Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 Halldór V. Signrðs- son fv. ríkisendur- skoðandi - Minning Fæddur 13. júlí 1924 Dáinn 27. október 1993 Sú dánarfregn var óvænt að Hall- dór V. Sigurðsson fyrrv. ríkisendur- skoðandi hefði orðið bráðkvaddur við störf sín í Brussel að kvöldi 27. októ- ber sl., aðeins 69 ára að aldri. Þar höfðu Halldór og kona hans, Kristrún Jóhannsdóttir, búið sér nýtt heimili um stund meðan hann lyki starfs- ferli sínum sem stjómarmaður fyrir Íslands hönd í endurskoðunarráði Norður-Atlantshafsbandalagsins. Til þess starfs var Halldór valinn 1. ágúst 1992 til fjögurra ára, en dvöl- in ytra varð skemmri en til stóð. Halldór V. Sigurðsson var fæddur 13. júlí 1924 á Akranesi. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1946, starfaði síðan við ýmis verslunar- og skrifstofustörf í heimabæ sínum, Akranesi, í nokkur ár og tók þá virkan þátt í félagsstörf- um hjá íþróttahreyfmgunni þar í bæ. Árið 1951 hóf hann nám í endurskoð- un og hlaut löggildingu sem endur- skoðandi 1954. Hann starfaði við endurskoðun, bæði hjá öðrum og á eigin stofu, til 1969 er hann var skipaður ríkisendurskoðandi. Því starfi gegndi Halldór í 23 ár eða þar til honum var sýndur sá heiður að verða valinn til endurskoðunarstarfa hjá Atlantshafsbandalaginu. Halldór naut virðingar stéttarbræðra sinna, var í stjóm félags löggiltra endur- skoðenda um árabil og formaður fé- lagsins 1965-1968. Hann var forseti Sambands norrænna endurskoðenda 1978-1979. Miklar breytingar urðu á starfeemi Ríkisendurskoðunar í embættistíð Halldórs V. Sigurðssonar, en sú mest að Alþingi samþykkti 16. apríl 1986 ný lög um Ríkisendurskoðun sem fólu í sér þá grundvallarbreyt- ingu að færa stofnunina úr fjármála- ráðuneyti yfir á vettvang löggjafans, til Alþingis. Kom það til fram- kvæmda 1. janúar 1987. Þannig háttaði til að ég var þá forseti efri deildar, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son forseti sameinaðs þings og Ing- var Gíslason forseti neðri deildar. Tókust brátt göð kynni milli okkar forsetanna og hins nýja embættis- manns Alþingis sem héldust meðan hann lifði. Kristrúnu konu hans hafði ég hins vegar þekkt frá barnæsku því að þá vorum við nágrannar. Halldór var einstaklega ljúfur maður í viðkynningu og ánægjulegt að eiga samstarf við hann um málefni Rík- isendurskoðunar. Hann var grandvar maður og samviskusamur við öll sín störf. Það var mikið lán fyrir Alþingi og Ríkisendurskoðun að fá slíkan mann til jafnvandasamra starfa og forusta um ríkisendurskoðun er. Ríkisendurskoðun hefur látið meira að sér kveða síðan henni var ætlað nýtt hlutverk og ný staða á vegum Alþingis. Til þess var líka ætlast enda telst eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu, ekki síst með meðferð ijárheimilda, nú orðið til meginþátta í starfi lög- gjafans. Sú hefur líka orðið þróunin í nálægum löndum. Það kom í hlut ERFIDRYKKJUR ^^öngahú^ hútsl im sími 689509 V J Halldórs V. Sigurðssonar að móta þetta starf og það er skoðun mín og flestra annarra að vel hafi til tekist. Alþingi kveður Halldór V. Sigurðs- son og þakkar honum gifturík störf í þess þágu. Hugurinn hefur síðustu daga hvarflað til Kristrúnar þegar þraut leggst við þraut. Hún hefur átt við erfíðan heilsubrest að stríða og ekki enn fengið þá bót sem vonir standa til. Ég votta henni og fimm börnum þeirra Halldórs dýpstu samúð okkar. