Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 10
10 __________________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993______ Rannsóknir Helgu Hannesdóttur barnageðlæknis sýna að um fjórðungur 6-1 1 óra barna ó við einhvers konar hegðunar- vandamól að stríða sem er svipuð tíðni og í Bandaríkjunum. Hún segir fjölmargt unnt að gera til að bæta óstandið. Áfengisvarnir hafa brugðist „Ég tel að áfengisvamir gagnvart ungling- um hafi brugðist hér á landi fram til þessa. Afengisvandamál er nauðsynlegt að ræða vegna þess að þau eru svo nátengd ofbeldinu. Beita þarf mun meiri áróðri í skólum gegn áfengisneyslu unglinga. Við áfengisneyslu verða unglingar hömlulausir og missa dóm- greind, en dómgreindarleysi og hömluleysi stuðlar að meiri reiðitjáningu og auknu of- beldi. Það hefur komið fram hjá öllum aldurs- hópum og sérstaklega hjá unglingum við áfengisneyslu. Hollendingar unnu markvisst að áfengis- vörnum unglinga með góðum árangri. Fyrir um 15-20 árum var áfengisneysla meðal hol- lenskra unglinga mikið yandamál. Amsterdam var eins og Reykjavík, dauðadrukknir ungling- ar ráfuðu þar um stræti og var borgin kölluð unglingadrykkjuborg Evrópu. Hollendingar náðu tökum á þessu vandamáli í gegnum fræðslu og áróður í skólum og með því að kenna unglingum að umgangast áfengi af hófsemi. Aðgerðirnar gjörbreyttu áfengisvenj- um unglinganna og segja kunnugir að í mið- borg Amsterdam sjáist ekki drukkinn ungling- ur lengur. Áróður skilar árangri. Þegar áróður var rekinn gegn reyidngum í skólum tókst nánast að losa unglinga við reykingar, en um leið og hann datt niður jukust reykingar á nýjan leik. Áróður einu sinni á ári á 10 ára fresti dugir ekki, hann þarf að vera árlega eða oft á ári í gangi í skólum. Til að ná tökum á ofbeldinu væri einfaldast að byija á því að taka drykkju- vandamálið fastari tökum.“ Ofbeldið hefur breyst - grimmdin er meiri - Ofbeldið hefur breyst. Áður fyrr voru slagsmál látin útkljá málið, það var uppgert um leið og búið var að fella andstæðinginn, nú eru högg og spörk látin dynja á honum þegar iiann er orðinn undir. Einnig eru voða- verk oft unnin á einstaklingum sem þessir unglingar þekkja ekki og eru að sjá í fyrsta sinn. Hver er skýringin á þessari grimmd? „Ofbeldi má skipta í fjóra megin þætti; persónuleikaþátt, fjölskylduþátt, félagslega arfleifð innan fjölskyldu og umhverfisáhrif. Ofbeldi, hvort sem það er innan heimilis eða utan, á sér aðdraganda og það er nauðsynlegt skilja hvers konar flækjur eða vandamál valda því að ofbeldi brýst út. Hugsanlega getur eitthvað hafa gerst í sam- skiptum viðkomandi einstaklings við fjölskyldu eða aðra nýlega eða fjær í tíma. Síðan við sérstakar kringumstæður þegar viðnámsþrótt- ur einstaklingsins er hvað minnstur, eins og í miðborg Reykjavíkur að næturlagi þegar varnaþættirnir eru mjög frumstæðir, geta rifj- ast upp umliðnir samskipaerfiðleikar hans við aðra. Þegar varnarþættirnir minnka líkir ein- staklingurinn sér við þann sem framdi eða sýndi honum ofbeldi og snýr sér að næsta manni til að fá útrás og losa sig við reiði gagnvart þeim sem beitti hann ofbeldi. Honum er þá sama hvort það er einhver sem hann þekkir eða þekkir ekki sem verður fyrir árá- sinni. Þessi viðbrögð eru vel útskýrð í fræðum sálkönnunarinnar. Þegar ofbeldi er beitt í litlum eða stórum hópum unglinga er eins og andrúmsloftið og múgsefjunin í kring magni verknaðinn. Nú er mikið rætt meðal sérfræðinga um truflun á starfsemi taugaboðefnisins seratonins og efna- skipta í heila og samspil sálrænna þátta sem oft eru mjög frumstæðir eins og afbrýðisemi og reiði.