Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 42

Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 FJOLMIÐLAR HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Avidesa gegn Bidasoa Selfyssingar hefðu farið til Barcelona Iþróttanefnd ríkisins heiðrar fjöl- miðil áriega íþróttanefnd ríkisins • hefur ákveðið að heiðra einn fjölmiðil hérlendis árlega, frá og með þessu ári, fyrir umfjöllun um íþróttir. I því skyni verður viðkomandi fjölm- iðli veittur bikar (mynd til hliðar) um hver áramót héðan í frá, til varðveislu í eitt ár. Ingi Björn Albertsson, alþingis- maður og formaður Iþróttanefndar, tilkynnti um þessa ákvörðun nefnd- arinnar í hófi sem Samtök íþróttaf- réttamanna gengust fyrir er kjör íþróttamanns ársins var tilkynnt í byijun árs. Tók formaður Samtaka íþróttafréttamanna við bikarnum og varðveitir hann þar til bikacinn verður afhentur fjölmiðli í fyrsta skipti. Ingi Björn sagði að dómnefnd á vegum íþróttanefndar ríkisins myndi skera úr um hvaða fjölmiðill yrði fyrir valinu hveiju sinni; sá fjölmiðill sem að hennar mati hefði skarað fram úr með vandvirkri og faglegri umfjöllun um íþróttir. Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson og félagar þeirra hjá Avidesa mæta Bidasoa, sem sló ÍR út úr EHF-keppninni, í undanúrslitum. Það verður því Spánarslagur. Dregið var í Evrópukeppninni í Vín í gær. Steaua Búkraest frá Rúmeníu mætir austurríkska fé- laginu Linde frá Linz. Ungverska liðið Pick Szeged, sem lék gegn Selfossi, mætir Barc- elona í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa, en franska liðið OM Vitrolles og Bayer Dormagen, sem Kristján Arason þjálfar næsta keppnistímabil, mætast. Sænska liðið Drott leikur gegn franska liðinu París St. Germain Asnieres, sem Júlíus Jónssson lék með, í undanúrslitum í Borgar- keppninni, en Granollers frá Spáni mætir þýska liðinu Essen. Þess má geta að íslenskir lands- líðsmenn hafa leikið, og leika, með sex af félögunum sem eru í undan- úrslitum. Fyrir utan sem áður hef- ur verið talið, lék Alfreð Gíslason með Essen og Bidasoa, Ágúst Svavarsson með Drott, Viggó Sig- urðsson með Barcelona, Geir Sveinsson og Atli Hilmarsson með Granollers. Beckenbauer stjórnar heimsliðinu í Rússlandi Franz Beckenbauer, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, sem er eini maðurinn sem hefur bæði verið fyrirliði og þjátfari heimsmeistaraliðs, mun stjóma heimsliðinu í knattspyrnu í St. Pétursborg í Rússlandi í sumar. Heimsliðið mun þá mæta úrvals- liði Rússlands 7. ágúst og verður leikurinn liður í lokadegi Priðar- leikanna á Kirov-leikvellinum. Beckenbauer var fyrirliði landsliðs V-Þýskalands, sem varð heimsmeistarai í Miinchen 1974, og þjálfari liðs Þjóðveija, sem varð meistari í Róm 1990. Þess má geta að Beckenbauer fékk silf- urverðlaun í HM í Englandi 1966 og bronsverðlaun í HM í Mexíkó 1970. KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn Bikarmeistarar Keflvíkinga Bikarmeistarar ÍBK í kvennaflokki, aftari röð frá vinstri: Lóa Björg Gestasdóttir, Hanna Kjartansdóttir, Elínborg Her- bertsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Sigurður Ingimundarson, þjálfari, Ingibjörg Emilsdóttir og Gunnhildur Theodórsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Guðlaug Sveinsdóttír, Andra Olga Færseth, Björg Hafsteinsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Þórdís Ingólfsdóttir og Árný Hildur Árnadóttir. Morgunblaðið/Kristinn Bikarmeistarar Keflvíkinga BIKARMEISTARAR í körfuknattleik karla 1994. Aftari röð frá vinstri: Jón Guðmundsson, liðsstjóri, Guðjón Gylfa- son,Albert Óskarsson með soninn Ragnar, Sigurður Ingimundarson, Brynjar Harðarson og Magnús Gunnarsson, vatns- beri og lukkupolli. Fremri röð frá vinstri: Kristinn Friðriksson, Jón Kr. Gíslason, Guðjón Skúlason, Ólafur Gottskálks- son, Raymond Foster og Böðvar Kristjánsson. Félög tryggi landsliðsmenn Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að félög- um sé skylt að tryggja landsliðsmenn sína, en viðkomandi knattspyrnusam- bönd þurfi ekki að taka þátt í kostn- aðinum að neinu leyti. Ákvörðun FIFA tók gildi um ára- mót og þessa dagana er verið að senda knattspyrnusamböndum innan FIFA reglugerðina, en félögin verða að tryggja leikmenn vegna ferðalaga, veikinda og meiðsla. Að sögn Michels Zens Ruffinens, ritara nefndar FIFA um stoðu leik- manna, var þessi ákvörðun tekin að vel athugaiðu máli í nokkur ár, fyrst og fremst til að tryggja stöðu