Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 27 og taldi þá aldrei eftir sér tíma né fyrirhöfn en gladdist af hjarta ef henni fannst hafa miðað fram á veg. En sagan er auðvitað ekki bara þessi. Þegar Valla kom aftur heim frá námi gifti hún sig. Hún giftist mikl- um sómamanni, Jóni Kolbeinssyni. Hann var ég búin að þekkja síðan ég var lítil. Kolbeinn faðir Jóns var úr Kolbeinsstaðahreppi. Hann og amma voru æskuvinir. Kolbeinn fluttist vestur á Snæfellsnes og gift- ist þar. Ef þau hjón, annað eða bæði, komu til Reykjavíkur dvöldust þau á Freyjugötunni og þegar Jón kom suður og fór til sjós á vetrum var hans annað heimili Freyjugatan. Gegnum þennan yinskap komst ég sem smástelpa í sveit á sumrin vestur á Arnarstapa. Jón vann heima á sumrin með foreldrum og Karolínu systur sinni og svo hurfum við bæði til Reykjavíkur á haustin. Mér þótti innilega vænt um þetta fólk. Við Jón vorum vinir. En þegar ég heyrði að hann Nonni hefði gifst henni Völlu frænku minni, stóð mér andartak ekki á sama. Þetta var þó hún Valla mín. Þegar Valgerður varð áttræð hafði hún opið hús. Þar kom mikið fjölmenni. Þá stóð þar upp ásamt fleirum Rósa Þorbjarnardóttir kenn- ari og minntist gamla skólans síns og kennara fyrir sína- hönd og ann- arra nemenda. Ég hrökk við þegar hún sagði: „Við krakkarnir vorum ekki alveg dús við að Valgerður hefði gift sig, við áttum hana jú. Það tók okkur tíma“, sagði hún, „að sætta okkur við og læra að meta Jón.“ Ég var að hugsa um að standa upp og viðurkenna hugrenninga- syndir mínar en þagði. Við systkinin svo og frænsystkini uxum úr grasi, við giftumst, eignuðumst börn og eigin fjölskyldur. A meðan amma og afi lifðu hittumst við á Freyjugöt- unni, en eftir að þau voru farin var Valla sameiningartáknið í fjölskyld- unni. Hún tók þátt í gleði okkar, svo og var hún fyrst á staðinn ef eitt- hvað var að. Börnin mín bera sama hug til hennar og ég. Þau minnast jólanna þegar hún kallaði á þau, spilað var púkk og farið í leiki og þau vissu að það var engin skírn, afmæli eða ferming svo að Valla frænka myndi ekki eftir litlum frændsystkinum. Valgerður og Jón, sem lifðu í ástríku hjónabandi, eign- uðust ekki börn. Þau tóku þá í fóst- ur tvær systurdætur Jóns, Ellu Kol- brúnu og Pálínu, komu þeim til mennta og litu alla tíð á þær sem dætur sínar. Og þá var ég loksins orðin svo fullorðin að ég gladdist af hjarta yfir þessari fullnægingu í Iífi þeirra. Og nú lýkur ákveðnum hring í sögunni. Síðasta systkinið frá Tröð, hún Valla frænka mín hefur kvatt. En ég vil þakka fyrir ævi- langa vináttu, ást og umhyggju, sem hún sýndi mér frá upphafi og síðan börnum mínum alla tíð. Það er mik- il gæfa hverjum sem hlotnast. Guð blessi hana og gefi henni góða heimkomu. Pálína Eggertsdóttir. Það besta sem barni getur hlotn- ast auk góðra foreldra eru góð fóstra og góður kennari. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemandi Valgerðar Guð- mundsdóttur alla mína bamaskóla- tíð. í minningunni var alltaf gaman í skólanum, manni fannst maður mik- ils virði, í kennslustundunum ríkti vinnusemi og tillitssemi. Við vorum þijátíu og fjögur í bekknum, getan til bóknáms var mjög misjöfn og ef ég ætla að reyna að rifja upp hvern- ig hún stjórnaði verki hjá þessum sundurleita hópi er það lífsins ómögulegt, en alúð hennar og virð- ing fyrir hverjum einstaklingi og hæfileikum hans er samt það sem mér finnst ég skynja. Mig langar að geta rifjað upp einstök atvik frá kennslu hennar eða heiman að frá henni þar sem við vorum tíðir gestir en það gengur illa. Skyldi það vera af því að Valgerður er á einhvern svo dýrmætan hátt samofin reynslu- heimi góðrar bemsku og þar með hluti af sjálfri mér? Ég næ ekki neinni fjarlægð. Valgerður er þess vegna alveg eins ennþá hér og nú. Sem börn erum við á vissan hátt ekki sjálfstæðir einstaklingar gagn- vart okkar nánustu, við erum eigin- lega neytendur á þá, við söfnum í sarpinn og það sem við gefum er