Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIULEIMT / MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 EFNI j Búramið rannsökuð í nóvember HAFRANNSÓKNASTOFNUN hyggst rannsaka djúpslóðina suð- ur af Islandi í haust og reyna þá að gera rannsóknir á búra að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra stofnunarinnar. Jakob segir að líklega verði farið í leiðangurinn í nóvember, en tals- verðum vandkvæðum sé bundið að rannsaka búrann, vegna þess hversu djúpt hann liggi og hversu erfið tog- sióð sé á svæðinu. Yfirleitt fínnist búri á meira en 500 metra dýpi. Hann segir að búrinn sé hægvaxta fiskur sem verði mjög gamall og þeir fistar sem veiddust hér við land væru einhverra tugi ára gamlir. Um þessar mundir eru sérfræðing- ar Hafrannsóknastofnunar í djúp- sjávartegundum, eins og búra, á ráð- stefnu í Englandi þar sem verið er að safna saman upplýsingum um fiskitegundir sem finnast á djúpsióð. ----------♦ ♦------ Harður árekst- ur við Fitjar HARÐUR árekstur varð á Reykja- nesbraut snemma í gærmorgun á móts við Fitjar. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík urðu lítiis háttar meiðsl á farþega og ökumanni annarrar bifreiðarinnar. Bílamir sem skullu saman voru Volvo-fólksbíll og níu manna fólks- flutningabíll. Var Volvoinn óökuhæf- ur eftir áreksturinn og þurfti að draga hann á brott. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dorgað í bæjarferð FÉLAGARNIR Davíð, Jóhann Björn og Arnar brugðu sér bæjarleið í liðinni viku, þeir eiga heima á Hrafnagili í Eyjafirði en fóru að dorga á Leirutjöm í Innbæ Akureyrar. Þeir höfðu ekkert orðið varir þegar ljósmynd- ari átti leið hjá og festi þá á fílmu, en áhuginn leyndi sér ekki. Matthías Bjamason um áform um afnám flutningsj öfnunar á olíu og bensín Gerir alvarlegar athuga- semdir við frumvarpið Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Verslunarráðs styðja breytinguna „ÉG HEF ekki séð frumvarpið og mér finnst skrítið að fjölmiðlar skýri frá frumvarpi sem á eftir að leggja fyrir stjórnarflokkana. Við það geri ég alvarlega athuga- semd. Og í öðru lagi, ef það er ætlunin að hafa mismunandi verð Steingrímur segir að bæði við- skiptaráðherra, sem skipar í stöð- una, og Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, hafi lýst yfír stuðningi sínum við umsókn hans um stöðuna og segist ekki trúa því að bankaráð Seðlabankans muni leggjast gegn sér. Hann segir að hljóti hann stöð- una muni hann segja af sér for- mennsku í Framsóknarflokknum á miðstjórnarfundi sem boðaður sé 15.-16. apríl, enda taki hann við stöðunni, ef af verði, eftir þá helgi. Halldór Ásgrímsson varaformaður muni að sjálfsögðu taka við fram til þess að kosið verði í haust, en hann eigi ekki von á öðru en end- umýjun í forystu flokksins gangi átakalaust fyrir sig. um landið á olíuvörum, þá geri ég enn sterkari athugasemdir við það. Að öðru leyti vil ég ekki tala um málið fyrr en ég hef séð þetta svart á hvítu,“ sagði Matthias Bjarnason alþingismaður um frumvarp viðskiptaráðherra um Steingrímur segist vera stoltur af þátttöku sinni í stjórnmálum síð- ustu tvo áratugi. Þeir hafí verið farsælir og það uppbyggingarstarf sem unnið hafi verið í íslensku þjóð- lífí á þessu tímabili sé sá grunnur sem byggt sé á í dag. Hann segist sjá einna mest eftir því að ekki hefði verið tekið með öðrum hætti á stjóm peningamála í ríkisstjóm- inni 1983. Verðtrygging fjármagns skyldi ekki hafa verið afnumin að minnsta kosti í áföngum og þannig komið í veg fyrir gífurlega skulda- söfnun hjá heimilum og fyrirtækj- um og að ekki skyldi hafa tekist að hafa hemil á vöxtum eins og til stóð þegar þeir hafí verið hækkaðir árið 1984. afnám Iaga um flutningsjöfnunar- sjóð olíu og bensíns. Forsljóri Skeþ’ungs fagnar frumvarpinu og framkvæmdastj óri Verslunarráðs segpr að núverandi kerfí bjóði upp á óhagkvæmni og markmiðið sé að afnema það. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins höfðu tvö frumvörp verið í undirbúningi varðandi fyrirkomulag flutningsjöfnunar olíuvara að undan- fömu. I öðru var gert ráð fyrir að dregið yrði úr flutningsjöfnun þannig að hún takmarkaðist við sjóflutninga pg ákveðna birgðastaði innanlands. í hinu eru hins vegar lög um flutning- sjöfnunarsjóð og innkaupajöfnun olíu og bensíns afnumin og jafnframt sú skylda olíufélaganna að bjóða sama verð um allt land. Niðurstaða ráð- herra varð sú að leggja síðamefnda frumvarpið fram um algjört afnám flutningsjöfnunar. