Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 33 Einkavæðing Tele Danmark erfið ífæðingu EINKAVÆÐING Tele Danmark, danska símafélagsins, ætlar að reyn- ast snúnari en talið hafði verið og það er með öllu óvíst, að hún gangi hljóðalaust fyrir sig. Það er aðallega pólitíkin, sem vefst fyr- ir mönnum, en fyrirhugað var að hefja einkavæðinguna á fyrri helm- ingi næsta árs með því að minnka hlutafjáreign ríkisins úr 93,7% í 51%. Var áætlað, að hlutafjársalan gæti fært fyrirtækinu 30 miHj- arða isl. kr. Tele Danmark er tiltölulega ungt félag en það var stofnað með samein- ingu þriggja landshlutafélaga, síma- félaganna í Kaupmannahöfn, Jót- landi og I'jóni, og ríkissímafélagsins, sem annaðist millilandasímtöl. A síð- asta ári velti Tele Danmark 164 milljörðum ísl. kr., hagnaður fyrir skatt var rúmir 14 milljarðar, eignir voru metnar á 285 milljarða og eigið fé var 77 milljarðar. Lög um einkavæðingu Tele Dan- mark á að leggja fyrir þingið fyrir jól en það eru einkum tveir þröskuld- ar í vegi fyrir sölunni. Sá fyrri er rannsókn fram- kvæmdanefndar Evrópubandalags- ins, EB, á skilmálum sölunnar. Grun- ur leikur á, að fyrirkomulagið — að fyrirtækið kaupi í raun hlutabréfín af rikinu á undirverði en selji aftur með verulegum hagnaði — feli í sér dulda niðurgreiðslu frá ríkinu. Það er svo aftur spurning hvaða augum erlendir fjárfestar líti fyrir- tækið. Eiginfjárhlutfallið er 27% en á móti kemur, að í reikningsuppgjöri Tele Danmark er hvergi getið lífeyr- isskuldbindinga upp á 84 milljarða ísl. kr. „Þetta er tímasprengjan, sem tifar undir Tele Danmark," segir Todd Johnson, bandarískur fjármála- ráðgjafi með aðsetur í Kaupmanna- höfn. Johnson bendir á, að sam- kvæmt bandarískum bókhaldsregl- um verði að geta lífeyrisskuldbind- inga. Sé þeirri reglu beitt gagnvart Tele Danmark komi í ljós, að eiginfj- árhlutfall þess er neikvætt. Þótt Tele Danmark sé að mestu leyti í eigu ríkisins eru meðal hlut- hafa einkaaðilar, sem keypt hafa hlut í von um hagnað verði fyrirtæk- ið einkavætt. Tilvist þeirra hefur hins vegar þvælst mjög fyrir pólitíkusun- um og fyrri tilraunir til einkavæðing- ar strönduðu á því, að ríkið krafðist ævarandi réttar til að leysa til sín hlutabréf í einkaeigu á genginu 1,25 og takmarka arðgreiðslur við 10%. í staðinn fyrir þetta hefur danska stjómin lagt fram nýja og mjög flókna áætlun. Samkvæmt henni á Tele Danmark að geta nálgast nýtt fjármagn og komið um leið í veg fyrir, að einkaaðilarnir hagnist. Fyr- irtækið á að kaupa 42,7% hlutinn, sem ríkið ætlar að selja, og leysa til sín hlut einkaaðilanna fyrir 170 dkr. hvern en það var markaðsverð Tele Danmark í júní sl. Síðan á fyrirtæk- in að færa niður hlutafé sitt um það sama og nemur kaupunum og gefa út nýjan hlutabréfaflokk, sem aftur hafí sama verðgildi og hlutabréfin, sem voru færð niður. Verða þessi nýju bréf flokkuð sem B-bréf. B-bréfin verða seld á almennum markaði en þegar Tele Danmark hefur keypt þau fyrir 170 dkr. og selt þau fyrir 500 kr. eða meira þá er ekki nema von, að ásakanir komi fram um beinan ríkisstyrk. Þetta mál er nú til umfjöllunar hjá fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins og er niðurstöðunnar beðið með mik- illi eftirvæntingu í Danmörku. ' Morgunblaðið/Silli NÝIR EIGENDUR — Sólrún Hansdóttir og Sigurður Frið- riksson. Veitingarekstur Eigendaskipti á Bakkanum Húsavík Bakkinn, skyndibitastaður með vínveitingaleyfi á Húsavík, hefur nú skipt um eigendur og hafa hjónin Sólrún Hansdóttir og Sig- urður Friðriksson keypt staðinn af Astu Ottesen sem rekið hef- ur hann í nokkur ár. Veitingastaðurinn er á Garð- arsbraut 20, í húsi sem upphaf- lega var byggt 1934 og þá rekin þar skó- og fatabúð og síðar aðrar verslanir, en á níunda ára- tugnum var byggt við húsið og hafinn þar veitingarekstur. Nýju eigendurnir segjast munu reka þetta í svipuðu formi og verið hefur en þó fylgir alltaf nýjum herrum nýir siðir. - Fréttaritari. Gríptu - meðan það gefst: N óvemb ertilboð WáVVA 486/33DX Local BUS t------ með öflugum búnaði T fp — á ald( 200 MB diskur 4 MB innra minni 256K cache 14" SVGA lággeisla litaskjár S31Mb skjáhraðall 2 raðtengi, 1 hliðtengi og leikjatengi DOS 6.2, Windows 3.1 og mús á aldeilis ótrúlegu verði: Aðeins 139.966.- Kr stgr Greiðsluskilmálar Glitnis, E Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölufólkið og fáðu nánari upplýsingar. EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000. VJS / VJOiSVDNItylDOV flN ? IJH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.