Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 14
I
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1993
SYIFANDI
Um hvað dreymir
ungar konur? Alma
Guðjónsdóttir nádi
hæsta prófi sem
ballettkennari hjá
breskum samtök-
um en hefur ekkert
á móti því að ger-
ast sjúkraþjálfari í
sjávarplássi
SJUKRAÞJALFARI
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
MYND af ballerínu í auglýs-
ing^u í Morgunblaðinu gerði
sex ára hnátu svo hugfangna
að hún heimtaði að læra
ballet. „Ég hafði ekki hug-
mynd um hvað ballett var,
þetta hefði eins getað verið
magadans,“ segir Alma Guð-
jónsdóttir 21 árs ballett-
kennari og nemi í sjúkra-
þjálfun I Háskóla Islands.
Síðustu árin hefur hún verið
í þjálfun sem kennaraefni í
ballett og í sumar gerði hún
sér lítið fyrir og tók hæsta
prófið frá bresku samtökun-
um National Association of
Teachers of Dancing.
Ballettkennarinn nýútskrif-
aði situr gegnt mér, borð-
ar þá stærstu tertusneið
sem ég á ævi minni hef
séð, og ég spyr hana hvort
þessi árangur breyti ekki einhveiju
um framtíðaráform hennar. Hvort
það nægi henni núna að verða bal-
lettkennari, hvort hún stefni ekki á
það að verða frægur dansari úti í
heimi.
„Ég hef mikið verið spurð að
þessu,“ segir Alma, há og ljóshærð,
brosmild og teinrétt í baki. „En bai-
lettinn hefur aldrei verið aðalatriðið
í lífi mínu, aðeins áhugamál. Þegar
mér var boðið að taka þetta próf
fannst mér það alveg uppiagt, ég var
bæði búin að eyða tíma og peningum
í ballett og fannst þetta því vera
punkturinn yfir i-ið.
Sem ballettdansari gæti ég dottið
út úr starfi mínu, þyrfti ekki annað
en að verða aðeins of feit, en ballett-
kennslu get ég nýtt mér með námi
og síðar starfí sem sjúkraþjálfari.
Ef ég hefði hins vegar haft hug á
að verða frægur dansari, hefði ég
undirbúið mig á annan veg strax frá
byq'un."
Pabbinn í ballett
í upphafi ætlaði Alma hvorki að
verða sjúkraþjálfari eða ballettkenn-
ari. „Ég ætlaði að verða hjartaskurð-
læknir, tók þá ákvörðun þegar ég
var níu ára gömul! En þegar ég var
komin með kærasta fannst mér ekki
hægt að fóma öllu fyrir slíkt starf.
Mig langar líka að hafa tíma fyrir
heimili og fjölskyldu. Einnig fannst
mér ógnvekjandi sú tilhugsun að
halda ef til vill á veiku barni í fang-
inu og vera sú sem bæri ábyrgð á
Iífí þess.
Mér var síðan bent á sjúkraþjálfun
og fékk að aðstoða sjúkraþjálfara á
Kópavogshæli eitt sumarið. Það
reyndist vera svo skemmtilegt að
dagurinn var búinn áður en hann
byrjaði. Ég hóf síðan nám í sjúkra-
þjáífun í Háskólanum, komst í gegn-
um síuna í fyrra og er nú á öðru
ári. Ég bjóst við að það væri gaman
að læra þetta fag, en ekki svona
rosalega gaman!
lands og prófaði Ölmu og þrjá félaga
hennar, þijú kennaraefni og einn
dansara. Alma fékk hæstu einkunn
sem samtökin gefa og félagar Ölmu
náðu einnig mjög góðum árangri.
- Nú var von á prófdómara frá
Englandi, var ekki mikill taugatitr-
ingur í herbúðum ykkar?
„Jú við vorum öll á taugum. Ég
hringdi í félaga mína þegar ég vissi
að prófdómarinn var kominn til
landsins, vildi vita hvernig frúin liti
út, hvernig hár hennar væri og þess-
háttar, og þegar ég heyrði að hún
væri ekta Breti féllust mér hendur.
En svo var þetta besta kona. Hún
sagði að nemendum liði alltaf vel í
prófi hjá sér og sú varð líka raunin.
Hún prófaði einn nemanda í einu,
yfirleitt tekur prófið rúman klukku-
tíma en hún hélt mér í tvo og hálfan
tíma og félögum mínum í rúma tvo
tíma.
Ég var hrikalega stressuð þegar
ég gekk inn en svo lagaðist það þeg-
ar á leið. Frúin sem er fyrrverandi
prímadonna gleymdi sér alveg. Ball-
ett er hennar iíf og yndi, og hún
ferðast um heiminn sem prófdómari
á vegum samtakanna. í stað þess
að sýna mér spor eins og ekki er
óalgengt að prófdómari geri, dansaði
hún fyrir mig!
