Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
43
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Að slasa eða
slasaekkí
róunin tekur á sig ýmsar
myndir. Læðist stundum að
án þess að fólk átti sig á hvað
er að gerast. Vaknar svo allt í
einu upp við vondan draum.
Ætli þetta eigi ekki við um tilefn-
ið og aðferðina að „lemja á ein-
hveijum"? Víða í borgum vaknar
fólk nú upp við þann vonda
draum að ofbeldi er orðið slíkt
að illa er lifandi við það í samfé-
laginu. Vitanlega hefur þetta
óhugnanlega ofbeldi líka sótt
okkur heim. A stríðsárunum var
telpum bannað að vera á ferli á
kvöldin af því her var í landi og
misjafn sauður í mörgu fé. Hætt-
an var þó ekkert í líkingu við
það sem hún virðist orðin nú, og
ofbeldismennirnir
allt landar. Spum-
ingar vakna; hvern-
ig varð þetta fólk
svona? Svo fúst í
óhugnanlegt og til-
gangslaust ofbeldi?
Eitthvað hlýtur að
vera nýtt í umhverf-
inu á mótunarámn-
um sem veldur.
Að vísu hefur
maður lamið mann
svo lengi sem land
byggðist. Gámhöf-
undur man þegar
hann í fyrsta sinn
sá ærlega lamið, þá
kominn undir tvítugt í sum-
arvinnu á síldarámnum á Hjalt-
eyri. Flotinn lá inni og auglýst
ball í samkomuhúsinu á Reistará
í sveitinni. Okkur systrum var
bannað að fara á svo varasaman
stað, en skriðum út um gluggann
og fórum með nokkmm stúdent-
um. Á gefnu augnabliki danglaði
einhver í annan í þvögunni á
dansgólfinu og allur salurinn log-
aði í slagsmálum. Rétt eins og
allir hefðu beðið eftir þessu hopp-
uðu stúlkumar snarlega upp á
sviðið og borðin með veggjum
salarins og vaskir karlmenn
blönduðu sér í slaginn. Komu
félögum til hjálpar og gáfu á
hann með hnefunum. Margir fóm
með hmflur á sjóinn daginn eftir
eða gengu stoltir um staðinn með
sín ummerki, enda ekki sárir til
skaða. Þetta hafði greinilega ver-
ið gott ball.
Þá var þjóðin ekki búin að
læra þær aðferðir sem nú setja
að óhug og skilja fómarlömb
eftir stórslösuð eða látin. Ekki
höfðu íslendingasögurnar, lestr-
arefni drengja og fullorðinna,
getað kennt mönnum að líkja
eftir hreystiverkum eins og að
höggva mann í herðar niður eða
spú framan í óvígan óvininn.
Menn komu nokkurn veginn heil-
ir frá þeim lestri. Hvenær hófu
menn þá beitingu slíks ofbeldis
að fólk lægi eftir dautt — eða
allt að því? Kemur upp í hugann
gömul saga sérkennarans bróður
míns. Hann hafði verið að sýna
bekknum sínum stutta kynning-
arkvikmynd um Halldór Laxness.
Þar var Halldór m.a. við og í
húsi sínu á Gljúfrasteini. í spum-
ingatíma á eftir rétti snáði upp
höndina: „Kennari, getur maður
í alvörunni orðið ríkur af því að
skrifa bækur?“ Undrunin leyndi
sér ekki, hann hélt að til þess
að verða ríkur yrði maður að
vera glæpon eins og í myndunum
á skjánum sem hann hékk yfir
fram á nætur. Hafði ekki farið
fram hjá kennara hvað gerði það
að hann kom ósofinn á morgn-
ana. Við hlógum. Fólk ekki farið
að átta sig á því hér fremur en
úti í heimi að heilu kynslóðirnar
væm að alast upp í óásættanlegu
ofbeldi. Nú er það orðin almenn
og viðtekin umræða víða um
heim. Jafnvel í Bandaríkjunum,
með öllum hagsmunaaðilunum í
kvikmyndaiðnaðinum, hafa
stjómvöld nú hótað að ef sýnend-
ur í almenningsíjölmiðlum dragi
ekki sjálfir úr ofbeldismyndum
með eigin eftirliti, eins og þeir
höfðu lofað, þá munu stjórnvöld
grípa í taumana. Hér væm hæg-
ari heimatökin, þar sem er ríkis-
rekið sjónvarp með skylduaðild
allra heimila.
