Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 tilfinningatengsl og tengslaleysi og ringulreið skapast, og síðar verða heimilisreglur og sam- skiptareglur brotnar. Lögreglusamþykkt kveð- ur á um að börn yngri en 14 ára megi ekki vera úti lengur en til klukkan 10 á kvöldin. Foreldrar bregðast uppeldiskyldum sínum þeg- ar þeir fylgja ekki útivistarreglum eftir og leyfa börnum sínum að vera úti fram eftir nóttu.“ Ofbeldi og agavandamál í skólum - Umræðan um ofbeldi í skólum hefur snúist um fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir. Vitað er að ofbeldi er til staðar í skólum. Oft stendur einn nemandi fyrir ofbeldi og hefur aðra annars óvirka með sér. Hvernig eiga kennarar að taka á málum eða bregðast við þeim óróa eða agaleysi sem fylgir? „Oft er mjög erfitt fyrir kennara að átta sig á því, vegna þess að oft er enginn kenn- ari nærstaddur þegar ofbeldi er beitt, eða það á sér stað eftir skólatíma eða í frímínútum þegar viðkomandi barn er ekki í umsjá skól- ans. Oft eru það orsakavaldar í umhverfinu sem kynda undir ofbeldi og svo þessir persónu- legu orsakavaldar sem eru í skapgerð einstakl- ingsins og eru oft ættgengir. Afbrýðisemi og valdabarátta getur einnig verið aðal orsaka- þátturinn. Viðkomandi getur af einhveijum ástæðum verið haldinn afbrýðisemi gagnvart þeim sem ofbeldið beinist að og á þann hátt verið að reyna að draga athyglina að sér eða að reyna að sýna yfirburði sína. Það er ýmislegt sem kennarinn getur gert. Það er mögulegt að viðkomandi nemandi hafi ekki fengið verkefni við sitt hæfi eða eftirlit. í slíkum málum getur skólinn þurft að útvega nemendum sérstaka kennslu. Þessir nemendur þurfa oft sérkennara með sér eða tilsjónar- mann. Þeir þurfa mikið eftirlit og þeim þarf Morgunblaðið/Sverrir. Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir hefur undanfarin tvö ár unnið að víðtækum rannsóknum á heilbrigði íslenskra barna og unglinga. Hún telur nauðsyn- legt að sinna betur málefnum barna og unglinga. Algengi áfengis- og lyf janotkunar unglinga frá 11-18 ára, vió sjálfsmat. Algengi þunglyndis og leida meóal unglinga, vió sjálfsmat. Algengi þunglyndis og leióa barna og ungl- inga, aó mati foreldra. Algengi hömluleysis unglinga 11-18 ára (framkvæma án þess aó hugsa). Sjálfsmat. Árásir án ástæðu - fyrirmyndir úr sjónvarpi eða kvikmyndum - Nú eru mörg dæmi þess hér að hópur unglinga rekst á einn eða fleiri og misþyrmir miskunnarlaust undir stjórn einhvers í hópn- um. Þar hlýtur að vera eitthvað annað og meira í gangi en uppgjör vegna gamalla mis- gerða. „Það getur verið um valdabaráttu að ræða eða eitthvað í umhverfinu sem æsir fólk upp. Æsingurinn eykst svo stig af stigi þar til allt verður hömlulaust og án vitrænna skýringa. Þá er líka hugsanlegt að viðkomandi hafi séð eitthvað í sjónvarpi og ætlar að líkja eftir því. Hugmyndir sem börn og unglingar fá úr ofbeldismyndum í sjónvarpi eru hættulegar og tengjast því sem sálkönnuðir hafa verið að skrifa um á undanförum árum, þ.e. að maðurinn líkir sér við það sem hann sér og upplifir, eða út frá sjónvarps- eða myndbands- efni sem horft er á, vegna þess að æskan á unga aldri upplifir það svo sterkt. Inn í þetta koma hugarórar og ímyndanir einstaklingsins og fara þær eftir því hvað einstaklingurinn hefur þroskaðar hvatir og raunveruleikaskyn. Oft virðist sem „raflost" verði í undirmeðvit- undinni og einstaklingurinn missir allt í einu stjórn á skapi sínu. Sumir einstaklingar virð- ast hafa þannig skapgerð að þeir missa allt í einu stjórn á sér og fá þá stundarbijálæði og virðast ekki vita hvað þeir gera. Þeir slá og beija og eyðileggja allt í kringum sig en síðan fellur allt í ljúfa löð. Foreldrar eiga að selja börnum sínum reglur - Getur verið að börn og unglinga