Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 Rannsókn á meðgöngu, fæðingartíma og tíðni ungbarnadauða eftir glasafijóvgun Ekki hægt að bera saman mæð- ur glasabarna og aðrar mæður Morgunblaðið/Sverrir Samhent SAMHENTUR hópur fólks vinnur á glasafrjóvgnnardeild Landspítalans. Frá vinstri: Jóhanna Jónas- dóttir læknir, Júlíus Gísli Hreinsson líffræðingur, Þórður Óskarsson læknir, Áslaug Hauksdóttir ljós- móðir, og Elín Ruth Reed líffræðingur. Á myndina vantar Elísabetu Ólafsdóttur og Sigríði Þorsteins- dóttur ljósmæður. VARHUGAVERT er að bera saman meðgöngu, fæðingartíma og tíðni ungbarnadauða hjá kon- um eftir glasafijóvgun og fijóvg- un undir eðlilegum kringum- stæðum þar sem ekki er um sam- bærilega hópa að ræða, að því er Þórður Óskarsson, læknir á glasafijóvgunardeild Landspítal- ans, segir. Hann segir að konur í fyrri hópnum séu að meðaltali eldri en hinar, eftirlit á með- göngu sé meira og meiri líkur á fjölburafæðingum en undir venjulegum kringumstæðum. Allir þessir þættir hafi áhrif á niðurstöður nýlegrar franskrar rannsóknar á þessu sviði. Fjallað er um rannsóknina í Dag- Iegu lífi Morgunblaðsins 22. október sl. og kemur þar m.a. fram að niður- stöður hennar leiði í ljós að ung- bamadauði sé algengari meðal barna sem getin eru í tilraunaglasi. Með- ganga þeirra hafi meiri hættu í för með sér og börnin komi fyrr í heim- inn en ella. Ungbarnadauði Hvað tíðari ungbarnadauða varð- aði sagðist Þórður ekki hafa heyrt um þessi tengsl og ekki væri hægt að ræða hvort þau væru fyrir hendi með tilvísun til reynslunnar á Land- spítalanum þar sem aðeins væru tvö ár frá því fyrst var boðið upp á glasa- fijóvgun þar. „Annars segja þeir hér að hugsanlega megi rekja tengslin til hærri meðalaldurs kvenna, sem fari í glasafijóvgun, miðað við konur sem eigi börn eftir eðlilegan getnað og víst er að þær eru eldri, eða að meðaltali 32 ára. Þannig er að Ijóst að þónokkur fjöldi kvenna, sem komnar eru í meiri áhættu, þ.e. eru 35-40 ára, gengst undir glasa- fijóvgunarmeðferð," sagði Þórður. Fósturlát Hann sagði hugsanlega ástæðu þess að aukin hætta væri talin fylgja meðgöngu eftir glasafijóvgun að konurnar væru að jafnaði eldri og því um áhættuhóp að ræða sem bet- ur væri fylgst með og oftar þætti ástæða til að grípa inn í með- gönguna. „Ég nefni í þessu sam- bandi tíðni fósturláta. Hún er undir venjulegum kringumstæðum á bilinu 15-20% en fer upp í 20-25% eftir glasafijóvgun. Þannig virðist tíðni fósturláta eftir glasafijóvgun hærri en annars en menn eiga þá eftir að taka með í reikningin að vegna þess hversu mikið eftirlit er með þeim konum sem fara í glasafijóvgun greinist hver einasta sem missir fóst- ur. Undir venjulegum kringumstæð- um er hins vegar ekki tryggt að svo sé. Kona er ef til vill sein að fá blæð- ingar og þegar þær koma getur ver- ið um fósturlát að ræða án þess að hún viti það,“ sagði Þórður en í sam- talinu kom fram að tíðni fósturláta væri óvenju lág á glasafijóvgunar- deild Landspítalans, eða um 12%. Lág tíðni er ekki síður athyglisverð fyrir þær sakir að tíðni fósturláta eykst eftir því sem konur eldast og er um 40% hjá fertugum konum. Meiri líkur á fjölburum Áðurnefnd rannsókn þykir leiða í ljós að meiri líkur séu á því að glasa- börn fæðist fyrir tímann en önnur börn. Þórður tekur undir þetta. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að meiri líkur eru á því að konur eign- ist fjölbura eftir glasafijóvgun en annars og íjölburar fæðast að jafn- aði fyrr en einburar,“ sagði hann og benti þessu til stuðnings á að lík- urnar á því að konur eignuðust tví- bura eftir glasafijóvgun væru einn á móti Ijórum en samsvarandi hlut- fall væri undir eðlilegum kring- umstæðum einn á móti áttatíu. Fræðsla mikilvæg Að öllum þessum atriðum athug- uðum kvað Þórður ekki ástæðu til þess fyrir fólk að láta niðurstöðu frönsku könnunarinnar hafa áhrif á afstöðu sína til glasafijóvgana. Hins vegar lagði hann í samtalinu ríka áherslu á mikilvægi þess að fólk, sem hyggst fara í glasafijóvgunarmeð- ferð, væri vel upplýst og vissi í hvað það væri að fara. „Við látum alla fá bæklinga þar sem við útskýrum ítarlega hvernig meðferðin gengur fyrir sig en þar að auki gefst fólki kostur á að sækja fræðslufundi. Með því móti veit fólk hvað það er að fara út í og væntingar þess eru raun- hæfar," sagði Þórður. Farið var að bjóða upp á glasa- fijóvgunarmeðferð á Landspítalan- um fyrir réttum tveimur árum, eins og fram hefur komið, og hafa 120 glasabörn þegar fæðst. Að auki eru nokkrir tugir barna á leiðinni. Lík- urnar á því að kona, sem farið hefur í glasafijóvgunarmeðferð á Land- spítalanum, eignist barn eru 35%. Samsvarandi meðaltal á Norðurlönd- unum og í Bretlandi