Morgunblaðið - 02.02.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.02.1994, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 Ingibjörg Einars- dóttir - Minning Fædd 3. maí 1908 Dáin 22. janúar 1994 Inga vinkona mín hringdi til mín miðvikudaginn 19. janúar síð- astliðinn og skammaði mig elsku- lega fyrir að hafa ekki látið sjá mig síðan fyrir jól. Ég vissi að henni hlaut að liggja eitthvað á hjarta því hún var löngu hætt að hringja í mig, sjónin var orðin af- leit og hún þurfti hjálp við að velja númerið. „Heyrðu elskan,“ sagði hún með sinni sérkennilega hásu rödd sem minnti mig alltaf á Bette Davis og aðrar frægar Hollywood- leikkonur meðan Hollywood var og hét: „Ég var úti að ganga áðan, og þá datt mér svo margt í hug sem ég verð að segja þér. Nú þarft þú nefnilega að fara að skrifa ævisögu mína.“ Ég játaði því fúslegá, og datt ekki í hug að minna hana á að ég hefði tekið við hana viðtal og gefið út á bók bara fyrir fáeinum árum. Enda sit ég nú hér og ætla að skrifa ævisögu hennar í minn- ingargrein. Þetta hefur hún áreið- anlega verið að segja mér undir rós. Hún var ekkert mótfallin því að fara að fara, var orðin óttalega þreytt á lífinu; fátt við að vera svona hvunndags nema þrefa við stúlkumar á Hrafnistu sem hún hældi svo á milli fyrir hvað þær væru fjarskalega góðar við hana. En ekki fannst henni gaman á Hrafnistu. „Það er eintómt gamalt fólk hérna,“ sagði hún hneyksluð, og þó vissi hún vel hvað tímanum leið. „Veistu hvað ég er orðin göm- ul?“ sagði hún stundum, „áttatíu og fimm ára! Geturðu trúað þessu?“ Hún var í mesta lagi rúm- lega fertug í andanum. Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1908, dóttir Ein- ars Amórssonar sem þá var kenn- ari við Lagaskólann og konu hans, Sigríðar Þorláksdóttur Johnson. Þegar Inga var sjö ára varð pabbi hennar ráðherra íslands og Inga mundi vel eftir sér í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Hann gegndi því embætti í tvö ár, en var lengst af hæstaréttardómari. Inga var elst sex barna Einars og Sigríðar, „elst, minnst, frekust og Ijótust," eins og hún sagði sjálf. Altént orðheppnust. Systkinin ól- ust upp við Laufásveginn þar sem barnmargt fólk var að koma sér upp þaki yfir höfuðið upp úr 1910. Og hún lék sér með hinum börnun- um í óbyggða holtinu fyrir austan heimili sitt, þar sem var svo gott beijaland. Það átti eftir að hverfa undir Landspítalann nokkmm ámm seinna. Hún gekk í Barna- skóla Reykjavíkur og var afskap- lega góð í leikfimi og sundi. Svo fór hún í Verslunarskólann og lærði alltaf vel fyrir tíma hjá Magnúsi Ásgeirssyni skáldi af því hún var svo hrifin af honum. Ekki fer sögum af öðrum kennslustund- um. Hún stundaði framhaldsnám í London og notaði menntunina vel, vann skrifstofustörf alla starfsævi sína, lengst á Skattstof- unni. Sextán ára hitti hún á Þingvöll- um ungan rithöfund sem æflaði að sigra heiminn strax næsta dag. Hann hét Halldór Guðjónsson og kallaði sig Halldór Kiljan Laxness eftir að hann skírðist til kaþólsku. Þau urðu ástfangin, en hún var ósköp ung og langaði til útlanda, og honum var í mun að komast til Ameríku svo að tilhugalíf þeirra varð langt. í sex ár voru þau sam- an þegar bæði vom heima en skrifuðust á milli landa þess utan. Svo giftust þau vorið 1930. „Ég er hrædd um að ég hafi spillt fyr- ir honum kaþólskunni,“ sagði hún hæversk. Hann tók sterkar til orða í bréfi frá Ameríku: „Þú bjargar íslandi frá því að týna mér — og mér frá því að týna íslandi." — Og kannski er það rétt að hún hafi gefið okkur Halldór Laxness. Um tíma bjuggu ungu hjónin í leiguíbúðum, en fljótlega létu Ein- ar og Sigríður gera íbúð handa þeim í risinu á Laufásvegi 25 og studdu duglega við bakið á þessu hæfileikaríka fólki. Eftir að Einar sonur þeirra fæddist var hann allt- af velkominn hjá afa og ömmu. Halldór var eldri en Inga og hafði geysileg áhrif á hana; en hún hafði líka áhrif á hann. Árin sem þau vom saman las hún yfir allt sem hann skrifaði og vélritaði flest handrit hans, og víða má sjá merki hennar sérstæða persónuleika í kvenhetjum bóka hans. Þau nutu lífsins saman og ferðuðust um hálfan hnöttinn á þessum áram. En Inga var ekki alin upp til að verða þæg eiginkona, og Hall- dór var kannski ekki tilbúinn til að eiga sjálfstæða konu sem lang- aði líka til að skapa. Þau slitu samvistir 1940. Þá vatt Inga sér í leiklistina eins og hana hafði lengi langað til, hóf nám við leik- listarskóla Lárasar Pálssonar og hoppaði nánast rakleiðis upp á svið í óperettunni Nitouche hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó við góðan orðstír. Hún lék Hlaðgerði í Dansinum í Hruna og ýmis smærri hlutverk, en 1943 lék hún í fyrsta sinn sitt eftirlætishlutverk sem fylgdi henni lengi: frú Mann- ingham í Gasljósum (sem Ingrid Bergman lék í frægri bíómynd). Það hlutverk lék Inga bæði á ís- landi og í Englandi, og bæði á íslensku og ensku. „Þú hefðir átt að sjá mig í Gasljósum, elskan!