Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993
5
Farþegafjöldi Flugleiða í september
24% aukning í
millilandaflugi
FARÞEGUM í millilandaflugi Flugleiða fjölgaði um 24% og
í innlanlandsflugi um 5% í september miðað við sama mán-
uð í fyrra. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir
að meginskýringin á aukningu í millilandaflugi felist í því
að fyrirtækið hafi verið að færa út kvíarnar og bjóða upp
á nýja áfangastaði. Hins vegar sé söluátak að skila sér í
innanlandsflugi.
Einar sagði að 28% aukningu í
Evrópuflugi mætti fyrst og fremst
rekja til þess að boðið væri upp á
nýja leið, milli Kaupmannahafnar
og Hamborgar, og væru farþegar
í september á sjötta þúsund.
Hvað 16% aukningu í Norður-
Atlantshafsflugi varðaði sagði
hann hins vegar að aukningin
væri mest milli Skandinavíu og
Bandaríkjanna annars vegar og
Mið-Evrópu og Bandaríkjanna
hins vegar, og væri mesti áhrifa-
valdurinn eflaust nýr áfangastað-
ur, Port Lauderdale. Annars hefði
hvað mest aukning orðið á þessum
markaði, alveg frá því farið var
að fljúga þessa leið árið 1960.
Alls voru farþegar í áætlunarflugi
Flugleiða á milli landa 55 þúsund
í september.
Fyrstu níu mánuði ársins flutti
félagið 437 þúsund farþega í áætl-
unarflugi milli landa og er um að
ræða 5% fleiri farþega en á sama
tímabili í fyrra. Mest fjölgaði far-
þegum í Norður-Atlantshafsflugi
fyrstu níu mánuði ársins eða um
rúm 7%. í Evrópuflugi var aukn-
ingin um 4%.
Innanlandsflug
Flugleiðir fluttu 20 þúsund far-
þega í innanlandsflugi í september
og er um að ræða 5% aukningu
frá fyrra ári. Einar benti á að
aukning stæði í samhengi við sölu-
átak fyrirtækisins. „Þarna má
segja að sé að skila sér söluátak
sem við höfum verið í. Við erum
ekki búnir að sjá endanlega tekju-
dæmið í þessu en vitum þó að
þetta þýðir ekki tekjuaukningu í
hlutfalli við þessa farþegaaukn-
ingu þar sem við erum að bjóða
meira af afsláttarfargjöldum en
við gerðum í fyrra,“ sagði hann
en þess má geta að farþegum í
innanlandsflugi hefur, það sem af
er árinu, fækkað um 2%, að því
er segir í fréttatilkynningu, fyrst
og fremst vegna þess að sumar-
áætlun félagsins var minni í snið-
um en í fyrra.
Einar sagðist gera ráð fyrir að
einhver aukning yrði áfram í flugi.
„Vegna þess að við erum með
meira framboð og við erum með
meira umleikis í sölunni en ég
hugsa að það sé fullsnemmt að
spá þessum prósentutölum áfram.
Það væri hins vegar mjög ánægju-
legt,“ sagði hann.
Hann sagði að ekki væri að
vænta breytinga í áætlun á næst-
unni. „En meginbreytingin í vetur
frá því í fyrra er þessi nýi áfanga-
staður í Bandaríkjunum, Fort
Lauderdale tvisvar í viku, og síðan
erum við með núna í vetur flug
til Kaupmannahafnar tvisvar á
dag alla daga vikunnar nema einn
þegar við fljúgum einu sinni á dag
og flug tvisvar á dag milli Kaup-
mannahafnar og Hamborgar."
Formaður nefndar um sérstök lán til fiskeldis
Fyrirtækin fram-
leiddu fyrir 8-900
millj. á seinasta ári
INGIMAR Jóhannsson, formað-
ur þriggja manna nefndar sem
annaðist úthlutun á 300 millj.
kr. lánum til fiskeldisfyrir-
tækja, sem ríkisstjórnin ákvað
í júní 1991 til að viðhalda verk-
þekkingu í fiskeldi, segir að
flest fiskeldisfyrirtækjanna séu
Löggildingarstofan
Tekjurnar
hækkuðu
um 153%
TEKJUR Löggildingarstofunnar
hækkuðu um 153% milli áranna
1991 og 1992 eða úr 15 milljónum
króna í 38 milljónir nánast ein-
göngu vegna hækkunar á gjald-
skrá.
Koma ofangreindar upplýsingar
fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um endurskoðun ríkisreiknings fyr-
ir árið 1992. Löggildingarstofan
annast löggildingu mælitækja hjá
fiskvinnslunni, olíufélögum og smá-
sölu og eru um 90% teknanna vegna
þjónustu við þessa aðila.
enn starfandi og hafi framleitt
á síðasta ári fyrir 800-900 millj.
kr. Ríkisendurskoðun telur að
70-80% þessara lána séu töpuð
vegna bágrar fjárhagsstöðu og
greiðslugetu flestra þeirra fyr-
irtækja sem fengu lánin og að
markmið með lánveitingunum
hafi ekki náðst nema að mjög
takmörkuðu leyti.
Tryggingar fyrir lánum til fisk-
eldisfyrirtækjanna voru aðallega í
fiskinum sjálfum og var miðað við
að veðmörkin væru um 60% af
tryggingarmati eldisstofnsins.
Ingimar segir að nefndarmönn-
um hafi verið ljóst að um áhættul-
án væri að ræða. Sagði hann að
þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu
flestra fyrirtækjanna væri eldis-
fískurinn sem veð voru tekin í enn
til.
Sagði hann erfítt að meta hvort
200 til 250 milljónir muni tapast
eins og Ríkisendurskoðun telur.
Benti hann á að markmið með
ráðstöfun fjárins hefði m.a. verið
að reyna að halda lífi í þessum
fyrirtækjum svo að þau gætu náð
betra valdi á framleiðslutækni í
fískeldi. „Það hefur tekist í mörg-
um tilvikum. Menn eru farnir að
nota nýja tækni við þessa fram-
leiðslu, sem eykur möguleika fyrir-
tækjanna," sagði hann.
„ÞETTA ER
KAFFIÐ SEM
BERÁ BORÐ FYRIF I.
MIG OG MÍNA GESTI"
Maxwell
H0USE
Þeir sem þekkja gott kaffi, vita
hvað til þarf. Úrvals Old Java
kaffibaunir, þurrkun og
brennsla við kjörskilyrði.
Þannig er Maxwell House kaffi.
Maxwell House drekka þeir sem
þekkja kaffi.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA