Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
29
ÞJÓÐMÁL:
Stefán Friðbjarnarson
Gjaldeyrishöftin kvödd
„Einangrun íslenzka hagkerfisins afnumin“
Með aðildinni að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 1947 undirgeng-
ust íslendingar að stefna að frjálsum gjaldeyrisviðskiptum á grund-
velli stöðugs gengis.
Síðustu hömlur á langtíma-
fjárfestingar erlendis féllu úr
gildi um áramótin. Samtímis
vóru stigin fyrstu skrefin í af-
námi hafta á skammtímahreyf-
ingar fjármagns. Arið 1994 gilda
ákveðnar fjárhæðatakmarkanir
á þessi viðskipti, en þær falla
úr gildi 1. janúar 1995. Þar með
verða öll gjaldeyrishöft fallin
brott og frelsi tryggt í fjár-
magnsflutningum og gjaldeyris-
yfirfærslum, hálfri öld frá lykt-
um síðari heimsstyijaldarinnar,
tæpri hálfri öld frá stofnun Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins.
Skjótur fengur
skjótt upp gengur!
Feiknmikill gjaldeyrir hlóðst upp
í höndum Islendinga í heimsstyrj-
öldinni síðari, 1939-1945. Auk þess
hélzt verð á útflutningsafurðum
hátt fyrstu eftirstríðsárin. Staða
okkar var því allt önnur og miklu
betri en stríðshtjáðra Evrópuþjóða.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís! Framkvæmda- og eyðsluhvötin
var mikil. Innflutningur óx hrað-
byri og langt umfram útflutning,
enda var raungengi krónunnar
fyrst eftir stríðið tvöfallt hærra en
árið 1939. Árið 1947 var gjaldeyr-
isforðinn uppurinn. Búinn heilagur.
Þá barst stuðningur úr tveimur
áttum. Þjóðin hlaut stóran vinning
i Faxaflóa-síldar-happdrættinu.
Síðan kom Marshall-aðstoðin. Þetta
tvennt bætti úr brýnum gjaldeyris-
þörfum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Flestar Evrópuþjóðir bjuggu við
mikinn gjaldeyrisskort fyrst eftir
stríðið. Marshall-aðstoðin bætti úr
sárustu þörfinni. í september 1949
var gengi brezka pundsins fellt um
rúmlega 30%. Flestar Evrópumynt-
ir fylgdu í kjölfarið. Einnig íslenzka
krónan.
Og nú dregur til tíðinda. íslend-
ingar eru meðal stofnenda Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, sem tók form-
lega til starfa 1947. Með þeirri
aðild samþykktum við það megin-
markmið sjóðsins að koma & frjáls-
um gjaldeyrisviðskiptum á grund-
velli stöðugs gengis, sem þó mátti
breyta þegar jafnvægi skorti í ut-
anríkisviðskiptum.
Nú átti það að vera keppikefli
að ráða bót á því jafnvægisleysi,
sem ríkt hafði í gengismálum, til
að eiga samleið með umheiminum
í átt til fijálsra utanríkisviðskipta.
Fjölgengiskerfi -
Útflutningssjóður
Árið 1950 verður vart viðleitni í
þessa átt. Þá er gengi krónunnar
lækkað um hvorki meira né minna
en 42,6%. Gengislækkuninni fylgja
ýmsar hliðarráðstafanir, sem
greiða áttu leið til aukins frelsis í
innflutningi, leið út úr jiöftum og
skömmtun liðinna ára. Árangurinn
varð þó lítill. Minnkandi afla og
versnandi viðskiptakjörum var um
kennt.
Síðan er hörfað í meint skjól fjöl-
gengiskerfis. Fyrsta skrefið var
bátagjaldeyrir, svokallaður, 1951,
sem fól í sér álag á gjaldeyri til
kaupa á sérstökum vörutegundum.
Annað skrefið var rekstrarstyrkur
til togaraútgerðar 1954, fjármagn-
aður með innflutningsgjaldi á bif-
reiðar. Árið 1956 er efnt til útflutn-
ingssjóðs , sem hefur með hendi
allar millifærslur af þessu tagi.
Tveimur árum síðar er lagt á 55%
yfirfærslugjald á gjaldeyrissölur,
sem fer í styrki til útflutningsfram-
leiðslu. Kerfið var mjög flókið. Það
felur í sér mismun'un atvinnu-
greina, auk umtalsverðrar gengis-
lækkunar.
