Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 ■ SYSTRAKVÖLD verður í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudags- kvöldið 16. nóvember, og hefst það kl. 20.30. Kvöldið helgast af lofgjörð, bænagjörð og kyrrlátum söng. Slík Verðstríð enn háð á bökkum Glerár Þorláksmessutöm í stórmörkuðunum 53 ENGIH HÚS ÁH HITA 53 ARABIA Hreinlætistæki 18% staðgreiðsluafsláttur DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Morgunblaðið/Rúnar Þor Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands fór í Verkmenntaskólann þar akureyrsk fyrirtæki sýndu fram- leiðslu sína. Þar snæddi forsetinn hádegisverð af hlaðborði. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setti íslenska viku í gærmorgun Landsmenn standi saman og velji íslenskar vörur Fólk kom í rútum til að versla á Akureyri ÞORLÁKSMESSUTÖRN kölluðu verslunarstjórar Bónus og KEA-Nettó ástandið í verslununum um helgina. Fólk kom víða að af Norðurlandi til að versla og höfðu hópar tekið sig saman og komu með rútum til Akureyrar í þeim tilgangi að versla. Laufey Ingadóttir aðstoðar- verslunarstjóri í Nettó sagði að flestir væru að gera stórinnkaup. „Fólk hamstrar, ég hef á tilfinn- ingunni að fólk haldi að þetta munu standa stutt og verðið hækki aftur, en það er eins og hafi gripið um sig einhvers konar æði,“ sagði Laufey. Sigurður Gunnarsson, verslun- arstjóri í Bónus, tók í sama streng, það hefði mátt halda að skammt væri til jóla miðað við fólksfjöld- ann sem kom í verslunina á laug- ardaginn. „Fólk er að nýta sér þessa samkeppni og þau lágu verð sem við bjóðum," sagði Sigurður. Hann sagði að heldur væri farið að róast,„ég lækkaði verðið ekki nema einu sinni í gær,“ sagði hann. Lítri af mjólk kostaði 56 krónur í Bónus seinni partinn í gær og 57 krónur í Nettó. Tveir lítrar af Coka Cola eru komnir í 122 krón- ur í Bónus, en verðið hefur lækk- að stöðugt frá því verslunin var opnuð. Fjöldi fólks kom í verslunar- ferðir til Akureyrar um helgina, ýmist saman í rútu eða á einkabíl- um. Morgunblaðið/Rúnar Þór Verslunarferð EINHVERJIR gætu haldið að myndin sýndi íslendinga á ferð i Dyflini, með fulla rútu af varningi, en þetta eru Hofsósingar sem tóku sig saman og komu til að versla í stórmörkuðum á Akur- eyri um helgina. í Grófinni sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands: „íslenskt - já takk“, keypti ullarhatt og gaf hann dóttur sinni, Ástríði. landsmenn til að standa saman og velja íslenskar vörur, það ættu menn að gera af heilbrigðri skyn- semi því með kaupum á íslenskri framleiðslu væri unnt að efla mjög atvinnu í landinu. Hattur úr íslenskri ull Að lokinni setningarathöfn í Listasafninu á Akureyri var vinnu- stofan Grófin skoðuð og þar keypti forsetinn fyrstu íslensku vöruna eftir að landsátakið hófst; hatt úr íslenskri ull sem hún gaf dóttur sinni Ástríði, en hún var með í för. Eftir stutta skoðunarferð um listamiðstöðina í Grófargili var haldið í Mjólkursamlag KEA og síð- an í Verkmenntaskólann á Akur- eyri. Þar kynntu akureyrsk fyrir- tæki í matvælaiðnaði framleiðslu sína og var gestum boðið til hádeg- isverðar. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri svæðisskrifstofu iðn- aðarins, flutti ræðu fyrir hönd Har- aldar Sumarliðasonar formanns Samtaka iðnaðarins, en hann, svo og flestir reykvískir gestir sem vera áttu við opnun íslensku vikunnar, komst ekki norður vegna veðurs í gærmorgun. Þórunn Sveinbjörns- dóttir, formaður Sóknar, þakkaði Akureyrarbæ fyrir að standa að opnun íslensku vikunnar, en Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði það hafa verið ánægjulegt verkefni að leggja sitt af mörkum til að stuðla að því að efla íslenska framleiðslu. Góður dagur Eftir hádegi var farið í skoðunar- ferð í Slippstöðina-Odda, verslun- armiðstöðina Sunnuhlíð og síðan var starfsemi á endurvinnslusvæði við Réttarhvamm kynnt, en þar eru þijú fyrirtæki-starfandi á sviði end- urvinnslu, Endurvinnslan, Gúmmí- vinnslan og Úrvinnslan. Vigdís kvaddi heimamenn með þeim orðum að dagurinn hefði verið fádæma skemmtilegur og myndi seint líða sér úr minni. Að íslensku vikunni standa Sam- tök iðnaðarins, Vinnuveitendasam- band íslands, Alþýðusamband ís- lands og Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins. Systrakvöld hafa verið haldin í Glerárkirkju nokkuð reglulega og verða hér eftir á hverju þriðjudags- kvöldi. Áhersla er lögð á innri upp- byggingu í ljósi og kærleika Guðs. Konur á öllum aldri eru velkomnar á Systrakvöld. Á morgun, miðvikudag, verður kyrrðarstund í kirkjunni frá kl. 12 til 13 og á fimmtudag kl. 18.15 er fyrirbænastund í kirkjunni. (Úr fréttatilkynningu.) ÍSLENSK vika hófst formlega í gær þegar forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lýsti því yfir að landsátak með yfirskrift- inni „íslenskt - já takk“ væri hafið. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, er verndari íslensku vikunnar, sem stendur yfir frá 15. til 20. nóvember. Setningarathöfnin fór fram í Listasafninu á Akureyri. Frú Vigdís sagði í ræðu sinni við opnunina að Islendingar ættu sinn garð, hann gætu þeir lagt í órækt ef ekki væri um hann hugsað, en hann gæti Jíka gefið arð ef vel væri eftir honum litið. „Við getum haft áhrif á þá framtíð sem við vilj- um eiga í þessu landi og það hefur áður verið lyft grettistaki," sagði Vigdís í ræðu sinni. Hún hvatti Rannveig Jósefsdóttír látin á 105. aldursári RANNVEIG Jósefsdóttir, sem var elst íslendinga, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri síðastlið- inn föstudag, 12. nóvember. Hún var á 105. aldursári. Hún bjó ásamt dóttur sinni í Helgamagra- stræti 17 á Akureyri. Rannveig var fædd 24. apríl árið 1889 að Eyrarlandi, sem þá var sveitabær skammt ofan Akureyrar, en þar stendur Fjórðungssjúkrahúsið nú. Rannveig dvaldi að Eyrarlandi sín fyrstu æviár, en flutti níu ára gömul að Kroppi í Eyjafirði þar sem hún ólst upp hjá Davíð Jónssyni hreppstjóra þar og Sigurlínu Jónas- dóttur kcnu hans. Á yngri árum var Rannveig í kaupavinnu og vist, m.a. hjá Pétri Péturssyni kaupmanni þar sem hún var í sex ár, en mestan hluta starfs- ævi sinnar vann hún hjá Geflun þar sem hún starfaði í rösk íjörutíu ár. Rannveig eignaðist eina dóttur, Freyju Jóhannsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.