Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 Atvinnuleysisdagar yfir 17 þúsund í janúar Tæplega 700 manns á atvinnuleysisskrá ALLS komu 1.172 inn á atvinnuleysisskrá á Akureyri í janúarmán- uði, en skráðir atvinnuleysisdagar voru 17.321 talsins og hafa aldrei verið jafn margir. Um nýliðin mánaðamót voru tæplega 700 manns á atvinnuleysiskrá, en fækkað hefur um rúmlega 300 manns á skránni eftir að vinna hófst að nýju í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa og hjá Strýtu hf. Sigrún Björnsdóttir, forstöðumað- ur Vinnumiðlunarskrifstofunnar á Akureyri, sagði að atvinnuleysistölur hefðu farið hækkandi frá því í nóv- ember þegar 465 manns voru skráð- ir atvinnulausir og á tímabilinu frá byijun desember til loka janúar hefði 10% atvinnuleysi verið viðvarandi í bænum. Yfir 17 þúsund atvinnuleysisdagar Alls voru 686 manns skráðir at- vinnulausir um nýliðin mánaðamót, en í mánuðinum komu alls til skrán- ingar tæplega 1.200 manns. At- vinnuleysisdagar fóru vel yfir 17 þúsund í nýliðnum mánuði. Á sama tíma á síðasta ári voru 523 skráðir atvinnulausir og var þá það mesta ■ sem sést hafði fram til þess tíma. Atvinnulausir karlar voru nokkru fleiri en konur, eða 399 á móti 287. Mest atvinnuleysi er meðal félags- manna í Einingu, en þar eru um 300 manns atvinnulausir, þá eru um 100 Iðjufélagar á atvinnuleysiskrá og 117 úr Félagi verslunar- og skrif- stofufólks. Unl 80 iðnaðarmenn eru skráðir atvinnulausir. Átaksverkefni Nýtt átaksverkefni hófst í gær og verður fólk ráðið til starfa í vik- unni, en alls var veittur styrkur til að veita 60 manns atvinnu í tvo mánuði. Fólkið mun starfa við ýmsar stofnanir bæjarins eins og verið hef- ur í fyrri verkefnum af þessu tagi. Selir við ósa SELIR hafa haldið sig við ósa Eyjafjarðarár síð- ustu daga, en nokkuð skiptar skoðanir eru með- al manna um ágæti veru þeirra þar. Áhugamenn um stangveiði vilja vernda ósasvæðið og hrekja selinn á brott, enda telja þeir fullvíst að hann liggi í ungfiskinum sem þarna er. Svo eru aðrir sem hafa yndi af því að fylgjast með selunum Morgunblaðið/Rúnar Þór Eyjafjarðarár og þykir sjálfsagt að hann úði í sig fiski. Óvíst er hvort hrafnarnir tveir sem í gærmorgun gerðu selum gramt í geði hafi áhuga stang- veiði, en þeir gerðu að minnsta kosti sitt besta til að hrekja þá burt, en selurinn á myndinni sá sitt óvænna og stakk sér ofan í vök eftir atgang hrafnanna. Samkomulag ríkissjóðs og bæjarsljórnar um Hitaveitu Akureyrar Staða veitunnar betri og gjaldskrá lækkar um 5% GJALDSKRÁ Hitaveitu Akur- eyrar verður lækkuð um 5% og var samþykkt á fundi sljórnar veitunnar nýlega að Iækkunin gildi frá 1. janúar síðastliðnum. Samkomulag hefur verið sam- þykkt milli rikissjóðs og bæjar- stjórnar Akureyrar um framleng- inu samnings frá árinu 1987 varð- andi skuldastöðu Hitaveitu Akur- eyrar, en ríkisstjórnin samþykkti samkomulagið á fundi í gærmorg- un. Franz Ámason veitustjóri sagði Morgunblaðið/Rúnar Þór FIÐLARINN býður upp á Prime- Rib-steik á fimmtudagskvöldum fram á vor, á myndinni eru frá vinstri Einar Sigurðsson, Snæ- bjöm Kristjánsson og Friðrik V. Karlsson í óða önn að afgreiða steikina. Prime Rib á Fiðlaranum Á veitingastaðnum Fiðlaranum verður boðið upp