Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 21
V MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 21 VALDDREIFTNG OG VERKASKIPTING eftir Guðna Einarsson. BRAGI Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, er formaður samráðsnefndar um sameiningu sveitarf élaganna. Umdæmanefndir víða um land hafa undanfarið staðið fyrir kynningarfundum um sameiningu sveitarfélaga sem kosið verður um 20. nóvember nk. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr 196 í 43, um helmingur íslenskra sveitarfélaga hefur nú innan við 200 íbúa. Tillögur umdæmanefndanna hafa hlotið misjafnar móttökur, umræðan er ekki einungis málefnaleg heldur einnig þrungin tilfinningum. Bragi Guðbrandsson segir að umræða um sameiningu sveitarfélaga hafi byijað fyrir um 30 árum og 1966 hafi fyrsta opinbera nefndin verið skipuð til að gera tillögu um eflingu sveitastjórnarstigsins. - Nefnd þessi lagði til að landinu yrði skipt í 66 sveitarfélög en tillagan náði ekki fram að ganga. Ekkert lát varð á umræðunni meðal sveitarstjórnar- manna og nú verður gengið til kosn- inga um það sem Bragi kallar „ein- hveija mestu þjóðfélagsbreytingu undanfarinna áratuga." Þegar nær dregur kosningum og umræða verður almennari hefur komið í ljós að ekki ríkir einhugur um málið á meðal sveitarstjórnar- manna hvað þá þegnanna. Því ligg- ur fyrst við að spyija hvað knýi á um sameiningu sveitarfélaga nú. „Það er löngu ljóst að gömlu hreppamörkin samsvara illa þeim stjórnsýsluþörfum sem eru í nútíma samfélagi," svarar Bragi. „Mörk hreppanna voru dregin í þjóðfélagi sjálfsþurftarbúskaparins, þegar helstu verkefni sveitarfélagsins voru fjallskil og fátækrafram- færsla.“ Bragi segir mörg rök hníga að því að það sé löngu tímabært að laga sveitarfélögin að breyttum aðstæðum. Hlutverk sveitarfélaga sé fyrst og fremst að veita íbúunum þjónustu. Undanfarna áratugi hafi komið til nýir þjónustuþættir sem minni sveitarfélög hafi í mörgum tilvikum átt erfitt með að sinna. Þess vegna hafi mikið af þessari þjónustu lent á herðum ríkisins með þeirri afleiðingu að nýjar ríkisstofn- anir hafi risið á höfuðborgarsvæð- inu. Umsvif ríkisins í opinberri þjón- ustu eru miklu meiri hér á landi en í nágrannalöndunum, fyrst og fremst vegna þess að sveitarfélögin hafa verið of smá. Ef á að snúa þessari þróun við sé nauðsynlegt að búa til stærri heildir. Sveitarfélag er annað en byggð Andstæðingar sameiningar hafa sumir haldið því fram að sameining- in felist í því að stór sveitarfélög gleypi þau minni. Gamlar og grónar sveitir missi sérkenni sín, jaðar- byggðir verði afskiptar og samfé- lagsþjónustan einskorðuð við byggðakjarna. „Ég tel að þessi ótti sé óþarfur," segir Bragi. „I fyrsta lagi þarf fólk að átta sig á því að sveitarfélag er ekki það sama og byggðarlag. Sveitarfélag er einungis stjórn- sýslustig og hvort það er stærra eða minna hefur ekki áhrif á sér- kenni og sérstöðu byggðanna. Það stendur ekki til að sameina kvenfé- lögin eða kirkjukórana, íþróttafé- lögin eða klúbbana. Þótt sveitarfé- lagamörk breytist verða menn áfram Reyðfirðingar eða Bolvíking- ar. Mannlífið verður jafn fjölbreytt. Reynsla nágrannaþjóða okkar, t.d. Svía og Dana, er ekki sú að jaðarbyggðir hafi orðið afskiptar við sameiningu. Jaðarbyggðirnar fóru þar að njóta kosta þéttbýlis- ins, án þess að missa einkenni dreif- býlisins. í mörgum tilvikum er það hreint réttlætismál að upphefja sveitarfélagamörkin. Með breyttum atvinnuháttum hefur það færst í vöxt að fólk sem