Morgunblaðið - 16.11.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993
21
Um bóka- og þáttagerð
eftir Siglaug
Brynleifsson
Fimmtudaginn 16. september
sl. birtist grein í Morgunblaðinu
eftir Njörð P. Njarðvík: „Er menn-
ing munaður?“. Þar lætur höfund-
ur í ljós áhyggjur vegna „rann-
sókna í þágu atvinnuveganna“ og
þá áhersju sem forystumenn í
Háskóla íslands leggja á starfs:
menntun, sem höf. telur að sætti
menn við „það sljóa hugmynda-
leysi sem tröllríður íslensku þjóðfé-
lagi“. Er sljóleikinn ekki einkenni
hugmyndaleysis? — Nóg um það.
— Síðan ræðir höfundur „hroða-
legustu afglöp núverandi ríkis-
stjórnar" sem höfundur telur að
sé ákaflega andstæð menningu og
menntun, berjist beinlínis gegn
menningunni, eins og hann skilur
hugtakið. í því sambandi minnist
hann á virðisaukaskatt sem lagður
er á bækur, blöð og tímarit. Höf-
undur telur að skattur þessi hamli
listsköpun á sviði bókmennta í
landinu og sé mjög svo ósann-
gjarn. Það ber að athuga að bók-
menntaleg „hugverk" komast til
skila með prentun og útgáfu bóka.
Prentun, bókband og pappír er
iðnaðai-vara, smekklega útgefin
bók er hliðstæða við vel hannað
verkfæri eða smíðisgrip úr tré eða
járni, stól eða borð. Á þennan
varning er lagður óbeinn skattur,
sem nefnist virðisaukaskattur.
„Myndverk" svonefnd eru undan-
þegin þeim skatti. Þau eru talin
til lista og listmálarinn hefur þeg-
ar borgað skatt þegar hann kaup-
ir striga, blindramma og liti. List-
sköpun hans er ekki skattlögð.
Úrvinnsla hráefnisins sem skapar
bók er skattlögð sem iðnaður og
ber því útgefanda að greiða skatt
af þeim iðnaðargrip eins og smið
af smíðisgrip. Þessi skattur kemur
höfundi hreint ekkert við fremur
en aðstöðugjald útgefenda, sem
fellt var niður við upptöku virðis-
aukaskatts. Það er ekki lagður
skattur á þann texta, það „hug-
verk“, sem prentiðnaðarmenn
koma á pappírinn, en starf þeirra
og útgefanda er skattlagt.
Höfundurinn lætur að því liggja
að húmanísk menntun sé hálfgerð
hornreka í augum forustumanna
Háskóla íslands. Hann gerir þá
kröfu að: „Háskólamenntun á að
beinast ... og einkennast af
fijálsri þekkingarleit, sem kallar á
frumlega skapandi hugsun, sem
er öguð við skilgreinandi kröfur
vísinda, fræða og lista ...“
Starfa „dóserar“ í bókmenntum
innan Háskóla Islands samkvæmt
þessari kröfu? Því miður virðist
svo ekki vera. Það fer lítið fyrir
„Viðamesta rannsókn
sem gerð hefur verið í
íslenskum bókmenntum
undanfarinn rúman
áratug er ekki nefnd á
nafn, sem er „Rætur
Islandsklukkunnar“
eftir Eirík Jónsson, sem
Hið íslenska bók-
menntafélag gaf út
1981.“
hrífandi eða snjöllum útlistunum
úr þeim herbúðum. Bókmennta-
rýni þeirra er á lægsta stigi „de-
konstrúktjónalismans“ og almennt
lágkúrulegt snakk er ekki undan-
tekning.
Ef vönduð og nákvæm vinnu-
brögð eru stunduð í rannsóknum
á verkum íslenskra höfunda, þá
vill svo einkennilega til, að þeim
er ýtt til hliðar og eru afskipt allri
umræðu. Viðamesta rannsókn sem
gerð hefur verið í íslenskum bók-
menntum undanfarinn rúman ára-
tug er ekki nefnd á nafn, sem er
„Rætur íslandsklukkunnar“ eftir
Eirík Jónsson, sem Hið íslenska
bókmenntafélag gaf út 1981.
Í hausthefti Skírnis sl. birtist
grein Eiríks Jónssonar: „Rætur
þáttarins Temjudin snýr heim“ —
Textasamanburður — Nýjasta
rannsókn Eiríks Jónssonar á text-
um Halldórs Laxness. Þessi um-
Siglaugur Brynleifsson.
fjöllun Eiríks virðist vera slíkt
feimnismál, að hennar hefur ekki
verið getið í fjölmiðlum, nema
hvað „kunnáttumaður" í „Rauðum
pennum“ að dómi ókunnuglegs
fransks háskóla, gat greinarinnar
í dagblaði í júlí sl. „Kunnáttumað-
ur“ virðist ekki hafa skilið, hvorki
greinina né textasamanburð þátt-
arins „Temjudin snýr heim“ og þar
með úrvinnslu og þýðingar Hall-
dórs Laxness úr öðriim verkum,
við samantekt þáttarins.
Þetta er gott dæmi um á hvaða
stigi bókmenntarýni er meðal
þeirra, sem „dósera“ í bókmennt-
um við Háskóla íslands og skoð-
anabróður þeirra.
Það er von að N.N. þyki risið
lágt. Hann vill kenna núverandi
ríkisstjórn um þessa lágkúru, en
orsökin er nærtækari. Ekki getur
ríkisstjórnin gefið „dóserum“ í ís-
lenskum bókmenntum við HÍ skýr-
leika og skarpleika hvað þá vönd-
ugleika og þekkingu. Því miður.
Höfundur er rithöfundur.
Á MAZDA 323 4WD skutbíl
ferð þú þangað sem þig langar, með
10 5
þaö sem þú þarft!
SÖLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími 93-12622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9,
sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c,
sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur,
Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaöir bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöföa 5, sími 91-674949.
323
4WD
skutbíll
Umsagnir MAZDA eigenda eru í takt við
þau próf sem gerð hafa verið á MAZDA
bílum m.a. hjá þýska bílablaðinu "Auto
Motor und Sport". í nýjasta 100.000 km
bilanaprófinu eru 3 MAZDA fólksbílar í
fimm efstu sætunum, af 85 bílum sem
prófaðir vom. MAZDA 323 4WD er ekki
aðeins bíll, sem þú getur treyst, hann er
ódýr í rekstri, rúmgóður fjórhjóladrifinn
skutbíll með sídrifi og læsanlegum
millikassa, 5 gímm, álfelgum o.fl.
Við eigum fáeina bfla á lager á mjög
hagstæðu verði frá kr. 1,340.000,-
MISSTU EKKIAF ÞESSU TÆKIFÆRI.
Hafðu strax smnband við sölumenn
okkar. í reynsluakstrinum upplifir þú
seigluna í þessum ágæta bíl.
Skúlagötu 59, síml 91-619550
ElífiC
Ait PURPOH v*
'A fURAl FIAV
ÍUM t’ACKED
100% ARABICA GÆÐA KAFFI
^E5H NATURAL Fl/
VACUUM PACKÍ
N6T WT. 16 07
Góða kaffið í rauðu dósunum frá Mexico