Af hveiju er sýnikennsla í of-
beldi þá svona hættuleg? Fólk
áttar sig ekki á hvað er að ger-
ast, enda óraunsætt. Menn rísa
ekki svona upp lítt sárir eftir þá
barsmíð sem sést á skjánum.
Þeir eru dauðir. Kvikmyndaleik-
arinn frægi Michael Caine vissi
þetta gjörla, enda alinn upp í
fátækrahverfí í London. í ævi-
sögu sinni segir hann frá fyrstu
kvikmynd sinni sem framleið-
andi, „Get Carter" með leikrita-
höfundinum John Osbome í
hetjuhlutverkinu: „Þetta var
hörkumynd um glæpamann í
London, sem fer norður í land til
að finna morðingja bróður sins
og auðvitað að hefna hans. Hefð-
in í breskum kvikmyndum hafði
fram að því, með undantekning-
unni í Brighton Rock Grahams
Greens, verið sú að glæpamenn
væm annaðhvort fyndnir eða
Hróa hattar-týpur, sem stælu frá
þeim ríku og gæfu fátækum.
Ekki raunsæ ímynd, eins og þið
vitið.
Önnur tegund ofbeldismynda,
sem alltaf hafði farið í taugarnar
á mér þegar bardagar em, er
myndin sem við höfum öll séð
þúsund sinnum, þar sem hetjan
og þorparinn ganga í skrokk
hver á öðmm í tíu mínútur; og
daginn eftir birtist hetjan með
smáplástur á enninu. í raunveru-
leikanum mundi hvert högg
skafa af húðina og bijóskið og
iðulega bijóta beinin. Við ákváð-
um að gera myndina raunsærri.
Það fór líka ætíð í taugarnar á
mér að fólk, sem hent er niður
af hárri byggingu, lendir aldrei
á neinum á jörðu niðri. Þarna
gat ég bætt úr þar sem ég kasta
þorparanum ofan af húsþaki og
læt hann lenda á konu með tvö
börn. Um það vomm við fram-
leiðandinn sammála."
Ofbeldismennirnir vita sem-
sagt í rauninni ekki hvað þeir em
að gera. Hefur verið kennt á
áhrifaríkan hátt að fórnarlambið
rísi upp aftur lítt sárt, eins og
fornmenn í Valhöll. Ætti kannski
bara að umbera þetta með kristi-
legu hugarfari og fyrirgefa?
með frönskum og sósu
TAKIÐMEÐ lliii TAKIDMEÐ
-tilboð! -tilboð!
Jarllnn
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Bjólfskviða - Hildibmndskviða
Benjamin Bagby
syngur og leikur undir á lýru
sunnudaginn 7. nóvember 1993 kl. 20.30
í Norræna húsinu.
Aðgangur ókeypis.
Goethe-Instiut
Námskeið
um innra eftirlit!
Frestur 'ti! þess að koma á virku innra eftirliti
með framieiðsiu sjávarafurða rennur út um
nk. áramót. Af þessu tiiefni ætlar Nýja skoð-
unarstofan hf. að halda tveggja daga nám-
skeið um innra eftirlit ífiskvinnslufyrirtækjum.
Námskeiðsgjald er 12.000 kr. á mann og
greiðist við innganginn. Innifalið í gjaldinu er
hádegisverður báða dagana, kaffi og vegleg
ráðstefnumappa.
Fundarstaður, Hós verslunarinnar, 14. hæð.
Fundartími: 12. og 13. nóv. kl. 9-17.
Námskeiðið er öllum opið!
Nánari uppiýsingar í síma 91-681333
Heyrnarhlífar
meö innbyggöu utvarpi!
Nú geta allir hlustað á
útvarpsrás að eigin vali í vinnunni.
Þetta eru tilvaldar heyrnarhlífar
fyrir alla sem vinna í hávaöa
og fyrir þá sem vilja hlusta
í friði heima hjá sér.
Bilsom 797 RADIO
heyrnarhlífar eru þægilegar,
léttar og fara vel á höföi.
Þær útiloka allan hávaða og eru
með innbyggt FM sterio
útvarp sem auðvelt er að stilla.
© teQssGsiBl lifa
Nethyl 2 Ártúnsholti S: 689100
Grænt númer: 996891