skorti festu í uppeldið? Borið hefur á ístöðuleysi hjá foreldrum, þeir forðast að taka afstöðu til skemmtanahalds eða útivistar í þeirri von að aðrir foreldrar taki af skarið. Þeir segja: Ef hinir foreldrarnir leyfa - þá leyfi ég! „Það er foreldranna að setja reglur og fram- fylgja þeim. Þeir eiga að segja við böm sín: „Það er sama hvað foreldrar annarra barna leyfa þeim að gera, þetta eru þær reglur sem gilda á okkar heimili og við setjum reglurnar hérna. Við getum ekki haft áhrif á neina aðra foreldra, en ég stjórna þér og ber ábyrgð á þínu uppeldi og stjórna mínu heimili og ég verð að fara eftir mínum eigin reglum.“ Það eru alltaf reglur innan allra heimila, bæði skráðar og óskráðar, og það er mjög mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir þeim reglum sem þeir vilja hafa á sínum heimil- um, í sambandi við útivistartíma, matmáls- tíma, háttatíma og svefntíma barna og það þarf stöðugt að endurtaka þessar reglur þann- ig að þær heyrist og skiljist. En það þurfa að koma útskýringar með reglunum, hvers- vegna nauðsynlegt sé að vera kominn heim fyrir ákveðinn tíma o.s.frv. Foreldrar þurfa að koma með skýringar á öllum sínum reglum og þeir mega ekki gleyma að tjá börnum sín- um væntumþykju sína á sama tíma. • Það sem marga foreldra í þessu þjóðfélagi virðist skorta er tími til þess að hlusta. Það er mjög mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín. Þeir þurfa að gefa sér tíma, setjast niður með þeim, hlusta á skoðanir þeirra og leysa úr vandamálum og eijum. Ef málin eru ekki rædd eða ákveðnar reglur settar, kemst los á að fylgja eftir bæði innan skóla og utan. Oft getur verið nauðsynlegt að leita faglegrar aðstoðar, annað hvort skólasálfræðings eða barnageðlæknis því oft geta geðlyf dregið úr hömluleysinu og árásarhneigðinni. Þverfagleg ráðgjöf er vanalega best.“ Útskúfun úr hópnum - Annað vandamál í skólum hér sem lítið er rætt, en veldur kvöl, en það er útskúfun sem börn og unglingar beita jafnaldra sína til að einangra þá frá hópnum. Oft eiga í hlut nemendur sem flust hafa á milli skóla, hverfa eða landshluta. Hvernig á að taka á slíkum málum? „Nauðsynlegt er að meta hvert tilvik fyrir sig. Oft getur ákveðin afbrýðisemi stuðlað að því að einstaklingi er hafnað, einhveijum ein- staklingi í bekknum getur fundist sér ógnað og fær svo alla í lið með sér gegn viðkom- andi. Krakkar geta verið miskunnarlausir. Þetta er ekki aðeins vandamál barnanna í bekknum, kennarinn þarf að vinna úr þessu með bömunum. Þar sem slíkt ástand hefur komið upp hefur gefist vel að kennarinn myndi lítinn hóp innan bekkjarins með tveim eða þremur einstaklingum og komi siðan þeim sem hefur verið hafnað inn í þennan litla hóp. Þegar kjarninn er myndaður er auðveld- ara að taka hann inn í bekkinn með hinum. Þessi leið hefur verið farin í mörgum skólum með góðum árangri." Félagslíf í skólum - óvirkir nemendur - Kennarar voru fyrrum virkir í félagslífi nemenda í skólum. Nú láta þeir stjórnina í hendur fárra nemenda sem mynda klíku. Aðrir nemendur verða óvirkir, finna sig utan garðs og leita annað eftir athygli. Hvaða áhrif getur félagsleg óvirkni haft á nemendur? „Höfnun særir tilfinningar. Fólk getur safn- að upp reiði og óöryggi sem getur brotist út í árásarhneigð. Það verður bældara og á erfið- ara með að tjá sig og leitar þá kannske frekar í áfengi til þess að geta opnað sig. Nemendur geta ekki einir borið ábyrgð á félagsstarfi, samvinna fólks á öllum aldri er alltaf -mikil- væg. Foreldrafélögin geta einnig hjálpað ungl- ingnum í félagslífinu. Ég tel að efla þurfi félagslíf í skólum í samvinnu við kennara og foreldrafélög og æskulýðsráð. Skólar eru heimili utan heimilis og þeir þurfa að standa krökkum opnir, þrif eiga ekki að standa í vegi fyrir eðlilegu félagsllfi eins og átt hefur sér stað í mörgum skólum hér.