Morgunblaðið - 02.02.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
15
Mannréttindayfir-
lýsing í lýðveldisgjöf
eftir Gunnar G. Schram
Að Hfndanförnu hafa menn velt
því fyrir sér á hvern hátt væri unnt
að minnast 50 ára afmælis lýðveld-
isins á komandi sumri svo sómi
væri að.
Hér verður vikið að einni hug-
myrid í því efni sem ég tel að marka
myndi þáttaskil í stjórnskipunar-
sögu okkar ef framkvæmd yrði.
Hún er sú að á hátíðarfundi Alþing-
is á Þingvöllum 17. júní verði sam-
þykkt sérstök Mannréttindayfirlýs-
ing sem hafi að geyma fyllstu frels-
FATLAÐIR
ÚTIAÐ AKA
eftir Gerði
Steinþórsdóttur
Samkvæmt lögum eiga fatlaðir
nemendur eins og aðrir rétt á að
ganga í skóla í sínu hverfi eða heima-
byggð. Veruleikinn er þó allur annar
og sérstaklega hefur þróunin orðið
í skötulíki á höfuðborgarsvæðinu,
enda auðveldast að benda á stofnan-
ir og sérskóla fyrir fatlaða. Þetta
hefur í för með sér ótrúlega mikinn
akstur nemenda á milli stofnana og
skóla allan guðlangan daginn. Ekki
er óalgengt að nemendur þvælist í
bílum tvo til tvo og hálfan tíma á
degi hveijum í og úr skóla.
Árið 1990 var gerð könnun á
skólaakstri fatlaðra á vegum
menntamálaráðuneytisins í samráði
við félagsmálaráðuneytið. Krafan
kom frá foreldrum, skólum og stofn-
unum sém óskuðu eftir aukinni þjón-
ustu; að bílum yrði fjölgað svo akst-
urstími barnanna styttist og ráðið
yrði aðstoðarfólk í bílana fyrir börn
á meðan á akstrinum stæði. Alls
voru nemendur 256 af öilu höfuð-
borgarsvæðinu, þar af 167 Reykvík-
ingar eða 67% nemenda. Skólabíl-
arnir voru sex talsins, fimm tuttugu
sæta, einn var ijórtán sæta.
Álagstímar í akstri
Klukkan sjö að morgni hefst
skólaaksturinn. Ein rúta tekur upp
fyrsta nemandann á Seltjarnarnesi,
önnur í Mosfellsbæ, þriðja í Grafar-
vogi, sú fjórða í Hafnarfirði og tvær
í Breiðholti. Ekið er um Álftanes,
Garðabæ og Kópavog. Rúturnar eiga
allar að vera komnar í Öskjuhlíðar-
skóla klukkan átta að morgni, en
þar hefst kennsla kl. 8.05 hjá árdeg-
isbekkjunum. Þau börn sem fyrst
eru sótt þarf að vekja klukkan rúm-
lega sex til þess að þau séu klædd
og mett þegar skólabíllinn kemur.
Áætlunin er svo stíf hjá bílstjórunum
að þeir þola enga bið. „Við þyrftum
í raun að byija fyrr á morgnana,"
sagði einn bílstjórinn við mig, „yfir-
ferðin er svo mikil og bílarnir yfir-
fuilir".
Eftir að hafa komið þessum nem-
endum í Öskjuhlíðarskóla fara fram
„skipti“ nemenda sem fara annað.
Næsti sameiginlegur áfangastaður
bílanna er Hlíðaskóli kl. 9. „Skipti"
fara sex sinnum fram yfir daginn.
í skýrslunni frá 1990 er þeim lýst
á eftirfarandi hátt: „... nemendurnir
eru selfluttir milli bílanna allt eftir
því hvert ferðinni er heitið. Marga
þeirra þarf að bera á milli bílanna
vegna þess að þeir geta ekki gengið
eða eru ekki nógu snarir í snúning-
um vegna þess flýtis sem þarf að
vera til þess að náð sé á áfangastað
á tilskildumtíma.“ Þetta minnir helst
á kvikmynd á of miklum hraða.