Viðreisn leysir haftahnúta
Það er ekki fyrr en með viðreisn-
arstjórninni, 1959 - 1971, að fjarar
að ráði undan hafta- og skömmtun-
arkerfinu. í upphafi árs 1960 er
gerð söguleg tilraun til að koma á
jafnvægisgengi - samfara mikilli
gengislækkun. Aðhald í peninga-
málum og fjármálum ríkisins var
aukið. Verulegur hluti innflutnings-
verzlunar var gefinn frjáls. Jóhann-
es Nordal og Ólafur Tómasson
komast svo að orði í ritgerð í Kle-
mesarbók (1985);
„Tóku Islendingar nú á sig í
fyrsta skipti skuldbindingar um
frjáls gjaldeyrisviðskipti og inn-
flutning, en þó langt á eftir flestum
vestrænum þjóðum. Þrátt fyrir
margvíslegar sveiflur í greiðslu-
jöfnuði og efnahagsþróun, hefur
ekki verið hvikað frá þeirri stefnu
síðan. Hafa aðgerðir ígengismálum
verið veigamikill þáttur í þeirri
stefnu, sem fylgt hefur veríð íþess-
um tilgangi..."
Seðlabankanum var falið með
nýjum lögum að ákveða stofngengi
krónunnar, að fengnu samþykki
ríkisstjórnar. Þar með var horfið
frá lögbindingu gengisins, sem
staðið hafði frá árinu 1939. Næstu
sex árin eða til hausts 1967 var
gengi krónunnar óbreytt, en vegna
verðbólgu hækkaði raungengi um
þriðjung á þessu tímabili. Þess
vegna var gripið til gengislækkunar
árin 1967 og 1968 til stuðnings
útflutningsatvinnuvegunum.
Á fyrstu árum sjöunda áratugar-
ins fór að bera á jafvægisleysi í
alþjóðagjaldeyrismálum. Gengis-
lækkun Bandaríkjadals 1973, sem
krónan fylgdi, leiddi til þess að
flestir gjaldmiðlar heims fara á flot.
Sama ár er lögum um Seðlabanka
breytt á þann veg að heimilt er að
víkja frá mörkum, bæði fyrir ofan
og neðan stofngengi. Tíma fast-
gengis er lokið í biii.
Breytingar raungengis
í tilvitnaðri ritgerð Jóhannesar
Norðdals og Ólafs Tómassonar í
Klemesarbók (1985) segir m.a. um
raungengið í tveimur heimsstyrj-
öldum:
„Sérstaka athygli vekur, hversu
mikil röskun á raungengi fylgdi
heimsstyijöldunum tveimur, en þær
höfðu báðar meiri verðbólguáhrif
hér á landi en í viðskiptalöndunum.
Lætur nærri, að raungengið hafi í
lok beggja styijaldanna verið orðið
tvöfallt hærra en það var í upphafi
þeirra. Eftirleikurinn er hins vegar
mjög ólíkur. Eftir fyrri heimsstyij-
öldina lagaði hagkerfið sig að
breyttum aðstæðum á mjög
skömmum tíma, m.a. vegna sveigj-
anleika í gengisskráningu og verð-
lagi. Eftir lok síðari styijaldarinn-
ar, sem færði íslendingum gífurleg-
an auð, tókst hins vegar ekki að
koma á jafnvægi út á við á ný,
fyrr en eftir hálfan annan áratug,
sem einkenndist af haftabúskap og
greiðsluerfíðleikum. Ósveigjanleiki
í gengismálum átti hér auðsjáan-
lega mikla sök á...“
ísland og
viðskiptabandalögin
Krafan um fríverzlun vaj' snar
þáttur í sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga á 19. öldinni. Viðskiptahöft
og skömmtunarkerfi urðu þó hlut-
skipti þeirra langtímum 'saman á
þeirri 20., að fullveldi fengnu.
Máski hefur þrýstingurinn á þróun
til viðskiptafrelsis á þessri öld frem-
ur komið að utan, frá viðskipthátt-
um í umheiminum, en frá lands-
mönnum sjálfum, ekki sízt í milli-
ríkja- og gjaldeyrisviðskiptum.
Aðildin að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum færði okkur skuldbinding-
ar um að stefna að fijálsum gjald-
eyrisviðskipt-um. Fijálsræði í við-
skiptum var skilyrði fyrir Marshall-
aðstoð, m.a. til að koma í veg fyrir
verndarstefnu og þjóðernissjónar-
mið millistríðsáranna. íslendingar
fengu þó undanþágu frá skilyrðum
Marshall-aðstoðar um fijáls við-
skipti (sbr. Haglýsingu ís-
lands/Sigurður Snævar/1993).
Fríverzlunarbandalag Evrópu,
EFTA, var stofnað árið 1959. ís-
land gengur í bandalagið 1970. Þá
lækka tollar á útflutningsvörum
okkar í EFTA-ríkjum. Samningar
takst síðan við EB (Evrópubanda-
lagið, síðar Evrópusambandið)
1972. Þar með vóru í höfn umtals-
verðar tollalækkanir á sjávarvörum
á mikilvægum Evrópumörkuðum.
Aðild okkar að EES fyrir
skemmstu, sem hefur mikið fram-
tíðargildi, tryggir markaðsstöðu
okkar enn betur.
íslendingar gerast bráðabirgða-
aðilar að GATT árið 1964 og full-
gildir aðilar 1967. Þannig unnust
tollalækkanir fyrir íslenzkar sjáv-
arvörur í Bandaríkjunum. Nýr
GATT-samningur, sem nú er í höfn,
á eftir að stórauka alþjóðleg við-
skipti og auðvelda þjóðum heims
róðurinn upp úr efnahagslægð og
atvinnuleysi.
Aðildin að framangreindum sam-
tökum og samningum hafði og aðra
mikilvæga hlið. Hún þrýsti á ís-
lenzk stjórnvöld að leysa hafta-
linúta í miiliríkja- og gjaldeyrisvið-
skiptum.
Ferlið til frjálsræðis
Það var upp úr miðjum áttunda
áratug aldarinnar að ferlið til fijáls-
ræðis, sem viðreisnarstjómin var
kveikjan að, hejdur áfram.
Árið 1977: í forsætisráðherrat-
íð Geirs Hallgrímssonar og við-
skiptaráðherratíð Ólafs Jóhannes-
sonar er þeim, sem ekki bar skylda
lögum samkvæmt til að seija bönk-
unum gjaldeyri sem þeim áskotnað-
ist, heimilað að opna gjaldeyris-
' reikninga í dölum, pundum, mörk-
um og dönskum krónum. Eigendur
máttu taka út af þeim allt að 2.500
dali án þess að gera sérstaka grein
fyrir notkun íjárins.
1983 -1985: Með breytingu á
lögum um skipan gjaldeyris og við-
skiptamála árið 1983, í viðskipta-
ráðherratíð Matthíasar Á. Mathie-
sen, er stigið mikilvægt skref til
aukins fijálsræðis í gjaldeyrisverzl-
un hér á landi, samanber forystu-
grein Morgunblaðsins 23. desember
sl. Breytingarnar fólu m.a. í sér
í’ýrnri gjaldeyrisverzlun í banka-
kerfinu, opnun almennra gjaldeyr-
isreikninga í innlendum bönkum
og sparisjóðum og opnun svokalF
aðra útflutningsreikninga, það er
vöru- og þjónustugjaldeyrisreikn-
inga.
1990: Árið 1990 er síðan stigið
afgerandi skref út úr höftunum -
inn í nútímann. 1. september það
ár tekur gildi ný reglugerð um skip-
an gjaldeyris- og viðskiptamála.
Gjaldeyrisyfirfærslur vegna er-
lendra þjónustuviðskipta vóru gefn-
ar fijáisar. Innlendum aðilum er
heimilað að opna bankareikninga
erlendis eftir svipuðum reglum og
giltu um gjaldeyrisreikninga í inn-
lendum bönkum. Það er Jón Sig-
urðsson, viðskiptaráðherra, sem
undirritar þessa sögulegu reglu-
gerð. Þar með var fylgt fram veiga-
miklum kapítula í stefnu ríkis-
stjórnar Davíðs Oddssonar.
Gjaldeyrishöftin kvödd
I reglugerðinni er kortlagt að
fella niður í áföngum hvers konaí'
gildandi höft og hömlur í gjald-
eyrisviðskiptum. Jón Sigurðsson
komst svo að orði um þessar breyt-
ingar í grein hér í blaðinu 25. ág-
úst 1990:
„Með þeim breytingum, sem nú
eru ákveðnar í gjaldeyris- og við-
skiptamálum, er einangrun ís-
lenzka hagkerfisins afnumin, en
skilin milli innlendra og erlendra
viðskipta og fjármagnsmarkaða
hafa lengi staðið aukinni velmegun
hér á landi fyrir þrifum."