ósjálfrátt. Við erum kannski eins og hluti straumvatns sem líður fram við mildan þrýsting og leiðsögn frá nánustu snertiflötum. Okkur er hjálpað að sigla framhjá skerjum, leyft góðlátlega að hoppa og skoppa á flúðum í sólarljósi án þess að verða okkur sjálfum né öðrum til tjóns. Þegar vel tekst til gerist þetta svo mjúklega að við finnum ekki fyrir leiðsögninni, höldum jafnvel að allt hafi þetta gengið af sjálfu sér vegna okkar eigin ágætis. Slík- ur leiðsögumaður var Valgerður, hún laðaði fram það jákvæða, leiddi til þroska, studdi góða viðleitni, leið- beindi um það sem betur mætti fara, lét mann setja sig í spor ann- arra, allt einhvern veginn þannig að maður man ekki atvikin. Man maðurinn þá aðeins hið óþægilega sem hann upplifir í bernsku sinni? Varðandi Valgerði man ég aðeins eitt skýrt atvik, reyndar tvö. Hið fyrra var þegar hún sagði bekknum að hún ætlaði að giftast sínum góða manni, Jóni. Þvílíkur sársauki og afbrýði sem litlu nemendumir upp- lifðu og enn man ég huggunarrík orðin hennar eins og þau hefðu verið sögð í gær: „Hann er góður maður og þið verðið áfram börnin mín.“ Hitt tilvikið var vegna þess að bekkurinn hafði ekki hagað sér vel við kennara sem kenndi í veik- indaforföllum Valgerðar. Það voru áminningar sem ekki gleymast. Valgerður var fædd 6. apríl 1902 að Haukatungu í Kolbeinsstaða- hreppi, henni voru alla tíð kærir ættingjar og vinir af heimaslóð. Valgerður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík (3.-4. b) 1921-1923 en slík skólaganga var ekki sjálfsögð á þeim tímum fyrir ungar sveitastúlkur. Hugur hennar hefur snemma beinst að því að leiðbeina því að samhliða starfi á símstöðinni í Reykjavík kennir hún smábörnum og unglingum tals- vert þar til hún fer til náms í Kenn- araskóla íslands 1933 og lýkur þaðan kennaraprófi 1935. Valgerð- ur var stunda- og forfallakennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1935-1937. Þá fer hún til ársdval- ar í Sviss þar sem hún Ieggur stund á smábarnakennslu, almenna barnasálfræði og kennslufræði við L’institut J. J. Rousseau í Genf. Fastur kennari varð Valgerður við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1938 og kenndi þar til sjötugs. Eftir það tók hún nemendur heim á vegum Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur um nokkurt árabil. Á aðfangadag 1938 giftist Val- gerður öðlingsmanninum Jóni Kol- beinssyni sjómanni sem látinn er fyrir nokkrum árum. Það var yndi að vera vitni að þeirra hlýja og kærleiksríka sambandi, sjá þau snerta hvort annað og gefa hvort öðru hýrt auga fram á síðasta dag. Valgerði og Jóni varð ekki barna auðið en þau tóku til fósturs frá sex ára aldri tvær systurdætur Jóns, þær Ellu Kolbrúnu og Pálínu Matthildi. Þær launuðu fóstrið vel en þær og fjölskyldur þeirra voru fósturforeldrunum miklir gleðigjaf- ar og ellistoð. Ég sendi þeim mínar samúðar- og þakkarkveðjur. Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Elsku amma. Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur nú er þú heldur af stað úr þessum heimi í annan. Hjartað hefur slegið sitt síðasta slag og síðasti andardrátturinn verið dreginn og tími er til kominn að þú haldir á vit örlaganna og kveðj- ir okkur í mannheimum sem höfum orðið þess aðnjótandi að þekkja þig. Englarnir á himnum munu örugg- lega kætast yfír að fá að kynnast þér, er þú kemst á áfangastað. Hugur minn hefur að geyma ýmsar fagrar minningar um þig og mun ég varðveita þær allt fram á veturdaga lífs míns. Meðal þess að hafa fengið að kynnast þér hlaut ég nafn þitt að gjöf og hef ég bor- ið það stolt síðan. Við nöfnumar munum einhvem tímann hittast á ný og riíja upp okkar samveru- stundir. Manstu þær? Jólin sem við áttum saman. Dag- ana er við sátum við stofugluggann og biðum eftir því að afi kæmi heim og hvernig við skreyttum þennan sama glugga á jólunum. Eða þegar ég, Freyja og Jói fengum að klæða okkur í fötin ykkar afa og hvað þú dáðist að okkur. Allir