Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
Bakkar 2ja - laus
Nýstandsett 2ja herb. íbúð á 1. hæð á góðum stað í
Bökkunum á hægstæðu verði. Hagstætt fyrir húsbréf
með 5% vöxtum.
Raðhús - Mosfellsbæ
Fallegt endatimburraðhús, 94 fm, með 30 fm bílskúr.
3 svefnh. Parket. Suðurgarður. Skipti möguleg á 2ja
eða 3ja herb. íb. á Reykjavíkursvæðinu.
Sæberg Þórðarson,
löggiltur fasteigna- og skipasali,
Skúlatúni 8, s. 625530.
Einstakt tækifæri
Hvannarimi 6, Grafarvogi
Lækkað verð
Til sölu vesturendinn í þessu vel staðsetta húsi við lok-
aða götu. Húsið er 145 fm ásamt 23 fm bílsk. (3-4
herb.). Til afh. nú þegar, fokhelt að innan og fullbúið
að utan. Ath.: Ýmis skipti, sveigjanleg greiðslukjör.
Verð nú aðeins kr. 7,8 millj. Áhv. húsbréf kr. 4,0 millj.
Fasteignasalan KjörBýli
Nýbýlavegi 14, Kópavogi, sími 641400.
Minning
Helga Helgadóttir
Leiðtogi er fallinn. Andlegur leið-
togi fjölskyldunnar, sverð hennar og
skjöidur, hefur verið kallaður til
æðri skylduverka í betri heimi. Ef
að líkum lætur munu frískir vindar
visku og kærleika blása þar efra við
komu ömmu minnar. fjölskyldutréð
sem ég ólst upp í hefur verið fallegt
og fjölskrúðugt þar sem það skiptist
á glæsilegan hátt upp í greinar og
laufblöð. Stofn þessa trés var það
sterkur að honum tókst alla tíð að
halda greinunum saman þótt harðir
vindar blésu. Þessi trausti stofn sem
hélt trénu uppi og gerði það þess
virði að standa stolt er fallinn. Það
eina sem getur bjargað greinunum
frá því að tvístrast hver í sína átt
er minningin um hinn trausta stofn
mannkærleikans sem stóð sínar
skyldur og gott betur. Ég örvænti
ekki um afdrif hinna grónu greina
því að hinn stolti stofn skilaði sínum
boðum á ákveðinn og öruggan hátt
og ruddi braut fyrir dyggðugt líf.
Elsku amma okkar er látin, og við
elstu bamabömin erum hér saman
komin til að minnast hennar og votta
henni virðingu okkar.
Amma hafði mikil áhrif á okkur
og á stóran þátt í mótun okkar allra
sem sést í okkar daglegu athöfnum.
I gömlu Gróðrarstöðinni eru okkar
innilegustu minningar um hana. Þar
vorum við sjálfstæðar persónur,
fengum að gera allt sem okkur lysti
án þess að vera skömmuð. Orðið að
skamma var ekki til hjá ömmu. í
stað þess að skamma leiðbeindi hún
okkur á þann máta að við reyndum
að bæta okkur og gera svo að henni
líkaði.
Amma hafði um stórt heimili að
hugsa. Gróðrarstöðin var í raun sam-
komustaður, vinir ömmu og afa sóttu
þangað mikið og öll ljölskyldan hitt-
ist þar til að rabba saman og enginn
fór þaðan án þess að fá kaffi og
með því.
Þótt amma hafí stjómað þessu
heimili af miklum skörungsskap
hafði hún um margt annað að hugsa.
í kjallaranum var blómabúð og þegar
bjallan hringdi tiplaði hún niður í
kjallara og afgreiddi fallegustu blóm-
vendi í heimi. Uppi á lofti var svo
saumastofan og eyddi amma mörg-
um stundum við saumavélina þar
sem hún saumaði m.a. kjóla.
Eitt var þó vandamál í Gróðrar-
stöðinni. Af og til komu þangað úti-
gangsmenn og lögðust fyrir í gróður-
húsunum yfir nóttina. Amma úthýsti
þeim ekki heldur sendi okkur með
vatnssopa til þeirra í morgunsárið.
Fyrir okkur var Gróðrarstöðin heill
ævintýraheimur. Þar fór maður
marga leiðangra um öll húsakynnin,
upp á norðurloft, inn í Siggu-her-
bergi, niður í blómabúð, inn á teikni-
stofu, upp í saumastofu, undir þak-
skegg, niður í dimma kjallara, út í
gróðurhús og um garðinn allan, sem
var eins og skógur í okkar augum,
þar sem klifrað vat- upp í tré, skriðið
var á bak við runna og farið hingað
og þangað.
