Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 5

Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 5 Fundur um samkeppnismál hjá Samtökum iðnaðarins Hugmynd um vanskila- lista yfir fyrirtæki Á félagsfundi Samtaka iðnaðarins í liðinni viku kom fram hug- mynd um að gefa út lista yfir fyrirtæki sem væru í vanskilum innan samtakanna. Að sögn Andrésar Magnússonar lögfræðings samtak- anna er vijji fyrir því hjá aðildarfélögum að samtökin sjái um upplýs- ingamiðlun um þessi efni. Andrés Magnússon sagði við Morgunblaðið, að áhugi væri meðal fjölda aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins á því að samtökin móti reglur um það hvernig varað verði við viðskiptavinum sem hafi orðið uppvísir að alvarlegum vanskilum. Andrés sagði að fyrirtæki yrðu oft fyrir verulegum skaða við stór gjaldþrot viðskiptavina þeirra, og væri gjaldþrot Miklagarðs dæmi um slíkt. Andrés sagði það spurningu hvað 'Samtök iðnaðarins gætu gengið langt í þessum efnum án þess að bijóta í bága við samkeppnislög. Þó iægi ljóst fyrir, að miðla mætti upplýsingum um fyrirtæki sem ekki hefðu staðið í skilum við aðildarfyr- irtæki SI. Þá væri einnig ljóst að í Danmörku gengju samtök atvinnu- rekenda í Danmörku mjög langt í þessum efnum og hefðu komist upp með það gagnvart samkeppnislög- um þar í landi. Fákeppni í bygg- ingavöruverslun Á félagsfundinn komu Georg Kæra undir- búin vegna ólöglegra fískveiða FISKISTOFA undirbýr nú kæru vegna ólöglegrar Iöndunar skips á seinasto fiskveiðiári. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar, fiskistofu- stjóra, stóðu landanir yfir í tals- verðan tíma en málið hefur verið í rannsókn seinustu mánuði. Upp- skátt varð um ólöglega veiði og löndun skipsins þegar í ljós kom að fyrirtæki sem gerir viðkomandi skip út framleiddi vöru án þess að kaupa hráefni til framleiðsl- unnar. „Þetta sýnir að þó að menn komist í einhverjum tilvikum framhjá vigtinni eru þeir ekki sloppnir, við fáum skýrslur víðar en frá hafnarvogum, s.s. svokall- aðar ráðstöfunarskýrslur," segir Þórður. Þórður segir að rannsókn sé lokið og verði viðkomandi aðili kærður fljótlega. Meðal þess sem Fiskistofa tók til rannsóknar var bókhald fyrir- tækisins. Hann vildi ekki greina frá því í hvaða byggðarlagi löndun fór fram, hversu miklum afla skipið landaði og hver aflasamsetning var, en tók þó fram að ekki væri um aðila á Vestfjörðum að ræða. Þórður segir að málið fái venjulega meðferð opinberra mála og krafist verði refs- ingar yfir viðkomandi aðila fyrir lagabrot, auk þess sem Fiskistofa muni leggja gjald á þann afla sem um er að ræða og var ekki gefinn upp, í samræmi við lög um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla. Enn sé ekki ljóst hversu hárrar fjár- hæðar verður krafist, en um sé að ræða fullt andvirði þess afla sem Fiskistofa telur að hafi verið veiddur. Mál þetta er hið fyrsta sinnar teg- undar síðan Fiskistofa tók til starfa fyrir hálfu öðru ári og segir Þórður að stofnunin liti þetta brot mjög al- varlegum augum. „Við munum bregðast við öðrum sambærilegum málum ef þau koma upp á sama hátt, enda okkar hlutverk að fylgjast með og koma upp um brot sem þessi ef þau eiga sér stað,“ segir Þórður. Hann segir að staðreyndir málsins séu óyggjandi og hafí hinn brotlegi vart getað þrætt fyrir sekt sína. Ólafsson forstjóri Samkeppnis- stofnunar og Guðmundur Sigurðs- son viðskiptafræðingur hjá Sam- keppisstofnun og fluttu erindi um samkeppnislög og reglur og sátu síðan fyrir svörum um breyttar að- stæður í samkeppnismálum. í almennum umræðum á eftir var meðal annars fullyrt að um ákveðna fákeppni væri að ræða á bygginga- vörumarkaði og byggingavöruversl- anir neituðu að selja vöru frá fram- leiðendum sem seldu beint sjálfir. Einnig kom fram það sjónarmið, að átaksverkefni sveitarfélaga leiddu oft aðeins til þess að störfin soguðust frá einu sveitarfélagi til annars, sem gæti vart talist eðlileg samkeppni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræða um samkeppnismál FRÁ félagsfundi Samtaka iðnaðarins. Guðmundur Sigurðsson við- skiptafræðingur heldur erindi um samkeppnismál. Thailand, litríkt ævintyri! Thailand er ekki lengur eins fjarlægt og þú heldur. Ferð í 13 daga til Thailands með dvöl á Royal Cliff Bay Resort lúxushótelinu býðst nú á mjög hagstæðu verði. Á hótelsvæðinu er að finna úrvals strendur, sundlaugar, dýrindis veitingastaði auk góðra verslana og íþróttasvæða. Margir möguleikar eru á ferðum um Thailand en einnig gefast möguleikar á stuttum ferðum frá Bangkok til nágrannalandanna Laos, Kampútseu j| 4! og Víetnam. Verð frá 86.610 kr.* Nýr og glæsilegur ferðabæklingur um Asíu. Komið og fáið eintak. Hagstæðar ferðir bjóðast einnig til Penang í Malasíu og dvöl á lúxushóteli í 13 daga. Verð frá 108.310 kr.* Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. ‘Innifalið í verði: Flug, gisting fyrir einn í 2ja manna herbergi í 10 nætur og flugvallarskattur. /Í///SAS FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.