býr í dreifbýli sæki vinnu í þéttbýli þar sem til dæmis er bæði leikskóli og öldrun- arþjónusta. Þótt þetta fólk starfi alla ævi í þéttbýlinu er það rétt- laust þar hvað varðar félagslegu þjónustuna, því lögheimili þess er í öðru sveitarfélagi." Sameiningin er víða tilfinningamál Það vekur atþygli að svo ólík samtök sem LÍÚ og Þroskahjálp, ásamt fleirum sem starfa á lands- vísu, hafa séð ástæðu til að lýsa_ stuðningi við fyrirhugaða samein- ingu sveitarfélaga. Andstaðan virð- ist hins vegar mest í minni sveitar- félögum. Kanntu skýringu á þessu? „Það er rétt að sveitarstjórnar- menn í minni sveitarfélögum eru harðastir í andófinu. Það er að ýmsu leyti skiljanlegt. Þetta fólk hefur margt unnið lengi að sveitar- stjórnarmálum og komið mörgu góðu til leiðar. Það er eðlilegt að því þyki eftirsjá að gamla fyrir- komulaginu. Ég hef víða orðið var við að menn vilja sameiningu ann- arra sveitarfélaga en síns eigin. Úti á landi spytja menn hvers vegna við byijum ekki á að sameina á suðvesturhorninu, þar sjáist ekki mörkin á milli bæjanna, en í þeirra heimasveit sé ekkert vafamál hvar sveitarmörkin liggi. Hér á höfuð- borgarsvæðinu finnst mönnum hins vegar sjálfsagt að litlu sveitahrepp- Bragi Guó- brandsson telur sameiningu sveitarfélaga eina mestu þjóó- félagsbreytingu síóari áratuga arnir úti á landi verði sameinaðir en finna sameiningu hjá sjálfum sér allt til foráttu." Misjöfn frammistaða umdæmanefnda Alþingi ákvað að fengnum tillög- um frá Samtökum sveitarfélaga að umdæmanefndir skyldu skipaðar um landið til að gera tillögur um sameiningu sveitarfélaga og kynna þær íbúum. Haldnir verða alls um hundrað kynningarfundir, gefnir út bæklingar á landsvísu og í héruð- um. Það hefur vakið athygli að á sumum stöðum virðist sem um- dæmanefndir standi ekki heilshug- ar að tillögugerðinni. „Vissulega eru dæmi um það þó þau séu ekki mörg. Einkaskoðanir nefndarmanna eiga ekki að vera í fyrirrúmi heldur eiga nefndirnar að kynna sameiningarmálið. í einu til- viki, á Suðurnesjum, hefur talsmað- ur umdæmanefndarinnar ítrekað reynt að gera sameiningarátakið tortryggilegt með opinberum yfir- lýsingum sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Hins vegar vil ég taka skýrt fram að aðrar umdæmanefnd- ir hafa axlað þá ábyrgð sem þeim var falin samkvæmt lögum og sum- ar þeirra unnið þrekvirki á þeim stutta tíma sem þær hafa haft til umráða.“ Sú gagnrýni. hefur heyrst að margt sé óljóst um hvað taki við eftir kosningarnar, hvort sem sveit- arfélög sameinast eða ekki. Fólk er í óvissu um hvað sameiningin kem- ur til með að þýða fyrir heimabyggð þess. Hefur það verið nægilega kynnt um hvaða kosti fólk á að velja þann 20. nóvember? „Málið er þannig vaxið að við mörgum spurningum fást ekki svör fyrr en ljóst er hver niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar verður. Samein- ingu sveitarfélaga má ef til vill líkja við það þegar fólk gengur í hjóna- band. í því felst skuldbinding um að standa saman í blíðu og stríðu og finna sameiginlega lausn á vandamálum. Ákvarðanir um fram- tíðarskipan hinna nýju sveitarfé- laga, stjórnsýslu þeirra og þjónustu, verða teknar af heimamönnum, ekki ríkisvaldinu. Flutningur verk- efna og tekjustofna verður samn- ingsatriði. Úm þessa leið er full- komin sátt í milli ríkis og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga." Bragi segir að kosningarnar snúist því um stefnumörkun, hvort fólk vilji færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga. Hann