Amma var mikil hefðardama og
hafði margar fastmótaðar skoðanir,
t.d. í matargerð og borðhaldi, og þó
Einbýli - verslunarhús
Til sölu gott 117 fm timburhús á góðum stað í Hvera-
gerði. Gróinn garður. Sundlaug. Bílskýli. Verð 7,2 millj.
Einnig 110 fm verkstæðis- og verslunarhús. Verð 4,5 millj.
Upplýsingar í síma 98-78387, fax 98-78367.
„Suður - Mjódd“
Nú hafa þjónustuíbúðir í S-Mjódd forndega verið afhentar
kaupendum, og verklegum framkvæmdum lokið.
FÓLK 60 ÁRA OG ELDRA!
Enn eru eftir óseldar örfáar íbúðir.
Sýning verður fyrir væntanlega kaupendur sunnudaginn 6. nóv. kl. 14-16.
TIL HAMIl
„FERIÐ VELKOMIN64
BYGGð
BYGGINGAFELAG G Y L F A S GUNHABS
BORGARTÚNI 31, SÍMI 622991
FÉIAG
ELDEI
BORGARA
BORGARTÚNI 31, SÍMI 621477
(<5^, FASTEIGNA
ILII MARKAÐURINN
[ ' J Óðinsgötu 4
11 11540 - 21700
11540
Óðinsgötu 4, símar 11540 - 21700
Jón Guðmundsson, sölustj.,
lögg. fasteigna- og skipasali,
Ólafur Stefánsson, viðskiptafr.,
lögg. fasteignasali.
Einbýlis- og raðhús
Goöaland. Glæsil. 205 fm einl. raöh.
sem er allt nýl. tekið í gegn. Saml. stof-
ur, 4-5 svefnh. Parket. Vönduð eign.
Boöahlein - eldri borgar-
ar. 85 fm einl. raöh. í tengslum viö
þjónustustað í Hafnarf. Laust. Lykiar.
Góöir grskilm. Eignask. mögul.
Sæbólsbraut. Vandað 250 fm
nýl. raöh. Sórsm. innr. Innb. bílsk. Eign
í sérfl.
MÓaflÖt.Glæsif. 190 fm einl. raðh.
m. lítilli einstaklíb. 75 fm bílsk.
Brattatunga. Endum. tvíl. tengih.
Innb. bílsk. Eignask. mögul. Verð 14,5 m.
4ra, 5 og 6
Reynimelur. Skemmtil. 143 fm efri
hæð í 5 ib. húsi. Tvennar svalir. Mikiö
endurn. eign. Áhv. 6,8 milij. húsbr.
Þinghóisbraut. Glæsil. izo fm
efri sérh. i tvíbhúsi. ib. er öll nýl. stands.
Bílsk. Ahv. 5,3 mlllj. húsbr. og byggsj.
Tjarnarból. Falleg 115 fm Ib. á
1. hæð. 3 svefnh. Verð 8,2 millj.
Espigerði. Falleg 100 fm íb. á 1.
hæð. 3 svefnh. Laus strax.
3ja herb.
Óðinsgata. Falleg 90 fm íb. á 1.
hæð ásamt góðú rými i kj. Ib. er ný-
stands. Ahv. 4,5 millj. byggsj. rfk.
Dalsel. Falleg 90 fm íb. á jaröh.
Ahv. 3,2 mlllj. byggsj. Góð grkj.
Miðvangur. Góö 95 fm ib. á 2.
hæö. 2 svefnh. Suðursv. Verð 7,4 millj.
Hellisgata. Endurn. 70 fm íb. á
jaröh. 2 svefnh. Verð 5,3 millj.
Sólvallagata. 85 fm ib. á 2.
hæö. Ahv. 5,2 mlllj. byggsj. o.fl. Laus.
Óðinsgata. Góð75fmfb. ájarðh.
Áhv. 2,8 m. húsbr. o.fl. Verö 8,0 mlllj.
2ja herb.
Staðarhvammur. Vor-
um að fá i sölu glæsil. 82 fm ib.
á 2. hæð. Stór stofa, sólskáll.
Vandaðar innr. Parket og marm-
ari. Þvottah. t fb. 28 fm bílsk.
Víkurás. Falleg 60 fm fb. á 2. hæð.
Laus. Ahv. 1,7 millj. byggsj. Verð 4,9 m.
Tjarnarmýri. Ný fullb. 55 fm íb.
á 1. hæð með sérgaröi. Stæði í bílsk.
