Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 41

Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 41 og umhyggju og brátt var komin kökusneið og mjólkurglas á borðið á meðan hún spurði mig hvernig mér liði og hvað ég hefði verið að gera. Hvort sem við Einsi reyndum að finna upp rafmagnsvélina með því að stinga nöglum og vírum í innstungur eða stálumst í bæinn á reiðhjólunum okkar, 6 og 7 ára gamlir, þá vissum við að á málum okkar yrði tekið af mildi og ástríki, þótt umvöndunin væri nákvæm. Einnig man ég það eins og það hefði gerst í gær þegar appelsínubörkur stóð í Jóa bróður mínum kornungum. Pabbi var ekki heima og mamma sendi mig í hvelli eftir Hlín. Fumlaus sneri Hlín barninu við, lamdi ákveð- ið á bakið og smám saman kom roðinn aftur í kinnarnar á Jóa og öllum létti. Hlín naut mikiis barnaláns og afkomendahópurinn er stór og efni- legur. Sjálfstæð var hún og föst fyr- ir og reyndi ávallt að vera sem lengst heima í húsi sínu í Hlíðartúninu er heilsunni tók að hraka síðustu árin. Fyrir nokkrum vikum leit ég inn til Hlínar á Reykjalundi, þar sem hún lá rúmföst. Þá var af henni dregið, en þrátt fyrir sótthita var sami glampinn í augunum og hún spurði af áhuga eftir Stínu og strákunum. Hlín Ingólfsdóttir andaðist á kær- leiksheimilinu Reykjalundi þar sem hún hafði skilað farsælu dagsverki fyrir land og þjóð. Guð blessi minn- ingu hennar. Ólafur Hergill Oddsson. Elsku amma mín, Hlín Ingólfs- dóttir, er látin. Hún lést á Reykjalundi í Mos- fellsbæ, þar sem hún bjó stóran hluta ævi sinnar og þar sem ævistarf hennar og afa míns Árna lá. Þau voru ásamt öðrum frumkvöðlar að stofnun Vinnuheimilisins á Reykjalundi og er óhætt að segja að handtökin hennar ömmu hafi verið ófá fyrir Reykjalund allt frá stofnun hans. Þegar ég var lítil fannst mér að ég ætti örugglega bestu ömmu í heimi. Og mér finnst það enn í dag, því að hún var alveg einstök kona, hún amma. Hún var svo sterk og bjartsýn og aldrei heyrði ég hana hallmæla öðru fólki. Hún var um- burðarlynd og góð, en samt alltaf ákveðin við okkur banabömin. Ég er fyrsta barnabarnið hennar og fæddist í rúminu hennar, þar sem hún hjálpaði mér inn í heiminn dag einn fyrir mörgum árum. Og hún hefur alla tíð síðan gert sitt besta til að hjálpa mér. Reyndar fannst mér stundum, þegar ég var barn, að hún væri nú ekkert að hjálpa mér, heldur bara skamma mig og siða mig til. Og eitt sinn þegar ég hafði verið ódæl og fengið skömm í hattinn fyrir, sagði ég hálfskæ- landi við hana: „Amma, þú ert vond! En þú ert nú góð samt.“ Og amma varð ekki reið heldur sagði við mig þá og oft síðar á lífsleiðinni, að þetta hefði verið það besta hrós, sem hún hefði nokkurn tíma fengið. Sem barn átti ég mitt annað heim- ili hjá ömmu og afa í „sveitinni". Um leið og voraði og skólaslit voru afstaðin, var ég fiutt til þeirra. Og það var gaman í sveitinni, reyndar ekki eintómt gaman, því amma lagði mikla áherslu á að kenna okkur krökkunum að vinna, kenna okkur réttu handtökin og að beita lagni en ekki offorsi. Kurteisi var líka mikilvæg. Alltaf brýndi amma fyrir okkur að vera kurteis og þakka fyr- ir og gilti þá einu hvort hún var að tala við yngstu barnabörnin eða hin sem voru komin á fullorðinsaldurinn. „Mundu nú að segja takk fyrir!“ var það síðasta sem hún sagði við okkur áður en við vorum send í sendiferð- irnar. Amma hafði mjög gaman af allri ræktun. Hún ræktaði garðinn sinn á Reykjalundi af stakri alúð og allt- af var hún með pöttablóm og af- leggjara, sem hún var að koma til eða var með í fóstri, eins og hún sagði. Hún hafði yndi af að sjá ung- viðið gróa, bæði plöntur og menn. