Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 KÖRFUKNATTLEIKUR Rondey stiga- hæstur ÚRVALSDEILDIN í körfuknatt- leik hefst á nýjan leik í kvöld eftir langt jólafrí. Flestir leik- menn hafa nú leikið fimmtán leiki með iiðum sínum og því er ekki úr vegi að athuga nokk- uð hvernig menn hafa staðið sig samkvæmt tölulegum upp- lýsingum Körfuknattleikssam- bandins. Rondey Robinson hjá Njarðvík hefur gert flest stig í deild- inni, 421 í 15 leikjum og er með 28 stig að meðaltali í leik. Franc Boo- ker úr Val.er hins vegar með flest stig að meðaltali í leik, hefur gert 374 stig í 12 leikjum eða 31,1 að meðaltali. Athygli vekur að enginn íslendingur er meðal fimm efstu þegar meðalskorið er skoðað en stór- skytturnar Kristinn Friðriksson úr Keflavík og Bárður Eyþórsson úr Snæfelli hafa báðir gert 310 stig og eru í 5.-6. sæti hvað það varðar en þeir hafa hins vegar báðir gert 20,6 stig að meðaltali og eru því ekki langt á eftir. Tveir erlendir leikmenn sem báðir eru famir af landi brott, Dwayne Price, ÍA, og Chip Entw- istle, Snæfelli, hefðu verið á lista yfír fímm efstu hvað varðar meðal- tal, en þeir voru báðir með 21,7 stig að meðaltali þegar þeir voru látnir fara, eða 283 stig. Lárus Dagur Pálsson frá Sauðár- króki er hittnastur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur 52,83% nýtingu og gerir tvær þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. Alls hefur hann gert 28 þriggja stiga körfur eða 84 stig. Einar Einarsson úr ÍA og Henning Henningsson úr Skalla- grími hafa gott meðaltal en komast samt ekki á „topp 5“ hvað varðar nýtingu. Einar með 2,9 körfur að meðaltali og 39,81% nýtingu og Henning 2,6 körfur og 39,39% nýt- ingu. Alexander Ermolinskij er eini erlendi leikmaðurinn sem kemst á „topp 10“ í þessum flokki, er með 44,44% nýtingu og 1,1 körfu að meðaltali í leik. Enginn leikmaður kemst á „topp 5“ í skotum utan og innan teigs, en Guðni'Guðnason úr KR er sá eini sem er á „topp 10“ á báðum listum, með 66,10% nýtingu innan teigs og 41,30% utan teigs. Keflvíkingar nýta skot sín vel innan teigs og eru í þrem- ur efstu sætunum auk þess sem Jón Kr. er í tíunda sæti. lÓt-ingar eiga einnig þijá menn af efstu fimm á lista yfír bestu nýtingu utan teigs. Vítahittni leikmanna er ekki eins góð og í fyrra. Þá var besti maður með 91% nýtingu og fimmti maður með 82% en núna er efsti maður með 81,54% nýtingu og fimmti mað- ur með 78,0%. Eins og undanfarin ár er Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leimaður ÍBK, með flestar stoðsendingamar það sem af er. Franc Booker hjá Val hefur reyndar örlítið hærra meðaltal Köpfubolflnn í tölum VILLUR (meðalt. í leik) Birqir Mikaelsson, UMFS 3,9 Siq. Elver Þórólfsson, UMFS 3,7 Raqnar Þ. Jónsson, VAI 3,7 Nökkvi Már Jónsson, UMFG 3,6 Robert Buntic, UMFT 3,5 1 SKOT UTAN VÍTATEIGS skot/hitt nýting Davíð Grissom, KR 126/60 48% Wayne Casey, UMFG 62/29 47% Birqir Mikaelsson, UMFS 47/21 45% Guðni Guðnason, KR 46/19 41% Flermann Hauksson, KR 56/22 39% SKOT INNAN VITATEIGS skot/hitt FRÁKÖST (meðalt. í leik) John Rhodes, Haukum___________ Rondey