Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMiMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993
ATVIN N U A UGL YSINGA R
„Au pair“
- Þýskaland
Þýsk hjón með ársgamalt barn óska eftir
„au pair“ frá 1. janúar 1994.
Upplýsingar í síma 9049 9560 8331 (Unnur).
Management Strategy & Search
Framleiðslustjóri
Fyrirtæki með alþjóðieg umsvif innan fiskiðn-
aðar óskar eftir að ráða framleiðslustjóra.
Fyrirtækið sem starfar innan fiskiðnaðar óskar
eftir manni í stöðu framleiðslustjóra í eitt fyrir-
tækja sinna. Fyrirtækið sem um ræðir er í
Danmörku og starfa þar um 600 manns. Fram-
leiðsluvörurnar eru fjölbreyttar, m.a. frystar
vörur, reyktar og niðursoðnar. Framleiðslu-
stjórinn ber ábyrgð á allri framleiðslunni.
Óskað er eftir starfsmanni á aldrinum 35-45
ára með háskólamenntun tengdri fiskiðnaði
og reynslu í stjórnunarstörfum. Kunnátta í
Norðurlandamáli nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir: Ejvind Skov,
Management Strategy & Search,
Bjergevej 17A, DK-5600 Fáborg, Danmörk.
Sími: 90 45 62 61 75 75,
bréfasími: 90 45 6261 95 75.
SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA
FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM
Komdu vestur!
Þroskaþjálfar!!
Þvf ekki að breyta til og reyna sig á
nýjum vettvangi?
Svæðisskrifstofa óskar eftir að ráða
þroskaþjálfa í eftirtalin störf:
Reykhólar
Á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra,
Vestfjörðum, er nýbúið að opna skrifstofu á
Reykhólum.
Starfssvið skrifstofunnar er að sinna stuðn-
ingi og ráðgjöf við fatlað fólk í Austur-Barða-
strandarsýslu.
Mikil áhersla er lögð á samvinnu við sveitar-
félagið og húsnæði er þegar til staðar fyrir
væntanlegan starfsmann.
Reykhólar eru í 280 km fjarlægð frá Reykja-
vík. í Reykhólahreppi búa 370 manns en
helsti þéttbýliskjarninn er á Reykhólum. Þar
er öll nauðsynleg þjónusta, s.s. verslanir,
skóli, leikskóli, heilsugæsla o.fl. Svæðið er
kjörið til útivistar og þar er t.d. að finna eina
bestu sundlaug landsins.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1993.
Nánari upplýsingar gefa Laufey Jónsdóttir
framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu í síma
94-5224 og Bjarni P. Magnússon sveitar-
stjóri Reykhólahrepps í síma 93-47880.
ísafjörður
Á ísafirði er vistheimilið Bræðratunga. Þar
búa 7 manns ásamt því að þar er rekin
skammtímavistun og dagvistun. Mikil vinna
er lögð í það að gera breytingar á starfsem-
inni í tengslum við breyttar áherslur í þjón-
ustu við fatlað fólk.
Við leitum að þroskaþjálfa sem er tilbúinn
til að vinna í samræmi við markmið stofnun-
arinnar. Við bjóðum á móti skernmtilegt
starfs-umhverfi, góðan starfsanda, góðan
stuðning og upplýsingastreymi.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1993.
Allar nánari upplýsingar gefa Laufey Jóns-
dóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu í
síma 94-5224 og Erna Guðmundsdóttir for-
stöðukona í síma 94-3290.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
-gulliðtækifæri
Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar eða
eftir nánara samkomulagi á 30 rúma bland-
aða legudeild. Afbragðs vinnuaðstaða. Sláið
á þráðinn og kannið kjörin.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri,
Hörður Högnason (hs. 94-4228), og deildar-
stjóri, Rannveig Björnsdóttir (hs. 94-4513),
í síma sjúkrahússins á dagvinnutíma,
94-4500.
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra Náttúruverndar-
ráðs er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 26. nóvember 1993.
Umsóknir sem greini frá starfsferli og mennt-
un óskast sendar formanni Náttúruverndar-
ráðs, Hlemmi 3, pósthólf 5324,125 Reykjavík.
Náttúruverndarráð.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun
óskast til starfa á neðangreinda leikskóla:
Leikgarður v/Eggertsgötu, s. 19619.
Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810.
Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488.
Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi
leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Vísindaráð - Rannsóknaráð rfkisins
Alþjóðafulltrúi
Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins vilja
ráða sameiginlegan starfsmann tímabundið
til eins árs í stöðu alþjóðafulltrúa.
