Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
iiin -ii--in ss\4ma wiíwta
iÞKÖTTIK
SuSnUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
3á:
I RJAl SÍPROTT ÍR / URVAl SHOPUR i Rl gOOO
Stefnumótun og landsátaktil aldamóta
• Horft til framtíðar
Arsþing FRÍ í fyrra samþykkti
að undirbúa gerð stefnumótar
og í byijun árs var Þráinn Haf-
steinsson ráðinn
g Eftir landsliðsþjálfari.
® Steinþór Helsta verkefni
Guðbjartsson hans er í sambandi
c| við verkefnið FRÍ
® 2000, þar sem lögð er áhersla á
langtímamarkmið í eflingu fijáls-
Iíþrótta, bættan árangur og mark-
visst unglinga- og útbreiðslustarf.
Margir eiga góða möguleika
I
I
VALINN hefur verið 140 manna
úrvalshópur FRÍ í f rjálsíþrótt-
um með hliðsjón af árangri
íþróttafólksins á liðnu sumri.
Um fjóra hópa er að ræða;
karla- og kvennalandsliðshóp,
sem á eftir að tilkynna, ungl-
ingalandsliðshópa 19-20 ára
og 17 -18 ára og sveina- og
meyjalandsliðshóp 15 -16 ára.
Hópurinn var valinn með af-
reksfólk framtíðar í huga og
er valið liður í stefnumótun og
landsátaki sambandsins til
aldamóta.
Þráinn sagði við. Morgunblaðið
að brúa þyrfti bilið á milli ungling-
anna og þeirra, sem standa í allra
fremstu röð. „Núna er staðan þann-
ig að við eigum afreksfólk, sem er
um þrítugt og í allra fremstu röð í
heiminum, en síðan kemur stórt gat
niður í 20 ára aldurshópinn og þar
í kring, en okkur vantar afreksfólk
á þessu aldursbili. Síðan eigum við
mjög efnilega 15 til 20 ára ungl-
inga, sem hafa alla burði til að
verða afreksmenn á alþjóða mæli-
A kvarða þegar fram í sækir. Stefnan
9 með áætluninni er að geta boðið
uppá spennandi verkefni frá 15 ára
aldri og á öllum getustigum. Und-
fl anfarin ár hafa verið unglingaverk-
efni í gangi að einhveiju leyti, en
þegar fólk hefur náð tvítugsaldrin-
9 um hefur verið um lítið annað að
vera en það sem gerist á meðal
þeirra bestu eins og Ólympíuleika,
heimsmeistarakeppni og Evrópu-
keppni, og það er nokkuð langur
vegur frá unglingaflokkunum og
uppí toppinn."
I mars sem leið valdi Þráinn
fyrsta úrvalshópinn, 39 karla, 26
konur, 30 unglinga og 26 sveina
og meyjar eða 115 einstaklinga
samtals. Valið hveiju sinni byggist
á fyrirfram ákveðnum viðmiðunar-
tölum og því er hópurinn síbreyti-
legur. Fijálsíþróttafólk, sem nær
sambærilegum eða betri árangri en
það sem fyrst var valið, vinnur sér
Q sæti i hópnum.
Hópurinn fær sérstaka fyrir-
Pétur bestur
PÉTUR Guðmundsson, kúluvarpari, náði bestum árangri íslenskra fijálsíþrótta-
manna á árinu samkvæmt styrkleikaflokkuninni, en hann kastaði kúlunni lengst
20,53 m. Guðrún Arnardóttir var fremst kvenna, þegar hún hljóp 100 m grinda-
hlaup á 13,39 sekúndum.
greiðslu og þjónustu í sambandi við
þjálfun og keppni og skipulagðar
eru sérstakar æfingabúðir fyrir
hópinn. Fyrstu æfingabúðirnar voru
í Reykjavík s.l. vor, en nýlokið er
námskeiði á Laugum i Suður-Þing-
eyjarsýslu og um aðra helgi verða
æfingabúðir í Reykjavík.
Fleiri afreksmenn
Landsliðsþjálfari hefur útbúið
æfinga- og keppnisáætlun fyrir
hópinn. Sett hafa verið mælanleg
markmið til að hægt sé að meta
árangur átaksins árlega, en stefnt
er að því að auka þátttöku í fijáls-
um úr 10.000 manns eins og nú er
í 18.000 um aldamót. Markmið
varðandi þátttöku á Ólympíuleikum
er að sex manns nái lágmörkum
fyrir leikana í Atlanta 1996 og 10
í Sydney árið 2000. í fyrra náði
enginn unglingur lágmarki fyrir
HM unglinga, en samkvæmt áætl-
uninni er gert ráð fyrir að fjórir
nái lágmörkum fyrir HM á næsta
ári, sex árið 1996, sjö 1988 og átta
árið 2000.
Þráinn sagði að markmiðin
byggðust á þvi sem íslenskir afreks-
menn í frjálsum hafa verið að gera.
„Ef til vill er þetta dálítil bjartsýni,
en i kjölfarið á þessu starfi verðum
við að gera ráð fyrir framförum."