“ Of vægt tekið á afbrotum - tengja þarf orsök og afleiðingu - Er ekki of vægt tekið á afbrotum? Kom- ið hefur ítrekað fram að unglingum sem unn- ið hafa öðrum skaða er sleppt eftir að þeir hafa játað svo lengi sem þeir hafa ekki drep- ið eða hálfdrepið fórnarlambið. Hvert leiða þessi viðbrögð? „Ég tel það vera mikið vandamál að ekki skuli vera nægjanlega vel tekið á málum í dómskerfinu. Málsmeðferð er allt of löng og allt of mörgum er sleppt. Afbrotamál þarf að athuga gaumgæfilega og breyta meðferð- inni. Tengja þarf orsök og afieiðingu. Ungling- um þarf að vera ljóst að afbrotið hefur eitt- hvað í för með sér. Unglingar sem hafa mis- þyrmt fólki, en aðeins þurft að skrifa undir skýrslu eftir játningu og síðan sleppt, fá þau skilaboð að verknaðurinn hafi verið í lagi. Hér er brotalöm í kerfinu. Hlutirnir hafa til- hneigingu til að magnast frá atviki til atviks og endurtaka sig og slík hegðun gengur ekki til baka og læknast ekki af sjálfu sér. Þeir sem gera sig seka um síendurtekin afbrot þurfa á aðhlynningu og sérhæfðri meðferð að halda. Truflanir á starfsemi boðefna í heila geta verið til staðar hjá þessum einstákling- um. Ég trúi því að hjá unglingum sem beita ofbeldi en hafa enga ofbeldissögu innan fjöl- skyldu þeirra, sé orsökin líffræðileg eða erfða- fræðileg. Á undanfömum árum hafa geðlyf gjörbreytt lífi og hegðun þessara einstakl- inga, en gefa þarf samþykki sitt til að taka geðlyf." Fórnarlömb ofbeldis - Þeir unglingar sem hafa orðið'fyrir of- beldi og misþyrmingum fínna sig lengi hrædda og smáða og búa lengi yfir mikilli niður- bældri reiði. Hvernig er hægt að aðstoða þá við að komast yfir áfallið? „Þeir þurfa oft mikla hughreystingu og geðlæknis- eða sálfræðilega meðferð. Þeim er oft ekki sinnt meðferðarlega sem skyldi, líkt og eftir nauðganir, því miður. Áhrif of- beldis á þolanda fer eftir manngerðum og persónuleika hvers og eins og öðrum kringum- stæðum m.a. fjölskyldu stuðning og þroska einstaklingsins og aldri. En vanalega stuðlar ofbeldi að óöryggi, bælingu, kvíða og ótta og ofbeldi veldur oftast langvarandi reiði og taugaveiklunareinkennum. Þess má sjá glögg merki meðal þeirra sem hafa verið beittir ofbeldi að staðaldri eða til lengri tíma.“ Barnavernd og fyrirbyggjandi aðgerðum lítið sinnt - Málefni barna og unglinga hafa oft feng- ið yfirborðslega umræða en lítið reynt að leita róta vandans. Hvað er til ráða? „Hér er mjög algengt að gleyma eða af- neita staðreyndum. Takmarkaður áhugi hefur verið fyrir rannsóknum á börnum. Kennslu- staða í bama- og unglingageðlæknisfræði er ekki til innan læknadeildar Háskóla Islands og enginn áhugi eða skilningur fyrir því. Það þykir undarlegt vegna þess að við teljum okkur vera velferðarríki, en við erum ekki velferðarríki gagnvart börnum og unglingum þegar litið er á rannsóknastörf eða kennslu- stöður innan háskólans. Við skiljum heldur ekki að börnin eru 100 prósent framtíð þjóðar- ihnar. Við eyðum mun minna í rannsóknir og heilbrigðisþjónustu fyrir börn en nágranna- þjóðirnar. Þegar fólk hefur kynnt sér þessar staðreyndir kemur ofbeldið ekkert á óvart, það er eðlileg afleiðing. Við höfum hunsað svo margt í barnavernd sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa byggt upp í miklum mæli á síðustu 60-70 árum. Bamavernd á hinum Norðurlöndunum hefur tekið mið af uppbyggingu sérstaklega í grunn- skólakerfinu. En Island taldi sig ekki til margra ára hafa efni á að koma inn í þessa barnavernd með hinum Norðurlöndunum. Það er margt í reglugerðum hér sem er brotið en ætti að vera framfylgt svo hægt sé vinna á markvissari hátt að velferðarmálum barna og unglinga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.