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis. Halldór V. Sigurðsson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag. Hann varð bráðkvaddur í Brussel miðviku- daginn 27. október sl., 69 ára að aldri. Halldór fæddist 13. júlí 1924 á Akranesi og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Símonar- sonar, múrarameistara þar í bæ og konu hans Valgerðar Guðrúnar Hall- dórsdóttur húsmóður. Halldór átti sex systkini og eru fímm þeirra enn á lífí. Halldór kvæntist frú Kristrúnu Jóhannsdóttur árið 1947 og lifir hún eiginmann sinn. Þau eignuðust fimm böm, Sigrúnu sem er gift Magnúsi Guðmundssyni, Jóhann sem er kvæntur Guðrúnu Siguróladóttur, Halldór ókvæntur, Sigurð Val ókvæntur og Valgerði sem er í sam- búð með Sigurði Haraldssyni. Halldór útskrifaðist frá Verslun- arskóla íslands 1946 og hlaut lög- gildingu sem endurskoðandi árið 1954. Hann starfaði á endurskoð- unarskrifstofu Bjöms Steffensen og Ara 0. Thorlaciusar frá árinu 1951 þar til hann hóf störf hjá Kauphöll- inni árið 1954. Árið 1964 stofnaði hann eigin endurskoðunarskrifstofu er hann rak til ársins 1969 er hann var skipaður ríkisendurskoðandi. Því embætti gegndi hann í tæpan aldar- fjórðung eða fram til 1. júlí 1992. Halldór sat í stjórn Félags löggiltra endurskoðenda frá 1958 til 1968, þar af sem formaður frá 1965 til 1968. Þá sat hann í fjölda nefnda og ráða á vegum ríkisins, m.a. um árabil í stjóm Gjaldheimtunnar og prófa- nefnd löggiltra endurskoðenda. Hall- dór var formaður norræna endur- skoðendasambandsins frá 1977 til 1979. í embættistíð Halldórs sem ríkis- endurskoðenda hefur bæði hlutverk og stjórnsýsluleg staða Ríkisendur- skoðunar tekið verulegum breyting- um. Þar bera hæst breytingar sam- kvæmt nýjum lögum um stofnunina frá árinu 1986. Frá og með gildis- töku þeirra hefur stofnunin starfað á vegum Alþingis en fram til þess hafði hún heyrt undir framkvæmda- valdið. Líklega átti enginn einn mað- ur jafn stóran þátt og hann í því að afla hugmyndum að þessum tíma- mótabreytingum á stöðu og starf- semi stofnunarinnar stuðnings. Þó skiptar skoðanir hafi verið í fyrstu um ágæti þeirra dylst fæstum nú hve sjálfsagðar og eðlilegar þær í raun voru. Mótun framtíðarhlutverks stofnunarinnar samkvæmt hinum nýju lögum hvíldi eðli málsins sam- kvæmt þyngst á Halldóri. í þessu starfí nýttist þekking hans og reynsla á sviði endurskoðunar og stjórnsýslu ákaflega vel. Halldór var svipmikill maður og myndarlegur og viðmót hans ljúf- mannlegt. Hann var hæglátur og glaðlyndur að eðlisfari en fastur fyr- ir og fylginn sér þegar svo bar und- ir. Jafnframt bjó hann yfír flestum þeim kostum sem piýða góðan yfír- mann. Hann var óhræddur við að treysta starfsfólki sínu fyrir viða- miklum verkefnum og það gat jafnan rétt sig á að hann stæði þétt að baki því þegar á reyndi. Til hans var ætíð hægt að leita ef eitthvað bját- aði á í glímunni við erfíð úrlausnar- efni eða menn rak í vörðumar í fag- iegum efnum. Þrátt fyrir eril í starfí gaf hann sér oft tíma til þess að spjalla um dægurmálin. Einkum voru málefni tengd fótbolta honum kær. Hann var dyggur stuðningsmaður Skagamanna enda fyrrum liðsmaður þeirra og síðar stjórnarmaður í Iþróttabandalagi Akraness. Að auki var Halldór knattspymudómari um nokkurra ára skeið. Þegar vel gekk hjá Skagamönnum heimsótti hann gjaman stuðningsmenn andstæðing- anna