Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 HREINLÆTISTÆKI Baðkör Formað með arm- hvílum, króm- handföngum og hljóðeinangrun 170x75 Kr. 10.900 160x75 Kr. 9.950 170x70 Kr. 6.940 160x70 Kr. 6.520 140x70 Kr. 5.790 WC sett með stút í vegg eða yfirbyggt í gólfm/harðri setu Kr 9.9?° Sturtubotnar 70x70 80x80 Kr. 2.650 Kr. 2.950 A vegg: 45x55 cm Kr. 2.490 35x45 cm Kr. 2.290 í borð: 55x47 cm Kr. 6.420 „ 64x52 cm Kr. 6.990 60x49 cm Kr. 10.790 Sturtuklefar Heill sturtuklefi m/horn- opnun eða framopnun. Með 80x80 cm. sturtu- botni, blöndunartæki, sturtustangarsetti, vatnslás o.fl. Kf- 29.893 Sturtuklefi (horn. PVC og Akryl-gler. Hvítir prófílar. Stærð: 70x70 cm. - . 80x80 cm. 9.13*» VCr. Sturtuklefi í horn m/öryggisgleri og hvít- um prófílum. Vandaðar rennihurðir m/segul- lokun. Stærðir: 70x70 cm. iQr 80x80 cm. !VQr> 90x90 cm. 17 Öfl verö eru stgr.verö rrWSK. Opið mánudaga tíl föstudaga 9-18. Opið laugardaga 10-16. - tryggmg FAXAFEN9 SÍMI 91-677332 I bláa fjarlægð Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur ekki farið mitið fyr- ir Þorgerði Sigurðardóttur í ís- lenzku myndlistarlífi og sýningar hennar hafa verið fáar og smáar. Hún hóf þó listnám svo snemma sem árið 1964, og hélt því áfram fram til 1989, en þó með löngum hléum. Það var fyrst á vinnustofu sinni á Lambastaðabraut 1 á Sel- tjarnarnesi 1990, að hún hóf umsvif á sýningarvettvangi. Eftir það hefur hún haldið 6 smáar sýningar úti á landi og í Finn- landi og Svíþjóð, og ekki getur sýning sú er hún heldur í Stöðla- koti og stendur til sunnudagsins 21. nóvember flokkast undir viða- meiri umsvif, þótt allmargar myndir séu á henni. Á sýningunni eru þó mun fleiri myndir en maður á að venjast á þessurn stað, en það stafar öðru fremur af því hve vel henni er komið fyrir og svo eru allmargar myndir í albúmi uppi á lofti og á borði. En þrátt fyrir allt er alls ekki þröngt um sýninguna og mættu fleiri taka Þorgerði sér til fyrirmyndar til að auka á fjöl- breytni sýninga á þessum stað. Állar eru myndirnar unnar í tréristu á alveg sérstakan hátt, því að ferlið er þannig að fyrst vinnur Þorgerður tréristuna og þrykkir hana, en síðan ristir hún í gagnsætt harðplast og leggur yfír tréristuna. En þær myndir er hún kennir á snjallan hátt við ýmis dagaheiti eru hins vegar hrejnar tréristur. Á neðri hæðinni vakti dökka myndaröðin (nr. 9-13) mesta at- hygli mína, en í þeim kenndi ég mesta stemmningu, en tvær aðrar myndir sóttu mjög á, sem voru nr. 8 „í sólhvítu éli“, en í henni eru formin mjög hrein og klár, svo og nr. 17 „I bláa fjarlægð“, sem býr yfir seiðmagnaðri stemmningu. Tærleiki einkennir myndina „Morgundagur" (24), en fínir litrænir vefir myndina „Upp- hafsdagur" (33), og það er heil- mikið af skógi í myndinni „Skóg- ardagur" í albúminu. í heild virkaði þessi sýning mjög þægilega á mig, en tæknin er full einhæf og skreytikennd á köflum og mikil átök við form og liti ekki merkjanleg. Nóg samt að vera að klára menntaskóla Kynning á verkum Njarðar P. Njarðvík ísafirði HAFBORG, nýjasta saga Njarðar P. Njarðvík, var kynnt á Isafirði um helgina í tilefni af 30 ára rithöfundarafmæli hans. Sagan byggir á æskuminningum skáldsins á ísafirði og gerist að mestu um borð í togaranum Hafborgu við veiðar í Víkurál og við Vestur-Grænland. Daglegt líf/ Larry Towell. Canada Magnum Photos fyrir The New York Times Magazine. „World Press Photo 93“ Prófessor Vésteinn Ólason kynnti ritverk Njarðar, en sjálfur las hann kafla úr Hafborgu, þar sem hann segir meðal annars frá því þegar hann sem aðstoðarmað- ur Hannesar á forhleranum óttast um að klemma hendur sínar sem voru vanari píanóleik en átökum til sjós. Hann sagðist þó ekki þora að hafa á því orð, nóg væri víst að því samt að vera að klára menntaskóla. Frásagan er lifandi og kunnug- leg togarasjómönnum auk þess sem Isfirðingar munu flestir kann- ast við áhöfnina um borð með ein- um eða öðrum hætti. Togstreitan á milli alvöru sjómannsins og menntaskóladrengsins kemur skemmtilega fram, þegar neta- mennirnir ætla að henda honum úr netabætingu, sem aðeins er á höndum reyndustu togaramanna, en verða að beygja sig, þegar skip- stjórinn