Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTOBER 1993
15
beinn í baki. Mér fannst dálítið fynd-
ið að sjá eitt sinn til litlu frænku
minnar sem er í ballett. Það var ver-
ið að skíra litla bróður hennar og
hún stóð við altarið ásamt fjölskyidu
sinni. Bein í baki og í fyrstu „pósi-
sjón“, og þegar hún var orðin þreytt
fór hún í fjórðu „pósisjón."
- Er það rétt að ballettdansarar
geti ofboðið líkama sínum?
„Eftir að ég lærði sjúkraþjálfun
er ég nokkuð viss um að svo geti
verið. Það er allt í lagi meðan fólk
æfir nokkrum sinnum í viku, en þetta
er mikið álag á atvinnudansara. Yfír-
leitt geta menn myndað tíu gráða
horn þegar þeir standa beinir og
færa fótinn afturábak, en atvinnu-
dansarar fara með hann langt yfír
níutíu gráður. Það segir sig sjálft
að það reynir á ýmsa vöðva. Eg hef
heyrt að karldansarar fái oft bijósk-
los, þeir þurfa að hoppa mikið og
lyfta mótdönsurum.
En það fylgir því mikil ánægja að
fínna það hvernig maður getur
stjórnað líkamanum. Áður en ég fer
inn á sviðið á nemendasýningum er
ég hræðilega taugaóstyrk, en þegar
ég er byijuð að dansa gleymi ég
mér, þetta er svo gaman."
Fallhlífarstökk draumurinn
Innan þriggja ára verður Alma
orðin sjúkraþjálfari ef allt gengur
vel og ef hún lýkur seinni hluta prófí
í ballett hefur hún starfsréttindi í
tveimur fögum. En eiga þessi tvö
störf eitthvað sameiginlegt?
„Já þau eiga margt sameiginlegt.
I sjúkraþjálfun er verið að rækta lík-
amann, láta hann vinna rétt og
styrkja vöðvana. Ef ég fer að kenna
ballett þegar ég er orðin sjúkraþjálf-
ari veit ég hvað ég er að segja þeg-
ar ég leiðbeini nemendum. Segi þeim
að snúa mjöðmunum svona en ekki
hinsegin, og af hveiju. En kannski
verður maður alveg óþolandi."
- Hefurðu nokkuð kynnt þér
hvort starfíð skilar hærri launum?
„Sjúkraþjálfun er öruggara starf,
en vitanlega fara launin eftir því
hvar ég starfa. Ég hefði líklega meira
upp úr því að kenna í ballettskóla
heldur en að vinná hjá ríkinu sem
sjúkraþjálfari. En ef ég væri með
eigin rekstur sem sjúkraþjálfari gæfí
það líklega betri arð. Það fylgir því
bara svo mikill kostnaður að koma
sér upp bekkjum og tækjum.“
Alma kynntist kærasta sínum
Gunnari Hreinssyni í dansi þegar þau
voru bæði aðeins tólf ára gömul.
„Eftir eina dansæfinguna vorum við
að rabba saman og ég sagði honum
að ég væri að fara á æfíngu. Á hvaða
æfíngu? spurði hann og ég gat ekki
hugsað mér að segja honum að ég
væri að fara á ballettæfíngu, þóttist
vera að fara í fimleika!
Núna hins vegar fínnst mér mjög
gaman að segja frá því að ég sé í
ballett, einkum af því ég er hvorki
með hnút í hnakka né grindhoruð."
Alma hefur því komið við í sam-
kvæmisdönsum og fimleikum, auk
ballettsins, og núna æfír hún líka
þrek í íþróttahúsi háskólans og á
sunnudagsmorgnum spilar hún bad-
minton með kærastanum og vinum
þeirra.
- En hvert er nú markmiðið í líf-
inu?
„Markmiðið er að vera hamingju-
söm! Hvað framtíð og starf varðar
hefði ég ekkert á móti því að fara út
á land um tíma, helst í sjávarpláss.
Þar vinnur fólk mikið og gæti því
einmitt þurft á sjúkraþjálfara að
halda. Einnig kæmi til greina að
kenna ballett með.“
- Hafíð þið skipulagt framtíðina,
hvort þið ætlið að eignast íbúð og
þá hvenær, eða böm?
„Við höfum nú verið par í sex ár
og höfum búið síðasta árið saman í
kjallaranum hjá pabba og mömmu.
Við leggjum mánaðarlega inn á lok-
aðan sparireikning, ekki háa upp-
hæð, en hún kemur til góða þegar
við förum að kaupa okkur íbúð. Það
væri fáránlegt ef við gætum ekki
lagt eitthvað fyrir."
- Áttu nokkur fleiri áhugamál
fyrir utan ballett, badminton og aðr-
ar íþróttir?
- Jú mér fínnst gaman að fara á
skíði og ferðast, en draumur minn
er fallhlífarstökk. Ein bekkjarsystir
mín er haldin þessari sömu löngun
og við erum ákveðnar í að skella
okkur í stökkið þegar veður leyfír.
Ég bíð eftir vorinu."