Ég var gjörsamlega búin eftir
prófið. Ég kom heim og gat ekki
setið, staðið, eða legið, hvorki sofið
né vakað.“
Alltaf útskeif
Meðan Alma borðar þessa tertu-
sneið í yfirstærð spyr ég hvort hún
hafi virkilega engar áhyggjur af lín-
unum?
„Á unglingsárunum hafði ég veru-
legar áhyggjur af þyngdinni og borð-
aði oft mjög lítið, en eftir að ég elt-
ist sá ég að til var fljótvirkari og
hollari leið til að halda sér grannri.
Sem sagt að hreyfa sig nógu mikið
og borða hollan mat. Fyrir prófið
æfði ég allt upp í þijá tíma á dag
og grenntist um mörg kíló án þess
þó að ég borðaði minna. En ég veit
að stúlkur sem ætla að ná langt sem
dansarar verða að gæta sín. Það er
ekki sama hvort maður ætlar að
leggja fyrir sig kennslu eða dans.
Ég hef heldur ekki þessa dæmigerðu
líkamsbyggingu sem ballettdansari
ætti að hafa.“
- Hvernig á hin dæmigerða ball-
erína að líta út?
„Hún verður að vera mjög grönn,
má ekki hafa of stórar mjaðmir eða
bijóst og má hvorki vera of stór né
of lítil."
- Verða menn agaðir á að vera
í ballett?
„Jú þeir læra að fara eftir ákveðn-
um reglum. Það verður að binda
skóna á þennan veg, standa við
stöngina á hinn veginn, snúa rétt og
svo framvegis. Þetta gekk út í öfgar
hjá mér þegar ég var lítil. Ég var
líka í fimleikum á þeim tíma og æfði
mig oft úti á túni í að fara handa-
hlaup án þess að nota hendurnar.
Ef mér tókst það ekki sló ég sjálfa
mig utanundir. Var orðin eldrauð á
vanga að æfíngum loknum!
En hreyfingar allar verða agaðri,
enda er maður alltaf útskeifur og
Dagurinn var búinn áður en hann byijaði, þetta var svo skemmtilegt!
- Hvernig stóð á því að þú fórst
í ballett? Nú hvetja mæður oft dætur
sínar, var það þannig í þínu tilviki?
„Nei alls ekki, mamma byijaði
víst í ballett þegar hún var ung en
fannst lítið í það varið og hætti.
Aftur á móti var pabbi í ballett og
hann þykist nú heldur betur vita allt
um þá grein! Hann segist hafa ar-
fleitt börnin sín af þeim þremur
áhugamálum sem hann hafði, eldri
bróðir minn fékk rafmagnsáhugann,
ég ballettáhugann og yngri bróðir
minn bílaáhugann. Systur pabba
voru líka í ballett en ég vissi það
ekki fyrr en löngu eftir að ég byij-
aði sjálf.
Ég var að fletta Morgunblaðinu
sex ára gömul og sá þá auglýsingu
frá Ballettskóla Sigríðar Armann.
Ég varð mjög hrifin af myndinni,
benti á hana og sagði: Ég vil fara í
þetta! Ég hafði ekki hugmynd um
hvað ballett var, þetta hefði eins
getað verið magadans.
Ég kom ný inn í hópinn um jólin,
aðrir höfðu komið inn um haustið.
Ég man að ég stóð þarna lítil og
skíthrædd við stöngina. Þá kom Sig-
Maður er alltaf
útskeifur og
beinn í baki.
Ég stóð þarna lítil
og skíthrædd við
stöngina.
Það væri fárán-
legt ef við gætum
ekki lagt eitthvað
fyrir.
Morgfunblaðið/Kristinn
ríður Ármann til mín, lagði hendur
sínar yfir mínar og hvíslaði einhveiju
í eyra mér. Ég man ekki hvað það
var, en ég man enn hversu vænt
mér þótti um það.“
Próf hjá prímadonnu
Að sögn Ástu Björnsdóttur aðal-
kennara í Ballettskóla Sigríðar Ár-
mann verða tilvonandi ballettkenn-
arar að hafa dansað ballett sjálfir
frá unga aldri. I skólanum hefur
hæfileikaríkum dönsurum verið boðið
að gerast kennaraefni og fylgjast
þeir þá með kennslu, skrá hjá sér
spor og æfingar og verða að kunna
skil á sjö ára námsefni. Einnig verða
þeir að læra tónfræði og kynna sér
listdanssögu. Að þriggja ára námi
loknu geta þeir tekið fyrri hluta próf
sem veitir þeim réttindi sem aðstoð-
arkennarar og ef þeir taka seinni
hluta prófið fá þeir réttindi sem at-
vinnukennarar.
Nemendur skólans hafa yfírleitt
farið tii Englands og tekið prófíð hjá
The National Association of Teachers
of Dancing, en í þetta sinn kom próf-
dómari frá samtökunum hingað til
>
I
>
i
I
i
i
I
i
i
i