Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 40
'40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 I VERRrAtti Vifrkðfarrt efc/cigert frjartX' éamnihg s/Sgm Í74Z! " Með morgunkaffinu Auðvitað er þetta hárið hans. Hann borgaði síðustu raðgreiðsluna á mánudag- inn. Ást er ... þegar hjón daðra við hvort annað. TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ° 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVISI /þiei, FÖL&ON EK EKKJ SVARIE?." BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 V erkalýðshrey fingin Starfar hún í þágu umbjóðenda sinna? Frá Einari S. Hálfdánarsyni: Almannatryggingar Stór orð og þung hafa fallið vegna þess að til stendur að hefja útgáfu svonefndra sjúkrakorta, m.ö.o. taka fyrstu skrefin í átt til sjúkratrygginga. Eins og venjulega voru allar breytingar eitur í beinum Ögmundar og Guðmundur Joð þungbrýnn. Nú fæ ég ekki betur séð en sjúkratryggingar séu stórfellt hagsmunamál vinnandi fólks; ef verkalýðshreyfingin væri að vinna að hagsmunamálum vinnandi fólks myndi hún krefjast hækkunar sjúkratryggingagjalds og lækkunar tekjuskatts. Hvers vegna? Vegna þess að nú eru iðgjöldin greidd af öllu vinnandi fólki með sköttunum hvort eð er. Þetta sama er upp á teningnum hvað varðar lífeyris- tryggingar, fólk vinnur hörðum höndum allt sitt líf, en hefur ekk- ert meiri rétt en t.d. fólk sem er í útlöndum nánast frá vöggu til graf- ar. Hver á að gæta hagsmuna verkafólks gagnvart þessu kerfi? Það má taka ótal svipuð mál og styðja með dæmum um fólk sem kemur hingað til lands í ókeypis sjúkrahúsvist, elliheimili, [æðingar- hjálp o.s.frv. Vinnandi fólk á ís- landi borgar með bros á vör og þegar eitthvað á að reyna að sporna við bregst verkalýðshreyfingin hart við, breiðir síðan út faðminn og eins og þar segir: „Komið til mín, allir þeir sem þunga og erfiði eru haldnir", umbjóðendur okkar bjóð- ast til að greiða ykkur leið. Meðlög Mörg hundruð milljónir króna af skattpeningum almennings fara árlega í að greiða meðlög. Launa- fólk þarf að greiða sín meðlög, þau eru einfaldlega dregin af launum þess. Svokallaðir atvinnurekendur standa illa í skilum enda þægilegra að láta samborgarana um fyrir- höfnina. Hvað er til ráða, Guðmundur Joð? Eigum við að afnema ábyrgð þess opinbera nema þegar um fá- tæka foreldra er að ræða? Nei, þetta er velferðarkerfið, því má ekki breyta segja þeir Ögmundur og Kashbúlatov. Og við hjökkum því í sama farinu enda eru umbjóð- endur svosem ekkert of góðir til að sjá af þessu lítilræði. Gift verkafólk Eða hvað segirðu, Guðmundur Joð, um gift verkafólk sem verður af tugum þúsunda á mánuði í stuðning við börn sín ef það lætur verða af að ganga í það heilaga. Mér finnst eins og þú hafír aldrei úttalað þig um þetta. Eða gert um það kröfur. Ekki heldur Lára. Satt að segja enginn úr verkalýðshreyf- ingunni. Hvað segja þeir með gömlu skoðanirnar, þeir Ögmundur og Kashbúlatov, var það ekki ámóti kenningunni að gifta sig Nefndi einhver jafnræði? Tekjujöfnunin Fátt er svo með öllu illt. Verka- lýðshreyfíngin hefur barist fyrir að vaxtatekjur yrðu skattlagðar eins og aðrar tekjur. Það er rétt en um leið þarf að afleggja eignaskatta, annað væri óréttlátt. En hátekju- skatturinn, er hugsunin þarna, Guðmundur Joð, að koma öllum þokkalega borguðum störfum af landinu? Verkfræðingurinn og arki- tektinn hljóta svo að geta selt þjón- ustu sína hingað frá landi þar sem eitthvað verður eftir af síðustu krónunni sem þeir vinna sér inn. Hvernig er það annars um há- tekjuskattinn, er hanii ekki raun- verulega 70-80% núna með öllum þessum tekjutengdu greiðslum? Hefurðu ekki einhvern á skrifstof- unni hjá þér, Guðmundur Joð, til að reikna þetta út, nokkur dæmi? Þeir Ögmundur og Kashbúlatov segir bara, ja svona á það að vera. Það er stefnunni, þú veist, til fram- dráttar, hefur sömu áhrif og gömlu ráðin um að setja sand í vélarnar. Að lokum Er ekki tími til þess kominn, Guðmundur Joð, að bea kröfugerð- ina saman við hagsmuni fólksins í hreyfingunni, og gera kröfur sem gagnast því fólki? Og láta svo þá sem hagsmuni hafa gera kröfur fyrir