Verð 6,5 millj.
að annað fólk notaði einnota servíett-
ur kom aldrei annað til greina en
straujaðar munnþurrkur í silfur-
hringjum og viðeigandi borðbúnaður
fyrir hvern rétt.
Þrátt fyrir mikla nákvæmni í hús-
haldi leyfði hún sér að vera amma
okkar. Hún gaf okkur reglulega app-
elsínur sem hún hafði troðið sykur-
mola ofan í og sendi okkur út í garð
með sykurkar til að ná í rabarbara
til að dýfa í. Það bragðaðist eins og
besta sælgæti.
Amma var mikil stemmnings-
manneskja og voru aliar hátíðir í
heiðri hafðar og í öllu tilstandinu
passaði hún sig á því að við tækjum
virkan þátt í öllu saman og fengum
við á tilfinninguna að við værum
aðal númerið.
A bolludaginn passaði hún sig á
því að vera sofandi þangað til allir
krakkamir höfðu bollað hana og
fengu svo allir bollur í réttu hlutfalli
við afköstin um morguninn.
Amma lifði tímana tvenna, allt frá
lýsislömpum til nútímaþæginda og
lagaði sig að aðstæðum hveiju sinni.
Þegar hún fluttist úr Gróðrarstöðinni
í Keldulandið tók hún sitt gamla
heimili með sér og skapaði gömlu
góðu stemmninguna á nýjum stað,
með bókum, blómum og tilheyrandi.
Amma var mjög fróð um alla hluti
og fórum við oft til hennar að læra,
þá sérstaklega dönsku og ljóð. Amma
kunni dönsku betur en flestir og sér-
fræðingur var hún í ljóðum.
Þegar barnabamabömin fóm að
koma í heiminn var vel tekið á móti
þeim hjá ömmu. Þá tók maður eftir
því að amma vildi strax að hugmynd-
ir bamanna réðu ríkjum og leyfði
þeim að dröslast með hjólastólinn og
göngugrindina eins og ekkert væri
sjálfsagðara.
Síðustu árin hafa verið ömmu erf-
ið vegna veikinda. í gegnum þá erfíð-
leika fór hún með mikilli reisn og
hélt tign sinni til síðasta dags.
Elsku amma, þú hefur gefið okkur
þann samnefnara sem gerir okkur
að hóp. Minningin um þig er sú taug
sem mun haida okkur saman í fram-
tíðinni. Heilræði þín munu Iifa með
okkur alla ævi.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Eiríkur A.( Helga,
Ingólfur, Orn, Sveinn,
Eiríkur E. og Gunnar.
Hún amma mín var engin „venju-
leg kona“, hún var alveg „spes“ eins
og mín kynslóð mundi orða það.
Þetta vita allir sem hana þekktu.
Hún hafði óhrif á samferðamenn sína
með einstökum léttleika, bjartsýni,
víðfeðmum fróðleik og einlægri
hreinskilni. Hún hafði einstakt lund-
arfar og átti auðvelt með að fá menn
til að brosa breiðar. Ég dáðist svo
að því hvernig henni tókst að gera
hversdagslega • hluti að hátíðlegum
atburðum, og er það því engin furða
að við frænkurnar sóttumst eftir að
heimsækja ömmu þar sem hvers-
dagsleikanum var snúið upp í and-
stæðu sína og allt varð svo spenn-
andi.
Ég var nú ekki há í loftinu þegar
ég fór að virða ömmu og dá, það
þurfti ekki mikinn þroska til að skilja
hversu einstakur persónuleiki hún
var. Amma hafði vissulega skoðanir
á hlutunum og hikaði ekki við að
iáta þær í ljós og átti það til að koma
með hreinskilnar athugasemdir, á
þann hátt að þær særðu ekki, en
maður hafði gott af.
Elsku amma, þakka þér fyrir sam-
verustundir okkar sem voru margar
og skemmtilegar, en þó fyrst og
fremst lærdómsríkar. Við höfðum
alltaf eitthvað fyrir stafni, við spiluð-
um, lásum ljóð eða töluðum saman.
Sérstaklega hafði ég gaman af því
þegar þú sagðir mér frá æskuárun-
um, uppvaxtarárunum á ísafirði og
kvennaskólaárunum þar sem þú og
„hinar stelpurnar“ brölluðuð ýmis-
legt saman og fóruð uppstrílaðar í
glæsilegum kjólum á böll með
menntaskólastrákunum. Einnig er
mér minnisstæð hin ævintýralega
sigling þín á suðlægar slóðir árið
1926 sem þú sagðir mér svo oft frá,
þar sem þú syntir í sjónum á Costa
del Sol löngu áður en fyrsta hótelið
var reist þar.