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru hennar mesta yndi og við nut- um öll góðs af manngæsku hennar og hlýju. Nú er hún amma farin burt frá okkur eftir erfið veikindi og hefur fengið frið. Eg mun ávallt minnast hennar með söknuði og þakklæti. Og eins og sólargeislinn, sem skein svo skært þegar amma tók síðasta andvarpið, þannig mun minning hennar skína áfram í hjarta mínu. Sigríður Hermannsdóttir. Elsku amma iitla! Þá er nú komið að kveðjustundinni miklu. Þú hefur haldið af stað í ferð- lagið mikla sem við á endanum leggj- um öll í. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn upp í sveit til „ömmu litlu“ eins og við kölluðum þig. Þá var ævinlega tekið á móti okkur með kókó og öðru góðgæti á borði. Þeir voru ekki fáir hlutirnir sem við lærðum í sveitinni hjá þér amma mín. Þú kenndir okkur svo margt og ég á aldrei eftir að gleyma fjall- göngunum sem við krakkarnir vor- um vön að fa'-a í, eða þá búinu sem við áttum í skóginum aftan við garð- inn. Okkur leiddist ap minnsta kosti aldrei þegar við fórum í Hlíðartúnið því að þar var alltaf nóg að gera. Maður hikaði heldur alls ekki við að spyija þig spurninga um sögur eða ljóð sem við lærðum í skólanum því þú varst með allt slíkt á hreinu. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem við vorum að gera og spurð- ir okkur alltaf hvernig okkur gengi í skólanum og íþróttunum. Þær voru alltaf skemmtilegar og lærdómsríkar heimsóknirnar til þín elsku amma mín og minningin um þig mun geymast í hjörtum okkar allra um alla tíð. Elsku amma, við vorum heppin að eiga ömmu eins og þig. Ástarkveðjur og þökk fyrir allt. Steinunn og krakkarnir í Heiðarlundi 4. + Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRUIMNAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR frá Hellisandi. Hólmfríður Jónasdóttir, Sigurður Guðjónsson, Magnús Jónasson, Jóna Jónasdóttir, Stella Kilcore, Frank Kilcore, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLS KRISTJÁNSSONAR, Kársnesbraut 84, Kópavogi. Kristján Gunnar Pálsson, Guðrún Birna Sigurðardóttir og barnabörn. N ý / u n g á fjármagnsma. rkaði Ný ríkisbréf án verbtryggingar til tveggja ára brjóta blab í sögu verbbréfautgáfu á Islandi Enn kemur ríkissjóbur meb nýjung á fjármagnsmarkab - ný ríkisbréf án verfotryggingar meb föstum nafnvöxtum og lánstíma til tveggja ára í stab 6 og 12 mánaba ábur. Nýju ríkisbréfin eru fyrsta skrefib í þá átt ab bjóba sparifjáreigendum traust ríkisbréf án verbtryggingar, til lengri tíma. Óverbtryggb ríkisverbbréf njóta sífellt meiri vinsælda, enda hefur verbbólga verib lág undanfarin ár, stöbugleiki í efnahagsmálum mikill og allt bendir til ab svo verbi áfram. Nýju ríkisbréfin eru því góbur möguleiki fyrir þig til ab losna úr vibjum verbtryggingarinnar, treysta verbbréfasafn þitt enn frekar og njóta um leib góbrar ávöxtunar, dreifa áhættunni og auka fjölbreytni ríkisverbbréfa í eignakörfunni. Nýju ríkisbréfin verba seld meb útbobsfyrirkomulagi og verbur fyrsta útbobib mibvikudaginn 17. nóvember. Hafbu samband vib verbbréfamiblarann þinn eba starfsfólk Lánasýslu ríkisins sem abstobar þig vib tilbobsgerbina og veitir þér nánari upplýsingar. Taktu þátt í ab skapa markab meb óverbtryggb verbbréf á íslenskum fjármagnsmarkabi. Vertu meb í tilbobinu 17. nóvember. LÁNASÝSLA RÍKiSINS Hverfisgötu 6, 2. hæb, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.