í samstarfshópnum til þess að ræða málin frekar og þá sérstaklega ef þeim vom tiltekin úrslit ekki að skapi. Starfí ríkisendurskoðanda fylgja óhjákvæmilega allnokkur samskipti við erlenda aðila á sviði endurskoð- unar, t.d. vegna aðildar íslands að ýmsum alþjóðastofnunum. Á sama hátt hafa mikil og sterk fagleg tengsl myndast og þróast milli ríkisendur- skoðenda á Norðurlöndum. Á þessum vettvangi ávann Halldór sér eins og í annarri embættisfærslu sinni bæði virðingar og trausts. Á síðasta ári var komið að því að ísland skyldi tilnefna fulltrúa til setu í endurskoð- unarráði Atlantshafsbandalagsins í Bmssel til næstu fjögurra ára. Varð Halldór fyrir valinu og tók hann sæti í ráðinu hinn 1. ágúst 1992. Þó svo að starfstími Halldórs hafí ekki orðið lengri en raun ber vitni hafði hann þegar getið sér gott orð og verið falin umsjón með veigamikl- um verkefnum á endurskoðunarsviði bandalagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað erlend- is síðasta árið sem hann lifði hélt Halldór góðu sambandið við fyrrum samstarfsfólk sitt í Ríkisendurskoð- un. Daginn áður en Halldór lést hafði hann t.d. samband við okkur og boð- aði komu sína á árlegan haustfagnað starfsmannafélags stofnunarinnar þar sem hann hefði kost á því að gera hér stuttan stans á leið sinni til Bandaríkjanna á vegum endur- skoðunarráðs Atlantshafsbandalags- ins. Með Halldóri er genginn traustur og réttsýnn embættismaður sem naut mikillar virðingar bæði meðal þeirra er störfuðu undir hans stjórn og annarra er kynntust störfum hans. Fyrrum samstarfsmenn geyma minninguna um góðan vin og sam- starfsmann. Starfsfólk Ríkisendurskoðunar votta frú Kristrúnu, börnum og fjöl- skyldum þeirra sína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Halldórs V. Sigurðssonar. F.h. starfsfólks Ríkisendurskoð- unar Sigurður Þórðarson. Í dag er til moldar borinn vinur minn Halldór V. Sigurðsson. Mig langar að senda honum örfá kveðju- orð nú þegar leið hans hér er lokið. Halldór kom inn í líf mitt fyrir 50 árum, þegar hann var ungur náms- maður. í tíu ár var hann hægri hönd manns míns Arons Guðbrandssonar og alla tíð var hann vinur og félagi okkar hjóna. Eftir að Aron lést var Halldór mér ómetanleg stoð og stytta í öllum mínum málum og fyrst og fremst einlægur og góður vinur. Fáum mönnum hef ég kynnst á lífs- leiðinni sem sýnt hafa jafn einlæga og mikla vináttu og tryggð. Halldór var einstakt ljúfmenni, trúverðugur og traustur, þeim sem hann bast vináttu- og tryggðabönd- um. í 50 ár hefur aldrei borið skugga á þá vináttu, sem ég hér vil þakka fyrir. Sú vinátta og það drenglyndi sem hann sýndi mér og okkur hjónum báðum verður aldrei að fullu þakkað. Halldór skilur eftir stórt ófyllt skarð í huga mér og hjarta. Það er sárt að sjá á eftir góðum dreng og sárust er eftirsjá þeirra er stóðu . Lokað Skrifstofur ríkisendurskoðunar verða lokaðar frá og með hádegi í dag, föstudaginn 5. nóvember, vegna jarðarfarar HALLDÓRS V. SIGURÐSSONAR, fyrrum ríkisendurskoðanda. WZterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! Htoqgimlrifafrift honum næst, það er eftirlifandi eig- inkonu og bama. Þeim votta ég mína innilegustu samúð. Ég bið góðan guð að blessa minningu Halldórs V. Sig- urðssonar og þakka af heilum hug fyrir minningar um góðan dreng. Friður sé með sál hans. Ásrún Einarsdóttir. Fréttin um andlát Halldórs