Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
13
Islensk-mexí-
kóska félagið
„Dagur
hinna
dauðu“
ÍSLENSK mexíkóska félagið
hefur starfað í rúmt ár og hef-
ur beitt sér fyrir mexíkóskum
menningarkynningum af ýmsu
tagi. Miðvikudaginn 17. nóvem-
ber stendur félagið fyrir kynn-
ingarkvöldi á Degi hinna dauðu,
sem er sérstakt mexíkóskt fyrir-
bæri.
Þá skreyta Mexíkóar híbýli sín
með margvíslegum dauðatáknum,
sérstakir réttir eru bornir fram og
fleira í þeim dúr.
A dagskrá kynningarkvöldsins
er fyrirlestur um Dag hinna dauðu
sem Angélica Cantu Davila og
Hilda Torres Ortiz sjá um. Þá
verða sýnd myndbönd frá Mexíkó
sem fjalla um þennan dag. Frá
sendiráði Mexíkó kemur farand-
sýning um Dag hinna dauðu og
félagsmenn munu gera hefð-
bundnar skreytingar á salnum.
Kynningarkvöldið verður í Hákoti
Félagsheimili Kópavogs 2. hæð kl.
20.30. Mexíkóskt kaffi og með-
læti verður selt á staðnum og eru
allir velkomnir.
Standandi
pínaút
nóvember
FRJÁLSI Ieikhópurinn frum-
sýndi 19. september sl. banda-
ríska leikverkið Standandi pínu
eftir Bill Cain í Tjarnarbíói.
Upphaiíega átti sýningarfjöldi
að verða takmarkaður en vegna
góðrar aðsóknar hefur þurft að
bæta við sýningum og er nú ráð-
gert að sýna verkið út nóvember
segir í fréttatilkynningu.
Með aðalhluverk fara Gunnar
Helgason, Felix Bergsson og Þor-
steinn Backmann en alls taka 14
manns þátt í sýningunni. Leik-
stjóri er Halldór E. Laxness en
Magnea Hrönn Örvarsdóttir og
Hallgrímur Helgason þýddu verk-
ið.
Fijálsi leikhópurinn er óháður
atvinnuleikhópur og hefur ekki
hlotið neina styrki úr sjóðum hins
opinbera.
Macintosh LCIII er sérlega hentug tölva hvort
heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hún er
álíka öflug og Macintosh Ilci-tölvan var, en verðið
á sér engan líka.
Hún er með 14" hágæða litaskjá, hnappaborð,
mús, 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harðdisk,
Apple SuperDrive-diskadrifi, sem getur einnig
lesið og skrifað á diska með MS-DOS, OS/2 og
ProDOS-sniði. Nettenging er inn- byggð og þannig
má tengja hana við aðrar tölvur og á þann hátt
samnýtt skanna og prentara, senda tölvupóst og
vinna í sam- eiginlegum gögnum.
Svo er stýrikerfi Macintosh-tölvanna
auðvitað allt á íslensku.
Samanburður á vinnslugetu:
Macintosh Classic
Macintosh Colour Classic
Macintosh LC
Macintosh LCII
Madntosh LCIII
Macintosh IIci
Áætlaöar mánaöargreiöslur:
Euro-raðgreiðslur: Engin útborgun og
11.044 ,- kr. á mán. t 11 mánuði
Visa-raðgreiðslur: Engin útborgun og uvjþ.b.
6.910,- á mán. í 18 mánuði
Munalán: 26.855,- kr. útborgun og
3.707 kr. á mán. í 30 mánuði
Með hagstæðum samningum og sameiginlegum innkaupum Apple á
Norðurlöndunum tókst okkur að útvega um 100 stk. af Macintosh LCIH
á þessu ótrúlega verði. Við byrjuðum að selja úr þessar sendingu í gær,
en tölvumar eru væntanlegar til landsins í næstu viku.
Verð aðeins 107.419,- kr. eða
Umboðsmenn:
Haftækni, Akureyri
Póliinn, ísafirði
Apple-umboðiö
™ Skipholti 21, sími: (91) 624800