Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 17
17 ábyrgð á eigin heilsu en ekki ein- göngu læknar og spítalar. Samhæfa megi betur það forvarnarstarf sem víða er í gangi. Guðmundur Ámi segir að hvað þjónustugjöld varði séu menn nú komnir að ákveðnum mörkum. Gallinn við þjónustugjöld sé sá að þau leggist eingöngu á þá sem nota þjónustuna og í sumum tilvikum mjög þungt. „Eg held við séum komnir að ákveðnum mörkum með þjónustugjöldin sem tekjuöfl- unarkerfi fyrir heilbrigðisþjón- ustuna en sem stjórntæki í eftirliti held ég að við ættum ætíð að vera opin fyrir því að halda þjónustu- gjöldum úti.“ Engar ákvarðanir nema með mínu samþykki - Hvernig urðu þessar sparnað- artillögur til sem hafa orðið hvað umdeildastar, þ.e. heilsukortin, að ríkið hætti að reka leikskóla fyrir heilbrigðisstéttir og aflagning vist- heimilisins í Gunnarsholti? „Þú nefnir þessar þrjár tillögur í samhengi. Fyrst menn vilja halda því fram að ég sé á hröðum flótta undan þeim öllum, vil ég segja að það er misskilningur. Sem sveitar- stjórnarmaður hef ég lengi velt því fyrir mér hvað réttlæti það að ríkið standi í leikskólarekstri, verkefni sem sveitarfélögin eiga lögum sam- kvæmt að hafa með höndum. Mark- mið mitt var ekki að leggja leikskól- ana niður heldur spara fé, færa verkefnið í réttar hendur. Heildar- útgjöld ríkisins vegna leikskólanna eru sennilega 230 milljónir króna á þessu ári. Mér sýnist að sú lausn til aðlögunar og sátta sem nú er á borðum skili 150 milljónum króna. Framlag ríkisins mun svo lækka ár frá ári eftir því sem þau börn sem þar eru nú eldast og færast upp í grunnskóla. Varðandi Gunn- arsholtið er það sama uppi á ten- ingnum. Ég Iýsti því yfir að þar væri ekki virk áfengismeðferð í gangi eins og skilgreining í forsend- um fjárlaga gerir ráð fyrir. í ljós hefur komið að þar er starfsemi sem heyrir undir aðra opinbera aðila en heilbrigðisráðuneytið. Þar eru til dæmis fyrrverandi fangar sem tengjast dómsmálaráðuneyti og heimilislausir án framfærslumögu- leika, sem eru þar með verkefni félagsmálaráðuneytis og sveitarfé- laga. Þessi tvö mál eru að fá far- sæla lausn þar sem allgóð sátt er um niðurstöðu og tilætluðum sparn- aði náð að stærstum hluta og það hlýtur að vera jákvætt, eða hvað? í ágústmánuði þegar verið var að undirbúa fjárlagafrumvarpið lýsti ég því yfir að sparnaður í heilbrigð- is- og tryggingamálum næðist tæp- ast þriðja árið I röð nema nýjar tekjur kæmu inn. Ég lagði til að innheimt yrði sérstakt sjúkratrygg- ingariðgjald sem legðist á fólk eftir tekjum þess. Það var ekki orðið við þeim hugmyndum á þeim tíma og niðurstaðan varð hugmynd um valkvætt nefgjald, sama gjald á alla sem greiddu. Svo þegar lands- fundur samstarfsflokksins var með svipaðar tillögur og ég kynnti í ágúst þótti mér eðlilegt að rifja þær upp og taka þær upp á nýjan leik. Þetta er ekki til lykta leitt í ríkis- stjóm. Deilan milli mín og fjármála- ráðherra snýst um það hvemig gjaldtöku fyrir sjúkratrygginga- skírteini verður háttað. En það verða auðvitað engar ákvarðanir teknar um fyrirkomulag í heilbrigð- ismálum nema með mínu sam- þykki." - Þú talar um að í ljós hafí kom- ið að fyrrverandi fangar væra í Gunnarsholti og í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að umræða um ákvörðun þína hafi leitt hitt og þetta í ljós. Hefði ekki verið eðli- legra að athuga fyrst hvaða starf- semi færi fram í Gunnarsholti og leggja svo fram tillögur? „Við vissum nákvæmlega hvers eðlis starfsemin var. Það er ekkert nýtt að koma upp úr kafinu enda em forsendur mínar óbreyttar. Þama er ekki virk áfengismeðferð og þess vegna get ég ekki forsvar- að það að heilbrigðisráðuneytið haldi úti þessu heimili fyrir þessa fjármuni. Heilbrigðisráðuneytið ætlar ekki að leggja 40 milljónir í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1993 Einhverra hluta vegna eru sjúkrahús úti um land, sem mörg hver eru ágæt- lega búin, ekki nýtt sem skyldi af heima- mönnum. Fyrstu tölur sem ég hef séð frá Ríkisend- urskoðun sýna að það er mjög algengt að læknareru að vinna á mörgum stöðum og taka laun úr ólíkum áttum. þetta og það stendur." - En er þetta ekki mikill hvellur í því skyni að færa peninga til inn- an ríkiskerfisins? „Það er spurning hvort það þurfi yfirleitt þessar 40 milljónir. Ég held að kostnaðurinn við heimilið sé mikill miðað við þá þjónustu sem þar er veitt og hægt sé að ná hon- um niður með ítarlegri skoðun og ákveðnum áherslubreytingum í rekstrinum. Kannski má fjölga vist- mönnum, kannski má leggja meiri áherslu á þá vinnu sem vistmenn inna af hendi og e.t.v. má spara í útgjöldum til fangelsismála á sama tíma og