( starfinu felst m.a. eftirfarandi:
★ Umsjón með miðlun upplýsinga til inn-
lendra aðila um áætlanir Evrópubanda-
lagsins á sviði rannsókna og tækniþró-
unar og um aðra alþjóðasamvinnu á
sviði rannsókna.
★ Aðstoð við fulltrúa í stjórnarnefndum
Rammaáætlunar Evrópubandalagsins
um rannsóknir og tækniþróun.
★ Þátttaka í norrænum samráðsnefndum
umframkvæmd rannsóknaáætlana EB.
★ Umsjón með útgáfu sameiginlegs frétta-
bréfs ráðanna, svo og annars upplýs-
ingaefnis sem varðar starfsemi þeirra.
Krafist er háskólamenntunar á sviði vísinda
eða tækni, kunnáttu í ensku og einu Norður-
landamáli, svo og góðrar ritfærni á íslensku.
Æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu
af notkun tölvu til ritvinnslu og til gagnamiðl-
unar og jafnframt að hann þekkti nokkuð til
rannsóknastarfsemi á íslandi.
Um launakjör fer eftir reglurh um störf opin-
berra starfsmanna.
Frekari upplýsingar veita framkvæmdastjórar
ráðanna.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun,
reynslu og fyrri störf, sendist Rannsóknaráði
ríkisins, Laugavegi 13, eða Vísindaráði, Báru-
götu 3, fyrir 15. nóvember nk.
Framtíðarstarf
Við óskum eftir að ráða starfskraft í þjónustu-
deild okkar.
Starfssvið er almenn skrifstofuvinna í þjón-
ustudeild, þ.á m. utanumhald viðhaldssamn-
inga og verkbeiðna ásamt símavörslu.
Hér er um spennandi framtíðarstarf að ræða
hjá traustu fyrirtæki.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða
samstarfshæfileika og góða almenna tölvu-
kunnáttu (ritvinnsla/töflureiknir).
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
okkar fyrir 15. nóvember nk.
HP á Islandi hf.,
Höfðabakka 9,
112 Reykjavík.
fBORGARSPÍTAIINN
Hjúkrunarfræðingar
Á öldrunardeild B-5 er laus 60% staða hjúkr-
unarfræðings á næturvaktirfrá 1. desember nk.
Á Borgarspítalanum vinnur stór hópur hjúkr-
unarfræðinga sem leggur metnað í að veita
sjúklingum sem besta hjúkrun. Mikið er lagt
upp úr góðri samvinnu, tækifærum til sí-
menntunar og þróun hjúkrunar.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri starfsmannaþjónustu í síma
696356.
Læknafulltrúi - geðdeild
Læknafulltrúi óskast til starfa við geðdeild.
Um fullt starf er að ræða.
Upplýsingar um starfið gefur Gerður Helga-
dóttir, deildarstjóri, í síma 696301 milli kl. 9
og 11 f.h.
Innkaupa- og sölu-
stjóri
Fyrirtækið er öflugt og rótgróið innflutnings-
og smásölufyrirtæki með aðsetur í Reykjavík.
Starfið felst í stjórn á innkaupum, markaðs-
og sölumálum. Einnig samskiptum við er-
lenda aðila og áætlanagerð ásamt umsjón
með starfsmanna- og skrifstofuhaldi tengdu
innflutningi og sölu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu við-
skiptamenntaðir og hafi víðtæka reynslu af
heildsölurekstri. Starfið krefst þess að við-
komandi sé ákveðinn og röggsamur. Góð
enskukunnátta skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvem-
ber nk.
Tekið er á móti umsóknum á skrifstofunni,
sem opin er frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf. W
Skólavörðustig ta - 101 Reykjavlk - Simi 621355
Tæknimaður
Þekkt þjónustfyrirtæki óskar að ráða tækni-
mann.
Starfið felst í uppsetningu, ráðgjöf og þjón-
ustu vegna iðnstýritækja/iðnstýritölva ásamt
tengdum verkefnum.
Óskað er eftir iðnfræðingi, tæknifræðingi
eða verkfræðingi sem einnig hefur menntun
og starfsreynslu af rafvirkjastörfum.
Viðkomandi þarf að þekkja PC umhverfið.
Við leitum að aðila sem hefur gaman að
fást við krefjandi verkefni og vinna sjálf-
stætt.
Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússon frá
kl. 9-12 í síma 679595.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs
á eyðublöðum, er þar liggja frammi, merkt-
ar: „Tæknimaður", fyrir 13. nóvember nk.
RÁÐGAFÐURhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI686688