“ sagði hún stundum þegar minn- ingarnar sóttu á, „mér var sagt að ég hefði verið frábær!“ Hún dvaldi um nokkurra mánaða skeið í Englandi 1943-4, en eftir stríð fór hún til Bandaríkjanna og lærði hjá Tamöru Daykaranovu sem sjálf hafði verið nemandi Stan- islavskís. Þar mættust tvær konur sem kunnu að túlka tilfinningar sínar. Inga var viðloðandi leiklistina, sem leikari, leikstjóri og þýðandi, fram undir 1960 en var alltaf í fullri vinnu með henni, enda voru laun óveraleg fyrir sýningar og engin á æfingartíma. Og hún fylgdist með leiklist meðan sjónin leyfði. „Leikhúsið var mitt líf,“ sagði hún, „og ég er alltaf glöð þegar leikhúsin okkar gera vel.“ Arið 1960 giftist Inga í annað sinn, Óskari Gíslasyni kvikmynda- gerðarmanni, og þau áttu saman þijátíu ár áður en Óskar lést 1990. Inga tók af áhuga þátt í vinnu hans við kvikmyndirnar og ferða- lög voru áfram yndi hennar. Þau Óskar fóru víða saman bæði inn- anlands og út um heim. Hún var ákaflega elsk að Einari syni sínum og hann var henni æ dýrmætari vinur og félagi með áranum. Börn hans og Elsu konu hans, Sigríður, Halldór, Margrét og Éinar, og þeirra börn, vora stolt hennar. Við Inga kynntumst sumarið 1983 þegar hún kallaði saman nokkra ættingja sína sem hana lan'gaði til að kynnast og ég fylgdi með sem maki. Ég heillaðist ger- samlega af þessari orðhvötu og sjarmerandi konu sem kærði sig svo skemmtilega kollótta um hvað aðrir hugsuðu. Hún var þá þegar orðin of sjónlítil til að lesa að ráði og það fór óskaplega í taugamar á henni. Lestur hafði verið hennar helsta yndi frá barnsaldri og hún var óvenju víðlesin. Við gerðum tvær atrennur á fimm árum að því að búa til bók um hana, en það gerði ekkert þótt það tæki tíma, hver stund er mér ógleyman- leg. Síðan þá hefur hún verið einn minn besti gagnrýnandi á allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur, ekki síst eftir að ég fór að þenja mig um leikhús. Hún var fegin að það skyldi vera í útvarpi, því heyrn hennar var í góðu lagi, og hún var ófeimin að láta mig vita ef henni fannst ég taka ógáfulega til orða. Inga hætti aldrei að vonast eft- ir einhveiju óvæntu; „mér fínnst alltaf eitthvað bíða mín handan við næsta horn,“ sagði hún oft. Ég vona innilega að hún skemmti sér vel handan við þetta síðasta horn. Silja Aðalsteinsdóttir. Erfidrykkjur (ilæsileg kaíli- hlaðborð Megir salir og mjög gpð þjóiiusta. Upplýsingar ísínia22322 FLUGLEIDIR HÍTEL LOFTLEliIR Ástkær eiginmaður minn og faðir minn, ÓLAFUR GÍSLASON raftæknifræðingur, lést í Borgarspítalanum þann 30. janúar. Lise Gislason, Eva Ólafsdóttir. Konan mín, ÁSDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, Skálpastöðum, Borgarfirði, andaðist á heimili okkar að kvöldi 31. janúar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Þorsteinn Þorsteinsson. + Ástkær eiginmaður minn, KRISTJÁN ÁSMUNDSSON, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 31. janúar. Fyrir hönd ættingja, Ragnheiður Þórunn Guðmundsdóttir. + Konan mín og móðir okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Laufási, lést í sjúkrahúsinu Hvammstanga 29 janúar. Útförin verður ,frá Vfðidalstungukirkju 5. febrúar kl. 14.00. Björn Guðmundsson og börn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BEBENSEE, Hábæ 30, Reykjavík, andaðist hinn 23. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Karl A. Ágústsson, María Ó. Magnúsdóttir, barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, ÖLAFUR GUÐMUNDSSON kaupmaður, Sörlaskjóii 62, lést í Landakotsspítala 1. febrúar. Systkinin. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langaifima, SIGRÍÐUR JÓNA JÓNSDÓTTIR frá Höfða í Dýrafirði, lést laugardaginn 29. janúar sl. í Sjúkraskýlinu, Þingeyri. Útförin verður gerð frá Mýrakirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Mýrakirkju. Þórarinn Sighvatsson, Valgeir Sighvatsson, Jóna M. Sighvatsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín og tengdamóðir, STEINUNN BJARNFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Týsgötu 4c, verður jarðsett frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Kristjana Sólbjört Guðmundsdóttir, Haukur ísleifsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, STEINUNN BJARNADÓTTIR, Espigerði 2, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 10.30. Valdimar Karlsson, Helga Rakel Stefnisdóttir, St.Ruth Stefnis., Ásdís Brynja Vaidimarsdóttir, tengdasynir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.