Morgunblaðið - 02.02.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
21
Reuter
*
Omar
drap
mig
FRANSKIR rann-
sóknarmenn virða
fyrir sér óvenju-
legt sönnunar-
gagn í morðmáli í
Frakklandi; hurð,
sem talið er að
fórnarlambið hafi
ritað nafn morð-
ingjans á. Rík
ekkja fannst myrt
á heimili sínu og á
eina hurðina hafði
verið ritað með
blóði ekkjunnar:
„Ómar drap mig“,
en Ómar var garð-
yrkjumaður henn-
ar.
Washington. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, ræddi við Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta í Washington í fyrrakvöld og sagði að mikilvægasta
framtíðarverkefni Vesturlanda væri að stuðla að áframhaldandi lýð-
ræðisþróun í Rússlandi og Austur-Evrópu. Hann sagði þó að Þjóðverj-
ar gætu ekki lagt meira af mörkum en þeir hefðu þegar gert.
„Við höfum náð hámarkinu og öðrum þjóðum, einkum í Evrópu,
getum ekki axlað meiri byrðar,"
sagði Kohl, sem var í tveggja daga
heimsókn í Washington, eftir fund-
inn með Clinton. Hann sagði að
Þjóðveijar hefðu lagt langmest af
mörkum til að stuðla að umbótum
í Rússlandi en nú væri komið að
að auka framlag sitt.
Kohl hvatti ennfremur Banda-
ríkjamenn til að gegna áfram leið-
togahlutverki á alþjóðavettvangi.
„Heimurinn heldur áfram að binda
vonir sínar við ykkur.“
Kanslarinn áréttaði að hann vildi
Geislavirks efnis
leitað í Bodensee
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, frcttaritara Morgunblaðsins.
INTERPOL tekur nú þátt í rannsókn á ferðum farþega sem fórust
í flugslysi rétt fyrir lendingu á Altenrhein-flugvelli við Bodensee
í Sviss fyrir rúmri viku. Cessna-vél hrapaði í vatnið og hefur
ekki fundist enn. Tveir þýskir kaupsýslumenn voru í vélinni ásamt
flugmanni frá Berlín. Þeir höfðu viðkomu í Prag. Talið er víst
að tvær tékkneskar dansmeyjar hafi stigið um borð í vélina þar.
Mennirnir tveir stunduðu ólögleg viðskipti með geislavirk efni frá
gömlu Sovétríkjunum. Ottast er að geislavirkt efni kunni að hafa
verið um borð í vélinni.
Helmut Kohl ræðir við Bill Clinton í Washington
Getum ekki aukið
aðstoðina við Rússa
fara hægt ú sakirnar varðandi
hernaðaríhlutun í Bosníu. Hann
sagði að með því að senda þangað
hermenn skapaðist hætta á
„óheyrilegum blóðsúthellingum".
Kohl og Clinton, sem eru báðir
þekktir fyrir góða matarlyst,
ræddu þróunina í Rússlandi á ít-
ölskum veitingastað sem viðskipta-
vinir róma fyrir stóra matar-
skammta.
Þjóðveijarnir Josef Rimmele,
verktaki, og Klaus Eichler, fv. for-
maður fijálsíþróttasambands
Austur-Þýskalands, eru sagðir
hafa tekið að sér að selja geisla-
virkt efni frá Sovétríkjunum fyrr-
verandi en ekki tekist það. Rúss-
arnir sem útveguðu þeim efnið
heimtuðu 500.000 þýsk mörk af
þeim og fluttu þá nauðuga til Riga
í Lettlandi þegar þeir gátu ekki
borgað. Annar þeirra var látinn
Viðskipti
Svíajákvæð
VIÐSKIPTI Svía við útlönd
voru hagstæð um 51,6 mil{jarð
sænskra króna, jafnvirði 475
milljarða íslenskra, fyrstu 11
mánuði ársins 1993.
Alls nam útflutningur Svía
352,8 milljörðum sænskra króna
fyrstu 11 mánuði ársins 1993 og
var þar um 18% aukningu að ræða
miðað við sama tímabil árið á
undan.
Innflutningur nam 301,2 millj-
örðum og var þar um 13% aukn-
ingu að ræða á milli ára.
laus til að útvega lausnarfé en
lögreglan blandaðist í málið á
meðan hann var í burtu og handt-
ók hann og alla viðriðna þegar
hann sneri aftur til Lettlands.
Ekki er ljóst af hveiju Þjóðveijarn-
ir voru síðan látnir lausir. Þeir
höfðu áður komist í kast við skatt-
rannsóknarlögregluna í Þýska-
landi.
Ekki er vitað hvað mennirnir
ætluðust fyrir í Sviss. Þeir ætluðu
hugsanlega að sækja peninga eða
flytja peninga ólöglega til lands-
ins. Einnig er óljóst hvaða ferð
var á tékknesku dansmeyjunum.