“ eftir Margréti Þorvaldsdóttur OFBELDI unglinga vekur ugg og margir velta fyrir sér hvað hafi farið úrskeiðis í uppeldinu. Ofbeldi er ekki nýtt fyrirbæri hér á landi, það hefur sennilega alltaf verið til staðar í ein- hverjum mæli. í dag á það sér stað á heimil- um, á skemmtistöðum, í skólum og á götum úti og kemur fram í barsmíðum, einelti, and- legu ofbeldi og útskúfun svo eitthvað sé nefnt. Virðingarleysi fyrir öðrum helst oft með fólki til fullorðins ára og kemur þá fram í háði og illkvittni - áberandi þjóðarlesti okkar íslend- inga. Á ofbeidi hefur orðið breyting að undan- förnu, það er grófara en áður, áverkar eru alvarlegri og grimmdin meiri. Margir telja tímabært að uppeldi barna og unglinga fái meiri umræðu í þjóðfélaginu. Unglingar í dag verða sjálfir foreldrar áður en langt um Iíður, því getur framtíð þjóðarinnar ráðist af því hvernig til tekst með uppeldið. Hér verður reynt að náigast þessi mál frá ýmsum hliðum og var leitað til Helgu Hannes- dóttur barna- og ungiingageðlæknis á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans að skýring- um á orsökum ofbeldis og afleiðingum þess. Helga hefur undanfarin tvö ár unnið að viða- miklum rannsóknum á andlegu ástandi ís- lenskra barna og unglinga. Rannsókn á geðheilbrigði íslenskra barna Helga var fyrst spurð um markmið rann- sóknarinnar. „Markmiðið er að kanna almennt heilsufar barna og unglinga á aldrinum 2-18 ára og geðheilbrigðið sérstaklega. í rannsókninni tóku þátt 1.349 börn alls staðar af landinu og var henni skipt í þijá þætti sem byggðir voru á spurningalistum. Einn listi var lagður fyrir foreldra 943 barna á aldrinum 4-16 ára og annar fyrir 586 unglinga og börn 11-18 ára sem þau svöruðu sjálf. Þriðji listinn var fyrir foreldra 2 og 3 ára barna. Tilgangurinn er að meta hversu algeng geð- og atferlisvandamál eru meðal barna og unglinga hér á landi og bera niðurstöður sam- an við sambærilegar rannsóknir í nágranna- löndunum. Einnig að leita upplýsinga um or- sakir geðheilbrigðisvandamála, þar sem þau koma fram, og þörf á meðferð fyrir forskóla- og grunnskólabörn í framtíðinni. Markmiðið er einnig að skilgreina og fínna verndandi þætti sem bæta heilsufar barna og að ein- angra áhættuþætti sem geta þróast í sálar- stríð og verið hindrun í fyrirbyggjandi aðgerð- um í heilsugæslu í skólum í framtíðinni. Sams konar rannsóknir voru gerðar samtím- is í Noregi og Svíþjóð og áður fyrr í mörgum öðrum löndum. I niðurstöðum samanburð- arrannsókna frá sex löndum: Bandaríkjunum, Hollandi, Kanada, Chile, íslandi og Frakk- landi, kemur fram að vandamálatíðni 6-11 ára barna er svipuð hér á landi og í Bandaríkj- unum og Hollandi eða um það bil 20 prósent. Hún er hærri í Frakklandi, Chile og Kanada (28-29 prósent). Athygli vekur að sænsk börn hafa besta geðheilsu, vandamálatíðni þar er aðeins um 13 prósent sem er mun minna en á hinum Norðurlöndunum eða annars staðar í heiminum. Vísindamenn þakka það forvarna- starfí Svía á undanförnum árum sem tengd hafa verið alhliða heilbrigðismálum barna og unglinga." Áfengisvandamál unglinga meiri hér en í nágrannalöndum - Hvað vakti helst athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar? „Þar koma fram athyglisverðar niðurstöður sem tengjast aga. Eitt þessara atriða er hömlu- leysið, um 40 prósent unglinga telja sig hömlu- lausari en foreldrar þeirra álitu. Um 40 pró- sent unglinga sögðust slasa sig af óvarkárni. Því gæti valdið fljótfærni, óöryggi eða einhver taugaspenna. Hærra hlutfall stúlkna en drengja framkvæmir hluti án þess að hugsa áður. Ofneysla áfengis er mikil hjá unglingum hér á landi að þeirra eigin áliti. Hjá stúlkum hefst áfengisneyslan upp úr 11 ára aldri og nær til um 60 prósenta við 17-18 ára aldur. Hjá drengjum hefst neyslan um 13-14 ára aldur og nær til um 60 prósenta við 17-18 ára aldur að þeirra eigin sögn. Vandamálið virtist vera falið fyrir foreldrunum, það kom fram þegar þeir voru spurðir um áfengis- neyslu sömu unglinga. Áfengisvandamál virð- ast vera mun meiri hjá unglingum hér en þekkist í nágrannalöndunúm.“ - Teng ja þarf orsök og af leióingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.