Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 Ofboðslega dauðvona ________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir ÚT ÚR MYRKRINU Höfundur og leikstjóri: Val- geir Skagfjörð Umsjón með útliti: Gerla Sýningarstaðir: Skólar og vinnustaðir „Út úr myrkrinu" fjallar um hið viðkvæma mál „alnæmi"; sjúkdóm sem hefur lagt svo marga að velli að honum má líkja við faraldur á borð við „svarta dauða“. En umfjöllunin í verkinu snýst ekki um hinn veika - held- ur fordómana sem „hinir“ hafa gagnvart sjúkdómi þessum. í verkinu hefur konu einni, Erlu, verið falið áð hanna upplýs- ingaherferð í tengslum við sjúk- dóminn. Henni til fulltingis er ungur maður, Ari, og þau eru eiginlega alveg strand með það hvemig taka skuli á málinu. Hvorugt þeirra veit mikið um það og þegar annar ungur maður, Kalli, býður þeim aðstoð sína, hafna þau henni vegna þess að hann er hommi og málið því of skylt honum; hann hefur misst vin sinn úr alnæmi. Þau Erla og Ari vilja vel en eru of fáfróð til að vinna af viti úr því sem þau hafa í höndunum. Þau leita að slagorðum í stað fræðslu eins og „Settu öryggið á oddinn“ og vilja skreyta þau með myndum af „einhvetjum sem er ofboðs- lega dauðvona". Tilfínningin fyr- ir því sem þau eru að gera er alveg í réttu hlutfalli við fáfræði þeirra. Eftir stutt spjall við Kalla verður þeim ljóst að þau eru á villjgötum og enn á upphafsreit. í leikritinu er ekki beint talað um fordóma og lífi alnæmissjúkl- ings er ekki lýst, heldur skiptast persónurnar á skoðunum um þessa þætti og leiðir til að yfir- vinna fordóma; fordóma sem beinast að hommum, því auðvit- að leggst sjúkdómurinn ekki að- eins á þá; fordóma sem beinast að þeim sýktu og ótta bæði sam- kynhneigðra og gagnkyn- hneigðra við að fara í eyðnipróf. Þetta er skrambi vel skrifað verk, og ekki undarlegt að það skyldi fá verðlaun í samkeppni sem efnt var til á vegum Lands- nefndar um alnæmisvarnir. Ég verð að segja að eftir að hafa séð stóreflisverk um sama „þema“ í Borgarleikhúsinu, svar- aði þetta litla verk Valgeirs fleiri spurningum en það. Úrvinnsla leikhópsins er líka mjög góð. Leikararnir Ingrid Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Ólafur Guð- mundsson fara með hlutverkin og gera vel; þetta er allt nokkuð stressað nútímafólk; þau Erla og Ari eru með dátla siðblindu á öðru auga hvað varðar eigið líf- erni en búa sér til annan staðal fyrir homma. Kalli hefur nánast sætt sig við fordómana og í lok verksins veit maður að þessi þrenning mun finna flöt á því verkefni sem hún hefur með höndum. Umgjörð verksins er sniðug- lega hugsuð og búningar vand- aðir og smekklegir. Leikstjórnin er góð og ekki erfítt að mæla með þessari sýningu við vinnu- staði og skóla. Langholtskirkja Langholtskirkja Strengjakvartett Caput- hópsins leikur í messu í MÖRGUM kirkjum landsins er látinna minnst á allra heilagra messu sem er í dag, sunnudag. í Langholtskirkju hefur skapast sú hefð að „Minningarsjóður Guð- laugar Bjargar Pálsdóttur" hefur kostað sérstakan tónlistarflutning í þessari messu. Guðlaug var félagi í Kór Langholtskirkju, en hún lést af slysförum í febrúar 1986. Minn- ingarsjóðurinn var stofnaður af fjöl- skyldu hennar m.a. til að styðja kór Ls.ngholtskirkju. Að þessu sinni er það strengja- kvartett „Caput-hópsins“ sem spilar fyrir kirkjugesti ásamt fullskipuð-' um Kór Langholtskirkju. Kvartett- inn skipa þau Auður Hafsteinsdótt-' ir, Zbigniew Dubik, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Kvartettinn mun einnig leika í tuttugu mínútur fyrir messu, en hún hefst kl. 11. Borís Jeltsín fær samþykkta nýja varnarstefnu í Rússlandi Hugmyndafræðinni hafn- að