minni og fátækari sérsambanda. Örar breytingar á félagaskiptum gerðu það að verkum að efnaminni sambönd ættu ekki peninga til að standa und- ÚRSLIT Körfuknattleikur 1. deild karla: IS-ÍR........................49:61 NBA-deiIdin: Leikir aðfaranótt þriðjudags: Detroit - Cleveland........103:107 ■Liðin sem léku á útivelli í gær sigruðu öll. Cleveland lenti þó í kröppum dansi í Detroit, en vann samt. Detroit tapaði þar með sínum 10. leik í röð á heimavelli og hefur það aðeins gerst einu sinni áður hjá félaginu. Mark Price gerði 21 stig og Larry Nance 20 fyrir Cleveland en Joe Dumars gerði 29 stig fyrir Pistons og Isiah Thomas 22. Dallas - Atlanta.................85:90 ■ Dominique VVilkins gerði 24 stig fyrir Atlanta og rauf þar með 23.000 stiga múr- inn og varð 11. leikmaðurinn í sögu NBA til að gera slíkt. Kevin Willis gerði 17 stig og tók auk þess 16 fráköst og Mookie Bla- ylock gerði 18 stig. Doug Smith gerði 22 stig og Jim Jackson 14 fyrir hið lánlausa lið Dallas. LA Clippers - Golden State......96:110 ■Latrell Sprewell gerði 32 stig fyrir Warri- ors og kappinn byrjaði vel því hann gerði 20 stig í fyrsta leikhluta. Chris Webber gerði 20 stig og Billy Owens 19 en hjá Clippers var Ron Harper stigahæstur með 19 stig og Danny Manning gerði 18 og var rekinn af velli þegar þrjár mínútur voru eftir fyrir að deila við dómarana. Íshokkí NHL-deildin: Leikið aðfaranótt þriðjudags: Boston - Quebec.....................4:3 NY Rangers - Pittsburgh.............5:3 Ottawa - Chicago....................0:1 Vancouver - Los Angeles.............3:1 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - KA........20 I. deild kvenna: Kaplakriki: FH - Stjarnan.i..18 Strandgata: Haukar - Grótta.... 18.30 Höllin: KR - Víkingur.....19.15 Eyjar: ÍBV - Ármann..........20 ir tryggingunum og FIFA yrði að gæta réttar þeirra. Hann sagði að þessi breyting hefði legið í loftinu. Því ætti hún ekki að koma félögunum á óvart og engin mótmæli hefðu borist, þó um veruleg- ar upphæðir geti verið að ræða, eink- um hjá félögum með marga landsliðs- menn- Hjá KSI fengust þær upplýsingar að að kostnaður vegna trygginga hefði verið mikill á áttunda áratugn- um og í byijun þess níunda, en undán- farin ár hefði upphæðin verið nálægt einni milljón króna á ári. Samið hefði verið við atvinnumannafélög, sem ís- lenskir leikmenn hefðu verið hjá, um að þessar tryggingar væru á þeirra hendi, en ákvörðun FIFA gerði það að verkum að nú væru slíkir samning- ar óþarfir. FELAGSLIF FH-ingar með hópferð FH-ingar hafa ákveðið að vera með for- sölu og hópferð á undanúrslitaleik Selfoss - FH í bikarkeppninni, sem fer fram á laug- ardaginn. Forsala aðgöngumiða verður í Sjónarhól í dag og fram á föstudag eftir kl. 16. Miðaverð er kr. 700 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn, en sætagjald i langferða- bifreið er k. 200. Farið verður frá Kapla- krika kl. 14.45. Þorrablót GR Þorrablót Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 5. febrúar í golfskálan- um í Grafarholti og hefst kl. 20. Miðapant- anir er á skrifstofu klúbbsins. Hljómsveit Örvars Kristjánssonar leikur fyrir dansi. Þorrablót FH Þorrablót FH verður í Kaplakrika laugar- daginn 5. febrúar kl. 19.30. Blótstjóri verð- ur Ingvar Viktorsson bæjarstjóri og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, verður heiðurs- gestur. Miðasala hjá Rósu í Sjónarhóli. Lávarðamót UMFG Grindvíkingar ætla að halda lávarðamót í körfuknattleik helgian 12. og 13. febrúar. Keppt verður í flokki 30 ára og eldri og 40 ára og eldri. Það ræðst af þátttökunni hvernig verður leikið en þátttöku ber að tilkynna fyrir3. febrúartil Olafs (92-68145, 92-15300) Jóns Emils (92-68105, 92-16000) eða Björns (92-68757, 92-68060). Þátttökugjald er kr. 10.000 á lið. Öldungameistarmót Oldungameistarmot íslands í frjálsíþrótt- um innanhúss verður haldið í Baldurshaga um helgina. Mótið hefst á laugardag kl. 13.16 og verður siðan fram haldið á sunnu- dag kl. 13. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir hveija grein og þátttökutilkynningar þurfa að berast í dag til FRl eða Ólafs Unnsteins- sonar í síma 37759. Leiðrétting Myndatexti. með grein um afmælismót Júdósambandsins í blaðinu í gær var ekki réttur. Sagt var að Sigurður Bergmanr. væri í glímu við Vernharð Þorleifsson, en myndin er frá glímu Sigurðar við Þorvald Blöndal. Beðist er velvirðingar á mistökun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.