Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
Saga leikfangasafns
dagmæðra í Reykjavík
eftir Selmu
Júlíusdóttur
Ég ætla í þessari grein minni að
reyna að upplýsa landann um tilurð
leikfangasafns dagmæðra í Reykja-
vík. Árið 1985 var hrundið í fram-
kvæmd að reyna að stofna leikfanga-
safn fyrir dagmæður í Reykjavík.
Stjórn samtaka dagmæðra og þá-
verandi umsjónarfóstrur höfðu mikla
löngun til að koma leikfangasafninu
á.
Dagvist barna vann að þessu máli
og lagði fram fyrir hönd Reykjavík-
urborgar 50.000 króna framlag og
áttu dagmæður að koma með jafn-
mikið framlag í stofnfé.
Borgin lagði áherslu á að þetta
yrði sérstætt félag þar sem ekki
væru landslög fyrir félagaskyldu í
Samtökum dagmæðra en allar dag-
mæður ættu rétt á félagsaðild að
leikfangasafninu óháð félagsaðild að
samtökunum.
Einnig var ætlast til af borgarinn-
ar hálfu að aðeins dagmæður Reykja-
víkurborgar ættu aðgang að leik-
fangasafninu en Samtökin í Reykja-
vík höfðu opnað samtök sín fyrir öll-
um dagmæðrum sem kusu að vera
í samtökunum hvar sem þær bjuggu
á landinu.
Dagvist bama gekkst inn á að ljá
leikfangasafninu húsnæði og þegar
viðgerðarverkstæði losnaði í Lauga-
borg var dagmæðmm boðið að fá
það fyrir leikfangasafnið en þá var
ekki í umræðunni að samtökin fengju
þar inni líka.
Stjórn samtakanna gerði hús-
næðið alfarið upp með eigin höndum
en borgin borgaði kostnað. Tvær
umsjónarfóstmr og tvær dagmæður
frá samtökunum unnu síðan að því
að kaupa inn leikföng. Var byrjað á
að kaupa fyrir 50.000 kr. framlagið
frá borginni en síðan lánuðu samtök-
in safninu fyrsta framlagið. Voru
sendir út gíróseðlar til allra dag-
mæðra í Reykjavík og sagt að þeir
sem borgvðu gíróseðlana væru stofn-
félagar leikfangasafns dagmæðra í
„Þegar mikil sundrung
kom upp í samtökum
dagmæðra var álitið af
forráðamönnum safns-
ins og stjórn samtak-
anna að óæskilegt væri
að safnið lenti í deil-
um.“
Reykjavík. 56 dagmæður borguðu
þá strax en þær sem borguðu síðar
töldust einnig stofnfélagar eða þar
til að náðist upp í stofnféð 50.000
kr. Félagsgjald var 500 kr. Var lán-
ið borgað til baka til samtakanna
með þessu fé. Dagvist bama fékk
forstöðukonur leikfangasafns Kjarv-
alshúss til að gera spjaldskrá safns-
ins á fullkominn hátt og kenna þeim
dagmæðmm sem áttu að veita safn-
inu forstöðu að vinna með hana.
Kjarvalshússkonumar fengu greidd
laun fyrir starfíð frá borginni og
einnig umsjónarfóstrurnar en dag-
mæðurnar unnu sjálfboðavinnu.
Kynning á leikfangasafninu var 22.
febrúar 1986 og komu þá allir saman
sem stóðu að safninu og fréttamenn.
Þá afhenti Anna K. Jónsdóttir for-
manni samtakanna bréf sem sagði
að dagvistarstjórn hefði samþykkt
tillögu Bergs Felixsonar um að leik-
fangasafnið fengi húsnæðið í Lauga-
borg til afnota. Einnig tók Anna K.
Jónsdóttir fram í bréfínu að þar sem
skapast hefði aðstaða einnig fyrir
félagsstarfsemi í húsnæðinu vegna
dugnaðar félagsmanna samtakanna
gæfíst tilefni til að gera leigusamn-
ing við samtökin.
Dagvist bama og stjórn samtaka
dagmæðra sömdu um að fá Helgu
Hansdóttur sem fyrst forstöðumann
safnsins en stjórn samtakanna átti
að bera ábyrgð á að leikfangasafnið
færi rétt af stað. Félagatal leikfanga-
safnsins hefur alla tíð verið óháð
félagatali samtakanna. Hafa leik-
fangasafnsdagmæður borgað árlega
félagsgjöld.
Engir hefur fengið lánuð leikföng
úr safninu aðrir en þeir sem hafa
borgað félagsgjöldin. Allar dagmæð-
ur í Reykjavík hafa átt kost á að
gerast félagar.