segir ennfrem- ur að sveitarstjórnarmenn séu góðir samningamenn og reynslan af verkaskiptingunni sem gerð var 1990 sé sveitarfélögunum í hag. Auknar tekjur sveitarfélaga Bragi segir að búið sé að leggja línurnar í breytingum á tekjum sveitarfélaga til að mæta hinum auknu verkefnum. Hlutur þeirra í staðgreiðslu skatta aukist og hlutur ríkisins minnki. Þá sé ljóst að mik- il breyting verði á Jöfnunarsjóði, en á þessu ári veitir hann nærri 2 milljörðum til minni sveitarfélaga. Eftir sameiningu verður sjóðurinn efldur í 4 til 5 milljarða á ári og úthlutun úr honum mun breytast. Með stækkun sveitarfélaganna minnkar verulega þörfin fyrir tekju- jöfnunarframlög, en áherslan verð- ur lögð á framlög til þjónustubund- inna verkefna. Sú breyting verður að sveitarfélög með fleiri en 3.000 íbúa munu geta sótt um þjónustu- framlög, en það hefur ekki verið hægt hingað til. Þegar framlögun- um verður útdeilt verður meðal annars tekið tillit til aldurssamsetn- ingar íbúanna, börn og aldraðir vega þar þyngst. Vegalengdir sem sækja þarf þjónustu innan sveitar- félaga munu einnig hafa áhrif og tekið verður tillit til atvinnu- ástands. Nánari útfærsla á úthlut- unarreglum verður unnin í samráði ríkis og sveitarfélaga. Valddreifing í raun Ef sveitarfélögum fækkar um rúmlega 150 verða mun færri ein- staklingar í sveitarstjórnum og Morgunblaðið/Sverrir nefndum þannig að stjórnunin dreifist á færri hendur en nú. Hvernig kemur það heim og saman við að sameining sveitarfélaga sé forsenda valddreifingar? „Tilgangur sameiningarinnar er að færa vald frá ríkinu til sveitarfé- laganna. Það er ljóst að grunnskól- inn flyst til sveitarfélaganna 1. ágúst 1995, hvort sem af samein- ingu verður eða ekki. Þá er ætlunin að byija á að flytja heilsugæsluna, málefni fatlaðra og öldrunarþjón- ustu til sveitarfélaganna. Þetta er pakki upp á 15 milljarða á ári og vitanlega færast einnig tekjustofn- ar á móti útgjöldunum. Þessum málaflokkum verður stýrt heima í héraði í nálægð við þá sem njóta þjónustunnar. Þessu fylgir að sér- hæfð störf og verkefni flytjast út til byggðanna en þjappast ekki öll saman í höfuðborginni. Vald margra hreppsnefnda er orðið ákaflega rýrt og mörg sveitar- félög ráða ekki við að veita þá þjón- ustu sem nú er krafist, hvað þá þegar kröfurnar aukast með breyttri verkaskiptingu. í mörgum „dverghreppum“ eru öll stærri verkefni sveitarfélagsins unnin í samstarfsverkefnum og byggða- samlögum. Það má vel spyija hver sé tilverugrundvöllur sveitarfélags ef það þarf að leysa nær alla mála- flokka á þann hátt og helsta verk- efni sveitarstjórnar sé að tilnefna menn í stjórnir byggðasamlaga?“ Bragi segir að stóru sveitarfélög- in hafi lengi knúð á um breytta verkaskiptingu og þau séu fyrir löngu reiðubúin að axla meiri verk- efni. „Það verður ekki til lengdar hægt að standa gegn þeirri lýðræð- islegu kröfu stærri sveitarfélaga að taka við fleiri verkefnum," segir Bragi. „Stærri sveitarfélög munu fá þessi verkefni, óháð því hvað þau minni gera. Ég óttast að ef íbúar minni sveitarfélaga hafna samein- ingu þá verði hér til tvær gerðir sveitarfélaga. Þau sem geta staðið undir og boðið mikla þjónustu og svo hin sem hafa rýra þjónustu. Það þýðir einfaldlega að eftir nokkurn tíma munu íbúamir hinna minni krefjast sameiningar í stærri heild- ir, því þeir munu ekki sætta sig við skarðan hlut. í mínum huga er kosningin 20. nóvember upphafið að ferli sem ekki verður stöðvað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.