Morgunblaðið - 06.03.1994, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C 54. tbl. 82. árg. SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Emil Nolsoe, talsmaður samtaka togaraútgerða í Færeyjum Ekkert kvótakerfi hefur dugað á Norður-Atlantshafi Berbrjósta ræningjar HÓPUR kvenna frá Austur-Evrópu beitti nýstárlegri aðferð við að ræna úr peningakössum þriggja stórmark- aða í úthverfum hollensku borgarinn- ar Zwolle fyrir skömmu. Konurnar snöruðust inn í verslanirnar, sumar fóru úr öllu að ofan og létu öllum illum Iátum. Afleiðingin varð upp- lausn og ringulreið sem vinkonur þeirra fáklæddu noxuðu til að laum- ast í kassana og tæma þá. Síðan héldu ræningjarnir út í bíla sína og þutu á brott. „Þetta virðist vera fremur ein- falt en það virkar,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Deilt um met við Guinness DÓMSTÓLL í Kalkútta hefur gefið skipun um að öll eintök af heimsmeta- bók Guinness í Indlandi skuli gerð upptæk um hríð. Ástæðan er sú að ekki er minnst á met indverskra hjóna en þau segjast hafa orðið fyrst allra í heiminum til að aka umhverfis jörð- ina í bíl árið 1986. Reynt er að ná sáttum í málinu. Hundasund áErmarsundi VERÐUR þriggja ára gömul, svört Labrador-tík, Umbra, fyrst hunda til að svamla yfir Ermarsund? Eigandi hennar, Bandaríkjamaðurinn Ted Erikson, synti sjálfur fram og aftur yfir sundið 1965 og sonur hans varð fyrstur til að komast þrisvar í röð yfir það árið 1981. Eigandi Umbru er staðráðinn í að taka hana með sér næsta sumar og segir að tíkin hafi sjálf átt hugmyndina, hún sé frábær. „Eg verð að nota sundfit til að hafa við henni“. Æfingar standa nú yfir í Flórída þar sem Erikson býr og eru syntar um fimm kílómetra lotur en Ermarsundið er 32 kílómetrar þar sem það er mjóst. Breskir dýravernd- unarsinnar hafa mótmælt áformum Bandaríkjamannsins harðlega og segja að um illa meðferð á dýrum sé að ræða. Dýrið sé ófært um að synda svo langa leið, geti drukknað. Dýra- læknar taka undir þetta og segja hunda ekki hafa líkamsbyggingu til svo mikilla sundafreka. ÖLL 42 togskip í Færeyjum voru annað- hvort þegar komin í höfn eða á leið þang- að um hádegisbii í gær en útgerðarmenn ákváðu að mótmæla samþykkt kvótalaga á Lögþinginu í fyrradag með því að liætta veiðum. Um 80% af öllum fiski sem unn- inn er í landinu kemur af togskipunum. „Ef þetta er það sem þeir vilja þá skulu þeir fá það,“ sagði Emil Nolsoe, formað- ur samtaka togaraútgerða, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að kvóta- lögin væru einstaklega illa og klaufalega unnin, „þetta er hræðilegt". Útilokað væri að starfa í samræmi við þau. „Ég veit ekki hvað gerist næstu dagana,“ sagði Noisoe. „Sem stendur sé ég enga lausn, vona auðvitað að hún finnist en þessar tillög- ur eru slík svívirðing við sjómenn að það er ólýsanlegt." Línuskipin hafa ekki siglt í land. Nolsoe vísaði því eindregið á bug að deilan væri að verulegu leyti innbyrðis milli út- gerðarmanna, annars vegar eigenda togara og hins vegar línuveiðiskipa sem fá meiri kvóta samkvæmt lögunum en togaramehn telja eðlilegt. Hann sagði að kvótalögin væru slæm mis- tök frá upphafi til enda. Sjálfur ságðist hann teljá að hægt væri að vernda fiskistofnana fyrir rányrkju með því að beita ýmsum tækni- legum hindrunum (þ.e. tíma- og staðbundnu veiðibanni, aukinni möskvastærð og fleiri ráðstöfunum). Flotinn hefði minnkað svo mikið undanfarin ár, togskipum fækkað úr 87 í 44, að ekki væri hægt að ofbjóða stofnun- um með núverandi veiðiflota. „Sjálfur tel ég að eigi kvótakerfi yfirleitt að geta virkað þá verði kvótarnir að vera fullkomlega framseljanlegir en það eru þeir ekki samkvæmt þessum lögum. En ég held að ekkert kvótakerfi á Norður-Atlantshafi hafi virkað ... Það eru tíu ár síðan þið íslend- ingar samþykktuð kvótakerfi, hefur það dug- að til að vernda þorskstofninn? Hefur kvóta- kerfið verndað þorskstofnana í Norðursjón- um? Það er að vísu alltaf hægt að spyija á móti hvernig hefði farið án kvótakerfis en því getur enginn svarað. Reyndar held ég að íslenska kerfið sé betra en það danska en það merkir ekki að það fyrrnefnda sé gott.“ Nolsoe sagði togaramenn nú bíða eftir viðbrögðum stjórnmálamanna. Hann sagðist telja að þrýstingur Dana hefði ráðið úrslitum; allir þingmennirnir sem greitt hefðu atkvæði með tillögunni segðust hafa gert þetta gegn betri vitund til að tryggja aðstoð frá Dönum. 16 MEISTARI MAGNÚS HIÐMÍKLA NÁVÍGI VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ASUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.