rekur þá til að leyfa hon- um að sýna þekkingu netagerðar- mannssonarins, sem alinn var upp í netabætingum á Grænagarði. Svipað verður upp á teningnum þegar Hannes slasast og bókaorm- urinn er látinn taka við hinu mikla ábyrgðarstarfí forhleramannsins en gengið fram hjá eldri sjómönn- um um borð. Hann nær vel að lýsa andrúm- inu í hinu þrönga mannlífi tog- araáhafnar og togstreitunnar milli mannanna sem hafa gert sjó- mennskuna að ævistarfi og flestir byijað mjög ungir og unga menntamannsins sem kominn er af sjómönnum en stefnir frá borði til gagnslítils náms í skólum þar sem jafnvel er kennd latína. Bókmenntakynningin var á veg- um Menningarráðs ísafjarðar, Bókaútgáfunnar Iðunnar og Framhaldsskóla Vestfjarða og stjórnaði formaður Menningarráðs Geirþrúður Charlesdóttir athöfn- inni. Á milli atriða söng Guðrún Jóns- dóttir við undirleik Beátu Joó. Úlfar. List og hönnun Bragi Ásgeirsson Verzlunarmiðstöðin Kringlan hýsir fram til þriðjudagsins 16. nóvember hina árlegu sýningu heimspressunnar „World Press Photo“. Þessa sýningu sá ég á Þjóðminja- safninu í Kaupmannahöfn í sept- ember sl. og virðist mér einungis helmingur hennar hafa ratað hing- að. Eg skoðaði hana mjög vel, bæði við komuna og svo aftur þegar ég var að fara, en hún var sett upp í rúmgóðum forsal safnsins. Þetta er ótrúlega fínt safn sem Danir hafa endurbyggt og mununum vel fyrir komið enda var múgur og margmenni í byggingunni þennan sunnudagseftirmiðdag. Fólkið var á öllum aldri og rýndi vel og lengi á munina og af nógu var að taka. Og af hverju er slíkt ekki frétta- efni fór ég fljótlega að velta fyrir mér við skoðun myndanna er fólk leitar þannig á vit fortíðarinnar með vakandi skilningarvitum og er áhugasamt og ánægt? Nei, í stað þess virðist enn eitt árið í röð helst það vera fréttaefni, sem lýsir mestu hörmungunum og mestu grimmdinni. Heimurinn er vissulega fullur af grimmd, en hann á sér h'ka aðrar og bjartari hliðar og þær eru ekki síður spennandi. Gleði og hamingja virðast vera orðin að fágæti hjá fréttaljósmyndurum, því það er hasarinn sem gildir. í firrtum heimi er það spennan, sem menn hlú mest að og um leið fyllast allar afslöppunarstofnanir, heilsuhælum fjölgar vegna yfirþyrmandi þarfar og þá einkum þeim er helga sig andlegri huarró. Hefur maðurinn ekkert þroskast eða er hann að þroskast afturábak í frumskógana og grípur þá kannski í tómt, því þeir kunna að verða horfnir áður en þar að kem- ur? Rannsökum við lífið í sjónum eða frumskógunum sjáum við sömu grimmdina, en þar gilda þó önnur lögmál og meira jafnvægi. En maðurinn, Homo sapiens, sapiens, virðist á hraðri leið til sjálfstor- tímingar og þessi sýning virðist undirstrika það, alveg ósjálfrátt. Ég endurtek ósjálfrátt, því þessi sýning á ekki að flytja boðskap, einungis sannverðugar frétta- myndir og þar hefur hið spennu- þrungna forgang. Fyrir þann mann, sem metur hugarró, er jafnvel auðnin þrungin spennu, en það eru fleiri sem sækja á vit hávaðans og með sanni á hér máltækið snjalla við „bylur hlæst í tómri tunnu". Sýningin er á alröngum stað, en ekki fyrir mikla umferð fólks og þar á meðal bama. Ég er algjörlega ósammála þeim sem álíta, að það eigi að fela grimmd heimsins fyrir börnum. Þau eru sterkari en við eldri höldum og eiga að horfast í augu við lífið og nekt þess. Að fela slíka hluti er bæði misvísandi og rangt. Þau eiga eftir að taka við og eiga að vita sannleikan um það fólk sem hefur borið þau og skilar til þeirra jafn hryllilegri út- gáfu af heiminum. Er heimurinn kannski bara fyrir fullorðna og hvers konar fyrirbæri þroskastigs- ins er það eiginlega? Hafa menn virkilega gleymt þeim sígildu sann- indum, að um leið og menn hætta að vera börn er lífið búið ... TÖLVUNÁMSKEIÐ | Windows 3.1 PC grunnnámskeið Word fyrir Windows og Macintosh WordPerfect fyrir Windows Excel fyrir Windows og Macintosh Paradox fyrir Windows Novell námskeið fyrir netstjóra Word og Excel framhaldsnámskeið Skráning í síma 616699 Hagstætt verð og afar veglegar kennslubækur fylgja með námskeiðum. Tölvuskóli ReykJauíkur H Borgartúni 28, sími 91 -616699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.