V. Sig- urðssonar vakti með okkur starfs- mönnum norsku ríkisendurskoðunar- innar mikinn söknuð og sorg. Um langt skeið höfum við átt náið og gott samstarf við starfsbræður okkar á Islandi og Halldór átti hvað mestan þátt í að binda þau bönd meðan hann gegndi embætti ríkisendurskoðanda á Islandi. Hann var glæsilegur full- trúi þjóðar sinnar á árlegum fundum norrænna ríkisendurskoðenda og birtist okkur alltaf sem einstaklega fróður og umhyggjusamur maður. Menn lögðu eyrun við því, sem hann hafði fram að færa, enda tillögur hans alltaf vel grundaðar og gætni hans og örugg framkoma greiddu fyrir öllum samningum. Halldór var einstaklega hlýr og elskulegur maður. Móttökurnar, sem ég fékk þegar ég sem nýbakaður ríkisendurskoðandi í Noregi heim- sótti íslensku ríkisendurskoðunina, munu ylja mér um hjartarætur svo lengi sem ég lifi. Faglegar umræður og gestrisnin, sem ég naut, urðu upphafíð að vináttu og samskiptum, sem nú hefur verið bundinn endi á allt of fljótt. Hugur minn er hjá konu hans og fjölskyldu, sem hafa misst það sem þeim var dýrmætast, og ég votta þeim einlæga hluttekningu mína. Á svona stundum mega orðin sín lítils en ég vil samt segja það við ykkur, að Halldór ávann sér almenna virðingu sem fulltrúi síns lands. Hann var alltaf sjálfum sér trúr og sam- kvæmur. Það er gott að minnast Halldórs. Ég þakka fyrir þann tíma, sem ég átti þig að vini. Bjarne Mörk Eidem, ríkisendurskoðandi Noregs. Heyr Drottins orð um elsku Guðs og náð, sem aldrei dvín, leggðu þeim, Drottinn, líkn og hjálpar ráð, er leita þín. Heyr vora bæn þó bresti orða gnótt, við biðjum samt, þó málið verði hljótt. (Sig. Símonarsson) Það var okkur mikil harmafregn, þegar okkur voru sögð þau tíðindi að vinur okkar, Halldór, hefði orðið bráðkvaddur við lestarstöðina í Brussel nokkurri stundu áður. Hvemig mátti þetta vera? Okkur fannst aðeins nokkrir dagar síðan hann kvaddi okkur þar á sama stað, glaður og hress, eftir að við höfðum dvalið á yndislegu heimili þeirra hjóna, þar sem allt var gert til þess að okkur gæti liðið sem best. Síðan var það tilhlökkun okkar að þau ætluðu að koma heim að fagna með okkur og fjölskyldu okkar á sérstök- um tímamótum, sem í hönd fara. Þær hafa orðið til margar perlum- ar í minningunni í nær hálfa öld i samverustundunum okkar bæði hér heima og erlendis, á ferðalögum eða á mannamótum og var hann þá hrók- ur alls fagnaðar en þó leið okkur best, er við vorum saman fjögur og þær stundir eru orðnar fjölmargar. Halldór var fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Valgerðar Guðrúnar Halldórsdóttur, húsmóður frá Eyrar- bakka, og Sigurðar Símonarsonar, múrarameistara frá Króki í Holtum í Rangárvallasýslu. Þau áttu heimili á Lundi á Akranesi og þar var oft saman glaðvær hópur, en systkini Halldórs voru sex, eða Guðleifur, múrari, f. 1918, Jón Engilbert, bif- reiðastjóri, f. 1920, Guðrún Guð- munda, húsmóðir, f. 1922, Jakob Jóhannes, deildarstjóri, f. 1926, Hall- dóra, tækniteiknari, f. 1929, og Val- gerður Álfheiður, húsmóðir, f. 1931. Þeir bræður áttu snaran þátt í því knattspyrnulífi sem varð til á Akra- nesi og tók Halldór þátt í upphafi leikja með svonefndu „Gullaldarliði" staðarins og sat í stjóm Knatt- spymufélags Akraness og íþrótta- bandalags Akraness 1944-1950. Þá var hann síðar vel látinn knatt- spymudómari og alþjóðadómari. í febrúar mánuði 1947 kvongaðist