öskupokarnir sem þú hjálpaðir okkur að sauma. Blómin sem við töldum reglulega, þegar kaktusinn í ganginum blómstraði. Ferðunum á Þingvöll og heimsóknirnar á Fellsenda. Hvernig við nefndum allar ár og lækjarsprænur nýjum nöfnum alla leiðina frá Reykjavík til Ólafsvíkur. Manstu þegar þú kenndir mér margföldunartöfluna og þuldir með mér allar sýslur landsins? Eða sög- urnar sem við Freyja sömdum og myndskreyttum og sögurnar sem þú sagði okkur af öðru fólki og spennandi fjarlægum stöðum? Ég man eftir þessu öllu og mörgu öðru, ég lærði að vísu aldrei allar sýslurnar, en amma, ég skal læra þær fyrr eða síðar. Minningarnar eru svo margar. Þegar að því kemur að ég eignast börn, mun ég geta sagt þeim dá- samlegar sögur af yndislegum hjón- um sem ég þekkti og elskaði meir en orð fá lýst. Sögur um ömmu og afa í Hátúni. Ég bið að heilsa afa er þú verður á vegi hans á ný. Ástarkveðjur og kærar þakkir fyrir allt. Þín nafna, Valgerður. Fleiri greinar um Valgerdi Guðmundsdóttur bíða birtingar og verða birtar í blaðinu næstu daga. Faðir minn, bróðir og mágur, GUÐJÓN K. EMILSSON málari, Lokastíg 5, andaðist í Landakotsspítala 30. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bjarni Guðjónsson, Emilia Emilsdóttir, Kristján Friðsteinsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Sveinn Halldórsson, Gunnar Emilsson. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR frá Bolungarvík, Sólvangi, Hafnarfirði, verður jarðsungin fró Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. nóvem- ber kl. 13.30. Jóhanna Jónsdóttir, Sveinn Kristinsson, Jón Rafnar Jónsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Þórunn Jóni'na Jónsdóttir, Sigurleifur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, ÞORGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Lokastig 19, Reykjavik, lést á Hvítabandinu 2. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. nóvember nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hallgrímskirkju. Pálmi Kr. Jóhannsson, Ólafía Bjarnadóttir, Jóhann Hálfdanarson, Vilhelmi'na Salbergsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIUA H J ARTARDÓTTIR, Ásgarði 41, Reykjavik, lést þann 28. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Garðar Sigurðsson, Margitt Sigurðsson, Jón Hlöðver Sigurðsson, Páll Sigurðsson, Romela V. Sigurðsson, Kristín Unnur Sigurðardóttir, Gunnar Gunnarsson, Sígþór Sigurðsson, Oddný Þorsteinsdóttir, Olafur Gunnar Sigurðsson, Geirlaug Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, KARLOTTA JÓNSDÓTTIR ÍSDAL, Haðarsti'g 20, lést á heimili sfnu 13. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Synir hinnar látnu. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST HINRIKSSON, prentari, Hagamel 20, sem lést í Landakotsspítala 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Inga Ágústsdóttir, Guðmundur B. Lýðsson, Lovísa Ágústsdóttir, Hermann Sigfússon, Sigrún Valgeirsdóttir, Kristín Valgeirsdóttir, Sólveig Valgeirsdóttir, íris Valgeirsdóttir, Elísa Ágústsdóttir, Unnar Már Garðarsson, Kara Elvarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Lýður Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, EINAR ÞÓR VILHJÁLMSSON, Rauðagerði 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Magnea Björnsdóttir, Birna Karen, Vilhjálmur Andri, Þórey Eva, Einar Helgi, Helga Finnbogadóttir og börn. Þórey Ólafsdóttir. + Bestu þakkir sendum við ættingjum og öðrum vinum sem sýndu okkur hluttekningu, hjálpsemi og alúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Álfheimum 46. Einnig viljum við þakka starfsfólki Landspítalans og Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins. Aðstandendur. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför fósturbróð- ur okkar og frænda, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR frá Erpsstöðum, Hrafnistu, Reykjavík. Fóstursystur og systrabörn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.