Síðustu múrar gjaldeyrishaft-
anna eru hrundir - eða að hnini
komnir. Með ákvörðunum og að-
gerðum núverandi ríkisstjórnar og
samningum við umheiminn hafa
þau markmið loksins náðst eða
nálgast mjög, sem sett vóru á odd-
inn með aðildinni að Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum þegar árið 1947, fyr-
ir 47 árum. Það er að tryggja hér
svipað frelsi í milliríkja- og gjald-
eyrisviðsklptum og viðgengst í
umheiminum, meðal annnars í fjár-
magnsflutningum og gjaldeyrisyf-
irfærslum. Þau sögulegu tímamót
koma sannarlega ekki vonum fyrr.
Framgangur fræðilegs ritmáls
eftir Tryggva V.
Líndal
Nú er að breytast, að íslendingar
noti allir samskonar ritmál. Hér á
ég við málið sem notað er í dagblöð-
unum, af blaðamönnum og flestum
greinarhöfundum. Það mál miðast
við að lesandinn geti lesið um hvað-
eina á svipuðum hraða, hvort sem
um er að ræða slúður, efnahags-
mál, fræði eða ljóð. En sá árangur
fæst með því að hafa nógu lítið í
hverri setningu, sníða sérhæfð hug-
tök af alþýðuhugsun, og með því að
leggja rækt við þau heimilislegu
hugartengsl sem eru samfara því
að lesa dagblöð með kaffinu.
(Svipað má segja um íslenska
bókaútgáfu; þar er gullaldaríslensk-
an höfð til hliðsjónar að þessu leyti.
Þó er víst að mikill hluti verka önd-
vegisrithöfunda okkar þætti of fyr-
irhafnarmikill aflestrar fyrir þennan
ímyndða meðaltalslesendahóp, svo
sem sum skrif Snorra Sturlusonar,
Jónasar Hallgrímssonar, Jóns Sig-
urðssonar, sem og skrif ýmissa rit-
höfunda lærdóms- og upplýsingaald-
ar.)
Þessi lágkúrutilhneiging kemur til
vegna stæðrar markaðarins. Hún
kemur þó ekki í veg fyrir að íslend-
ingar hugsi og skrifi jafn flóknar
hugsanir og menn gera erlendis, t.d.
í enskumælandi löndum. Það sýna
doktorsritgerðir íslendinga, þótt
fæstar séu þær að vísu á íslensku.
Ein afleiðing fámennis er sú að
þegar Islendingar setjast á háskóla-
bekk hérlendis, eru flestar
námsbækurnar á útlensku. Því er
vandi þeirra tvöfaldur: Annars vegar
að læra að nota tungumál sem hjálp-
artæki við nákvæmari og yfirgrips-
meiri hugsun, og hins vegar að þurfa
að gera það á öðrum málum en ís-
lensku.
Þetta leiðir til þess síðarmeir, að
flestir þeirra tjá sig síður á háskóla-
„Ein afleiðing fámennis
er sú að þegar íslending-
ar setjast á háskólabekk
hérlendis, eru flestar
námsbækurnar á út-
lensku. Því er vandi
þeirra tvöfaldur: Annars
vegar að læra að nota
tungumál sem hjálpar-
tæki við nákvæmari og
yfirgripsmeiri hugsun,
og hins vegar að þurfa
að gera það á öðrum
málum en íslensku.“
plani, og þá frekar á útlensku.
í enskumælandi löndum er þessu
á annan veg farið: Þar er gnótt bóka
Tryggvi V. Líndal
af öllu tagi, sem haldið er að fólki
strax í menntaskóla. Því opnast þessi
heimur fræðilegrar málnotkunar
fyrir þeim á sama tíma og t.d. heim-
ur ljóða.
Nú eru sem betur fer teikn á loftr
um að þetta sé að breytast hér á
landi. Dæmi um það er uppgangur
heimspekinnar sem fræðigreinar á
íslensku. í kringum hana hafa kom-
ið fram tímarit, bækur, þættir í
hljóðvarpi og sjónvarpi, dálkar í dag-
blöðum, umræðufélög, kennarastöð-
ur og stofnanir.
Eg þekki allt það sem hér um
ræðir af eigin raun. Þó hefur mér
orðið þetta hugleiknara undanfarið,
en ég hef verið að þýða af ensku á
íslensku, fræðsluefni handa sérfræð-
ingum. Þar munu þeir víða þurfa
að hægja á leshraðanum um helm-'
ing, og hafa sig alla við að týna
ekki þræðinum. En annað eins til-
heyrir nútíma tungumáli. Og slíkar
setningar skrifaði Aristóteles fyrir
2300 árum. Því er gleðilegt að slíkt
virðist ætla að verða flestum íslend-
ingum kunnuglegt fyrir árið 2000.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur.