Morgunblaðið - 02.02.1994, Page 36

Morgunblaðið - 02.02.1994, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 CONNECTtONS. KNOW-HOW. DfAlJ. UNTtL NOW. KENNETH BRANAGH ROBERT SEAN LEONARD EMMA THOMPSONÆggt MICHAEL KEATON KEANU REEVES ÆNZEL WASHINGTON IKSknte .NOTHSNGtó.fe, HASKOLABIO SÍMI22140 Háskólabíó MOTTÓKUSTJÓRINN STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. KRÓGINN Frábær mynd um stúdenta sem hittast og rifja upp „gomlu goou dagana". Þeir sjá þennan tíma i dýrðarljóma og minnast allra prakk- arastrikanna. Þegar sýnd eru leiftur úr fortíðinni reynist raunveru- leikinn svolítið öðruvísi. Margir máttu þola niðurlægingu sem kom fram i allt of ströngum aga, einelti og ofurkappi foreldranna um að þeir stæðu sig. Sýnd kl. 7.05, 9 og 11. Efni fyrir kennara á lýðveldisafníæli J F O X Sprenghlaegileg grínmynd frá STEPHEN FREARS sem fram- leiddi THE COMMITMENTS. Frábær mynd sem kemur á óvart. Sýnd kl. 7 og 11. INNEWYOm flNEST HOTtl Hf AAAKES IT HAPPEN FOR ÍVERYONE EXCfcPT HtMSELF. BANVÆNT EÐLI YSOGÞYSUTAFENGU «rm Braðskemmtileg gamanmynd um móttökustjórann Doug (Michael I. Fox) sem vinnur á hóteli í New York og reddar öllu fyrir alla. Hann þarf að gera upp á milli framadrauma sinna og stúlkunnar Andy (Gabrielle Anwar - „Scent of a Woman"), Leikstjóri Barry Sonnenfeld (Addams Family). Sýndkl. 5,7,9og11. ★ ★★★ 'Fnew vörk post Jjk ★ ★ ★ ★ EMPIRE ★ ★ ★ ★ ★ ÍSLENSKA LÝÐVELDIÐ 50ÁRA NAMSGAGNASTOFNUN hefur gefið út bækling með kennsluhugmyndum og heimildaskrá i tilefni af fimmtíu ára afmæli ís- lenska lýðveldisins. Bæk- lingurinn er 24. bls. í brot- inu A5 og efni hans skipt- ist í fjóra kafla: 1. Saga lýðveldisins (Island í 50 ár), 2. Lýðveldisárið (ís- land fyrir 50 árum), 3. ís- lenskt þjóðerni, 4. Þing- vellir. I hverjum kafla er bent á heimildir og vinnuaðferðir sem hentað geta á hverju aldursskeiði. Mörg viðfangs- efnanna eru kjörin til þema- AK 'r*. vinnu en önnur henta ágæt- lega í smærri verkefni, allt eftir aðstæðum. Höfundar eru kennararnir Guðrún Guðfinna Jónsdóttir og Stefanía Björnsdóttir og byggja þær á hugmyndum sem fram komu á fundi með starfsfólki Námsgagna- stofnunar og starfandi kenn- urum. Heimildaskrá gerði Ragna Steinarsdóttir bóka- safnsfræðingur. Anna Cynt- hia Leplar hannaði kápu. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Stórmynd með úrvals leikurum. Hefur fengið frábæra dóma. Sýndkl.5, 7.05, 9.05 og 11.15. ^ Pastasúpa fátæka mannsins Nú virðist pastaalda ganga yfir þjóðfélagið og hafa margir komið að máli við mig og beðið um pasta- rétti. „Við þurfum að borða meira pasta, pasta er svo hollt, íþrótta- menn borða pasta áður en þeir fara í keppni," er viðkvæðið. Það er sjálfsagt rétt svo langt sem það nær. Reyndar hefi ég aldrei skilið þessa ofurhollustu pasta. Pasta er nú einu sinni búið til úr hveiti og er raunar sjaldan annað en durum- hveiti og vatn. Talið er að pasta hafi orðið til á miðöldum á Sikiley, þegar eyjan var undir stjóm araba. Áður fyrr var pasta alltaf geymt þurrkað, en með betri geymsluað- ferðum er víða hægt að fá keypt ferskt pasta, jafnvel hér á íslandi, en hér er starfrækt pastaverk- smiðja, sem selur ferskt pasta. Ekki henta allar hveititegundir til pastagerðar. Hveiti skiptist í 2 teg- undir, hart og mjúkt hveiti. Mjúkt hveiti sem í er triticum vulgare og hart hveiti sem í er tritieum durum svokallað durumhveiti, sem skiptist í nokkrar undirtegundir. Fræhvítan eða mjölvinn í því er mjög stór, allt að 1 sm að lengd, gulhvítur, þessi litur sést á pastanu. Stundum er kryddinu turmeric (gurkemeje) bætt í pastað til að gera það gult, en turmerik er sterkgult bragðlítið krydd. Einnig er stundum spínati og tómötum bætt í pasta. I Durum- hveiti er mikið glúten, en glúten er prótín með mikla seigju eða við- loðun sem bindur mjölvann í hveit- inu, svo að það þornar vel og losn- ar ekki í sundur við suðu eða bakst- ur. Durumhveiti er of hart til brauðgerðar, en þar með er ekki sagt að durumhveiti sé pró- teinríkara en annað hveiti. I pasta er hveitið stífhnoðað með sjóðandi vatni og því þrýst gegnum bronshólka með mótum sem móta hinar ýmsu gerðir pasta. Vatns- þrýstingur er notaður við þetta. Vifta er sett við hólk- inn, þar sem pastað kemur út úr honum, en þar byrjar pastað að þoma. Það er síð- an fullþurrkað í þurrkofn- um. Durumhveiti er ræktað í þurru loftslagi og eru helstu ræktunarstaðir þess við Miðjarðarhafið, í suður- hluta Sovétríkjanna og á nokkrum svæðum Kanada og Bandaríkjanna. Um holl- ustu pasta miðað við annað hveiti, skal ósagt látið. Við borðum pasta ekki eitt sér, við höfum það með öðrum mat, en í því er hollustan fólgin, það eru kolvetni í pasta, en mjög lítið af vítamínum, helsta vítamínið er B-l. Máltíðir okkar eru of kol- vetnalitlar, sérstaklega nú í seinni tíð, þegar minna er borðað af kart- öflum en áður, en kartöflur voru aðal kolvetna- og C-vítamíngjafí okkar fyrrum. Einhvern veginn hefí ég þá skoð- un að betri kolvetnagjafí með matnum séu kartöflur (ekki fransk- ar) eða þá brauð vegna þess að í brauði og kartöflum er auk kol- vetna trefjar og ýmsar tegundir vítamína. Pasta á alltaf að bera fram strax eftir suðu, annars heldur það áfram að sjóða og verður lint og leiðin- Umsjón. KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON legt. Frekar má geyma sósuna og það sem á að vera með pastanu en pastað sjálft. Sjóðið því alltaf pastað síðast. Hér er uppskrift af kartöflu/ pastasúpu, en í heimalandi pasta, Italíu, er sú súpa mikið borðuð á heimilum en sjaldan á veitingastöð- um. Þessi súpa er holl, ódýr og matarmikil - sannkölluð fátækara- mannasúpa. Hvítlauksbrauð er bor- ið með súpunni. Fljótlegt og ódýrt hvítlauks- brauð Þykkar hveilhveitibrauðsneiðar, 1 stór sneið á mann 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. olífuolía á hverja brauðsneið 1. Harðristið brauðsneiðarnar, af- hýðið hvítlauksgeirann og skerið í tvennt, nuddið skurðfletinum þétt á báð- ar hliðar brauðsneið- anna. Setjið brauðsneið- arnar aftur augnablik í brauðristina, en smytjið síðan olífuolíunni um þær, skerið í tvennt á ská, berið strax á borð. Hægt er að forrista brauðsneiðarnar, smyija með olíunni rétt fyrir notkun og setja í brauðristina. Fátækramannasúpa 2 msk. matarolía 2 stórir hvítlauksgeirar 1 seljustöngull 'h kg stórar kartöflur 8 dl vatn væn grein steinselja 'h-1 tsk. sjávarsalt eða annað salt 1 grænmetis- eða kjúklingasúpu- teningur 2 dl pasta (ég notaði ravioli) sú tegund sem ykkur hentar saltvatn til að sjóða pastað í 1. Setjið matarolíu í pott, hafíð lít- inn hita. 2. Afhýðið hvítlaukinn, skerið í þunnar sneiðar, þvoið og skerið seljustilkinn í þunnar sneiðar. Setj- ið hvort tveggja í olíuna á pönn- unni og sjóðið í um 5 mínútur. Ef hvítlaukurinn brúnast, má ekki nota hann, heldur sjóða nýjan. 3. Setjið vatn og salt í pott, látið sjóða. 4. Afhýðið kartöflur, skerið í frekar þunnar sneiðar, setjið í pottinn ásamt hvítlauk og seljustöngli. Sjóðið við hægan hita í 20-30 mínútur. Merjið þá það sem er í pottinum með kartöflustappara, það þarf ekki að jafnast alveg. Setjið súputening út í. 5. Sjóðið pastað í saltvatni skv. leiðbeiningum á umbúðum. Hellið soðnu pastanu á sigti og setjið síð- an í súpupottinn. Berið súpuna strax fram. Meðlæti: Hvítlauksbrauð, sjá hér að ofan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.