er á bilinu 13-18%. Frétta- ljósmynd ársins MÓÐIR ber barn sitt til grafar í Bard- era í Sómalíu eftir að hafa vafið það inn í líkklæði að þar- lendri hefð. Myndina tók James Nach- twey. Ben ten Berge fulltrúi samtakanna World Press Photo Fréttaljósmyndir harðneskjulegri LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo ’93 hófst á föstu- dag í Kringlunni og stendur hún til 16. nóvember. Á sýning- unni eru 200 ljósmyndir sem verðlaunaðar voru en um 2 þúsund ljósmyndarar frá 84 löndum sendu rúmlega 19 þúsund myndir í samkeppnina um bestu fréttaljósmyndir ársins 1992. Níu manna dómnefnd valdi myndir á sýninguna sem sýndar eru í ár í 60 borgum um allan heim. World Press Photo hefur verið haldin í 36 ár á vegum samnefndra samtaka. Síðustu átta ár hefur World Press Photo-sýningin verið sett upp í Listasafni ASÍ en hún flyst nú í Kringluna sem stendur straum af kostnaði við hana ásamt Hans Petersen og DV, í samstarfi við listasafnið og flutningaþjón- ustuna Jóna hf. Ólafur Jónsson; forstöðumaður Listasafn ASI sagði að sýningin hefði vaxið svo mjög á undanförnum árum að hún hafí sprengt af sér húsakynni safnsins, auk þess sem kostnaður við hana sé hár. Tjáningarfrelsið mikilvægast Fulltrúi World Press Photo, hol- lenski ljósmyndarinn Ben ten Berge, segir fréttaljósmyndir sýna í auknum mæli harðneskjulegri mynd af heiminum, sem endur- spegli áherslur fjölmiðla og eflaust áhugasvið almennings. „Ritstjórar fara þó varlega í að sýna voðaverk eingöngu til að sýna þau, heldur reyna yfírleitt að velja myndir sem endurómi heildarmynd atburða. Sýningin nú geymir vissulega ýmsar hræðilegar svipmyndir, en ægilegri hryllingsmyndir voru þó sendar í samkeppnina sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefnd- ar,“ segir hann. Hann segir að í dag leggi sam- tökin höfuðáherslu á tjáningar- frelsi og óhefta fjölmiðlun, en stöð- ugt meira áhyggjuefni sé að marg- ir blaðaljósmyndarar hafi ekki fullt fijálsræði til að stunda vinnu sína. Þvinganir á fjölmiðla taki bæði á sig fjárhagslega og pólítíska mynd, og þannig hafí versnandi efnahagsástand í heiminum leitt til mikils niðurskurðar á tækifær- um, tíma og svigrúmi Ijósmyndara til að hrinda mikilvægum verkefn- um í framkvæmd. „A kaldhæðnis- legan hátt eykur það mikilvægi þeirra faglegu yfírburða sem sýn- ingin státar af,“ segir Ben ten Berge. Fundur haldinn um viðreisnarárin Stenst goðsögn- in veruleikann? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi fijálslyndra jafnaðar- manna: í tilefni af útkomu bókar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, Viðreisnarárin, efnir Félag fijálslyndra jafnaðarmanna til opins fundar þriðjudagskvöldið 9. nóvember kl. 20.30 á Hótel Borg. Yfir Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hyílir viss ljómi í hugum margra stuðningsmanna þessara flokka. Aðdáendur lýsa henni gjarnan sem þeirri ríkisstjórn er færði ísland efnahagslega inn í 20. öldina. Stjórn sem afnam hafta- og skömmtunarkerfí, gerði Island aðila að fjölþjóðlegu viðskiptabanda- lagi, ópnaði fyrir erlenda stóriðju og innleiddi nútíma efnahags- og við- skiptahætti í landinu. Þegar núverandi ríkisstjóm var myhduð af sömu flokkum vitnuðu forystumenn hennar gjarnan til for- tíðarinnar, kenndu stjórnina við nýja viðreisn og töldu að nú væri á ný þörf fyrir róttæka umbótastjórn sömu flokka. Minna hefur heyrst af þeirri nafngift upp á síðkastið og spurning hvort samlíkingin hafi verið viðeigandi. Nú eru um margt ólíkar aðstæður, ólík viðfangsefni sem kalla á flóknari lausnir og harðan slag við óvígan her hagsmunasamtaka, en síðast en ekki síst eru nú ólíkir menn í forystu þessara flokka. Á fundinum sem fyrst og fremst fjallar um bók Gylfa Þ. Gíslasonar, en þó einnig að nokkru um okkar samtíma, mun höfundur bókarinnar kynna hana og fara yfir helstu atriði hennar einkum þau er lúta að að- stæðum og efnahagsstjóm tímabils- ins og samstarfi þáverandi stjórnar- flokka. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Dr. Gylfi Þ. Gíslason. Morgunblaðsins mun ljalla um ýmsar spurningar er vakna við lestur bókar- innar ekki síst um samskipti viðreisn- arstjórnarinnar og aðila vinnumark- aðarins og þau áhrif sem klofningur Alþýðubandalagsins hafði á stöðu stjórnarinnar og samstarf stjórnar- flokkanna. Loks mun Gunnar Helgi Kristinsson dósent í stjórnmálafræði fjalla um viðreisnarstefnuna, árang- ur hennar og áhrif á síðari tíma stefnumótun í efnahags- og stjórn- málum. Fundarstjóri verður Stefán Ólafs- son prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Allt áhugafólk um íslensk stjórn- mál er velkomið. Kaffigjald er 500 krónur. | i i } í i i i |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.