sína hönd. Þá er hægt að fara að tala um skattkerfið, sjó- mannaafsláttinn, eignarhald á bönkunum og svo ótal margt fleira að þessu sinni út frá hagsmunum vinnandi fólks. Og hversu mikil breyting það yrði. EINAR S. HÁLFDÁNARSON, Hverafold 142, Reykjavík. Víkverji skrifar Vinum Hafnarfjarðar er iðulega bent á að allir eigi erindi í Hafnarfjörð, en mörgum þykir eflaust of fast að kveðið. Hins veg- ar má til sanns vegar færa að það getur borgað sig að eiga viðskipti í Hafnarfirði. í því sambandi hefur Víkveija borist til eyrna að strákar í Reykjavík gera hvað sem þeir geta til að fara á námskeið hjá lögreglunni í Hafnarfirði og taka þar síðan próf á létt bifhjól eða skellinöðrur. Ástæðan er sú að þar kostar pakkinn 5.000 krónur fyrir utan vottorð og myndir, en fjög- urra kvölda námskeið hjá Öku- kennarafélagi íslands í Reykjavík kostar 4.000 krónur með læknis- vottorði og myndum. Síðan er próf- ið tekið hjá Umferðarráði og þarf að borga 4.000 krónur fyrir það, en skírteinið kostar síðan 2.000 krónur. Með öðrum orðum spara strákarnir sér nær jafn mikið og þeir eyða með því að taka prófíð í Hafnarfirði, en er 5.000 kr. verð- munur á þjónustunni ekki óeðlilega mikill? XXX Víkveiji er mikið á ferðinni og þá aðallega í eigin bíl, en nánast aldrei með almennings- vagni. Eftir að Morgunblaðið flutti úr miðbænum í Kringluna hefur ferðum í miðbæinn fækkað til muna, en þær koma samt fyrir. Fyrir skömmu var Víkveiji staddur á Lækjartorgi. Til stóð að ganga heim og ná í bílinn til að fara í vinnuna, en þá var vagn nr. 6 við torgið og því lá beinast við að fara beint í vinnuna með honum. Eftir að hafa boðið vagnstjóranum góð- an daginn og spurt hvort hann stöðvaði ekki örugglega rétt við Kringluna fengust þau svör að það væri rétt, en betra væri að taka vagn nr. 111 eða 112, því þótt allir færu á sama tíma væru hinir fljótari í förum — þeir færu bein- ustu leið, en sexan fyrst vestur í bæ. Eftir að hafa fengið leiðbein- ingar um hvar vagnana væri að finna var haldið á biðstöðina gegnt Amarhóli og beðið í tæplega 20 mínútur. Á upplýsingaskilti í skýl- inu mátti sjá að umræddir vagnar færu þaðan á hálftíma fresti, fimm mínútur yfir heila og hálfa tímann, en á biðstöðinni við torgið stóð að sexan færi á 20 mínútna fresti, fimm mínútur yfir hálf o.s.frv. Þeir, sem eru reglulega á ferð- inni í Reykjavík, vita að umferðin er mikil á daginn og sérstaklega í miðbænum. Eins má ætla að margir, sem fara í bæinn, eigi einn- ig erindi í Kringluna og því væri eðlilegt að halda að almennings- samgöngur frá miðborginni í nýja kjamann væru örar. Þrír vagnar á sama tíma og sá fjórði mínútu fyrr (nr. 110 fer á 60 mín. fresti, fjórar mín. yfir heilan og hálfan tíma) benda til þess að allir viðskiptavin- ir eigi að vera samstundis á ferð- inni, á 20 eða 30 mínútna fresti, en bíða ella nær jafn lengi. Er ekki eitthvað bogið við svona leiða- kerfi? xxx Sameining sveitarfélaga hefur verið fyrirferðarmikil í fréttunum að undanförnu, enda mikið um fundarhöld og málið mikilvægt. Sameining sveitarfé- laga er hugsuð til þess að gera heimamönnum fært að ráða við og fá heim og nær sér margvísleg mál sem þá varðar. í fréttum af . umræðum á fundum um þetta málefni á heimaslóðum fer mest fyrir ummælum fólks sem leggst gegn því að þetta eða hitt sveitar- félagið sameinist öðru eða öðrum. Víkveiji hefur veitt því athygli hve margir þeirra sem sagðir eru mæla á móti eru einmitt sveitar- stjórnarrhennirnir. Enda eðlilegt að þeir hafi áhuga á velferð sveitarstjórnanna. Þá varðar þetta líka sérstaklega. Sú stækkun sveit- arfélaga sem lögð er til mundi nefnilega fækka sveitarstjórnár- mönnum úr 1.100 í 500. Það hefur hvarflað að Víkveija dagsins að gott gæti verið að heyra meira í landsmönnum almennt eða í sveit- arfélögunum um viðhorfin til þess- ara mikilvægu mála. Landsmenn eru í sparnaðarhugleiðingum og kynnu sumir a.m.k. að hafa annað viðhorf til sparnaðar í mannafla, að ekki sé talað um hitt aðalatrið- ið að fá öflugri aðila til að takast á við ný viðfangsefni heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.