verkefni flytjast þangað." - En sýna ekki þessar sífelldu breytingar á tillögum þínum að þær voru illa undirbúnar? „Nei, alls ekki. Allar góðar tillög- ur þurfa þróun og umræðu þar til þær verða að veruleika. I aðra rönd- ina er ég sakaður um að vera ein- strengingslegur en í hina ístöðu- laus. Það er erfitt að gera öllum til hæfis. Ætli sannleikurinn liggi ekki einhvers staðar þarna á milli. En ég skal fúslega viðurkenna að mín- ar tillögur eru ekki rökheldar frem- ur en annarra. Ég held að í öllum meginatriðum hafi tillögur mínar verið vel ígrundaðar og þær séu að skila sér. Ef hægt er að ná sparn- aði án verulegrar skerðingar á þjón- ustu, tel ég að það sé ekki hægt að standa betur að verki.“ Heimsmet í áfengismeðferð - í fjárlagafrumvarpinu fyrir ár- ið 1994 er niðurskurður vegna áfengismeðferðar áberandi. Hvað liggur þar að baki? Er þar einhver grundvallarstefnumótun á ferðinni? „Þetta er m.a. spurning um skil- greiningar. Eru Gunnarsholt og Víðines áfengismeðferðarstofnanir eða vistheimili fyrir aldraða - eða eitthvað þar á milli? Hin hliðin er sú að ég tel tímabært eftir frábær- an árangur í áfengismeðferð fyrir tilverknað SÁÁ, hvítasunnumanna, áfengismeðferðarskorar Ríkisspít- alanna o.fl. að staldra við. Utlend- ingar reka upp stór augu þegar þeim er sagt að 5% íslendinga hafi farið í áfengismeðferð. Ég held að það sé óhætt að segja að það sé heimsmet. Framboðið á áfengis- meðferð hérlendis er mun meira en annars staðar. Og erlendis hefur orðið viðhorfsbreyting í þessum efn- um. M.a. í Bandaríkjunum er aukin áhersla á dagdeildir en minni á lok- uðu deildirnar. Þetta eru ekki eins dýr úrræði og ef þau skila sama árangri er eðlilegt að skoða það. E.t.v. hafa forvarnir einnig setið á hakanum. Er ekki eðlilegt að ræða þessi mál? Hins vegar er umtals- verðum fjárhæðum varið til þessa málaflokks hér eftir sem hingað til.“ - Þú nefnir Víðines. Af hverju hefur forstöðumanninum þar verið vikið úr starfí? „Víðines er sjálfseignarstofnun sem notið hefur rekstrarstyrkja. Eftir umræður innan stofnunarinn- ar urðu menn sammála um að reyna samstarfsverkefni ráðuneytis og stofnunarinnar í þijú ár. Um þetta var fullt samkomulag og enginn þrýstingur héðan úr ráðuneyti um þessi mál. Við gerðum samkomulag um ákveðna hluti og ákveðinn for- stöðumann og það hvemig stofnun- in leysir sín innanbúðarmál að öðru leyti er hennar mál, þar með talin samskipti við forstöðumann. Það er ekki mál ráðuneytisins.“ - Hvað segir þú um hugmyndir í þá veru að nú þurfí að fara að forgangsraða sjúkdómum og sjúk- lingum? „Þessi siðfræðilega umræða hef- ur átt sér stað víða um heim en minna hér. Hluti af henni snýst um líf og dauða, svosem vegna öndun- arvéla, og hvenær eigi að hætta tilraunum til beinna' lækninga. Ég held að við eigum að takast á hend- ur þessa vandmeðförnu og oft og tíðum viðkvæmu umræðu. En við eigum ekki undir neinum kringum- stæðum að gera það undir formerkj- um sparnaðar. Við eigum að ræða þetta á grundvelli hinpa siðferðilegu spurninga. Við búum við gott og traust heilbrigðiskerfi. Hæft starfs- fólk, góðan aðbúnað og almennt sem betur fer heilsuhrausta þjóð. Ég vil treysta og styrkja þessa þjón- ustu. Það er vel mögulegt án þess að veruleg aukin fjárútlát fylgi í kjölfarið. Almenn hreinskiptin um- ræða er nauðsynleg til að ná þeim markmiðum. Að þessu vil ég . stuðla." MEÐ VISA Á AFMÆLISÁRI! 50 þúsund króna fríúttektir mánaðarins komu á eftirtalin „Lukkunúmer": 11944 og 46104 (Reykjavík) (Reykjavík) Bingó - Andespil Félagið Dannebrog heldur sitt árlega matarbingó í dag, sunnudaginn 7. nóvember, kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105. Húsið opnað kl. 20.00. Stjórnin. Felag harmonikuunnenda heldur skemmtifund íTemplarahöllinni við Eiríksgötu kl. 15.00 í dag. Þessi fundur er tileinkaður Jóhannesi Jóhannessyni, sem um árabil lék fyrir dansi, en auk þess var Jóhannes ágætt tónskáld og mörg laga hans leikin enn á dansleikjum. Allirvelkomnir. Skemmtinefndin. Jótið Jólanna á Kanarí Fluglei slcipul jólafag ffyrir farþeg sína SOIGULLIN JÓLASTEMNING ÁKANARÍEYJUM Tveggja vikna ferð 22. des. - 5. jan. á mann m.v. hjón með 2 börn (2ja - 15 ára) í smáhýsi í Koala Garden. Verð frá 76.770 kr.* á mann m.v. tvo Innifalið í verði: flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli á Kanaríeyjum, íslensk fararstjórn. Okkar þaulreyndi fararstjóri, Auður Sæmundsdóttir, verður á staðngm. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) £ FLUGLEIDIR Traustur fslenskur ferðafélagi *FlugvaUarskattar innifaldir. Forfallagjald, 1.200 kr., er ckki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.