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs hf., segir að ef um stjómar- frumvarp sé að ræða þá fagni hann því mjög. „Ég er eindregið á þeirri skoðun að lögin um flutningsjöfnun frá 1985 séu til mikillar óþurftar í olíudreifíngarmálum á íslandi,“ segir hann. Kristinn sagðist sammála viðskiptaráðherra um að þessi breyt- ing myndi auka samkeppni olíufélag- anna og verða mikill hvati til að fé- lögin reyndu með öllum ráðum að koma þessari vöru til endanlegs not- anda hvar sem hann er staddur á sem ódýrastan hátt. Þau muni reyna að vera samkeppnishæfari en mót- aðilinn til að geta boðið vöruna á sem lægstu verði. „Ég tel að þetta sé fyrst og fremst samkeppnisatriði. Varan verður kannski á eitthvað mismunandi verði en þó aldrei dýrari en svo að ekki sé hægt að selja hana,“ sagði Kristinn. Vilhjálmur Egilsson, alþingismað- ur og framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands, segir að Verslunarráðið hafi stutt afnám flutningsjöfnunar. „Ástæðan er fyrst og fremst sú, að þetta kerfi býður að mörgu leyti upp á óhagkvæmni í þessum viðskiptum. Það hefur til dæmis komið í veg fyr- ir að útgerðin gæti keypt olíu á eðli- legu verði. Þetta hefur ekki hjálpað okkur í samkeppninni um viðskipti við erlenda aðila. Svo er spurning hvort sé eðlilegt að byggja upp mik- ið dreifingarkerfi sem hvílir eingöngu á flutningsjöfnuninni," sagði hann. Vilhjálmur sagði að ýmsar leiðir væru færar að því markmiði að leggja flutningsjöfnunarkerfíð niður en það ætti eftir að koma í ljós hvort menn vildu taka þetta í einu stökki eða í áföngum. Heklaflytur inn Kia-bíla HEKLA hf. er að semja við kóreska bílaframleiðandann Kia um að taka við umboði fyrir bílana hér á landi. Hekla hefur þegar fengið bíl af gerð- inni Kia Sephia hingað til lands. Sigfús Sigfússon forstjóri Heklu hf. segir að framvinda þessa máls byggist alfarið á því verði sem Hekla fái bílana á en ennþá hefur ekki verið gengið frá neinu í því sambandi. Kia, sem er næststærsti bílaframleið- andinn í Suður-Kóreu, er að byija að markaðssetja sína bíla í Evrópu og er bíllinn m.a. kom- inn til Þýskalands og Danmerk- ur. Sjá „Hekla að semja ...“ bls. Cl. Steingrímur segir af sér á miðstjómar- fundi 15.-16. apríl - verði hann skipaður í stöðu seðlabankastjóra STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, skil- aði inn umsókn um stöðu seðlabankastjóra til Sighvats Björgvinsson- ar viðskiptaráðherra. Steingrímur segir í Tímanum í gær að þetta sé að mörgu leyti heppilegur tími til að hætta afskiptum af sljórnmál- um, hann sé orðinn 65 ára gamall og Framsóknarflokkurinn standi sterkt. A ► 1-4? Ungir menn á niðurleið ►í Síðumúlafangelsi sitja nú tveir 16 ára piltar sem eru að hefja kynni sín af fangelsiskerfinu. Þeir eiga að baki fjölda afbrota. Hér er fjallað um þá málsmeðferð sem afbrot unglinga fá og mögulegar breytingar á meðferð afbrotaungl- inga. /10 Loksins í lestina ► Svíar, Finnar og Austurríkis- menn hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið um aðild. Reikna má með að eðli og mikil- vægi Norðurlandasamstarfsins fnuni minnka. /12 Tromp eða tvist? ►Þegar búvörudeilan stóð sem hæst blossuðu upp vangaveltur um hvort þingrof væri í aðsigi og hvort stjórnarskrárbreytingin 1991 þýddi að hönd forsætisráðherra væri veikari en ella. /16 Meistari Magnús ►Evrópumeistarinn íþolfimi, Magnús Scheving, er trésmiður, þolfimikennari, skemmtikraftur og starfar mikið með unglingum. Hann er óstöðvandi vinnuþjarkur og æfir nú ötullega fyrir heims- meistaramótí Japan. /18 Hið mikla návígi ►Kjartan Lárusson er forstjóri Ferðaskrifstofu íslands hf. Hann hefur haft góða yfirsýn yfír ferða- þjónustu hér á landi um langt ára- bil. /20 B ► 1-28 Jötunspil í jökulheim- um ►Síðujökull, suðvestan í Vatna- jökli, hefur verið á ferðalagi frá því í janúar. Margir hafa lagt leið sína að jöklinum og skoðað þetta stórbrotna náttúruundur. /1 Með hækkandi sól ►Framhaldsskóli Vestfjarða held- ur nú árlega sólrisuhátíð. í skólan- um er boðið upp á íjölbreytt nám, meðal annars fyrir skíðafólk. /4 C BÍLAR ► 1-4 Hekla hf. að semja við Kia bílaframleiðand- ann í Kóreu ►Hekla hf. hefur þegar fengið sýningarbíl til landsins frá næst- stærsta bílaframleiðanda í Suður Kóreu. /1 Daihatsu Charade ►Nýjustu útgáfu af Daihatsu Charade TR var nýlega hleypt af stokkunum. Þessi bíll hefur stund- um verið mest seldi smábíll lands- ins. /4 Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari Helgispjall Reykjavikurbréf Minningar íþróttir Útvarp/sjónvarp 48 Gárur Mannlífsstr. Kvikmyndir INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-4 'IR ÞÆTTIR /bak Da;gurtónlist 15b 26 Fólk i fréttum 20b 26 Myndasögur 22b 26 Brids 22b 28 Stjömuspá 22b 46 Skák 22b 48 Bfó/dans 23b 51 Bréf til blaðsins 28b 6b Velvakandi 28b 14b Samsafnið 30b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.