Það er verið að aka á milli heim-
ila, skóla og stofnana allan liðlang-
ann daginn þótt álagstímar séu skv.
könnuninni á milli kl. 7 og 9 á
morgnanna, kl. 10.30-14 og kl.
15-18 síðdegis. Af þessu má sjá að
á þeim tólf tímum sem aksturinn
varir eru aðeins einn og hálfur tími
sem ekki telst „álagstími"!
is- og grundvallarréttindi öllum ís-
lendingum til handa. Verði hún síð-
an lögfest í stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins og komi þar í stað VII
kafla núgildandi stjórnlaga.
Segja má að slík gjörð væri verð-
ugt framlag Alþingis á þessum
merku tímamótum í stjórnskipunar-
sögu landsins sem með réttu mætti
nefna lýðveldisgjöf þess til 'þjóðar-
innar allrar.
II
Nú kunna éinhveijir að spyija
hví hér sé sérstaklega staðnæmst
við mannréttindi. Víst hefði best
farið á því að ný stjórnarskrá í
heild sinni hefði verið lögfest í
tengslum við lýðveldisafmælið. Svo
fáir mánuðir eru þó til stefnu fram
að 17. júní að ráðrúm gefst vart
til svo viðamikils verks. Á hinn
bóginn ætti að vera unnt að endur-
skoða frá grunni einn mikilvægasta
kafla núgildandi stjórnarskrár sem
er tvímælalaust sá sem geymir
ákvæðin um grundvallarréttindi
þegna landsins.
Það léttir einig slíkt verk að fyr-
ir Alþingi liggur nú þegar lagafrum-
varp um að Mannréttindasáttmáli
Evrópu verði lögfestur hér á landi
en ísland gerðist aðili að sáttmálan-
um 1953 án þess að hann hafi
nokkru sinni öðlast hér lagagildi.
Slík lögfesting yrði mikið framfara-
spor en ýmis mannréttindaákvæði
Gunnar G. Schram
„Sú leið sem hér hefur
verið nefnd, að Alþingi
gefi þjóðinni nýja
mannréttindaskrá í af-
mælisgjöf, snertir í
raun hag og framtíð
allra landsins barna.“
sáttmálans eiga ekki síður heima i
stjórnarskrá en í venjulegum lögum.
III
í þessu sambandi má minna á
það að mannréttindakafli stjórnar-
skrárinnar hefur staðið þar nánast
óbreyttur í 120 ár eða allt frá því
að íslandi var gefin fyrsta stjórnar-
skráin 1874, þá sem hiuta af danska
ríkinu. Þótt þau ákvæði hafi staðist
óvenju vel tímans tönn bera þau
sum engu að síður svipmót horf-
innar aldar. Þau eru bæði of fá og
fáorð sem grundvöllur mannrétt-
indaverndar í því nútíma réttarríki
sem ísland er í dag.
Meðal þeirra grundvallarmann-
réttinda sem ekki er að finna í
stjórnarskránni, en ættu að vera
þar, má m.a. nefna eftirfarandi:
* Ákvæði sem venda tjáningar-
frelsið almennt, en ekki aðeins
prentfrelsið.
* Ákvæði um jafnrétti kvenna
og karla og bann við mismunun
vegna litarháttar, kyns og trúar-
bragða.
* Ákvæði um alm^nnt persónu-
frelsl
* Ákvæði um réttláta málsmeð-
ferð fyrir óvilhöllum dómstólum.
* Ákvæði um bann við aftur-
virkni refsilaga og um réttarstöðu
ólögráða manna og útlendinga.
* Ákvæði um ýmis félagsleg og
menningarleg réttindi hvers ein-
stakiings.
Eflaust má minnast þess merkis-
viðburðar sem 50 ára afmæli lýð-
veldisins er á ýmsan hátt.