en staða hersins styrkist BORÍS N. JELTSÍN, forseti Rússlands, hefur nú fengið sam- þykkta nýja varnarstefnu herafla Rússlands, sem felur í sér brotthvarf frá hugmyndafræði kalda stríðsins og viðbúnaði vegna hugsanlegrar gjöreyðingarstyrjaldar. Nýja stefnan kveð- ur á um algjör og mikilvæg umskipti á vettvangi rússneskra öryggis- og varnarmála. í pólitísku tilliti skiptir ef til vill mestu að Jeltsín hefur komið til móts við kröfur herforingja og þarf sú staðreynd ekki að koma á óvart þar sem það var með stuðn- ingi þeirra sem Rússlandsforseti braut á bak aftur mótspyrnu andstæðinga sinna í uppreisninni blóðugu í Moskvu. Hvort eftir- gjöf og aðlögun Jeltsíns á þessu sviði er áhyggjuefni er hins vegar önnur og flóknari spurning en fullyrða má að svigrúm yfirmanna Rússlandshers hefur verið aukið til muna. Ný stefna mótuð BORÍS Jeltsín á fundi um varnarstefnuna nýju með öryggisráði Rússlands en í því eiga m.a. sæti Gratsjov varnarmálaráðherra (t.v.), Gaidar.aðstoðarforsætisráðherra og Tsjernomyrdín forsæt- isráðherra. Hin nýja varnarstefna herafla Rússlands var kynnt í Moskvu síðasta miðvikudag en nú þegar plagg þetta, sem er 23 síður, hef- ur litið dagsins ljós má segja að lokið sé starfi sem Míkhaíl S. Gorbatsjov, síðasti Sovétleiðtog- inn, hóf á valdatíma sínum. Því tókst honum ekki að ljúka vegna þeirra harðvítugu deilna sem urðu vegna breytinga þeirra sem hann boðaði. „Klassískri" herfræði hafnað Hvert er hið raunverulega bak- svið þeirra breytinga sem nú hafa verið ákveðnar? Viðbúnaður her- afla Sovétríkjanna/Rússlands miðaðist einkum við tvennt: hina hugmyndafræðilegu baráttu kalda stríðsins með tilheyrandi gjöreyð- ingarógn og „klassíska" her- fræði landveldis, sem mótaðist upprunalega af innrás Napó- leons í byijun 19. aldar og síðar af reynslunni úr seinni heimsstyrjöldinni. Frá þessum tveimur grundvallarþátt- um hafa Rússar nú horfíð. Það var Pavel S. Gratsjov, vam- armálaráðherra Rússlands og mik- ilvægasti stuðningsmaður Jeltsíns í uppreisn andstæðinga forsetans í októbermánuði sem kynnti her- fræðikenninguna nýju. Athygli vekur einnig að Viktor S. Tsjemo- myrdín, forsætisráðherra, skýrði frá því að stjómvöld hefðu ákveð- ið að auka stórlega aðstoð við hermenn þá og fjölskyldur þeirra sem nú flykkjast til fóstuijarðar- innar eftir að hafa dvalist í lep- príkjunum fyrrverandi í Austur- Evrópu og í Iýðveldum Sovétríkj- anna sálugu. Á yfírborðinu vekur ef til vill mesta athygii að Rússar hafa nú horfið frá þeirri yfirlýsingu, sem gefín var út í valdatíð Leoníds I. Brezhnevs, að Sovétmenn myndu aldrei verða til þess að beita fyrst- ir kjarnorkuvopnum í hugsanleg- um ófriði. Þessa yfírlýsingu tóku vestrænir herfræðingar aldrei al- varlega. í plagginu segir að heim- ur án kjarnorkuvopna megi að sönnu heita æskilegt ástand en hins vegar er ekki lengur kveðið á um að það sé iokamarkm- ið öryggis- og vamarstefnu rússneska rík- isins. Þvert á móti kveðast Rússar nú áskilja sér rétt til að beita hvers kyns vopnabúnaði í varnarskyni, þ.m.t. kjamorku- vopnum, verði þeir fyrir árás ríkis sem ræður yfír gjöreyðingarvopn- um eða bandamönnum þess ríkis. Hið sama gildir verði Rússland fyrir árás ríkis sem ræður ekki yfír kjamorkuvopnum en hefur ekki staðfest NPT-sáttmálann um takmarkanir útbreiðslu kjarnorku- vopna. Þessi setning er athyglis- verð þar sem hún virðist einkum taka til Úkraínu. Stjómvöld þar hafa lýst yfir því að landið verði í framtíðinni kjarnorkuvopnalaust ríki en jafnframt þráast við að staðfesta gerða afvopnunarsamn- inga. Þar em staðsett langdræg sovésk/rússnesk kjamorkuvopn en stjóm þeirra er í höndum Rússa. í Úkraínu hefur