Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 33 ATVIN N11A UGL YSINGAR Hjúkrunarfræðingur Óskum að ráða hjúkrunarfræðing sem fyrst að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbara- vogi. íbúð fyrir hendi á staðnum á vægum kjörum. Frekari upplýsingar í síma 98-31213 milli kl. 8 og 16, utan þess tíma: 98-31310. Verkstjórn Gott fyrirtæki í matvælaframleiðslu óskar eftir að ráða verkstjóra. Viðkomandi verður að hafa reynslu og/eða menntun sem teng- ist matvælaiðnaði, einnig að geta unnið sjálf- stætt og hafa lag á vélum. Gerðar eru kröfur um stundvísi, samviskusemi og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. nóvember merktar: „M - 10969“. Svæðisskrifst.ofa málefna fatlaðra á Vesturlandi auglýsir: Þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk Forstöðumaður Forstöðumaður óskast til stafa á Dagvist fatlaðra á Akranesi, frá og með 1. janúar 1994. Dagvistin er hæfingarstaður fyrir fatl- aða og í starfi forstöðumanns felst skipulagn- ing faglegs starfs, þjálfun og stjórnun. Forstöðumaður kemur til með að vinna í náinni samvinnu við þroskaþjálfa, iðjuþjálfa og annað fagfólk svæðisskrifstofu. Upplýsingar gefur Magnús Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Vest- urlands, í síma 93-71780. Samband íslenskra bankamanna Framkvæmdastjóri óskast til starfa. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að lögfræðingi, viðskiptafræðingi og/eða einstaklingi með góða starfsreynslu í bankakerfinu og þekkingu á félagsmálum. Góð kunnátta í einu Norðurlandamáli er algjört skilyrði. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felst m.a. í: • Að sjá um rekstur skrifstofu SÍB. • Að sjá um skipulag og framkvæmd á félagsstarfi SÍB. • Að vera samninganefnd SÍB til aðstoðar við gerð kjarasamninga og skipuleggja upplýsingavinnslu um kjaramál. • Að taka þátt í norrænu samstarfi. • Að stýra útgáfustarfsemi SÍB. Laun taka mið af kjarasamningum SÍB og bankamanna. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Allar nánari upplýsingar fást hjá Ráðningar- þjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Umsóknir, er tilgreini aldur og menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 1993. Guðniíónsson RÁÐCJÓF & RÁÐNII NCARhjÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, ÍOI REYKjAVÍK, SÍMI62 13 22 MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudoga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. Á DAGSKRÁ mánudaginn 8. nóvember kl. 12.00: Námskeið sem standa atvinnulausum til boða og réttindi og skyldur, sem þeim fylgja: Asmundur Hilmarsson, fræðslufulltrúi Menningar- og fræðslusambands alþýðu MFA. Fundarstaður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð. Laus störf 1. Sölumaður hjá umboðs- og heildverslun í kaupstað úti á landi. Leitað er að manni með reynslu af sölustörfum hjá heildsölu eða af verslunarstjórn. Æskilegur aldur 25-35 ár. 2. Bókari hjá 200 manna þjónustufyrirtæki. Viðkomandi mun sjá um allt bókhald fyrir- tækisins (þ.m.t. fjárhags- og launabók- hald) og verður að kunna TOK-bókhald- skerfið. Reynsla skilyrði. 3. Viðskiptafræðingur af endurskoðunar- sviði. Tímabundið starf í u.þ.b. 12 mánuði við bókhald og upplýsingatengd verkefni hjá stórri stofnun í Reykjavík. 4. Skrifstofumaður (ritari og bókari). Starf frá kl. 13-17. Ritvinnsla (WP fyrir Windows) og handfært bókhald. Áhersla lögð á starfsreynslu auk góðrar íslensku- kunnáttu. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember nk. Umsóknareyðubjöð og nánari upplýs- ingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustig la - 101 Fteykjavík - Simi 621355 Barnagæsla/ heimilishjálp Rösk, dugmikil og barngóð kona óskast til að gæta 2ja barna á heimili þeirra 4 daga í viku. Áhugasamir leggi inn umsókn á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Barngóð - 7“. Vegna skipulagsbreytinga hjá kaupfélagi úti á landi óskar fyrirtækið að ráða rekstrarstjóra í eftirtaldar deildir: • Tvær matvörudeildir • Vefnaðarvörudeild • Byggingavörudeild • Brauðgerð Starfssvið rekstrarstjóra: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri viðkomandi deildar, s.s. innkaup, birgðahald, sala og markaðssetning, starfsmannahald, rekstrar- og kostnaðarstýring. Við leitum að framsæknu og drífandi fólki til að takast á við áhugaverð stjórnunarstörf. Störfin krefjast reynslu og fagþekkingar. Laun og launakjör ráðast að hluta til af árangri í starfí. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf, merktar nafni viðkomandi deildar fyrir 15. nóvember nk. Hagvaj ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róöningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoöanakannanir Tilkynning um laust starf Forstöðumaður Samtímalistasafnsins í Ósló Samtímalistasafnið (Museet for samtidskunst) er norskt safn, sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og áhuga á myndlist og öðrum myndrænum tjáningarformum nútímans. Með nútímanum er í þessu samhengi átt við undanfarin 50 ár. Riksutstillinger, sem verið hefur þáttur í starfsemi safnsins, verður að sjálfstæðri stofnun frá og með 1995. Samkvæmt lögum safnsins er forstöðumaður ráðinn til sex ára með möguleika á framleng- ingu ráðningarsamnings um sex ár til viðbótar. Núgildandi ráðningarsamningur rennur út 31. desember 1993 og tekur ráðning því gildi þann 1. janúar 1994. I stöðuna ber að ráða manneskju með listfræðilega þekkingu og reynslu. Umsækjendur verða að geta sýnt skriflega fram á, að þeir uppfylli þær vísindalegu kröfur, sem gerðar eru í Noregi til forstemanuensis/förstekonservator. Ahersla er lögð á staðfesta þekkingu á nú- tímalist. Umsækjendur verða að geta staðfest reynslu af samvinnu og stjórnun auk starfs- reynslu við listmiðlun. Umsækjendur verða metnir af nefnd sérfræðinga, sem mun leggja mat á hæfni þeirra. Menningarmálaráðuneytið áskilur sér rétt til að gera breytingar á verkefnum og skipulagi Samtímalistasafnsins. Sá, sem ráðinn verður í stöðuna, verður að skuldbinda sig til að fallast á þær starfsaðstæður og það stafssvið, sem tekið verður fram. Laun verða greidd samkvæmt gildandi kjörum ríkisstarfsmanna í launaflokki 28-29 (nú NOK 319.681-332.349). Greiðslur í lífeyrissjóð starfsmanna dragast frá launum. Konur eru hvattar til að sækja um stöðuna. Fólk frá öðrum löndum en Noregi er einnig hvatt til að sækja um stöðuna. Það er skilyrði fyrir ráðningu að viðkomandi hafi vald á norsku, dönsku eða sænsku, skriflega jafnt sem munnlega. Nánari upplýsingar veitir Sigve Gramstad, deildarstjóri, í síma 9047-22 34 80 00 eða Áke Korsvold, stjórnarformaður, í síma 9047-22 41 72 70. Umsókn, ásamt staðfestum afritum af einkunnum, vottorðum og vísindalegum verkum í þríriti, ber að stíla á norska kónginn og senda til: Kulturdepartementet, 2, Kulturkontor, Postboks 8030 Dep. N-0030 Ósló, Noregi, í síðasta lagi 2. desember 1993. REKSTRARSTJÓRAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.