Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C
254. tbl. 81. árg.
SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Óvissutímar framundan
í stjómmálum landsins
Wellington. Reuter.
HVORUGUR stóru flokkanna fékk meiri-
hluta í kosningunum í Nýja Sjálandi í gær
en Jim Bolger forsætisráðherra og leið-
togi Þjóðarflokksins lýsti yfir að kosning-
unum loknum, að hann hygðist mynda
næstu ríkisstjórn í landinu. Verkamanna-
flokkurinn jók fylgi sitt verulega þótt
hann hafi enn færri þingmenn en Þjóðar-
flokkurinn en auk þess komu tveir smá-
flokkar mönnum á þing. I þjóðaratkvæða-
greiðslu samhliða kosningunum var sam-
þykkt að leggja niður einmenningskjör-
dæmakerfið en taka upp blandað hlut-
fallskosningakerfi að þýskri fyrirmynd.
Stjórnarflokknum og Þjóðarflokki Jim
Bolgers hafði verið spáð allt að 10% meira
fylgi en Verkamannaflokknum en það rætt-
ist ekki í kosningunum og raunar fékk
Verkamannaflokkurinn fleiri atkvæði en
Þjóðarflokkurinn. Sá síðarnefndi sigraði hins
vegar í fleiri kjördæmum og var því kominn
með 49 þingmenn af alls 99 á þingi. Starf-
hæf meirihlutastjórn þarf að hafa 51 þing-
mann á bak við sig minnst. Verkamanna-
flokkurinn var með 46 og tveir smáflokkar,
Bandalagið, samtök ýmissa vinstrihópa, og
Allt fyrir Nýja Sjáland, höfðu fengið tvo
þingmenn hvor. Þessi staða var miðuð við
talningu næstum allra atkvæða annarra en
utankjörstaðaatkvæða. í kosningunum 1990
voru þau 230.000.
Bolger hyggst mynda stjórn
Jim Bolger forsætisráðherra sagði þremur
klukkustundum eftir að kjörstöðum hafði
verið lokað og úrslitin voru orðin nokkuð
ljós, að Þjóðarflokkur hans ætlaði að mynda
aftur ríkisstjóm. Taldi hann hugsanlegt, að
utankjörstaðaatkvæðin gætu breytt mynd-
inni nokkuð flokknum í hag en viðurkenndi,
að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Mike
Moore, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem
vann 16 þingmenn af Þjóðarflokknum, mót-
mælti því, að Bolger myndaði aftur stjórn
og sagði, að siðferðilega hefði Verkamanna-
flokkurinn rétt til þess þar sem hann hefði
fengið flest atkvæðin.
Spá kosningum fljótt
Stjórnmálaskýrendur spá mikilli óvissu í
nýsjálenskum stjórnmálum vegna úrslitanna
í gær og telja líklegt, að efnt verði til nýrra
kosninga innan skamms. Samþykkt tillög-
unnar um nýtt kosningakerfi stuðlar einnig
að því en það mun verða til að breyta veru-
lega þingmannafjölda flokkanna. Mun það
sér í lagi gagnast smáflokkunum, sem fengu
miklu fleiri atkvæði en þingmannatala þeirra
segir til um.
Morgunblaðið/Þorkell
EKKERT AÐ VANBÚNAÐI
Enginn einn flokkur fékk meirihluta í kosningunum á Nýja Sjálandi
Skuldseig
sendiráð
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgun-
blaðsins.
SKULDSEIG sendiráð hafa löngum
verið yfirvöldum Washington-borgar
þyrnir í augum og hafa þau nú fengið
utanríkisráðuneytið í lið með sér til að
aðstoða við að innheimta stöðumæla-
sektir, sem nema sex milljónum doll-
ara, 420 milljónum ísl. kr. Þegar hafa
verið sett lög, sem kveða á um að and-
virði sekta skuli dregið frá aðstoð til
hlutaðeigandi ríkja og urðu ísraelar
fyrstir til að greiða upp skuldir sínar,
4,3 milljónir kr. Kom það fæstum á
óvart því að Israelar fá 210 milljarða
kr. í efnahags- og hernaðaraðstoð ár-
lega. Rússar skulda 266 milljónir kr.
og eru efstir á lista en illa hefur geng-
ið að fá þá til að greiða skuldina. Ric-
hard Hebert, sem annast hefur þessi
mál fyrir hönd borgarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að bifreiðar
íslenska sendiráðsins hefðu fengið fjór-
ar sektir á þriggja ára tímabili sem
lauk 1. júlí. Hefði ein verið greidd en
útistandandi væru 9.100 kr. Osennilegt
er að útistandandi skuldir sendiráðsins
verði til trafala í samskiptum íslend-
inga og Bandaríkjamanna.
Flugvélunum
bjargað í fallhlíf
I EINNI af teiknimyndasögunum um
hann Tinna er hann í flugvél yfir ein-
hveijum Kyrrahafseyjum þegar vélin
verður fyrir flugskeyti. í stað þess að
kasta sér út, ýtir hann á hnapp og flug-
vélin og hann svífa mjúklega til jarðar
í risastórri fallhlíf. Mörg dæmi eru um
að tæknilegar nýjungar eigi rót sína
að rekja til óhefts hugarflugs teikni-
myndasagnahöfunda en hvort sem það
á hér við eður ei, þá er þessi hugmynd
að verða að veruleika. Raunar hafa
fallhlífar verið notaðar sem öryggis-
tæki í smáum eins manns vélum og
svifdrekum en nú hafa bandarísk yfir-
völd leyft notkun þeirra í skrúfuvélum
af gerðinni Cessna 150 og 152. Er fall-
hlífinni komið fyrir ofan á vélinni og
komi eitthvað óvænt upp á, hreyfilbilun
eða annað, getur flugmaðurinn ýtt á
hnapp og þá á vélin að svífa mjúklega
til jarðar með farþegana. Er helsta
hættan í því fólgin, að engin leið er
að sljórna því hvar hún kemur niður.
Nú er verið að huga að fallhlífum fyr-
ir stærri vélar og menn láta sig jafnvel
dreyma um, að farþegaþotur verði ein-
hvern tima búnar þessu öryggistæki.
Fyrir stærstu þoturnar yrði þá um að
ræða fallhlíf eða fallhlífar, sem næðu
yfir 24 knattspyrnuvelli.
OFBELDIOG
UNGUNGAR
Um hvað
dreymir ung-
ar konur?
Svífandi
sjúkraþjálfari
EG ER EKKI
Á FLÓTTA
I
SÆLUDAL