Sú leið sem hér hefur verið nefnd,
að Alþingi gefi þjóðinni nýja manri-
réttindaskrá í afmælisgjöf, snertir
í raun hag og framtíð allra landsins
barna. Slík gjörð er reyndar löngu
tímabær og krefst ekki ýkja mikils
undirbúnings af þeim ástæðum sem
raktar hafa verið. Og í augum fjár-
málaráðherra myndi slík gjöf prýdd
þeim mikla kosti að af henni hljót-
ast engin útgjöld fyrir ríkissjóð!
Höfundur er prófessor í stjóm-
skipunarrétti og forseti
lagadeildar Háskólans.
Gerður Steinþórsdóttir
„Þessi grein er skrifuð
til að vekja athygli á
óþolandi ástandi. Það
þarf að fjölga bílum og
hafaþá minni.“
Fjölgum bílunum!
Könnunin náði einungis til akst-
urstíma í og úr skóla, en oft þurfa
nemendur að fara á fleiri staði. Að-
eins rúmur helmingur nemenda eða
55% eru 90 mínútur í og úr skóla,
en ég tel að 45 mínútur aðra leið
ætti að vera hámarkstími innan
borgarmarkanna. Það tekur t.d.
klukkutíma að fara í Öskjuhlíðar-
skóla úr Vesturbænum í Reykjavík.
26 nemendur hossast dag hvern tvo
til tvo og hálfan tíma í og úr skóla,
sem er ómanneskjuleg meðferð.
Niðurstaða könnunarinnar 1990
hafði þau áhrif að ákveðið var að
ráða aðstoðarfólk í bílana. Hins veg-
ar hefur bílum ekki fjölgað og yfir-
ferðin fremur aukist með tiikomu
nýrra borgarhverfa. Aksturinn var
á hendi ríkisins en fyrir einu ári, eða
1. janúar 1993, tóku sveitarfélögin
við honum og sjá Samtök sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu um
reksturinn og kostnaðarskiptingu.
Þau gerðu hagkvæman samning við
bílstjórana sex um óbreyttan akstur.
Þó þykir aksturinn nógu dýr, enda
alltaf skiptar skoðanir um það hvar
eigi að spara!
Þessi grein er skrifuð til að vekja
athygli á óþolandi ástandi. Það þarf
að fjölga bílum og hafa þá minni.
Ég skora á Samtök sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu að taka þetta
mál til endurskoðunar með það í
huga að stytta aksturstímann. Það
er nauðsynlegt að setja reglu um
hámarkstíma. Við getum ekki látið
bjóða börnum, sem þurfa á öllu sínu
að halda til að efla þrek sitt og
færni, að vera endalaust úti að aka.
Höfundur er í framkvæmdaráði
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Tilboðsverð
til Kanarí
9. mars, 2 vikur
Aðeins frá
kr. 43.900
pr. mann m.v. hjón með 2 börn,
2-14 ára, Las Isas.
Kr. 56.800
pr. mann m.v. 2 í íbúð, Las Isas.
Bókaðu áður en 9. mars
selst upp líka.
Undirtektir við Kanaríferðum
Heimsferða hafa verið einstakar,
yfir 200 manns eru bókuð 26.
janúar og 16. febrúar og núna er
ferðin 9. mars óðum að seljast
upp. Njóttu þess besta á lægra
verði og tryggðu þér sæti á
meðan enn er laust. Frábærir
gististaðir okkar á Kanarí tryggja
þér einstakt fti í sólinni.
r
PASKAFERÐIR HEIMS
KANARÍ 23. mars, 3 vikur. Verð frá kr. 59
hjón með 2 börn, Las Isas.
Flugvallaskattar og fortallagjöld kr. 3.660,- f. fullorðna, kr. 2.405,- f. börn.
Brasilía - Viðbótarferð,
3 vikun Verð frá kr. 99.800
pr. mann m.v. 2 í herbergi.
Flugvallaskattar og forfallagjöld kr. 4.690,- f. fullorðna.
VISA
HEIMSFERÐIR hí
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600
'UiVA