ákaft ver- ið deilt um framtíð kjarnorkuvopn- anna í landinu og hafa þær deilur magnast fremur en hitt að undan- förnu. Hraðsveitir og friðargæsla Nýja varnarstefnan er á hinn bóginn ekki síst athyglisverð fyrir þær sakir að hún kveður á um að heraflinn geti látið til sín taka í þjóðlífínu með afdráttarlausari hætti en áður og í henni er einnig að fínna klásúlur þess efnis að beita megi heraflanum í friðar- gæsluskyni í nafni Sameinuðu þjóðanna eða í samræmi við gerða samninga í þá vem utan landa- mæra Rússlands. Nú þegar hefur Rússlandsher verið beitt í nokkr- um fyrrum Sovétlýðveldum og mesta athygli hefur hernaðaríhlut- un Rússa í borgarastyijöldinni í Georgíu vakið. Þessi grein stefnu- skrárinnar nýju innsiglar réttmæti slíkra afskipta og skapar mögu- leika á rússneskum „varnarstöðv- um“ í nágrannaríkjunum. í plaggi Gratsjovs er einnig að fínna ákvæði þess efnis að kalla megi til heraflann til að aðstoða lögreglu- og sérsveitir við að bijóta á bak aftur innanlandsátök og til að veija hernaðarlega mikil- vægar byggingar. í annarri at- hyglisverði efnisgrein segir að heraflinn áskilji sér rétt til að fara yfír landamæri Rússlands til að hrinda árás. Mynda á hraðsveitir sem geta látið til sín taka með litlum fyrirvara í svæðisbundnum átökum, sem ekki teljast ógna öryggishagsmunum Rússa. Þá er ekki að fínna í plagginu eldra fyr- irheit um að heraflinn verði skor- inn niður í eina og hálfa milljón manna. Ó;alin er hins vegar sú efnis- grein varnarstefnunnar nýju sem reynast kann sérstakt áhyggjuefni með tilliti til lýðræðisþróunarinnar í Rússlandi. I henni segir að her landsins muni ekki einungis standa vörð um fullveldi og land- fræöilega einingu Rússlands held- ur sé honum einnig ætlað að tryggja að ekki verði vegið að rótum „stjórnarskrárkerfisins“ í bókstaflegri þýðingu. Valdabar- átta Borís Jeltsíns og andstæð- inga hans snerist að forminu til um túlkun á stjórnarskránni og ákvæði hennar um skiptingu valdsins. I lagalegu tilliti -og þá án nokkurrar skírskotunar til þeirrar staðreyndar að þingið hafði ekki verið kjörið með lýð- ræðislegum hætti- var sú ákvörð- un forsetans að leysa þingið upp í besta falli vafasöm. Vitað er að nokkrir herforingjar lýstu yfir því að þeir teldu að herinn ætti ekki að hafa afskipti af valdabarátt- unni og vísuðu þeir þá til gildandi laga. Þessi rök hundsuðu æðstu yfirmenn hersins er þeir ákváðu að valdi skyldi beitt gegn stjómar- andstæðingum í Hvíta húsinu í Moskvu í byijun októbermánaðar. Svæðisbundin átök og hagsmunir Rússa Að ýmsu leyti hefur herafli Rússlands nú tekið upp viðmið og kennisetningar sem löngum hafa verið viðurkennd á Vesturlöndum. Þetta á ekki síst við um þann hugmyndafræðilega kjarna sós- íalískrar baráttu og framþróunar sem lá eldri varnarstefnu til grundvallar. Með lokum. kalda stríðsins hafa skapast ný viðhorf og öryggishagsmunir eru nú skil- greindir með öðrum hætti en áð- ur. í herfræðilegu tilliti miðast viðbúnaður Rússlandshers ekki lengur við stórorrustur á landi í Evrópu heldur beina menn sjónum sínum að svæðisbundnum átökum og hagsmunum Rússa á þeim upplausnartímum þjóðernisólgu og óvissu sem nú ríkja. Hvað stjórnmálin varðar er ljóst að rödd hersins hljómar nú sterkar en áður. Auk varnarstefnunnar nýju nægir í því viðfangi að vísa til stefnubreytingar Jeltsíns varð- andi stækkun NATO til austurs og yfírlýsinga herforingja, þ.á m. Gratsjovs varnarmálaráðherra þess efnis að heimkvaðning her- sveita frá Lettlandi og Eistlandi sé öldungis háð því að hagsmunir aðfluttra Rússa í ríkjum þessum verði virtir. BAKSVID eftir Ásgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.