Urvalshópur FRI2000
Unglingar 19-20 ára:
Nafn fæðingarár félag..................................................greinar
Haukur Sigurðsson, ’75, Ármanni.................................100/200/boðhl.
Jóhannes M. Marteinsson, '74, ÍR................................100/200/boðhl.
Atli Guðmundsson, ’75, UMSS,......................'.................100/boðhl.
Bjami Traustason, ’74, FH............................100/110 gr./langst./boðhl.
Ómar Kristinsson, ’74, UMSE.........................................400/boðhl.
Jón Þór Þorvaldsson, ’75, UMSB........................................800/1500
Hákon Sigurðsson, ’74, HSÞ,...............................................3000
Guðmundur V. Þorsteinsson, ’75, UMSB...................................3000 h.
Róbert Jensson, ’75,HSK............................................110 gr./há.
Tómas Grétar Gunnarsson, ’74, HSK,..............................stangarst./há.
Freyr Ólafsson, ’74, HSK............................................stangarst.
Drengir 17-18 ára:
Stefán Gunnlaugsson, ’76, UMSE................100/400/boðhl./110 gr./lang./há.
Ólafur Sveinn Traustason, ’77, FH.............................lOO/lang./boðhl.
GunnarFr. Guðmundsson, ’77, Fjölni..................100/110 gr./lang./boðhlaup
IUugi Már Jónsson, '76, HSÞ.........................................100/boðhl.
Hafsteinn Sigurðsson, ’77, UBK.................................200/þrí./boðhl.
Kjartan Ásþórsson, ’77, UMSB,.......................................200/boðhl.
Jón Steinsson, ’76, ÍR,....................................................800
Hörður Kristinsson, ’77, UBK,.............................................1500
Sigurður Bj. Sigurðss., ’76, UMSE,........................................3000
Guðmundurí. Guðbrandss., UMSB......................................300/400 gr.
Magnús A. Hallgríms., ’76, Self.,...........................hást./spjót/tugþr.
Skarphéðinn Ingason, '77, HSÞ,.....................................hást./spjót
Stefán Ragnar Jónsson, ’77, UBK,..................................kúla/kringla
Sigmar Vilhjálmsson, ’77, UÍA,.......................................spjótkast
Sveinar 15-16 ára:
Amgrímur Arnarson, ’78, HSÞ,....................................100/200/boðhl.
BjarkiÞórKjartanss., ’78, HSK...................................100/200/boðhl.
Snæbjörn Ragnarsson, ’78, HSÞ,..................................100/200/boðhl.
Richard Jóhannsson, ”79, Fjölni.....................................100/boðhl.
Ágúst Freyr Einarsson, '79, Fjölni,.................................100/boðhl.
Smári Stefánsson, '78, UFA.........................................200/400/800
Kristján Blöndal, '78, USAH.............................................. 200
Reynir Jónsson, '78, UMSB.............................................800/1500
SigmundurÞorsteinss., ’78, USAH,..................................400/tugþraut
Sveinn Margeirsson, ’78, UMSS,...................................800/1500/3000
Örvar Ólafsson, ’78, HSK...................................hást./þríst./tugþr.
Daði H. Sigurþórsson, ’79, HSH...............................hástökk/langstökk
Guðmundur H. Jónss., ’79, USVH.......................................langstökk
Eiður Magnússon, ’78, USAH............................................kúluvarp
EinarHjálmarsson, ’78, HSK,...........................................kúluvarp
Jón Ásgrímsson, ’78, HSH,..................................kringluk./spjótkast
Sigurður Örn Sigurðss., '78, UMSB,...................................spjótkast
Konur/unglingar 19-20 ára:
Guðlaug Halldórsdóttir, ’74, UBK.........................100/200/400/boðhlaup
Þórhalla Magnúsdóttir, ”75, USÚ,..............................2Ó0/400/boðhlaup
ÞorbjörgJensdóttir, ’74, ÍR,..............................................1500
Ema Björg Sigurðard., ’74, Ármanni.............................hást./langstökk
Maríanna Hansen, ’75, UMSE.............................................hástökk
Vigdís Guðjónsdóttir, ’75, HSK,.............................spjótkast/kúluvarp
Stúlkur 17-18 ára:
Sunna Gestsdóttir, ’76, USAH..............100/200/400/b.hl./lan./þríst./sjöþr.
Sólveig Björnsdóttir, '76, Ármanni,.........................100/100 gr./boðhl.
Hildigunnur Hjörleifsd., ’76, HSH...................................200/boðhl.
Guðrún Sara Jónsd., ’76, Fjölni....................................:400/boðhl.
Laufey Stefánsdóttir, ’76, Fjölni,....................................800/1500
Hólmfríður Á. Guðmundsd., ’77, UMSB..............................800/1500/3000
Ásdís María Rúnarsd., ’76, IR,.............................................800
Kristín Markúsdóttir,’76, UMSB...........................100 gr./400 gr./sjöþr.
Rakel Tryggvadóttir, '76, FH................................hást./lOO gr./þríst.