Þessi félagsgjöld ásamt styrknum
frá borginni sem er í allt 450.000
hafa alfarið borgað þau leikföng sem
í safninu era. Oll vinna við rekstur
safnsins hefur verið sjálfboðavinna.
Stjórn samtaka dagmæðra hefur
ekki skipt sér af starfí safnsins síðan
1988 en þær konur sem hafa veitt
því forstöðu hafa skipt með sér verk-
um innbyrðis.
Leikfangasafnið er ekki á eigna-
skrá samtaka dagmæðra í Reykjavík.
Samtökin hafa ekki borgað leikföng
fyrir safnið. Samtökin hafa stutt leik-
fangasafnið á margan hátt og hefur
verið náin samvinna milli félaganna.
Þær dagmæður sem unnu við safnið
vora einnig félagar í samtökunum
og stjóm samtakanna verið oftast
félagar í leikfangasafninu.
Er mér tjáð að aðeins einn úr
núverandi stjóm samtakanna sé fé-
Selma Júliusdóttir
lagi minn í safninu og margir félag-
ar safnsins era ekki í samtökunum.
Þegar mikil sundrung kom upp í
samtökum dagmæðra var álitið af
forráðamönnum safnsins og stjórn
samtakanna að óæskilegt væri að
safnið lenti í deilum. Borgarstjóri var
beðinn um að hlutast til um að safn-
ið fengi annað húsnæði og seinna
var beðið um að borgin tæki starf-
semina að sér svo að það dafnaði á
öraggan hátt. Var stjómsýsla borg-
arinnar beðin um að úrskurða hvort
húsnæðið hefði verið lánað út í
tvennu lagi. Fer hér brot úr úrskurði
Hjörleifs Kvaran.
„Það fer vart á milli mála að
umrætt húsnæði í Laugarborg hefur
verið látið í té annars vegar fyrir
stjóm Samtaka dagmæðra og hins
vegar fýrir Leikfangasafnið. Eiga því
báðir aðilar að hafa aðgang að hús-
næðinu." Þetta var skrifað 5. júlí
1993. Mér er alveg óskiljanlegt að
sú lausn fékkst ekki án illdeilna.
Ólína Þorvarðardóttir tók þetta upp
mál á fundi borgarstjórnar 4. nóvem-
ber síðastliðinn og ataði Önnu K.
Jónsdóttur aur sem ásamt Bergi
Felixsyni og Davíð Oddssyni höfðu
forgöngu um að leikfangasafnið var
stofnað.
Ég er ekki undrandi á að Ólína
Þorvarðardóttir sýndi svona fram-
komu og ekki heldur að Kristín Ólafs-
dóttir- fylgdi henni eftir en ég er
mjög undrandi á að Siguijón Péturs-
son skyldi láta hafa sig út í svona
skítkast án þess að athuga málið frá
öllum hliðum. Ég hef persónulega
borið virðingu fyrir honum sem borg-
arfulltrúa. Ég vona að hann sýni að
þetta sé einsdæmi í hans vinnubrögð-
um sem slíkur.
Ég vona að safnið komist aftur í
gang fljótlega í höndum Reykjavík-
urborgar.
Höfundur er fyrrverandi
formaður Samtaka dagmæðra í
Reykjavík.
Ólafur Ólafsson
ar era nú lengri t.d. eftir þvagfæra-
skurð-, hjarta- og bæklunaraðgerð-
um en í nágrannalöndunum. Nauð-
synlegt er því að afla meira fjár til
meðferðar þessara sjúkdóma.
Bygging, búnaður og rekstur heil-
brigðisstofnana er að öllu eða mestu
leyti greiddur af skattfé almennings
en um 70% þeirra eru félagar í aðild-
arfélögum innan ASÍ, BSRB og
BHMR. Ekki er líklegt að framan-
greindir skattgreiðendur geti greitt
25.000-30.000 kr. á dag fyrir vistun
á sérgreinasjúkrahúsum. Hvers eiga
þeir að gjalda að vera skildir eftir í
biðröðinni? Með hvaða rétti geta ein-
staklingar keypt sig framhjá röðinni.
Það samræmist ekki kröfum markað-
arins að þeir er lagt hafa mest fé
til uppbyggingar og reksturs „fyrir-
tækisins" verði hafðir útundan. Hvað
þá með skattsvikara sem eru margir
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins? Þeir hafa ekkert lagt til
samneyslunnar en trúlega vel í stakk
búnir að kaupa pláss á sjúkrahúsum.
Um langan tíma hefur jafnræði
ríkt í heilbrígðisþjónustunni hér á
landi, þ.e. allir hafa haft svipað að-
gengi að heilbrigðisþjónustunni.