Halldór Kristrúnu Jóhannsdóttur, en þau kynntust við nám í Verslunar- skólanum. Foreldrar hennar voru Steindóra C. Guðmundsdóttir hús- móðir og Jóhann Guðmundsson, umsjónarmaður í Reykjavík. Þau hjón, Halldór og Kristrún, eignuðust fimm böm. Þau eru: Sig- rún Camilla, skrifstofumaður, f. 1947, hennar maður er Magnús Guð- mundsson; Jóhann, sölumaður, f. 1951, kona hans er Guðrún Siguróla- dóttir; Halldór, deildarstjóri, f. 1952, sambýliskona hans er Margrét Sig- urðardóttir; Sigurður Valur, bókari, f. 1954, ókvæntur, dvaldist hann með foreldram sínum í Brassel; Val- gerður Guðrún, grafískur hönnuður, f. 1965, hennar maður er Sigurður Haraldsson. Barnabönjin era orðin sjö. Það var alltaf ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna, síðast hér í Reykjavík í Sólheima 49, þar sem þau höfðu búið og skapað sér fagurt heimili þar sem gott var að koma og njóta saman góðra stunda með þeim hjónum, enda var í fyrirrúmi að njóta lífsins í heimi góðra lista og menningar. Halldór og Kristrún vora ung gef- in saman og leyndi sér aldrei sú ást og virðing, sem þau báru fyrir hvort öðra og bar hann alla tíð einstaka umhyggju fyrir konu sinni sem og öllum bömunum og barnabömunum sínum. Heimilið var hans helgireitur, þar sem hann naut hvíldar. Fyrir þrettán áram fór Halldór í hjartaað- gerð til Bandaríkjanna og fór Dúna þá með honum og stóð hún þá sem klettur við hlið hans, eins og hún hefur alla tíð gert, og nú síðast er hann tók sér erfítt starf erlendis. Fannst hanni sjálfsagt þá að fylgja honum, þótt hún sjálf væri orðin heilsutæp og gekk Halldór úr skugga um að hún nyti þar jafn góðrar læknaþjónustu og hún hafði haft hér heima. Enn var hafist handa að byggja upp nýtt heimili, sem þó skyldi samt líkjast mest því, sem hér hafði staðið, fagurt og hlýlegt og opið öllum þeim íslenskum og erlend- um vinum, sem þar voru á ferð. Halldór hafði yndi af börnum hvar sem hann kom og var ávallt með eitthvað í vasa sínum til að gauka að þeim og naut þá gleðinnar, sem skein úr litlu andliti. Halldór hafði lifandi áhuga á vina- hópnum og var sífellt spyijandi um hagi fjölskyldna og var annt um að gefa góð ráð ef eitthvað bjátaði á. Þó að Halldór hafí átt heimili í Reykjavík öll þessi ár og honum þætti vænt um borgina okkar, var hann alla tíð fyrst og fremst Ákur- nesingur og fylgdist af miklum eld- móði með öllum þeim málum, sem þar vora á döfinni, en fyrst og fremst átti knattspyma hug hans og lét hann sér annt um að ÍA gengi vel. Oft minntist hann æskuáranna á Skaganum og sagði okkur margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Hann naut þess að renna fyrir lax eða silung og var þá fiskinn mjög. Má rekja þá list til æskustöðvanna. Eftir nám í Verslunarskóla íslands hóf Halldór skrifstofustörf á Akra- nesi og starfaði þar fram til 1951. Hóf þá verklegt nám í endurskoðun á Endurskoðunarskrifstofu Bjöms Steffensen & Ara Ó. Thorlacius og varð löggiltur endurskoðandi 1954. Þá hóf hann störf í Kauphöllinni hjá Aron Guðbrandssyni og stofnaði 1964 sína eigin Endurskoðunarstofu og starfrækti hana í ein fimm ár eða að þeim tíma er hann var skipaður ríkisendurskoðandi 1969 og starfaði sem slíkur til ársins 1992. Á því ári fór hann til starfa í stjómarnefnd endurskoðunardeildar Átlantshafs- bandalagsins og starfaði þar til dauðadags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.