HannaLind Ólafsdóttir, ’77, UMSB....................................kringlukast
Halldóra Jónasdóttir, ’77, UMSB.......................................spjótkast
Meyjar 15-16 ára:
Elín Rán Björnsdóttir, ’79, UÍA,....................................100/boðhl.
Linda Ólafsdóttir, ’78, USAH....................................100/200/boðhl.
Ágústa Skúladóttir, ’78, UMSS.......................................100/boðhl.
Soffía Gunnlaugsdóttir, ’78, UMSE,..............................100/200/boðhl.
Eva Bragadóttir, ’78, UMSE,.........................................100/boðhl.
Steinunn Leifsdóttir, ’79, Ármanni,.................................100/boðhl.
Ellen Dröfn Björnsd., ’79, USVH.............................lOO/boðhl./langst.
UnnurMaríaBergsv., ’78, UMSB..................................200/400/800/1500
Ema Dögg Þorvaldsd., ’79, HSÞ..............................................400
Hildur Bergsdóttir, ’78, UFA...........................................400/800
Jóhanna Jensdóttir, ’78, UBK...................100 gr./langst./hást./þríst./sjöþr.
Aðalh. Millý Steindórsd., ’78, Self..........................100 gr./langstökk
Bára Karlsdóttir, ’79, FH..........................................300 gr./800
Guðbjörg Lilja Bragad., ’79, ÍR...................................... hástökk
Þórdís Sigurðardóttir, ’78, UMSB.......................................hástökk
Eva Sonja Schiöth, '78, Self.,........................................kúluvarp
Helga Guðmundsdóttir, ’78, Self....................................kringlukast
Andrea Magnúsdóttir, ’78, UMSB........................................spjótkast
I
i
i
i
i
+
Hætti
sáttur
Magnús Jakobsson hættir sem
formaður FRÍ á ársþinginu
um helgina eftir að hafa gengt
starfinu í fjögur ár og verið sam-
tals í 22 ár í stjóm.
„Ég er ánægður með að hafa
fengið tækifæri til að koma á skipu-
legu starfi í sambandi við stefnu-
mótunina,“ sagði Magnús. „Þróunin
er ánægjuleg þó verkefnið sé langt
því frá að vera fullmótað, og gleði-
legt er að ekki aðeins forráðamenn
félaganna hafa sýnt þessu áhuga
heldur líka aðstandendur krakk-
anna.“
Magnús sagði að með viðmiðun-
artölunum væri krökkunum gert
auðveldara fyrir. „Þeir sjá svart á
hvítu hvar þeir standa og hvað þeir
þurfa að gera til að komast í
fremstu röð. Þetta er jákvæð þróun
og ég hætti sáttur.“
50 krakkar úr úrvalshópnum í æfingabúðum á Laugum
ÞESSIR krakkar mættu í æfingabúðir á Laugum í lok október. Frá vinstri: Smári Stefánsson UFA, Reynir Jónsson, UMSB, Guðmundur Hólmar Jónsson USVH,
Sveinn Margeirsson UMSS, Guðmundur V. Þorsteinsson UMSB, Sigurður Öm Sigurðsson UMSB, Hafsteinn Sigurðsson UBK, Kjartan Ástþórsson UMSB, Hörð-
ur Kristinsson UBK, Hákon Sigurðsson HSÞ, Hildur Bergsdóttir UFA, Eva Sonja Schlöth Self., Sigmundur Þorsteinsson USAH, Þorvaldur Jónsson HSÞ, Róbert
E. Jensson HSK, Helga Guðmundsdóttir Self., Stefán Ragnar Jónsson UBK, Vigdís Guðjónsdóttir HSK, Ema Dögg Þorvaldsdóttir HSÞ, Bjarni Traustason FH,
Richard Jóhannsson Fjölni, Ásdís María Rúnarsdóttir ÍR, Freyr Ólafsson, HSK, Tómas G. Gunnarsson HSK, Ágúst Freyr Einarsson Fjölni, Andrea Magnúsdótt-
ir UMSB, Örvar Ólafsson HSK, Guðbjörg Lilja Bragadóttir ÍR, Stefán Gunnlaugsson UMSE, Halldóra Jónasdóttir UMSB, Bjarki Kjartansson HSK, Rakel Gylfa-
dóttir FH, Skarphéðinn Ingason HSÞ, Snæbjörn Ragnarsson HSÞ, Bára Karlsdóttir FH, Jóhanna Jensdóttir UBK, Ólafur Sveinn Traustason FH, Steinunn Leife-
dóttir Á., Ágústa Skúladóttir UMSS, Hanna Lind Olafsdóttir UMSB, Arngrímur Arnarson HSÞ, Elín Rán Björnsdóttir UÍA, Ellen Dögg Björnsdóttir USVH,
Soffía Gunnlaugsdóttir UMSE, Maríanna Hansen UMSE, Eva Bragadóttir UMSE, Þorbjörg Jensdóttir ÍR, Sunna Gestsdóttir USAH, Unnur María Bergsveins-
dóttir UMSB og Guðlaug Halldórsdóttir UBK.