Robinson, UMFN Robert Buntic, UMFT Guðmundur Bragason, UMFG Alexander Ermolinskij, UMFS ÞRIGGJA STIGA KORFUR skot/hitt nýting STIGASKOR (meðalt. í leik) Franc Booker, Val 31,1 Rondey Robinson, UMFN 28,0 Wayne Casey, UMFG 25,0 Robert Buntic, UMFT 21,5 1 Jonathan Bow, IBK 21,1 Albert Óskarsson, ÍBK 83/62 75% Lárus Daqur Pálsson, UMFT 53/28 53% Jonathan Bow, ÍBK 155/109 70% Bryn|ar Karl Siqurðsson, Val 50/25 50% Kristinn Friðriksson, IBK 83/58 70% Berqur Emilsson, Val 35/17 49% Rondey Robinson, UMFN 251/174 69% Wayne Casey, UMFG 57/26 46% Alexander Ermolinskij, UMFS 102/70 69% Kristinn Friðriksson, IBK 92/41 45% i STOÐSENDINGAR leikir meðalt. Franc Booker, Val 69 12 5,7 Jón Kr. Gíslaosn, ÍBK 85 15 5,6 Siq. Elver Þórólfsson, UMFS 70 14 5,0 Jón Arnar Ingvarsson, Haukum 65 14 4,6 Friðrik Ragnarsson, UMFN 66 15 4,4 BOLTA TAPAÐ leikir meðalt. Birqir Mikaelsson, UMFS 67 15 4,4 Franc Booker, Val 50 12 4,1 John Rhodes, Haukum 61 15 4,0 Bárður Eyþórsson, Snæfelli 52 15 3,4 Robert Buntic, UMFT 47 14 3,3 BOLTA STOLIÐ leikir meðalt. Sverrir Sverriss., Snæfelli 60 15 4,0 Franc Booker, Val 44 12 3,6 Teitur Örlygsson, UMFN 52 15 3,4 Jón A. Ingvarss., Haukum 47 14 3,3 Birgir Mikaelsson, UMFS 47 15 3,1 VITAHITTNI skot/hitt nýting Kristinn Friðriksson, ÍBK 65/53 82% Davíð Grissom, KR 59/48 81% Birgir Mikaelsson, UMFS 99/79 80% Kristinn Einarsson, Snæfelli 69/54 78% Henning Henningsson, UMFS 50/39 78% Morgunblaðið/Júlíus Rondey Robfnson hefur leikið vel með Njarðvíkurliðinu. en Jón, 5,7 stoðsendingar að meðal- tali á móti 5,6. En Jón hefur 85 sinn- um gefið þannig á félaga sína að þeir þurfi aðeins að leggja knöttinn í körfuna. Rétt er að geta þess að Páll Kolbeinsson, UMFT, er með 4,4 stoðsendingar að meðaltali eins og Friðrik Ragnarsson en sá síðar- nefndi hefur átt 66 sendingar í 15 leikjum en Páll 53 í 12 leikjum. í fráköstunum er John Rhodes hjá Haukum að vanda sterkur. Hann hefur tekið 90 sóknarfráköst og 193 í vörninni, eða alls 283 og það gerir 18,81 að meðaltali í leik. Guðmund- ur Bragason er eini Islendingurinn á „topp 5“ með 184 fráköst og 12,2 að meðaltali. Vesturlandsleikmenn- irnir, Entwistle og Price hefðu báðir verið ofarlega ef félög þeirra hefðu talið þörf á að hafa þá áfram, en Entwistle hafði tekið 166 fráköst, 12,7 að meðaltali, og Price 150 eða 11,5 að meðaltali. Birgir Mikaelsson, leikmaður og þjálfari Skallagríms er á fimm listum og hefur þegar verið rætt um tvo þeirra, vítahittni og skot utan teigs. Birgir hefur oftast tapað boltanum, eða 67 sinnum en það gerir 4,4 sinn- um að meðaltali í leik. Hann er í 5. sæti yfir þá sem oftast „stela“ boltanum af mótheija, hefur gert það 47 sinnum eða 3,1 sinni að meðaltali. Birgir er einnig í efsta sæti hvað varðar villur, þær hefur hann fengið 59 sinnum eða 3,9 villur að meðaltali í leik. ■ ÁSTA S. , Halldórsdóttir, skíðakona frá Isafirði, keppti í alþjóðlegu stigamóti í svigi í Casterotto á Italíu í gær. Hún varð í 37. sæti af 110 keppendum og bætti sig stigalega. Hún átti áður best 135 stig en fékk 77 stig fyrir árangurinn í gær. Hún keppir aftur í risasvigi á sama stað í dag en síðan heldur hún til Maribor í Slóveníu þar sem hún verður á meðal keppenda í heimsbikarmóti í svigi á laugar- dag. I ÁSTA er númer 76 í svigi á nýjasta styrkleikalista Alþjóða Skíðasambandsins (FIS), sem þýðir að hún er 76. besta svig- kona heims. Hún er með 24,25 stig og startar því í fyrsta rás- hópi í Evrópubikarmótum, sem er næst á eftir heimsbikarmótum í styrkleika. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur kemst svo ofar- lega á FlS-listanum. Foster til ÍBK fyrir Bow Jonathan Bow, bandaríski körfu- knattleiksmaðurinn sem leikið hefur með Keflvíkingum í úrvals- deildinni þrjú síðustu árin, var í gær látinn fara frá félaginu. Ástæðan er hegðunarvandamál utan vallar. Landi hans, Reymond Foster, sem lék með Tindastóli um tíma í fyrra, tekur stöðu Jonathans í liðinu og spilar líklega fyrsta leik sinn í kvöld með ÍBK gegn Skallagrími. Jón Kr. Gíslason þjálfari ÍBK sagði að þeir hefðu verið tilneiddir að taka þessa ákvörðun. „Menn geta ekki leyft sér hvað sem er. Við vor- ara búnir að aðvara hann oftar en einu sinni og það dugði ekki og því var ekkert annað að gera þó það sé erfitt svona rétt fyrir bikarúrslita- leikinn gegn Njarðvík. Við lítum á þessa leikmenn sem atvinnumenn og þeir eru það. Þeir eru ekki í vinnu frá klukkan átta ti'i fimm. Þeir eru andlit félagsins útávið allan sólar- hringinn,“ sagði Jón. Bow hefur leikið hér á landi síðan 1989 er hann kom til Hauka og lék eitt tímabil. Árið eftir fór hann yfir í KR og varð bikarmeistari með fé- laginu. Síðan lá leiðin til Keflavíkur og þar hefur hann leikið tvö undan- farin keppnistímabil og orðið tvíveg- is íslandsmeistari og einu sinni bik- armeistari með félaginu. Hann lék 131 leik fyrir ÍBK og gerði í þeim 2.761 stig, sem er 21 stig að meðal- tali í leik. „Við sjáum eftir honum sem leikmanni. Hann hefur gert góða hluti fyrir okkur hér í Kefla- vík,“ sagði Jón Kr. þjálfari. „Það er mjög leiðinlegt að enda ferilinn hjá ÍBK á þennan hátt. Ég átti satt að segja ekki von á þessu og veit ekki hvort ég verðskulda þessa meðferð," sagði Jonathan Bow við Morgunblaðið. „En það hefur verið ákveðið vandamál í gangi — félagið hefur ekki verið sátt við mig og ég ekki við félagið. En ég óska Keflvíkingum alls hins besta í fram- tíðinni. Ég reikna með að vera hér á íslandi í tvær til þijár vikur og vera með dóttur minni, en fara síðan til Bandaríkjanna og reyna að kom- ast að hjá liði í Evrópu. Annars er ég opinn fyrir öllu og ef íslenskt lið sýndi mér áhuga myndi ég skoða það gaumgæfilega." Nýji leikmaðurinn Reymond Fost- er átti að koma til landsins í dag og sagðist Jón Kr. reikna með að nota hann gegn Snæfelli í kvöld. Foster er 2.06 metrar á hæð og gerði 30 stig að meðaltali í leik með Tindastóli í fyrra. Hann lék í CBA- deildinni bandarísku fyrir áramót og ætti því að vera í góðri æfingu. Reymond Foster inun taka stoou Jonathans Bows hjá ÍBK strax í leikn- um gegn Snæfelli í úrvalsdeildinni í kvöld. Foster er 2.06 metrar á hæð og lék í fyrra með Tindastóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.