Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 27

Morgunblaðið - 16.11.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 27 Listaverkaþjófnaðurinn í Stokkhólmi fyrir rúmri viku Prakkarar skiluðu inn eftirlíkiiigiim verkanna Stokkhóimi. Reuter. FALSANIR eða eftirlíkingar af átta listaverkum, sem stolið var úr Nútímalistasafninu í Stokkhólmi fyrir rúmri viku, fundust á sunnu- dag í anddyri safnsins. Er talið nokkuð augljóst, að einhveijir lista- skólanemar í borginni hafi verið þarna að verki. „Þegar ég kom inn í anddyrið kom málningarlyktin á móti mér en myndirnar voru þó þurrar við- komu, hafa líklega verið gerðar í síðustu viku,“ sagði Kjell Hestrell, öryggisvörður í safninu, í viðtali við sænska útvarpið. Um var að ræða eftirlíkingar af sjö málverk- um eftir Pablo Picasso og einni höggmynd eftir Georges Braque. Þegar frumverkunum var stolið notuðu þjófarnir aðferð úr kunnri kvikmynd frá sjötta áratugnum, rufu gat á þakið og létu sig síga niður. Verkin eru metin á um 4,3 milljarða ísl. kr. Hélt að frumverkin væru fundin Lögreglan skýrði raunar frá því til að byrja með, að um væri að ræða frumverkin, sem taugaveikl- aðir ræningjarnir hefðu skilað, en við athugun kom fljótt í ljós, að svo var ekki. „Falsanimar voru ekki einu sinni vel gerðar," sagði Hestrell og Björn Springfeldt, for- stöðumaður safnsins, sagði, að hér hefði verið um að ræða heldur smekklaust grín. Tveir myndlistar- nemar i Stokkhólmi hafa tilkynnt lögreglunni að eftirlíkingar af um- ræddum verkum, sem þeir hafí gert fyrir sýningu, hafi verið stolið frá þeim sl. laugardagskvöld. Nútímalistasafnið í Stokkhólmi hefur heitið um 2,5 millj. kr. í verð- laun fyrir upplýsingar, sem leitt gætu til að verkin yrðu endurheimt en listfræðingar segja, að þau séu svo kunn, að ógerlegt sé að selja þau á almennum markaði. Geta sumir sér til, að nota eigi verkin til að kúga fé út úr eigendunum. „Armurinn“ HÖGGMYND Picasso, „Armur- inn“, sem er á Nútímalistasafn- inu í Stokkhólmi, bendir á gatið sem þjófarnir gerðu á þakið. Michael Jackson í meðferð vegna ofnotkunar verkjalyfja Pepsi riftir samningi sínum við söngvarann Lundúnum. Reuter. The Daily Telegraph. Gosdrykkjaframleiðandinn Pepsi hefur sagt upp samningi sínum við poppsöngvarann Michael Jackson eftir að hann aflýsti tónleika- ferð sinni og ákvað að fara í meðferð vegna Iyfjavanda. Fyrirtæk- ið sem styrkti tónleikaferðina sagði á sunnudag að samningurinn við Jackson hefði gilt til loka ferðarinnar og því væri hann nú úr sögunni. Talið er að hann hafi numið sem svarar um 500-700 millj- ónum króna. „Dangerous" tónleikaferð Jack- sons hafði gengið misjafnlega. Tónleikum hefur verið aflýst og þeim frestað, auk þess sem fram komu ásakanir í Bandaríkjunum um að Jackson væri sekur um að hafa misnotað böm kynferðislega. Lýsti hann þessum ásökunum á föstudag sem tilraun til fjárkúgun- ar, honum fyndist hann niðurlægð- ur og særður og hann fyndi til mikils sársauka innra með sér vegna ásakananna. Söngvarinn er ekki á flæðiskeri staddur, þrátt fyrir riftun Pepsi, því að langtímasamningur hans við Sony-útgáfufyrirtækið nemur að minnsta kosti 4,6 milljörðum króna. Tók inn verkjalyf vegna brunasára í yfirlýsingu Jacksons segir að hann hafi fengið verkjalyf eftir að kviknaði í hári hans við upptökur á auglýsingu fyrir Pepsi. Hann hafi gripið til lyfjanna á ný fyrir nokkrum mánuðum er hann gekkst undir sársaukafulla lýtaaðgerð til að fjarlægja ör sem hann hlaut við brunann og hafi að endingu orðið háður þeim. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að léttari verkjalyf, t.a.m. aspirín, hafi enga ávanabindingu í för með sér. A hinn bóginn er það þekkt að menn verði háðir sterkari verkjalyfjum eins og morfíni, petitíni og metha- don, sem m.a. er notað við með- ferð heróín-sjúklinga. H. R. Haldeman látinn Lykilmaður í Watergate H.R. Haldeman, skrifstofustjóri Hvíta hússins í forsetatíð Richards Nixons Bandaríkjaforseta, lést á föstudag á heimili sinu í Santa Barbara í Kaliforníu. Banamein hans var krabbamein. Haldeman, sem var 67 ára gamall, var dæmd- ur í fangelsi fyrir þátt sinn í Wat- ergate-hney kslinu. Arið 1975 var Haldeman fundinn sekur um svik og meinsæri í tengslum við rannsókn Watergate-málsins, al- varlegasta hneykslismáls sem upp hefur komið í stjórnmálasögu Banda- ríkjanna. Hann sat inni í 18 mánuði. Áfallið reið yfir 1972 þegar nokkr- ir aðstoðarmenn Nixons voru hand- teknir í höfuðstöðvum Demókrata- flokksins í Watergate-byggingunni ( Washington þar sem þeir höfðu kom- ið fyrir hlerunarbúnaði. Sannað þótti að þetta hefði verið gert með sam- þykki Nixons og neyddist hann til að láta af embætti árið 1974. Hann hefur ávallt frá þeim tíma haldið fram sakleysi sínu en viðurkennt að við- brögð sín við innbrotinu hafi ekki verið rétt. Haldeman, sem þráfald- lega var vændur um valdasýki og hroka, hélt því ávallt fram að hann hefði verið fórnarlamb fjölmiðlaof- sókna. í endurminningum sínum, „The Ends of Power“ fullyrti hann að Nixon hefði fyrirskipað innbrotið í Watergate-bygginguna og að forset- inn hefði með skipulegum hætti reynt að koma í veg fyrir rannsókn málsins. Jólaferðln til Kanarí er að seljast upp Við þökkum frábærar undirtektir við Kanaríferðum Heimsferða. Nú er jólaferðin að seljast upp og einnig ferðin 16. febrúar og mjög mikið bókað í janúarferðirnar. Hringdu og fáðu bækling sendan og kynntu þér nýja, glæsilega valkosti á Kanarí í vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. w TURAVIA air europa V/SA mammm Brottfarir: 18. desember 6. janúar 26. janúar 16. febrúar 9. mars 23. mars Flugvallaskattar og forfallag|ald fullorðinna kr. 3.630 barna kr. 2.375 18. des. - Jólaferð Verð kr. 59.800,- pr. mann m.v. hjón meö 2 börn, 2—14 ára. Las Isas. Verð kr. 75.200," pr. mann m.v. 2 í íbúð. Las Isas. 6. jartúar - 20 dagar Verð kr. 42.300," pr. mann m.v. hjón með 2 börn. 2-14 ára, Turbo Club. Verð kr. 59.700," pr. mann m.v. 2 í íbúð, Turbo Club. 16. febrúar Aðeins 8 sæti laus HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Leynifundur kínverskra kommúnista Umbótaáætlun í efnahagsmálum Peking. The Daily Telegraph. KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn kynnti á sunnudag nýja um- bótaáætlun, sem ætlað er að umbylta úreltu banka- og skattakerfi í Kína og varða nýja leið fyrir efnahagslífið. Var áætlunin, sem kallast „sósíalískur markaðsbúskapur", samþykkt á leynilegum fundi miðstjórnar flokksins. Að sögn fréttastofunnar Nýja Kína eru meginatriði áætlunarinnar 10 og snúast um umbætur í ríkis- kerfinu, í banka-, skatta-, félags- og réttarfarsmálum og hvað varðar opinbera áætlanagerð, fjárfesting- ar, utanríkisverslun og landbúnað. í leiðara flokksmálgagnsins, Dag- blaðs alþýðunnar, sagði, að áætlun- in væri „stórkostleg brú yfir á næstu öld“ og sagt var, að mið- stjórnarfundurinn hefði haldið „hátt á loft merki Dengs Xiaopings og kenningum hans um sósíalisma á kínverskum forsendum". Ný lýðræðissamtök Um helgina var einnig skýrt frá því, að hópur manna í Peking hefði stofnað samtök til að beijast fyrir fjölflokkakerfi í Kína. Heita þau „Friðarskráin“ og í yfirlýsingu frá þeim segir, að hröð efnahagsþróun í landinu krefjist þess, að tekið verði upp lýðræðislegt fjölflokkakerfi, að öðrum kosti sé hætta á, að breyting- arnar leiði til upplausnar og ofbeld- is. Kínverskur almenningur var þó hvattur til að vinna með kommún- istaflokknum en einnig var skorað á yfirvöld að virða alþjóðlegar sam- Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nota HEITT OG KALT vatn - spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaðarrofi •Stilling fyrir hálfa hleðslu Verð 52.500,- 49.875,- Stgr. L85-800 sn. vinda. Verð 57.500,- 54.625,- Stgr. (D ffét Offi munXlán Heimilistæki hff SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55 þykktir um mannréttindi. Félagar í samtökunum eru sumir þeir sömu og tóku þátt í mótmælun- um á Torgi hins himneska friðar 1989 en þau voru bæld niður af mikilli hörku. Ætla samtökin að hefla undirskriftasöfnun til stuðn- ings markmiðum sínum. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraur Kopavogi, sími 571800 Honda Civic CRX ’88, hvítur, 5 g., ek. 78 þ., rafm. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 760 þús., sk. á ód. MMC Colt EXE ’88, hvítur, 5 g., ek. 82 þ., spoiler o.fl. V. 420 þús. Toyota Corolla XL '88, steingrár, 4 g., ek. 78 þ. V. 520 þús. stgr. Hyundai Pony XL 1.3 Sedan '92, hvítur, 5 g., ek. 37 þ. V. 670 þús. stgr. Toyota Landcruiser turbo diesel '87, 5 g., ek. 129 þ., 38“ dekk, driflæsingar o.fl. Toppeintak. V. 2 millj. Toyota Corolla Lift Back 1.6 XL '92, 5 g., ek. 27 þ., hvítur. V. 1080 þús. Fjörug bflaviðskipti Vantar á skrá og á staðinn góða bíla, helst skoðaða '94. Ath.: Bón og þvottur á staðnum. Suzuki Swift GA '89, blár, 5 g., ek. 70 þ. V. 390 þús. stgr. Lada station '88, drapplitaður, 5 g., ek. 52 þ. V. 190 þús. Honda Accord EX '91, sjálfsk., ek. 30 þ., grásans, rafm. í rúðum, spoiler, cent. o.fl. V. 1490 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX '90, hvítur, 5 g., ek. 51 þ., rafm. í rúðum, spoiler, álfelgur, cent. V. 850 þús., sk. á ód. Toyota Corolla GLi Sedan '93, rauður, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í rúðum, cent. V. 1250 þús., sk. á ód. Lada Sport, '90, 5 g., ek. 36 þ. V. 450 þús. Daihatsu Cuore ’88, rauður, sjálfsk., ek. 55 þ., 4ra dyra. V. 290 þús. Isuzu-Crew Cap 4x4 diesel ’90,4ra dyra, m/húsi, ek. 62 þ. V. 1390 þús. Nissan King Cap 4x4 m/húsi ’90, 5 g., ek. 59 þ. V. 1250 þús. Ford Econoline 250 4x4 '90, sjálfsk., ek. 40 þ., breytt drifhlutföll o.fl. V. 2.2 millj. BILAR A TILB0ÐSVERÐI: Lada 1500 station ’92, 5 g., ek, 32 þ. V. 490 þús. Tilboðsverð: 390 þús. stgr. Honda Prelude ’85, 5 g., ek. 125 þ., sóllúga, spoiler. V. 480 þús. Tilboðsverð: 330 þús. stgr. MMC Colt QL ’90, 5 g„ ek. 69 þ. V. 690 þús. Tilboðsverð: 600 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, sjélfsk., ek 98 þ. V. 630 þus. Tilboðsverð: 520 þús. stgr. Mazda GLX 1500 5 g„ ek. 129 þ„ 5 dyra. Gott eintak. V. 370 þus. Titboðsverð: 290 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.