á Prime-Rib- steik öll fimmtudagskvöld fram á vor. Tilgangurinn er að sögn Snæ- björns Kristjánssonar, eins eigenda Fiðlarans, að lengja helgina og þá væri ætlunin að breyta ímynd stað- arins hvað þessi kvöld varðar. Marg- ir teldu sig ekki geta sótt staðinn nema uppáklæddir, en á fimmtu- dagskvöldum gæti fólk eftir sem áður átt góða kvöldstund á veitinga- staðnum þó það væri ekki í sínu fín- asta pússi. Þá sagði Snæbjörn að ætlunin væri að bjóða steikurnar á hagstæðu verði og nefndi að Fiðlar- inn væri aðili að Einkaklúbbnum og meðlimir í þeim klúbbi greiða eitt gjald fyrir tvo. Samningur í tvíburatrolldeilunni Hækka um 0,5% SJÓMENN á Margréti EA og Jó- hanni Gíslasyni ÁR fá 0,5% hækk- un á skiptapróséntu eftir að samn- ingar tókust í deilu Sjómannafé- lags Eyjafjarðar og Samherja hf. Ágreiningur var milli aðila um uppgjör til sjómanna á þessum skipum, en þau stunda svokallaðar tvíburatrollveiðar. í samningunum felst að sjómenn fá 32,3% hlut til skiptanna miðað við 28 menn í áhöfn og er það 0,5% hækkun frá því sem var áður. Samn- ingurinn gildir til 4. júní næstkom- andi, en þá rennur hann út án upp- sagnar. Verði á tímibilinu gerður samningur milli Sjómannasambands íslands og Landssambands íslenskra útgerðarmanna kemur hann í stað þessa samnings. Þokkalega sáttur „Auðvitað vill maður alltaf sjá hærri tölur, en ég held við séum þokkalega sátt við þessa niðurstöðu og þá kannski ekki síst að Samheija- menn hafa lýst því yfir að þeir muni við fyrsta tækifæri koma þeim mann- skap í pláss sem ekki hefur enn feng- ið vinnu," sagði Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarð- ar, en öðru af tveimur skipum Sam- herja sem verið hafa á tvíburatroll- veiðum, Oddeyrinni EA, hefur verið lagt tímabundið. að á árinu 1987 hefði verið undirrit- að samkomulag milli ríkissjóðs og bæjarstjórnar sem fól í sér að yrðu skuldir Hitaveitu Akureyrar hærri en 2 milljarðar króna í árslok árið 2000 myndi ríkissjóður taka við 75% af upphæðinni sem umfram það er. Sú upphæð er miðuð við verðlag árs- ins 1987. Samningurinn frá 1987 er runninn út og hefur nú verið framlengdur, en þetta samkomulag er ein af for- sendum þess að hægt er að lækka gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar um 5%. Framvegis er reiknað með að gjaldskrá veitunnar fylgi byggingar- vísitölu eins og hún hefur gert fram tii þessa. Samþykkt hefur verið að lækkunin verði látin gilda frá 1. jan- úar síðastliðinn. Betri staða „Þessi lækkun hefur lengi verið í undirbúningi, staða veitunnar leyfir þessa gjaldskrárlækkun núna og því var ákveðið að hrinda henni í fram- kvæmd og við væntum þess hún komi bæjarbúum til góða,“ sagði Franz. Hann sagði að gróft áætlað væru skuldir veitunnar 1.850 milljón- ir króna umreiknað á verðlag ársins 1987. „Þannig að við stöndum heldur betur en ráð var fyrir gert og það er af hinu góða.