Ef farið verður að tillögum leiðara-
höfundar verða kaflaskipti í heil-
brigðisþjónustu á íslandi, andrúms-
loftið mun breytast. Samkeppni milli
stofnana hefur verið á faglegum
grunni, en nú verður hún frekar á
rekstrarlegum grunni. Samkeppnin
verður um fjáða neytendur. í þessu
andrúmslofti mun hver stofnun
freista þess að búast dýrustu og af-
kastamestu tækjunum. Markaðslög-
málið verður ráðandi. Þjónustan
verður dýrari eins og dæmin sanna,
t.d. í Bandaríkjunum og fleiri löndum
sem hafa farið þessa leið. Sú sam-
kennd sem við höfum þróað með
okkur um langan aldur verður nafn-
ið eitt.
Hr. ritstjóri, ég legg til að leiðara-
höfundur ígrundi þessa tillögu betur
áður en hann heldur henni til streitu.
SIEMENS
Ein vinsælasta
og mest selda
ryksugan
á hreint frábæru
veröi.
■ Lítil, létt og lipur
• Kraftmildl (1200 W)
> Stór rykpoki og
þreföld sýklasía
»Sjálíinndregin snúra
og hleösluskynjari
Hrífandi / ,r /.
og pnfandi
Siemens ryksuga
Verð aðeins kr. 13.900,- (afb.verð)
kr. 13.205, - (staðgr.verð)
UMBOÐSMENN OKKAR ERU:
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvftárskála
Hellissandur
Blómsturvellir
Grundarfjörður.
Guöni Hallgrímsson
Stykkishólmur.
Skipavík
Búðardalur: Húsavík: Vestmannaeyjar.
Ásubúð öryggi Tréverk
Isafjörður: PólRnn Þórshöfn: Hvolsvöllun
Norðurraf Kaupfélag Rangæinga
Blönduós: Neskaupstaðun Selfoss:
Hjörleifur Júllusson Rafalda Árvirkinn
Sauðárkrókur Reyðarflörðun Rarnet Garður:
Rafsjá Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Siglufiörður: Torgið Egilsstaöir: Sveinn Guömundsson Keflavik: Ljósboginn
Akureyri: Breiðdalsvík:
Ljósgjafinn Stefán N. Stefánsson
Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Jafnt skal yfir
alla ganga?
eftir Ólaf Ólafsson
í blaði yðar hefur verið haldið
uppi margþættri og gagnlegri um-
ræðu um heilbrigðismál. Sú umræða
hefur á margan hátt verið mótandi
og ber að þakka það.
í umræðum um „tekjutengingu í
heilbrigðiskerfínu" segir svo i leiðara
blaðs yðar þann 9. nóvember 1993.
„Það er ástæða til að ítreka þær
hugmyndir sem Morgunblaðið hefur
áður sett fram um fleiri valkosti í
heilbrigðiskerfínu, þ.e. að þeir sem
þess óska geti fengið að kaupa
ákveðna þjónustu og greiða hana
fullu verði. Það myndi létta á hinu
opinbera kerfi fyrir aðra.“
í almannatryggingakerfinu höfum
við gengið lengra en margar ná-
grannaþjóðir varðandi tekjutengingu
á tryggingagreiðslum t.d. til fatlaðra
(Social Security in the Nordic Co-
„Ekki er líklegt að
framangreindir skatt-
greiðendur geti greitt
25.000-30.000 kr. á dag
fyrir vistun á sér-
greinasjúkrahúsum.
Hvers eiga þeir að
gjalda að vera skildir
eftir í biðröðinni?“
untries 1993). Heilbrigðisþjónustan
er í dag fjármögnuð með sköttum
almennings sem era tekjutengdir.
Öllu ver líst mér á tillögu leiðarahöf-
undar um að þeir er þess óska geti
keypt sér meðferð á sjúkrahúsi og
komist þannig fyrr í aðgerð. Biðlistar
sérgreinasjúkrahúsa eru langir og
hafa lengst á síðastliðnu ári. Biðlist-
TonLfiyp
dfflJD liSK&lfTMÖÐ
Háskólabíói
fimmtudaginn 18. nóvember, kl. 20.00
Hljómsveitarstjóri: Osmo Váriská
Einleikari: Jennifer Koh
Jórunn Viðar: Eldur I
Pjotr Tsjajkofskíj: Fiðlukonsert |
Sergei Prokofief: Sinfónía nr. 5
Jennifer Koli er aðeins 16 ára gamal.t undrabarn á
fiðlu. Hún hefur nú þegar leikið með mörgum
stærstu sinfóníuhl jðmsveilum Bandaríkjanna.
Sími
622255
Hljómsvelt allra islendlnga
I
I
i
Höfundur er landlæknir.