Fréttir í þýskum dagblöðum
fullyrtu að mennirnir væru með
rúbidium og 70 kg af Cásium
(ísótóp 137) í farteskinu. Sérfræð-
ingum þykir það ólíklegt. Geisla-
virkni þess er svo sterk að maður
myndi farast á einni sekúndu ef
hann kæmi of nálægt þvi. Það
þyrfti að pakka 70 kg í fimm tonn
af blýi til að geta flutt það á örugg-
an hátt. 70 kg af blýi skýla hins
vegar geislavirkni 1 gramms af
Cásium. Óstaðfestar fréttir herma
að Þjóðveijarnir hafi ætlað að
smygla efninu til Frakklands. Ekki
er vitað til hvers. Leit að flugvél-
inni heldur áfram.
Norður-Kórea sýnir ekki kjarnorkuverin
Sakar Bandarík-
in um að ganga
á bak orða sinna
Tókýó, Vín. Reuter.
STJORNVÖLD í Norður-Kóreu sökuðu Bandaríkin í gær um svik
og lýstu því yfir að þau væru reiðubúin að taka aftur öll þau vil-
yrði og loforð sem þau hefðu gefið í tengslum við kjarnorkueftir-
lit og viðurkenningu á Samningnum um takmörkun á útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Sögðust suður-kóreönsk stjórnvöld vinna að því
ásamt Bandaríkjamönnum og Kínverjum að koma í veg fyrir að
upp úr viðræðum við N-Kóreumenn slitnaði.
í yfirlýsingu utanríkisráðuneyt-
is N-Kóreu eru Bandaríkin sökuð
um að hafa gengið á bak orða
sinna frá því um síðustu áramót
um að vinna að friðsamlegri lausn
á deilu ríkjanna sem er tilkomin
vegna ótta um að N-Kóreumenn
séu að koma sér upp kjarnorku-
vopnum. Segist N-Kórea því ekki
lengur vera bundin af loforðum
sínum, þar á meðal um að fresta
því að draga undirritun sína á
Samningnum um takmörkun á
útbreiðslu kjarnorkuvopna til
baka, svo og að stöðva allar fram-
kvæmdir í tengslum við kjarnorku.
Segja N-Kóreumenn að Banda-
ríkin hafi sett sér úrslitakosti; þeir
verði að samþykkja kröfur Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar
(IAEA) um eftirlit í kjarnorkuver-
um í N-Kóreu, vilji þeir að viðræð-
ur verði teknar upp að nýju. Telur
N-Kórea að með þessu segi Banda-
ríkjamenn að þeir hyggist ekki
halda viðræðum áfram.
N-kóreönsk yfirvöld hafa enn
ekki leyft eftirlitsmönnum IAEA
að kanna kjarnorkuver sín en eftir-
litsmennirnir verða að tilkynna
yfirmönnum sínum um niðurstöð-
urnar innan þriggja vikna. Fáist
leyfið ekki, mun IAEA tilkynna
að Norður-Kórea hafi hindrað ör-
yggiseftirlit og slíkt gæti kallað á
refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð-
anna.
Andmæla
brúargerð
Kaupmannaliöfn. Reuter.
ÞÝSK stjórnvöld hafa farið þess
á leit við sænsk og dönsk stjórn-
völd að gerð brúar yfir Eyrar-
sund verði frestað þar til áhrif
hennar á umhverfið hafa verið
könnuð.
Þjóðveijar finna að því að rætt
skuli um brúargerð í stað ganga
undir sjávarbotni. Danskir og
sænskir embættismenn sögðu að
mótmælin væru að því leyti til-
gangslaus að ákveðið hefði verið
að ráðast ekki í brúarsmíði ef það
þætti leiða til umhverfisspjalla.
Kirkjnleg sveifla
í BÉstaðakirkju
Gospel söngkonan Etta Cameron syngur Gospelsöngva þann
6., 7. og 8. febrúar í Bústaðakirkju klukkan 20.30 ásamt kirkju-
og barnakór Bústaöakirkju.
Stjórnandi er Guðni Þ: Guðmundsson. Undirleikari Ettu Cameron
er píanóleikarinn Nikolaj Hess en einnig leika Gunnar Hrafnsson
á bassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur.
Etta Cameron er ein eftirsóttásta Gospel Söngkona heims í dag.
Hún hefur undanfarið búið í Kaupmannahöfn og haldið fjölda
tónleika víða um Evrópu við mjög góðar undirtektir.
Forsala aðgöngumiða verður fimmtudaginn 3. febrúar og
föstudaginn 4. febrúar frá 16-20.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 bæði kvöldin.
BUSTAÐAKIRKJA