Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 31
fRftirgititlritaMb
ATVINNU ,/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
I
I
!
I
-
I
l-
ATVINNU U A ■! YSINGAR
Framkvæmdastjóri
Stór félagasamtök með aðsetur í Reykjavík
óska eftir dugmiklum framkvæmdastjóra.
Æskilegt er að hann geti hafið störf um ára-
mót. Krefjandi starf.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 20. nóvember nk., merktar:
„Jarðýta með eldmóð."
Afgreiðslustarf
Hagkaup óskar eftir að ráða starfsmann til
afgreiðslustarfa í dömudeild í verslun fyrir-
tækisins í Kjörgarði, Laugavegi 59.
Starfið er heilsdagsstarf. Æskilegt er að
umsækjendur séu ekki yngri en 25 ára.
Nánari upplýsingar um starfið veitir verslun-
arstjóri á staðnum (ekki í síma).
HAGKAUP
.:4-
ST. JÓSEFSSPlTALI
LANDAKOTI
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg-
ar við hjúkrun aldraðra í Hafnarbúðum. Lítil
og heimilisleg deild.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jóna Her-
mannsdóttir, hjúkrunarstjóri, s. 604300.
VERSL UNARSTJÓRI
Óskunt eftir að ráða verslunarstjóra til starfa
hjá KASK, Djúpavogi. Áhugavert og krefjandi
starf í nýlegri verslun.
Starfssvið: Dagleg stjórnunar- og afgreiðslu-
störf. Innkaup og birgðahald. Rekstrar- og
kostnaðareftirlit.
Við leitum að manni með reynslu af verslunar-
stjórn. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði,
geta starfað sjálfstætt og skipulagt störf annarra.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf, merktar:
„Verslunarstjóri 294“, fyrir 13. nóvember nk.
Hagvangur h f
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Dagvistardeild
Akureyrarbæjar
Laus er til umsóknar staða hverfisfóstru frá
1. desember 1993. Óskað er eftir starfs-
manni með fóstrumenntun og staðgóða
reynslu af leikskólastarfi.
Hverfisfóstra hefur yfirsýn yfir og annast
uppeldislega ráðgjöf varðandi alla þætti dag-
vistunar barna á vegum Akureyrarbæjar. Hún
annast faglega og stjórnunarlega ráðgjöf á
leikskólum og skóladagheimilum, lögboðið
eftirlit og leyfisveitingar handa dagmæðrum
og er forstöðumaður gæsluvalla. Nánari upp-
lýsingar um starfssvið og megin verkefni
gefur deildarstjóri dagvistardeildar í síma
96-24600.
Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Akur-
eyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga
og Fóstrufélag íslands. Nánari upplýsingar
um kaup og kjör gefur starfsmannastjóri í
síma 96-21000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild
Akureyrarbæjar á Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 1993.
Starfsmannastjóri.
Hveragerðisbær
Iðngarðar
Hveragerðisbær leitar eftir samstarfsaðilum
um stofnun iðngarða í Hveragerði. Vegna
áforma bæjarstjórnar um að gera bæinn að
heilsubæ má atvinnustarfsemi ekki hafa
mengandi áhrif á umhverfi. Bæjarfélagið vill
kanna áhuga viðkomandi á svokölluðu fyrir-
tækjaneti um stoðþjónustu, t.d. bókhald, inn-
heimtu, símsvörun, markaðsstarfsemi o.fl.
Þátttaka í slíku neti er ekki skilyrði.
Bæjarfélagið býður milligöngu leigusala og
leigutaka iðnaðarhúsnæðis um hagstæð
leigukjör.
Veitustofnanir Hveragerðis bjóða ennfremur
endurgjaldslausa hitaorku til iðnaðarnota
samkvæmt nánara samkomulagi. Jarðgufa
er allt að 160 gr. C heit. Greiða skal fyrir
orku til húshitunar en nýjum atvinnuskapandi
fyrirtækjum, sem hefja starfsemi í Hvera-
gerði, er boðið upp á endurgjaldslausa hita-
orku til húshitunar fyrstu sex mánuðina.
Hveragerði er vel í sveit sett varðandi sam-
göngur við höfuðborgarsvæðið og Suður-
landsundirlendið sem og hafnaraðstöðu í
Þorlákshöfn.
Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, eru beðnir
um að senda skriflega umsókn til bæjar-
stjórnar fyrir 20. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veita bæjarskrifstofur í
Hveragerði, Hverahlíð 24, 810 Hveragerði.
Sími 98-34150.
Nordisk IndustrHbnd
Nordisk Industrifond er ein þeirra stofnana sem heyra undir Norrænu
ráðherranefndina. Markmið sjóðsins er að örva tækniþróun og nýsköp-
un í norrænu atvinnulifi. Þetta er gert með þvi að koma af stað og
jjármagna norræn rannsókna- og þróunarverkefni í atvinnulífinu.
Sjóðurinn hefur yfir að ráða u.þ.b. 100 MNOK árið 1993. Sjóðurinn
vinnur náið með þeim aðilum sem fjármagna rannsókna- og þróunar-
verkefni á Norðurlöndunum. Norræni iðnaðarsjóðurinn hefur aðsetur
sitt í Ósló. Starfsfólk sjóðsins er frá Norðurlöndunum fimm.
FORSTJÓRI
Ráðningartímabil núverandi forstjóra rennur út á næsta ári. Því er leitað að nýjum for-
stjóra sem ber ábyrgð á daglegri starfsemi sjóðsins. Forstjórinn er ábyrgur gagnvart stjórn
sjóðsins, en þar sitja tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna.
Forstjórinn á að vera norrænn ríkisborgari. Æskilegt er að hann hafi starfsreynslu úr
iðnaði og/eða þekkingu á rannsókna- og þróunarstarfí. Umsækjandi þarf að vera hug-
myndaríkur og hafa góða samvinnuhæfileika. Boðið er upp á krefjandi og áhugavert starf
sem felur í sér mikil samskipti við iðnfyrirtæki, rannsóknaumhverfið og aðila, er veita
fjármagni til rannsókna á öllum Norðurlöndunum.
Nýi forstjórinn verður ráðinn í fjögur ár með möguleika á framlengingu um fjögur ár,
þ.e. hámark 8 ár. Laun samkvæmt samkomulagi. Sérstakur kaupauki er veittur ef forstjór-
inn flytur frá öðru norrænu Iandi.
Nánari upplýsingar veitir annar fulltrúa íslendinga í stjórninni, Hallgrímur Jónasson,
forstjóri Iðntæknistofnunar íslands, sími 68 7000, eða núverandi forstióri, Per Gielsvik,
sími 90 47 2241 6480.
Umsóknir á dönsku, norsku eða sænsku með upplýsingum um nám og fyrri störf og
æskileg launakjör, sendist til Nordisk Industrifond, Nedre Vollgt. 8, N-0158 Ósló, Noregi,
fyrir 22. nóvember 1993.
NORDISK INDUSTRIFOND