“ Fyrir eigendur einbýlishúss sem greiðir 80 þúsund í kyndikostnað á ári nemur lækkunin um 4 þúsund krónum þannig að eftir lækkun verð- ur hitunarkostnaður 76 þúsund krón- ur. Könnun fimm nemenda MA á útivist unglinga á Akureyri Meirihluti unglinga and- vígur núgildandi lögum Fjórðungur foreldra setur útivistarreglur af ótta við ofbeldi ALMENN andstaða virðist vera meðal unglinga á Akureyri við útivistar- lögin, jafnvel þó að núgildandi lög séu þeim í fæstum tilvikum til ama. Meirihluti forelda setur börnum sínum ákveðnar útivistarreglur, en flestir unglinganna hafa þó leyfi til að vera klukkustund lengur úti á kvöldin en lögin kveða á um. Námskeið í fyrstu hjálp MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag, frá kl. 15 til 18 og er ýmislegt á dagskrá að vanda. Að þessu sinni og næsta miðviku- dag, 9. febrúar, verður hluti sam- verustundarinnar notaður til kennslu í grundvallaratriðum skyndihjálpar og endurlífgun. Kennari verður Jón Knutsen, sem annast hefur námskeið í skyndi- hjálp á vegum Rauða krossins. Kaffi og brauð verður á borðum og ýmsar upplýsingar liggja frammi ásamt nýjustu dagblöðunum. Allir sem eru án vinnu eru hvatt- ir til að mæta og nota sér þetta tækifæri til að kynnast grundvallar- atriðum „fyrstu hjálpar". Enginn veit hvort eða hvenær á þá þekk- ingu reynir en víst er að oft hefur hún úrslitum ráðið. (Fréttatilkynning.) Þetta kemur m.a. fram í könnun um útivist unglinga sem fímm nem- endur Menntaskólans á Akureyri gerðu í kjölfar mikillar umræðu á höfuðborgarsvæðinu varðandi versn- andi ástands í miðbæ Reykjavíkur. Lögum samkvæmt skulu allir ung- lingar á aldrinum 13 til 16 ára vera komnir í hús kl. 22.00 öll kvöld vik- unnar. Könnunin var gerð meðal nemenda í 9. og 10. bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri og var til samanburðar hringt í foreldra hluta þessarar unglinga. Meirihlutinn andvígur lögunum Meirihluti unglinganna er andvíg- ur núgildandi lögum, en um þriðj- ungi þeirra stóð á sama um þau. Þrír fjórðu hluta foreldranna voru frekar hlynntir þeim reglum sem í gildi eru. Langstærsti hluti foreldra setur börnum sínum ákveðnar reglur um útivist á kvöldin, en fram kemur í könnuninni að um helmingur ungl- inganna hefur leyfí til að vera úti klukkustund lengur en lögin kveða á um, eða til 23. Um 60% foreldr- anna segjast hafa lögin til hliðsjónar er þeir setja útivistarreglur. Meirihluti foreldra kvaðst vita hvar unglingarnir héldu sig væru þeir úti eftir kl. 22 á kvöldin en um það ber þeim ekki saman við börnin sín því um þriðjungur þeirra svaraði í könnuninni að foreldramir vissu ekki um ferðir sínar að kvöldlagi. Um fjórðungur foreldra setur úti- vistarreglur af ótta við að börnin verði fyrir líkamlegu eða andlegu ofbeldi og tæpur fjórðungur til að koma í veg fyrir áfengisneyslu og svipaður fjöldi taldi rétt að fara að lögum, en tæp 30% töldu ekki rétt að unglingar væru úti á kvöldin. Arnkell Logi Pétursson, Emil Þór Vigfússon, Halldór Hildimundarson, Heimir Snorrason og Sigfús Þór Sig- mundsson gerðu könnunina. Peningakassi hvarf PENINGAKASSA Lækna- þjónustunnar í Hafnarstæti er saknað, en tilkynnt var um hvarfið til lögreglunnar á Akureyri í gærdag. Að sögn varðstjóra lögregl- unnar voru um 30 þúsund krónur í kassanum, 20 þúsund í pening- um og 10 þúsund í ávísunum. Rannsókn stendur yfir, en engar vísbendingar var við að styðjast að sögn varðstjóra. Tvö innbrot sem framin voru um helgina, í Gagnfræðaskólann á Akureyri og tískuverslunina Parið, eru einnig óupplýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.