af þeim tölum um ákærur og dóma í kynferðisbrotamálum, sem Stígamót hafa aflað með starfi sínu, að aðeins sé ákært í u.þ.b. 15-25% kærðra mála og að áfellisdómar falli í 10-15% kærðra mála. Þær tiltölulega fáu kærur um kynferðis- ofbeldi, sem berast lögreglu, enda sem sagt flestar í skúffum lögreglu og ríkissaksóknara. Mótspyrnuform þolenda við kynferðislegu ofbeldi Kröfur réttarkerfísins um að þol- endur sýni líkamlega mótspymu eigi frásögn þeirra að vera trúverðug, byggjast á goðsögnum og fordóm- um um þolendur kynferðisofbeldis. Goðsagnir um það t.d. að konur eigi nauðgun skilda, þær hafi boðið upp á hana t.d. með klæðaburði, með því að gefa nauðgaranum undir fót- inn, með því að fara einar út eða með því að þiggja bílfar eða fara í partí með manninum, sem síðan nauðgar þeim. Goðsagnimar beinast líka að því að konur Ijúgi því að þeim hafi verið nauðgað í því skyni að hefna sín á árásarmanninum eða að þær ýki og rangtúlki atburði til þess að vernda eigið orðspor og þess vegna sé þeim ekki treystandi. Loks er goðsögnin um að konur hefðu getað komið í veg fyrir nauðg- un, hefðu þær bara veitt nægilega mótspyrnu. Viðhorf sprottin af goðsögnum sem þessum er oft að finna hjá full- trúum réttarkerfísins á öllum stig- um þess. Skilningur og þekking fulltnia réttarkerfisins á því hvernig fómarlömb kynferðisofbeldis hugsa þegar þau standa frammi fyrir slíku ofbeldi, tilfinningum þeirra og við- brögðum — þ.e.a.s. mótspyrnuform- um þolenda við kynferðisofbeldi — er einnig stórlega ábótavant. Flestum þolendum (konum og börnum) er ekki tamt að beita lík- amlegri mótspyrnu eins og flestir karlar gera þegar þeim er ógnað. Erlendar rannsóknir á nauðgunum sýna t.d. að líkamlegu ofbeldi er aðeins beitt í um 20% nauðgana. Reiðin og árásargirnin, sem til þarf til þess að veita líkamlega mót- spymu, leysist oftast ekki úr læð- ingi hjá konum, við verðum hræddar og lömumst. Þegar líkamlegum áverkum þol- anda er ekki til að dreifa metur réttarkerfið málið út frá frásögn þolanda og ofbeldismannsins um atburðinn. Frásögnum þeirra ber oftast saman að öðru leyti en því að þolendur skilgreina atferlið sem kynferðisofbeldi en ofbeldismenn- imir hafa valið að skilja viðbrögð þeirra — eða skort á viðbrögðum að þeirra mati — sem samþykki. Reynslan sýnir að réttarkerfíð við- urkennir ekki mótspyrnuform þol- enda sem gild. Það er nánast von- laust fyrir þolendur, sem hafa beitt sinni tegund af mótspyrnu, að sann- færa lögreglu/saksóknara eða dóm- ara um að mótspyrna þeirra hafí verið „alvöru“ mótspyrna. Við erum hér að tala um trúverð- ugleika framburðar ofbeldismanns og þolanda. Ofbeldismanninum er trúað. Hans frásögn og túlkun af atburðarásinni blivur. Viðhorfín sem þolandi mætir og niðurstaða kæru verða því oftast þau að fyrst ekki hafí verið beitt líkamlegri mót- spyrnu verði að líta svo á að þol- andi hafi samþykkt kynmökin. Er til leið út úr ógöngunum? En hvernig er hægt að sanna að þolendur hafi veitt mótspyrnu ef ummerki sjást ekki á líkömum þeirra. Ekki stoðar að mæta hjá lögreglu með fullt glas af tárum og segja „þetta var mótspyrna mín“. I umræðunni undanfarið um það óvið- unandi ástand sem ríkir í meðferð réttarkerfisins á kynferðisofbeldis- kærum, hefur verið minnst á öfuga sönnunarbyrði sem leið út úr þeim ógöngum sem þessi mál eru nú í. Öfug sönnunarbyrði felur í sér að hinn ákærði verður að sanna að athafnir hans hafi ekki átt sér stað gegn vilja kæranda. Vissulega eru hugmyndirnar um öfuga sönnunar- byrði talsvert róttækar enda eiga þær væntanlega ekki upp á pall- borðið í kerfínu. Mig langar hér á eftir að reifa lausiega afar hógværa hugmynd til breytinga á sönnunarmatinu í kyn- ferðisbrotamálum í þeirri von að hún seti ekki fulltrúa réttarkerfisins al- veg í baklás og geti orðið vísir að leit að lausnum. Þessi hugmynd hefur verið rædd talsvert á Norður- löndum og felur í