■ DANSKEPPNI Danskenn-
arasambands Islands (DSl) verður
haldin sunnudaginn 7. nóvember á
Hótel íslandi kl. 13. Alls munu 80
pör taka þátt í keppninni frá fjórum
dansskólum innan DSÍ, Dansskóla
Dagnýjar Bjarkar og Ola Geirs,
Dansskóla Jóhönnu Árnadóttur,
Dansskóla Heiðars Ástvaldsson-
ar og Dansskóla Hermanns R.
Stefánssonar. Danskeppnin er nú
haldin í fímmta sinn en keppnin var
fyrst haldin í tilefni 25 ára afmælis
DSÍ. Af því tilefni gáfu hjónin Unn-
ur Arngrímsdóttir og Hermann R.
Stefánsson bikar. Bikar þessi er
veittur stigahæsta pari keppninnar
og það par sem vinnur keppnina
þijú ár í röð fær hann til eignar.
Nú hafa þau Hrefna Rósa Jóhanns-
dóttir og Daníel Traustason unnið
keppnina sl. þijú ár og munu þau
veita bikarnum viðtöku á sunnudag-
inn. Dómarar eru þrír og eru þeir
allir íslenskir. Þeir eru Auður Har-
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir og
Daníel Traustason.
aldsdóttir, Bára Magnúsdóttir og
Sigurður Hákonarson.
■ OKTÓBER, kvikmynd Ser-
geis Esensteins um verkalýðsbylt-
inguna í Rússlandi 1917 verður
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10
nk. sunnudag 7. nóvember kl. 16.
Kvikmyndin var gerð í tilefni 10
ára afmælis byltingarinnar, byggð
á frægri bók eftir bandaríska
blaðamanninn John Reed, Tíu dag-
ar sem skóku heiminn, og frum-
sýnd í ársbyijun 1928. Þetta var
þögul kvikmynd en síðar var hún
hljóðsett og samdi þá Dimitri Shos-
tak'ovitsj tónlist við hana. Er mynd-
in sýnd í þeirri útgáfu í MÍR og
með skýringum á dönsku. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum heimill.
■ MEISTARAMÓT Taflfélags-
ins Hellis hefst mánudaginn 8.
nóvember og verður fram haldið
mánudaginn 15. nóvember. Tefld
verður atskák (30 mínútur). Tefld-
ar verða 7 umferðir Monrad. Þátt-
tökugjald verða 600 kr. fyrir fé-
lagsmenn en 800 kr. fyrir aðra.
Unglingagjöld verða 300 kr. fyrir
félagsmenn en 400 kr. fyrir aðra.
Taflið hefst báða dagana kl. 20
og er teflt í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Mótið verður reiknað
til atskákstiga og er opið ölltim.
Núverandi meistari félagsins er
Andri Áss Grétarsson.
■ SAMFOK, Samband for-
eldrafélaga í grunnskólum
Reykjavíkur, stendur fyrir nám-
skeiði í Foldaskóla mánudaginn
8. nóvember kl. 18-21. Á nám-
skeiðinu verða kenndar ýmsar hag-
nýtar aðferðir til að tjá skoðun
sína á fundum og þátttakendur fá
tækifæri til að stíga í pontu. Leið-
beinendur koma frá ITC-hreyfing-
unni. Þátttökugjald er 500 krónur,
skráning á skrifstofu Samfoks í
Sigtúni 7.
LOKAÚTKALL
Staður
1
Giasgow i6.-20.n6y. 25.910 kr.l
Hótel: Hospitality Inn í tvíbýli.
i— m.....------■—-
Tími
' - V'-A.- v. '
Verð
Edinborg n,u.nó«. 23.810 kr.
Hótel: Mount Royal í tvíbýli. á mann.
----------------------------------------
Edinborg 14.-18. nóv. 25.510 kr.
Hótel: Mount Royal í tvíbýli. á mann.
——-—.——
a mann.
Amsderdam 11.-14. nóv. 29
Hótel: SAS Royal í tvíbýli.
a mann.
9.-15. nóv.
Hótel: Best Western Plaza í tvíbýli.
34.870 kr
■—J~ '.........:..
■ V
a mann.
Lágmúla 4: sími 699 300,
í Hafnarfirði: sími 65 23 66,
við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
LOKAÚTKALL er nýjung
fyrir þá sem geta tekið
ákvörðun um utanlandsferð
með mjög stuttum fyrirvara.
í boði eru örfá sæti á
stórlækkuðu verði.
I reynd gildir
bara ein regla!
Þeirfásem
fyrstir panta.
Fylgist með
LOKAÚTKALLI
ÚRVALS-ÚTSÝN AR
í allan vetur!
Til Edinborgarfyrir
2.754 kr.
á mánuði
næstu 10 mánuði!
Við bjóðum raðgreiðslur
með VISA á al.lt að
10 mánuðum.
Þegar ferð er bókuð skal greiða staðfestingargjald. Ferð skal greiða að fullu fyrir
brottför. Nánari upplýsingar á söluskrifstofum ÚRVALS-ÚTSÝNAR.
Sfóyyi «er ótt ftfflft ðt ðr dymiml