sér að sönnunar- kröfur í kynferðisbrotamálum bygg- ist ekki eingöngu á því að ofbeldis- maðurinn hafi framið ofbeldið af ásetningi, heldur nægi til að sanna sekt hans, að ofbeldismanninum hefði mátt vera ljóst að þolandi var Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, sími 571800 ^ Guðrún Jónsdóttir ekki samþykkur því sem fram fór, þó svo að mótspyrnan hefði ekki kallað á líkamlegt ofbeldi af hans hendi til að hann gæti komið fram vilja sínum. Með öðrum orðum of- beldismaðurinn sýnir af sér það sem á lagamáli kallast gáleysi. Slík breyting myndi ekki stofna marglof- uðu réttaröryggi í hættu enda er að fínna víða í almennum hegningarlög- um ákvæði þar sem gáleysi eða stór- fellt gáleysi nægir til sakfellingar. Næðu slíkar breytingar fram að ganga varðandi kynferðisbrotamál, fælu þær í sér ,að réttarkerfíð líti svo á að nei, grátur, stjarfi, lömun og önnur þau mótspyrnuform sem þolendur sýndu væru nægar vís- bendingar fyrir ofbeldismanninn um að þolandi vilji ekki þýðast hann. Héldi hann þrátt fyrir það áfram væri um ofbeldi að ræða og sekt hans þætti sönnuð. Ég hef hér að ofan leitast við að sýna fram á að allur sá lagarammi, sem byggt er á þegar þolendur kæra kynferðislegt ofbeldi, og þær kröfur sem réttarkerfið gerir um sannanir, eru andstæð hagsmunum þeirra. Þó að lögin eigi að vernda persónufrelsi, tryggja öryggi þol- enda og refsa kynferðisbrotamönn- um, missa þau í raun marks, m.a. vegna þess að þau taka ekki mið af sérstöðu kynferðisofbeldismála. Sérstaða þeirra helgast annars veg- ar af því að sjaldnast eru fyrirliggj- andi í slíkum málum vitni eða sönn- unargögn, sem réttarkerfið telur marktæk, og hins vegar af því að kynferðislegt ofbeldi hefur alvar- legri og langvinnari áhrif á þolendur þess en til er að dreifa í öðrum saka- málum. Staða þessara mála í dag er ekki aðeins alvarleg fyrir brotaþola, hún er einnig blettur á samfélaginu og gefur tilefni til að álykta að þrátt fyrir að í orði séu slík brotamál litin alvarlegum augum gildi það ekki á borði. Vilji réttarkerfíð í raun sækja kynferðisofbeldismenn til saka, verður að koma til breyting á sönn- unarmati í þessum málaflokki. Höfundur er starfsmadur Stígamóta. Opið sunnudaga kl. 13 - 18. MMC Galant GLSi '89, blár, sjálfks., ek. 76 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o.fl. Toppein- tak. V. 990 þús. V.W. Golf CL 1.8 '93, grænsans, 5 g., ek. 14 þ., vökvastýri o.fl. V. 1130 þús. stgr. Daihatsu Charade TS EFi 16v ’93, rauð- ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Toyota Corolla Lift Back 1.6 XL '92, 5 g., ek. 27 þ., hvítur. V. 1080 þús. Ford Econoline 250 4x4 '90, sjálfsk., ek. 40 þ., (DANA 40 framan, 60 aftan), 35" dekk, álfelgur o.fl. Vandaður ferðabíll. V. 2.2. millj. Nissan King Cap 4x4 '90, grár/svartur, 5 g., ek. 59 þ. V. 1250 þús. Isuzu Crew Cap 4x4 diesel '90, hvítur, 5 g., ek. 62 þ., álfelgur o.fl. V. 1390 þús. Toytoa Corolla XLi '93, 3ja dyra, 5 g., ek. 7 þ., grænn, álfelgur, spoiler o.fl. V. 1250 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TX '88, 5 g., ek. 81 þ., svartur. Gott eintak. V. 370 þús. BÍLAR Á TILBOÐSVERÐI: Lada 1500 station '92, 5 g., ek. 32 þ. V. 490 þús. Tilboðsverð: 390 þús. stgr. Honda Prelude '85, 5 g., ek. 125 þ., sóllúga, spoiler. V. 480 þús. Tilboðsverð: 330 þús. stgr. Mazda 323 '87, sjálfsk., ek 81 þ., 3ja dyra. Gott eintak. V. 395 þús. Tilboðsverð: 320 þús. stgr. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 69 þ. V. 690 þús. Tilboðsverð: 600 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek 98 þ. V. 630 þús. Tilboðsverð: 520 þús. stgr. Mazda GLX 1500 5 g., ek. 129 þ., 5 dyra. Gott eintak. V. 370 þús. Tilboðsverð: 290 þús. stgr. Gouda 26% kg/stk. LÆKKUN! 599 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 110 kr. á hvert kíló. OSIA OG SMIÖRSAIAN SE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.